Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010 Mánudaginn 15. febrúar sl. var haldin málstofa á Keldnaholti á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar hafði Andrés Arnalds, fagmálastjóri Land- græðslu ríkisins, framsögu og fjallaði um það sem hann kallar vegagerð framhjá kerfi. Þar vísar Andrés til þess vegaslóðakerfis sem hann segir að hafi mynd- ast vegna skorts á regluverki og aðhaldi. Þá hafi orðið gríðarleg fjölgun torfærutækja á undan- förnum árum, í samspili við dapurt umhverfislæsi of margra ökumanna, valdið miklu álagi á viðkvæmum leiðum. Nýjar slóðir séu einnig stöðugt að myndast en lög og reglur til aðhalds séu ófull- nægjandi. Engar reglur um birtingu ökuleiða Andrés segir að í raun sé hópur ökumanna, meðal annars á torfæru- hjólum og fjórhjólum, sem fari ránshendi um viðkvæma náttúru Íslands. Vegakerfi Íslands sé þann- ig tvöfalt; annars vegar þær leiðir sem eru á skrá Vegagerðarinnar og hins vegar urmull slóða utan hins opinbera kerfis. Þeir séu mun umfangsmeiri, jafnvel helmingi lengri, og hafi að mestu orðið til utan skipulags, því engar reglur gildi um birtingu ökuleiða á landa- kortum. Gott starf hefur verið unnið innan ýmissa félaga að hans mati og nefnir hann t.a.m. starf Ferðaklúbbsins 4x4 og Vélhjólaíþróttafélagsins VÍK, þar sem vandamál eru leyst með þjónustu – brautum og svæðum með rauðum númerum. Hann segir þó að ofsi einstakra manna innan raða félaganna sé umræðunni til trafala. Engar útbætur þrátt fyrir áralanga umræðu Umræðan um landsspjöll vegna torfæruhjóla er orðin nokkuð gömul að sögn Andrésar, en enn sem komið er gætir að hans mati úrræðaleysis í þessum málum. Hann vitnar til umfjöllunar um málið í fjölmiðlum í gegnum tíðina og skipan nefnda án sýnilegs árang- urs. Hann segir að nafn málstof- unnar sé sótt til ummæla þáverandi umhverfisráðherra Sigríðar Önnu Þórðardóttur, frá árinu 2006, sem sagði að Ísland væri örum skorið og ráða þurfi bót á því. Síðan hafi lítið gerst annað en það að ástandið hafi versnað. Er það lögbrot að aka fornar þjóðleiðir? Andrés gerði Ferða- og útivist- arfélagið Slóðavini einnig að umtalsefni í erindi sínu. Hann vitn- ar til viðtals í dagblaði við formann félagsins þar sem fram kemur að vélhjólafólk í félaginu aki um gamla vegi sem ruddir voru í árdaga; að þeir noti sömu svæði og göngufólk og noti gamlar leiðir sem farnar voru í árdaga með stórum vörðum á leiðinni. Andrés bendir á að þjóð- leiðir eldri en 100 ára séu verndaðar samkvæmt þjóðminjalögum og því sé um skýrt lögbrot að ræða. Hann vísar í þessu samhengi til leiða eins og Prestastígs, Árnastígs og Ketilsstígs – og annarra svipaðra leiða á Reykjanesskaga. Hann segir að það sé óþolandi ástand að þetta sé látið viðgangast og brýnt sé að finna lausnir á vandamálinu. Hann segir nokkuð stóran hóp manna telji það rétt sinn að mega aka út um allt. Aftur vitnar Andrés til þáver- andi umhverfisráðherra sem sagði árið 2006 að skýra þyrfti reglur um torfæruhjólin. Andrés segir það ennþá eiga við í dag. Við þá vinnu þurfi að hafa í huga að beita þurfi heildrænum lausnum; mæta þörf- um með löglegum leiðum innan skipulags og búa til refsiramma með sektum og upptöku hjóla. Hið nýja landnám Andrés spurði í erindi sínu um réttmæti þess að sýna allar slóðir á landakortum. Hann segir að allt landið sé skipulagsskylt og þar séu gerðar mjög ríkar kröfur. Reyndin sé sú að útgefendur landakorta séu orðnir í einhverjum skilningi sjálf- skipuð skipulagsyfirvöld. Kort Máls og menningar t.d. virðast þannig samkvæmt samanburði við gömlu Landmælingakortin vera orðin ónákvæmari. Því til staðfest- ingar sýndi Andrés fram á að heitið „Vegarslóð“ nær yfir þrjár gerðir leiða/vega gömlu kortanna. Hann efast um að öryggi ferðamanna sé betur tryggt með því að sýna allar slóðir og spyr í framhaldi hvaða tilgangi það þjóni að sýna varhuga- verðar slóðir sem akveg. Samstillt átak til úrbóta Í lok erindis síns tiltók Andrés nokkur myndadæmi af vefjum ferðaþjónustufyrirtækja þar sem pottur virðist brotinn í umgengni við landið. Sagði hann þær mynd- ir sanna ákveðinn tvískinnungs- hátt fyrir tækjanna og stangast á við yfirlýsingar þeirra um góða umgengni. Sagði Andrés að móta þyrfti sátt um vegakerfi framtíðarinnar. Hann sagði að flestir ökumenn virtu þær leikreglur sem samfé- lagið hefur sett. Hópur manna fari hins vegar ránshendi um sameig- inlega náttúruauðlind þjóðarinnar og þörf sé á samstilltu átaki til að koma í veg fyrir varanlegar skemmdir á náttúru Íslands. Slóðavinir sammála Andrési um óæskilega þróun í kortagerð Eftir að Andrés hafði flutt fram- sögu sína voru fyrirspurnir leyfð- ar úr sal. Spurt var hvort það væri búið að sýna fram á að um raun- verulega aukningu í akstri utan vega væri að ræða. Sagði Andrés að talning hefði farið fram sl. sumar meðal landvarða og að auki styddist hann við eigin tilfinn- ingu. Fram kom að skipulag vega væri í höndum sveitarstjórna og því á þeirra ábyrgð. Andrés sagði að þrátt fyrir að skipulagsyfirvöld (sveitarfélögin) vinsi úr þeim leiðum sem koma fram og ákveði hvað skuli vera leiðir eða vegir, þá yrðu þessar leiðir engu að síður til sem væru utan skipulags – og þær væru vandamálið. Nokkrir félagsmanna Slóða- vina voru á málstofunni og hélt formaður þeirra Jakob Þór Guð- bjartsson stutta tölu í fyrirspurn- artímanum. Þar kom fram að þeir stæðu í baráttu við skipulagsyfir- völd um að fá ákveðið skiptulag á hreint gagnvart þeirra akstri. Þá kallaði hann eftir sambærilegri úttekt á áhrifum hestafólks á land- ið. Var hann sammála Andrési um óæskilega þróun í kortagerð og sagði það einnig koma hans félögum illa þegar kastað væri til höndum í þeim málum. Sagði hann það ekki rétt að Slóðavinir fóðruðu kortaútgefendur á gögn- um og mótmælti því að aukning hefði orðið á akstri utan vega, þó umferð hefði klárlega aukist. Menn færu um leiðir sem hefðu verið eknar í mörg ár og í hans huga væri utanvegaakstur land- níðsla og landsspjöll. Andrés sagðist óska þess heit- ast að geta átt gott samstarf við Slóðavini um að koma þessum málum í lag varðandi þjóðleiðirnar fornu – t.d. á Reykjanesskaganum – því þar væri um skýrt lögbrot að ræða. Sömuleiðis væri bannað að fara inn á kindagötur, vatnsskorn- inga og annað þvíumlíkt, nema það hafi einfaldlega verið staðfest í skipulagi. -smh Andrés Arnalds á málstofunni Ísland örum skorið Gagnrýnir „sjálfsprottið“ vegakerfi vélknúinna ökutækja – Engar reglur gilda um birtingu ökuleiða á landakortum Frá málstofunni á Keldnaholti Jakob Þór Guðbjartsson formaður Slóðavina (fyrir miðri mynd) hélt stutta tölu í fyrirspurnar tímanum. Andrés hlýðir á hann lengst til hægri. mynd | smh Það hlýtur að teljast til tíð- inda þegar nýr íslenskur söng- leikur er frumsýndur, hvað þá þegar ungmennafélag í dreifbýli á í hlut. Það gerist hins vegar á föstudagskvöld, 26. febrú- ar en þá frumsýnir leikdeild Ung menna félagsins Eflingar í Reykja dal glænýjan íslenskan söng leik, sem heitir Ólafía. Sýnt verður í Breiðumýri. Heima- menn eru allt í öllu varðandi sýn ing una, söngleikurinn er eftir Hörð Þór Benónýsson, Jaan Ala vere samdi tónlist og er jafn- framt tónlistarstjóri sýningar- innar og leikstjórn er í höndum Arn órs Benónýssonar. Leikritið fjallar m.a. um ungt fólk, líf þess í gleði og sorg, en ekki hvað síst um það áreiti sem ungt fólk mætir þegar það fetar sig í átt til fullorðinsára. Aðstandendur sýningarinnar vænta þess að hún muni hafa nokkurt forvarnargildi þegar upp er staðið. Æfingar hafa staðið yfir frá því í byrjun október auk þess sem öll lögin í sýningunni voru hljóðrit- uð um miðjan janúar og koma út á geisladisk nú um mánaðamótin. Alls taka 25 leikarar þátt í sýn- ingunni auk þess sem rúmlega 20 manns sinna öðrum störfum við sýninguna, svo sem leikmynda- gerð, förðun, hárgreiðslu, hljóð- og ljósastjórn svo eitthvað sé nefnt. Sýningar verða um helgina, 27. og 28. Febrúar, kl. 16 á laugardag og 20.30 á sunnudag og síðan um aðra helgi, á föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Nánari upplýsingar um sýninguna og sýn- ingartíma er að finna á heimasíðu Eflingar, leikdeild.is. Í Reykjadal er áratuga hefð fyrir leiklistarstarfsemi og þar hefur undanfarin ár verið unnið gróskumikið starf á því sviði. Við val á verkefnum hjá leikdeild Umf. Eflingar hefur iðulega verið miðað við að nemendur Framhaldsskólans á Laugum hafi tækifæri til þess að taka þátt í sýningunum, ýmist sem leikarar eða starfsmenn. Skólinn hefur síðan metið vinnu nemenda til eininga og þeir fengið leikstarf- ið metið sem valáfanga við skól- ann. Þannig hafa verið slegnar tvær flugur í einu höggi ef svo má segja, unga fólkið öðlast reynslu sem styrkir það og eflir sem einstaklinga og síðan hefur vinna þeirra nýst þeim sem hluti af námi við skólann. Samvinna þessi hefur vakið umtals- verða athygli og á liðnum níu árum hafa sýningar á vegum Eflingar tvisvar sinnum verið valdar til flutnings í Þjóðleikhúsinu. MÞÞ Nýr íslenskur söng- leikur, Ólafía, frum- sýndur í Reykjadal Gígja Valgerður Harðardóttir er hér í hlutverki Ólafíu, sn söngleikurinn fjallar um ungt fólk og líf þess í gleði og sorg. Leikdeild Umngmennafélagsins Eflingar í Reykjadal frumsýnir nýjan ís- lenskan söngleik, Ólafíu, í Breiðumýri á föstudagskvöld. Við val á verk- efnum leikdeildar hefur iðulega verið miðað við að nemendur Fram halds- skólans á Laugum fái tækifæri til að spreyta sig. Hér er hluti leikarahóps- ins á æfingu í vikunni, en allir á myndinni eru nemar við Laugaskóla. Ómar Jónsson í hlutverki Gunna og Konráð Vilhjálmsson í hlutverki Bjarka.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.