Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 25
25 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010 ÆTLA MÁ að tannlos og kýlapest hafi borist til Íslands með skosku fé árið 1932. Þessir sjúkdómar hafa lengi fundist á Bretlandseyjum og breiðst þaðan út um heiminn með sölu á kynbótafé. Þeir fundust fyrst í Suður-Þingeyjarsýslu og hafa borist þaðan víða um landið með fjársölu og við náinn samgang. Sjúkdómarnir koma yfirleitt sam- tímis á sama svæði og virðast á ein- hvern hátt tengdir, en eru þó ólíkir. Tannlos veldur stórfelldu tjóni á vissum svæðum og í vissum ættum og veldur alltaf kvölum og van- þrifum. Tilfinnanlegast og mest er tjónið í fyrstu, þegar veikin berst á nýjan stað. Síðar ber minna á henni. Sjúkdómsvaldurinn er óþekktur, veikin er ólæknandi og ekki hægt að leita að smitberum. Framtennur ganga upp, losna og týnast og jaxl- ar síðar. Meðgöngutími er langur. Meðalaldur margra hjarða styttist um 1-2 ár eftir að tannlos fer að búa um sig. Yngstu kindur með tannlos eru 2ja-3ja vetra. Sumir telja, að tannlos valdi meira tjóni en riða. Kýlapest er ekki eins skæð og tann- los. Minna ber á henni. Orsökin er ígerðarbaktería (Actinobacillus lignieresi). Kýli með grænleitum grefti koma á haus, en geta stöku sinnum breiðst út um líkamann og m.a. heltekið lungun. Meðhöndlun með penicillíni dugar oft, ef gripið er fljótt til lækningar. Byrja þarf á því að hreinsa út úr graftarkýlum, sem geta verið ógeðsleg. Gæta þarf fyllsta hreinlætis og sótthreinsa til að sýkingin magnist ekki upp. Nota skal hanska.Vitað er að þessi sýkill getur valdið sjúkdómi í nautgripum (e. „wooden tongue“) og sýkingum í fólki. Þess hefur þó ekki orðið vart hérlendis ennþá. Meðgöngutíminn er trúlega langur (vikur, mánuðir). Smitun verður varla fyrr en ígerðir opnast. Aðgerðir Dýrmætt er að vera laus við tann- los. Það er fremur auðvelt að verjast því. Það sem til þarf eru varnarlínur og aðgát bænda, sem ekki bilar. Án varnarlína og flutn- ingabanns milli sýktra svæða og ósýktra eru varnir gegn tannlosi gagnslitlar. Mótvægisaðgerðir við niðurfellingu varnarlína, boð- aðar af Matvælastofnun (2009) þ.e. fræðsla, aukin ábyrgð bænda og opinber listi yfir smitsjúkdóma á einstökum bæjum eru góð og sjálf- sögð ráð, en óraunhæf til að hindra útbreiðslu langvinnra ólæknandi smitsjúkdóma. Slíkt mótvægi tekur nokkur ár að byggja upp og verður aldrei nógu tryggt. Verslun byrjar strax. Menn vita ekki um smitaða gripi fyrr en of seint. Á meðan er smitað fé selt. Nóg er að einn maður bregðist, skrái ekki pest hjá sér eða sendi ekki allar vanþrifakindur til rannsóknar. Ekki skal hýsa að- komu fé, einangra ber og farga línu- brjótum og flökkufé, hindra versl- un og samgang fjár. Tannlos deyr ekki út með tímanum, þótt eigend- ur haldi það stundum. Tannskertar kindur finnast í flestum eða öllum hjörðum í áratugi eftir að veikin hefur borist í þær. Eftir að veikin er komin sitja menn uppi með hana. Tannlos verður naumast upprætt nema með niðurskurði á heilum svæðum. Það tókst með niður- skurði vegna riðu í Héraðshólfi og Austfjarðahólfi. Veikin hefur ekki fundist þar aftur í 20 ár, þótt hún sé í varnarhólfunum beggja vegna og valdi miklu tjóni. Með því að leggja Reyðarfjarðarlínu niður, var opnað fyrir útbreiðslu tannloss og kýlaveiki inn í Austfjarðahólf. Uppkoma garnaveiki á ný sunn- an línu varð til þess að hætt var við þau áform, sem betur fer. Í Biskupstungum var lógað öllu fé vegna riðuveiki nema á einum bæ, sem er einangraður. Um leið var tannlosi útrýmt og hefur ekki fundist þar aftur. Þessir sjúkdóm- ar hafa ekki fundist í geitum hér á landi, en virðast koma fyrir í geit- um erlendis. Geitur gætu borið smit í sauðfé, þótt sýkin finnist ekki í þeim. Geitur frá svæðum, þar sem tannlos og kýlaveiki eru þekkt, hafa aldrei fyrr en í haust verið fluttar á svæði, sem eru laus við þá, tvö heilög svæði, Héraðshólf og Vestur-Skaftafellssýslu. Það var ógætilegt í mesta máta, líklega gert af gáleysi og ætti að lóga geitunum strax. Herfileg mistök voru, óþörf og kannske ólögmæt að leggja niður Ytri-Rangá, sjálfbæra og ódýra varnarlínu, sem hefur dugað í 30 ár og opna þannig leiðina austur að Markarfljóti fyrir sjúk- dómana tannlos og kýlaveiki, sem eru mjög útbreiddir um allt svæðið frá Landsveit og niður í Þykkvabæ. Þeir hafa ekki fundist austan árinn- ar. Ég skora á þá, sem keyptu fé eða fluttu austur yfir Ytri-Rangá í haust að skila því eða farga. Vegna hins langa meðgöngutíma pest- anna mætti vonandi komast hjá því að menn dragi þessar pestir yfir sýslunga sína austan ár. Sama má segja um Jökulsá á Sólheimasandi. Önnur svæði sem eru laus við tann- los eru eftirtalin: Vestfjarðakjálki, Öræfahólf, Vestur-Skaftafellssýsla öll og Rangárvallasýsla austanverð að Ytri-Rangá. Á þessi svæði hefur aldrei borist tannlos. Öll þessi svæði þarf og ber að verja. Tannlos er þekkt í fólki. Ósennilegt er þó, að tannlos í fé smitist til manna. Einkenni kýlaveiki Bólgur og útbrot verða um munn og granir. Kindurnar verða oft ófrýnilegar að sjá. Graftarkýli myndast í eitlum á höfði og kverk og fara stundum niður í lungu. Í þeim er grænleitur, teygjanlegur, smitmengaður gröftur. Veikin er ekki banvæn en getur valdið þján- ingum og vanþrifum hjá kindinni. Einkenni tannloss Umtalsverður hluti hjarðarinn- ar virðist sýkjast, þegar tannlos kemur fyrst upp. Fullorðinstennur í ungum kindum losna ein af annarri, ganga upp, gjökta lausar og kvelja kindina. Síðan detta þær úr munni eða er kippt úr af eiganda. Svo fara jaxlar einnig að losna, ganga upp og detta úr kjálkum eða eru fjar- lægðir. Lausar tennur valda óþæg- indum, kindurnar eiga erfitt með að bíta og jórtra og vanþrífast þess vegna. Aukinn kostnaður er vegna ótímabærrar förgunar ungs fjár. Tannlos, kýlapest og varnarlínur Sigurður Sigurðarson dýralæknir sigsig@hi.is Sauðfjárveikivarnir Tannlos – framtennur uppgengnar og lausar. Kýlapest – graftarígerðir í eitlum á haus. Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.