Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010 ÞEGAR BENSÍNIÐ er nýdottið í 200 krónur lítrinn er ekkert eðlilegra en að maður fari að líta í kring um sig eftir sparneytnum bíl. Suzuki bílar hf. í Skeifunni 17 hafa verið duglegir að auglýsa með rödd Sveppa að Suzuki sé skyn- samlegur kostur. Ég fór í umboðið og hugðist reyna að fá smájeppa til að prufukeyra, en ég greip í tómt. Því miður allir uppseldir í augna- blikinu, sagði Þorbergur sölustjóri, en bauð mér að prufa sannkallaðan smábíl. Ég tók í stuttan reynsluakstur Suzuki Splash, sem er með aðeins 1000 rúmsentimetra vél og bein- skiptur. Fyrirfram gefnar hug- myndir mínar um bílinn reyndust í flestum atriðum rangar miðað við það sem kom í ljós við prufuakst- urinn. Ég hugðist troða mér inn í bílinn, en þess þurfti ekki því að í honum er ótrúlegt pláss og mikið rými fyrir ökumann og farþega. Útsýni úr bílstjórasætinu er hreint frábært því það er nánast ekkert sem skyggir á. Ég rak augun í bíla- stæðaklukku hægra megin í fram- rúðunni og hefur þessi bíll vottun upp á að menga svo lítið að hann hefur leyfi til að vera í bílastæðum miðborgar Reykjavíkur í allt að tvo tíma án þess að greitt sé fyrir. Þá var bara að gangsetja þenn- an 1000cc mótor, sem á að skila 65 hestöflum. Þegar ég var að kynnast bílnum á fyrstu metrunum fundust mér þessi 65 hestöfl vera ansi lítil og bíllinn latur af stað, en þegar ég var kominn á Miklubrautina og hraðinn orðinn meiri en 50 km á klst. urðu þessi hestöfl ótrúlega stór og virkuðu vel. Eftir innkaupaferð í Bónus með fjölskyldunni sá ég að farangursrýmið er ekki nema fyrir rúmlega 4 innkaupapoka, en með tæknilegu hugviti er pláss fyrir meira og ef ekki eru farþegar aftur í bílnum er hægt að leggja aftur- sætin niður og þá myndast ótrúlega mikið pláss. Ég ákvað að renna í Straumsvík og til baka, svona rétt til að finna hvernig bíllinn væri á 90 km hraða á Reykjanesbrautinni. Þegar ég var þvert á álverið í Straumsvík á 90 sagði eyðslumæl- irinn í bílnum að bíllinn væri að eyða aðeins 4,7 lítrum á hundr- aðið. Ég beygði að listamiðstöð- inni við Straum og ók malarveginn að Óttarsstöðum. Á malarveginum kom bíllinn mér verulega á óvart, en flestir bílar sem eru svona stutt- ir eru ekkert sérstaklega skemmti- legir á möl og oft lausir að aftan, en Splash var hreinlega límdur við veginn og minnti þetta mig á orð eins rallíkappa sem sagði rallíbílinn sinn vera svo góðan á lausri möl að hann væri eins og tyggjó í teppi. Þó tel ég að sniðugt væri að vera með aurhlífar að framan, sem tækju megnið af smásteinunum, en eins og bíllinn er núna heyrist töluvert inn í hann þegar smágrjótið smellur upp undir bílinn. Á leiðinni heim leit ég aftur á eyðslumælinn þegar ég ók fram hjá álverinu, en nú var örlítill mótvind- ur og sýndi eyðslumælirinn mér að ég væri að eyða 4,7 til 4,9 á hundr- aðið. Eftir reynsluaksturinn tók ég saman meðaltal úr aksturstölvunni í bílnum og var niðurstaðan að ég hafði eytt að meðaltali 7,2 lítrum á hundraðið og megnið af akstrinum var innanbæjarsnatt, en í sölubækl- ingi er sagt að meðaleyðsla sé 5 lítrar á hundraðið. Ekki ætla ég að rengja það, en á köldum vetrardegi er ekki óeðlilegt að sú eyðsla auk- ist um allt að 30%. Verðið á bein- skiptum 1000cc Suzuki Splash er 2.490.000, einnig er boðið upp á sjálfskiptan 1200cc Splash með 86 hestafla 16 ventla vél og er verðið á honum 2.780.000. Tól og tæki Hjörtur skoðar sparneytinn smábíl Frá Frumkvöðla- og tækniþróunarsetrinu á Hvanneyri Vantar þig pening? LANGFLESTIR SEM hafa samband við Sprota, frumkvöðla- og tækniþró- unarsetrið á Hvanneyri, eru frumkvöðlar í eðli sínu og hafa einhverja áhugaverða viðskiptahugmynd og/eða hugmynd að tækniþróun sem hentar fyrir íslenskar aðstæður. En ert þú frumkvöðull? Þetta er að mörgu leyti frekar erfið spurning og því er þarft að útskýra hvað í því felst að kallast frumkvöðull. Í raun er það svo að frumkvöðull er ein- faldlega sá sem t.d. stofnar fyrirtæki til þess að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd. Sá aðili þarf ekki aðeins að vera tilbúinn til þess að taka fjárhagslega áhættu, heldur einnig að vera tilbúinn að fórna tíma sínum fyrir hugmyndina. Reynslan sýnir að frumkvöðull getur þurft að verja þónokkrum tíma í uppbyggingu á sprotafyrirtæki sínu og taka þar með fjárhagslega áhættu í leiðinni til þess að uppskera, en takist að komast yfir þann þröskuld er málið oftast í afar góðum farvegi. Frumkvöðlar geta náð sér í fjármagn mjög víða, en til þess að fjár- sterkir aðilar séu tilbúnir að leggja fram fé til hugmyndar, t.d. lán eða hlutafé (þ.e. ekki styrki), þarf viðskiptahugmyndin oftast að vera komin í framkvæmd að einhverju leyti. Það getur hinsvegar reynst nokkuð torvelt að brúa bilið frá fæðingu hugmyndar að upphafi fram- leiðslu og þar koma frumkvöðlasetrin að góðum notum og létta veru- lega allt ferlið. Á frumkvöðlasetrum fæst fagleg aðstoð, aðstoð við það að sækja um styrki, sækja um upphafslán o.s.frv. Ef þú lumar á viðskiptahugmynd eða langar að gera eitthvað nýtt og spennandi gæti starfsemi frumkvöðlasetra því hentað þér. Þú þarft enga sérstaka menntun til þess að sækja um aðstoð, eingöngu hugmynd að verkefni. Ótrúlega margir luma á góðum hugmyndum og fram- tíðarsýn, en oft vantar bara hvatningu til að láta hugmyndina verða að veruleika. Í faglegu umhverfi er þetta mun auðveldara, en það er einmitt markmið frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, þ.e. að skapa frumkvöðlum þekkingarumhverfi, aðstöðu og umgjörð til að vinna að nýsköpun sinni og veita þeim faglega þjónustu og stuðning við framgang hugmynda sinna. Ef þú ert með hugmynd í maganum, ekki hafa hana þar áfram! Hafðu samband og komdu hugmyndinni í framkvæmd. Þú gætir legið á frábæru viðskiptatækifæri sem getur gefið vel af sér fyrir þig og þína. Frumkvöðla- og tækniþróunarsetrinu Sprota, Hvanneyri Snorri Sigurðsson Hjörtur L. Jónsson hlj@bondi.is Vélar og tæki Endurfjármögnun byggingar jarðgerðarstöðvar Moltu ehf. í Eyjafirði er nú lokið með sam- stilltu átaki eigenda fyrirtækisins annars vegar og Íslandsbanka og hins finnska seljanda vélbún- aðarins hins vegar. Sveitarfélögin í Eyjafirði eru meirihlutaeigend- ur í Moltu og auk fulltrúa þeirra sitja nú í stjórn fyrirtækisins full- trúar fyrirtækjanna Norðlenska, Tækifæris og Preseco, sem er framleiðandi og seljandi vélbún- aðarins. Verksmiðjan framleiðir moltu úr um 10.000 tonnum af lífrænum úrgangi á ári. Fram að þessu hefur sláturúrgangur verið uppistaðan í hráefni hennar en á þessu ári mun m.a. lífrænn heimilisúrgangur bæt- ast þar við eftir því sem söfnun hans fer í gang hjá sveitarfélög- unum í Eyjafirði. Í upphafi árs- ins 2008 hófst bygging jarðgerð- arstöðvar Moltu ehf. fyrir slát- urúrgang og annan lífrænan úrgang á Þveráreyrum í Eyjafirði. Við upp- haf framkvæmdanna hafði verið gengið frá fjármögnun hennar til fulls og þar var eiginfjárhlutfall áætlað hærra en oftast er í slíkum tilfellum, til að unnt væri að bregð- ast við ófyrirséðum kostnaði. Við hrun íslensku krónunnar á árinu 2008 breyttust forsendur mjög til hins verra og þegar framkvæmd- um var lokið í ágúst 2009 og starf- semin komin í gang var ljóst að endurfjármagna þyrfti talsverðan hluta framkvæmdakostnaðarins. Með undirritun lánasamninga við Íslandsbanka er fjármögnun verk- efnisins nú lokið. Jarðgerðarstöðin á Þveráreyrum er ein af grunnstoðum þess að meðhöndlun úrgangs í Eyjafirði uppfylli allar nútíma kröfur og mikil samstaða er hjá öllum við- komandi aðilum um að halda áfram að gera alla meðhöndlun úrgangs í héraðinu þannig úr garði að til fyr- irmyndar verði. MÞÞ Endurfjármögnun jarðgerð- arstöðvarinnar Moltu lokið Skrifað var undir lánasamninga við Íslandsbanka í jarðargerðarstöð Moltu. F.v. Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri Moltu, Rúnar Þór Sigur- steinsson viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, Hermann Jón Tómasson, for- maður stjórnar Flokkunar og Guðmundur Sigvaldason, formaður stjórn ar Moltu. Suzuki Splash 1000cc beinskiptur – niðurstaða: Jákvæðir punktar: Mjög sparneytinn bíll, góður á möl, útsýni gott til allra átta, heyrist nánast ekkert í vélinni inn í bílinn. Ég mæli með þessum bíl fyrir þá sem keyra langar vega- lengdir daglega til vinnu, sérstaklega vegna eyðslu og þess að bíllinn er þægilegur í akstri. Umhverfisvænn og fær að launum frí bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Neikvæðir punktar: Óöryggistilfinning inni í litlum bílum hefur lengi plag- að mig (í þessum bíl var það aðallega fyrst, en ekki mikið þegar ég skilaði bílnum). Bíllinn er latur af stað fyrstu metrana, en þess ber að geta að vélin er ekki nema 1000cc, en með því að reyna að snúa vélinni ekki undir 2500 snúninga er bíllinn ótrúlega spræk- ur. Ég mundi vilja sjá aurhlífar fyrir aftan framdekk- in bæði til að hlífa bílnum við sóðaskap og til að taka smágrjót á malarvegum. Ef farþegar eru í aftursætum er lítið pláss fyrir farangur. Helstu upplýsingar: Lengd mm 3715 Breidd mm 1680 Hæð undir lægsta punkt mm 1470 Þyngd kg 1030 Slagrými cc. 996 Hestöfl 65 Þjöppuhlutfall 11,0 Hámarksafköst (kw/rpm) 48/6000 Hámarks snúnings- vægi (Nm/rpm) 90/4800 Eldsneytistankur (lítrar) 45 Farangursgeymslan er ekki stór.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.