Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 17
17 Menntun í landbúnaði BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 25. FEBRÚAR 2010
MENNTUN OG ÞEKKING er í brenni-
depli hérlendis og margir eru þeirr-
ar skoðunar að efling menntunar og
rannsóknastarfsemi sé lykilatriði
við endurreisn þjóðarinnar í kjölfar
hrunsins. Í þessu sambandi er bent
á reynslu annarra landa, en ekki
síður sögu eigin þjóðar þar sem
dæmin sýna ótvírætt að menntun
og þekking eru hornsteinar menn-
ingar okkar og sjálfstæðis. Nægir
í því sambandi að benda á stofnun
bændaskólanna á seinni hluta 19.
aldar sem höfðu grundvallaráhrif á
framvindu landbúnaðar og menn-
ingar til sveita, og stofnun Háskóla
Íslands árið 1911 sem lagði mikil-
vægan grunn að öllum innviðum
íslensks samfélags á 20. öldinni.
Háskólarnir taka virkan þátt
í þessum umræðum. Kastljósinu
hefur verið beint að samfélagslegu
hlutverki háskóla og óhætt er að
segja að núna finna allir skólarnir
mjög greinilega til ábyrgðar sinn-
ar. Háskólarnir á landsbyggðinni,
sem og háskólasetur og hvers kyns
þekkingarsetur, hafa sérstöku hlut-
verki að gegna í þessu sambandi.
Svona starfsemi styrkir smá og
stærri samfélög og á undanförn-
um árum hefur henni vaxið fiskur
um hrygg. Staðreyndin er sú að
áherslur og forgangsröðun sveitar-
félaga, fyrirtækja, stofnana og ein-
staklinga einkennist í æ ríkari mæli
af stuðningi við og innleiðingu
hvers kyns þekkingarstarfsemi. Það
má nánast líkja þessari atburðarás
við byltingu. Þessi þekkingarstarf-
semi er afar mikilvægt tæki í upp-
byggingu atvinnulífs og annarrar
starfsemi í samfélaginu sem nú er
svo brýn.
Aukin aðsókn og athygli
Háskólinn á Hólum hefur heldur
betur orðið var við þessa þróun.
Eftir hrun hefur eftirspurn eftir
námi aukist umtalsvert og enn
meira er litið til skólans varðandi
hvers kyns rannsóknir og þróun-
arstörf. Núna eru skráðir nemar um
200. Greinar skólans tengjast allar
grunnatvinnuvegum þjóðarinnar
náið og skapa mikinn gjaldeyri.
Þannig er ferðaþjónusta að verða
ein af aðalatvinnugreinum okkar
og innviðir hennar eru ekki síst
í dreifbýlinu. Þetta endurspegl-
ast í stóraukinni aðsókn í ferða-
málanám okkar. Aukin þekking og
fagmennska varðandi íslenska hest-
inn hefur stóraukið umfang og arð-
semi greinarinnar og í henni liggja
geysileg markaðstækifæri. Aukin
þekking á fiskeldi og auðlindum
vatns og sjávar er grundvallaratriði
fyrir matvælaframleiðslu komandi
ára og sjálfbæra umgengni við nátt-
úruna. Því kemur ekki á óvart að
starfsemi hestafræðideildar og fisk-
eldis- og fiskalíffræðideildar nýtur
vaxandi athygli. Tengsl skólans við
nærsamfélagið hafa stóraukist og
hann nýtur margvíslegs stuðnings
í heimabyggð. Þannig hefur skól-
inn staðið, ásamt FISK Seafood,
MATÍS, Nýsköpunarmiðstöð og
Sveitarfélaginu Skagafirði að upp-
byggingu Versins, vísindagarða
á Sauðárkróki. FISK Seafood
leggur til húsnæði fyrir starfsem-
ina sem einnig nýtur stuðnings
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-
neytis. Á síðasta ári var, með styrk
mennta- og menningarmálaráðu-
neytis, ráðinn kennari við skól-
ann sem staðsettur er hjá Selasetri
á Hvammstanga, og sett var á fót
háskólasetur Háskólans á Hólum á
Blönduósi með tveimur kennurum.
Blönduósbær, með styrk mennta-
og menningarmálaráðuneytis, legg-
ur til fjármagn háskólasetursins.
Þessi aukna starfsemi á svæðinu er
afar þýðingarmikil, en hún tengist
atvinnulífi, öðrum þekkingarsetrum
og staðbundnum auðlindum samfé-
lags og náttúru. Á nýlegum þjóð-
fundi á Sauðárkróki kom skýrt fram
að íbúar svæðsins leggja mikla
áherslu á mikilvægi Háskólans á
Hólum við eflingu atvinnulífs og
samfélags á Norðurlandi vestra.
Faglega sterkur skóli
Ástæðu þess að Háskólinn á Hólum
er fær um að mæta aukinni athygli
og ábyrgð er fyrst og fremst að
finna í faglega sterkri stöðu hans.
Þann styrk má rekja til nokkura
samverkandi lykilatriða í þróun
hans undanfarin ár. Í fyrsta lagi
beinir skólinn kröftum sínum að
sérhæfðum, og mjög mikilvægum,
atvinnu- og menningartengdum
verkefnum sem tengjast auðlind-
um landsins náið. Þessi stefna,
sem rekja má aftur til árins 1980
þegar Bændaskólinn á Hólum var
endurreistur, hefur stuðlað að mun
meiri faglegri getu en ella, sem
núna endurspeglast í kraftmiklu
starfsfólki og nemendum. Í öðru
lagi hefur aðstaða skólans verið
byggð upp af framsýni, aðstaða til
verklegrar kennslu og rannsókna
í hestafræðum og reiðmennsku,
sem og fiskeldi, sjávar- og vatna-
líffræði er viðamikil og mjög góð
og Hólastaður og öll umgjörð hans
er í raun eins og kennslustofa í
ferðamálafræðum. Í þriðja lagi
hafa rannsóknir og þróunarstörf
eflst stórlega við skólann, sér-
staklega eftir 1990. Á síðasta ári
voru sértekjur um 45% af heildar-
tekjum skólans en stór hluti þeirra
eru styrkir til rannsókna og þróun-
arverkefna. Í fjórða lagi hafa deildir
skólans byggst upp í nánu samstarfi
við atvinnulífið, sem bæði eykur
skilvirkni náms og rannsókna og
styrkir innviðina með ýmsum
hætti. Í fimmta lagi hefur skólinn
lagt mikla áherslu á samstarf við
innlenda og erlenda háskóla og
með þeim hætti byggt upp faglega
sterk rannóknaverkefni og verið
brautryðjandi hérlendis í þróun
sameiginlegra námsleiða háskóla.
Þannig er nú boðið upp á sameig-
inlegt B.S. nám í hestafræði með
Landbúnaðarháskóla Íslands og
B.S. nám í sjávar- og vatnalíffræði
með Háskóla Íslands. Að lokum
skiptir miklu máli að Hólar hafa
þróast sem háskólaþorp með góð
búsetuskilyrði; byggðir hafa verið
nemendagarðar og þjónusta við
íbúa hefur aukist.
Þróun skólans og framtíðarsýn
Skemmst er frá því að segja að
ofangreindir þættir voru forsenda
þess að Hólaskóli þróaði markviss
tengsl við háskóla á undanförnum
20 árum og varð að lokum sjálf-
stæður háskóli með lögum árið
2007. Áður hafði skólinn fengið
leyfi með reglugerð til að útskrifa
nemendur með fyrstu háskólagráðu
árið 2003. Háskólinn á Hólum
og Landbúnaðarháskóli Íslands á
Hvanneyri eiga báðir rætur sínar
í gömlu bændaskólunum, voru
lengst af undir stjórnsýslu landbún-
aðarráðuneytisins og um þá gildir
sérstök löggjöf um búnaðarfræðslu.
Víða um heim finnast sterkir
háskólar sem byggja á gömlum
búnaðarskólum og það er ánægju-
legt að þessi þróun hafi tekist svo
vel sem raun ber vitni hérlendis.
Árið 2006 voru samþykkt ný
lög um háskóla á Íslandi. Í kjölfar
þeirra fór fram víðtækt faglegt
mat á öllum skólunum á vegum
menntamálaráðuneytisins, svokall-
að viðurkenningarferli. Þannig
fengu skólarnir á Hólum og Hvann-
eyri viðurkenningu sem fullgildir
háskólar vorið 2008. Árið 2007
ákváðu stjórnvöld að skólarn-
ir skyldu fluttir undir stjórnsýslu
mennta málaráðuneytis og átti
flutn ing urinn sér stað í upphafi árs
2008. Það er því óhætt að segja að
mikið hafi gengið á í lífi skólanna
undanfarin ár, en einmitt þá hefur
seigla þeirra og aðlögunarhæfni
komið skýrt í ljós.
Á undanförnum árum hefur
Há skólinn á Hólum verið rekinn
með nokkrum halla og áætlanir um
aukin fjárframlög sem fyrirhuguð
voru fyrir árið 2008 gengu ekki
eftir vegna hrunsins. Á árinu 2009
var því efnt til sérstaks átaks í sam-
vinnu við mennta- og menningar-
málaráðuneytið og ráðgjafafyrir-
tækið R3 til að hagræða í rekstri
og tryggja sem besta nýtingu fjár-
magns. Þetta tókst mjög vel og
með sparnaði og auknum sértekj-
um hefur tekist að ná jafnvægi í
rekstri. Fjárveitingar til Háskólans
á Hólum, og reyndar allra háskól-
anna, voru skornar niður um 8%
fyrir árið 2010. Vegna hagræðinga
ársins 2009 er gert ráð fyrir að hægt
sé að mæta þessum niðurskurði án
sársaukafullra aðgerða og rekstrar-
áætlun ársins 2010 miðast við að
skólinn sé rekinn innan fjárheim-
ilda.
Í þróun skólans er lögð sérstök
áhersla á að hlúa að sérhæfingu og
samstarfi og öflugri þróun gæða-
mála á öllum sviðum. Háskólinn á
Hólum tekur nú virkan þátt í vinnu
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins með hinum háskólunum
um að tryggja grundvöll þeirra og
framtíðaráætlanir á erfiðum tímum.
Rætt er um að efla starf og gæði
skólanna með öllum tiltækum
ráðum þrátt fyrir þröngan efnahag
þjóðarinnar. Í þessu sambandi er
meðal annars rætt um aukið sam-
starf og skýrari verkaskiptingu
skólanna. Fullljóst er að mennta-
stofnanir þjóðarinnar munu gegna
mikilvægu hlutverki á næstu árum.
Þekking þjóðar er langtímafjárfest-
ing og því er afar mikilvægt að láta
ekki skammtímasjónarmið hafa
áhrif á áherslur og ákvarðanir núna.
Við skulum öll vera bjartsýn um að
það auðnist að tryggja fjárveiting-
ar til menntamála núna þegar mik-
ilvægi háskólanna hefur kannski
aldrei verið meira.
Skúli Skúlason rektor
Háskólinn á Hólum
Mikilvægur fyrir eflingu samfélagsins
Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum með trausta bakhjarla.
Frá Endurmenntun Lbhí
SÚ ÖRA þróun í þjóðfélaginu og þær snörpu breyting-
ar sem hafa orðið undanfarið kalla á skýr markmið
og stefnu í endurmenntunarmálum. Það er afar brýnt
að bregðast hratt og örugglega við hugsanlegum
sveiflum í þjóðfélaginu með því að hafa ávallt í boði
námsleiðir fyrir einstaklinga til að bæta við menntun
sína, efla sig og um leið að auka hæfni sína í nútíma
þjóðfélagi. Stefna Endurmenntunar LbhÍ er meðal
annars fólgin í því að aðstoða landann í sinni þekk-
ingarleit og bjóða ávallt upp á fjölbreytt úrval nám-
skeiða sem endurspegla þörfina hverju sinni.
Það má með sanni segja að árið 2010 fari vel af
stað hjá Endurmenntun LbhÍ. Framboð af námskeið-
um hefur sjaldan verið eins mikið og fjölbreytt, hátt
í hundrað námskeið í boði á hátt í þrjátíu stöðum
um land allt. Námskeið sem virðast vekja áhuga hjá
landanum, því skráningar á námskeiðin berast jafnt
og þétt.
Að vanda einkennist framboð námskeiða á vorin
af hinum ýmsu vorverkum. Enn aukum við úrval
hinna svokölluðu grænu námskeiða og bætum við
fleiri stöðum um landið. Námskeiðin eiga það sam-
merkt að efla þátttakendur til að vinna hin ýmsu verk
sjálfir sem snúa að garðinum og garðrækt. Námskeið
um ræktun grænmetis og kryddjurta eru sívinsæl sem
og grunnnámskeið í trjá- og runnaklippingum. Þá
koma inn námskeið eins og gerð safnhauga og nám-
skeið um nýtingu flórunnar sér til lystauka, sem hafa
einnig vakið áhuga.
Námskeið fyrir bændur tengjast því hvern-
ig bændur geti aukið hagkvæmni í rekstri sem og
vinnu hagræðingu. Námskeið um nýtingu belgjurta til
að auka frjósemi og afurðargetu jarðvegs hafa komið
afar vel út og verið mjög vel sótt. Þá eru framundan
námskeið tengd hagræðingu í nautgriparækt; annars
vegar námskeið um aukin mjólkurgæði sem haldið
verður víða um land og hinsvegar námskeið sem mun
fjalla um endurbætur á aðbúnaði gripa svo hagræði
sé að fyrir bæði gripi og fólk. Annað áhugavert nýtt
bændatengt námskeið er námskeiðið „Smábúskapur
og ræktun í þéttbýli – viðbrögð við kreppu?“
Handverk ýmiss konar hefur ávallt sitt pláss í
námskeiðaflórunni og má núna t.a.m. nefna nám-
skeið í blómaskreytingum og annað sem mun fjalla
um torf- og grjóthleðslur. Að lokum er vert að benda
á að núna í marsmánuði verður í sjötta sinn boðið
upp á hið sívinsæla námskeið um endurgerð forn-
traktora í samstarfi við Landbúnaðarsafn Íslands.
Vorið er svo sannarlega komið hjá Endurmenntun
LbhÍ og tökum við glöð á móti hverjum degi og enn
frekar tökum við fagnandi á móti hverjum þeim sem
kýs að verja tíma sínum í að
sækja þekkingu til Endur-
menntunar LbhÍ.
Guðrún Lárusdóttir
gurra@lbhi.is
www.lbhi.is/namskeid
Úr kennslustund í Háskólanum á Hólum. Þessir nemendur eru eflaust allir
útskrifaðir en þessi stemmning er enn á sínum stað.