Bændablaðið - 25.02.2010, Síða 16

Bændablaðið - 25.02.2010, Síða 16
16 Menntun í landbúnaði BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 25. FEBRÚAR 2010 „Faglegt starf hefur gengið vel og þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í rekstri þjóðarbús, sparnað og hagræðingu finnst mér einstak- lega skemmtilegt að vinna fyrir LbhÍ nú um stundir. Hér er sam- stilltur hópur af eldkláru og dug- andi starfsfólki og áhugasamir nemendur sem vita hvað þeir vilja. Við höfum markað okkur skýra stefnu og vinnum sam- kvæmt henni. Við ætlum okkur fyrst og fremst að hlúa vel að því sem við erum þegar að gera, koma fólki til mennta og sinna rannsóknum og nýsköpun á sviði náttúruvísinda, auðlinda- og umhverfisfræða og landnýtingar. Hvað ný áherslusvið varðar má nefna „græna orku“ – þar teljum við liggja gríðarleg sóknarfæri,“ sagði Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ í samtali við Bændablaðið þegar hann var spurður um hvernig hann sæi LbhÍ þróast og breytast næstu árin. Menntakerfið og efnahagssamdrátturinn – Nú er ljóst að yfirstandandi efnahagssamdráttur kemur illa við margar stofnanir. Varla er LbhÍ undanskilinn. Hefur þetta t.d. áhrif á rannsóknir LbhÍ? Hrakfarir þjóðarinnar í efna- hagsmálum snerta okkur eins og aðra, að sjálfsögðu. Bæði er það að á okkur er lögð krafa um nið- urskurð og samdrátt í rekstri en um leið er meiri pressa á háskólana að taka við fleiri nemendum og efla rannsóknarstarf og nýsköpun til atvinnueflingar. Ég er sannfærður um að við eigum að beita mennta- kerfinu og þá ekki síst „íslenska háskólanum“ til þess að takast á við ástandið og ná okkur í gang á ný. Þess vegna má ekki ganga of nærri þessum stofnunum, þó að auðvitað þurfi þær eins og önnur fyrirtæki og stofnanir að sýna ráðdeild og hagræða sem frekast er kostur. Það sem gerir okkur erfiðara fyrir að mæta þessum niðurskurðarkröfum öllum er, að það var aldrei búið að ganga frá okkar málum síðan LbhÍ var stofnaður. LbhÍ fór af stað 1. janúar 2005 en honum var aldrei tryggt fé til þess að komast af stað heldur var hann sendur út í lífið með allt of nauman fjárhags- ramma frá gamalli tíð. Frá þessu átti alltaf að ganga, m.a. þegar skólinn var fluttur á milli ráðu- neyta fyrir tveimur árum, en af því varð ekki þrátt fyrir staðfestan vilja stjórnvalda. Það var síðan ekki fyrr en við lokaafgreiðslu fjárlaga nú fyrir árið 2010 að langþráð aukn- ing varð á fjárlagaramma LbhÍ. Við erum auðvitað mjög þakklát fyrir að Alþingi samþykkti þessa aukn- ingu til okkar nú á þessum nið- urskurðartímum. Við teljum það ótvíræða viðurkenningu á því, sem við höfum alltaf haldið fram, að LbhÍ hafi haft úr of litlu að spila. Með þessari aukningu og róttækum hagræðingar- og aðhaldsaðgerðum sjáum við fram á jafnvægi í rekstri miðað við núverandi stöðu. Ákveðin fræðasvið sem aðrir sinna ekki – Hver er sérstaða LbhÍ í samfélagi íslenskra háskóla? Hún er tiltölulega mikil, við erum að einbeita okkur að ákveðn- um fræðasviðum sem aðrir sinna ekki eða mjög takmarkað. Þá eru rannsóknir tiltölulega stór hluti starfseminnar eða um 60%, sem gefur ákveðna sérstöðu einnig. Þá má segja að við höfum sérstöðu að því leyti að um helmingur ráð- stöfunartekna LbhÍ eru sértekjur í formi rannsóknarstyrkja og verk- efnafjár. Vísindafólkið okkar hefur allar klær úti í þeim efnum. – Í síðasta Bændablaði var frétt um breytingar á búrekstri. Hvað er þar á ferðinni? Þetta er hluti af þeim aðgerð- um sem við fórum út í til að draga saman í rekstri, spara og hagræða. Það var reyndar ranglega sagt frá þessu í síðasta blaði og blandað saman breytingum á búrekstri við aðrar sparnaðaraðgerðir. Stað- reynd ir málsins eru þær að við höf- um leitað allra leiða til að draga saman í rekstri og á sama tíma reynt að standa vörð um kjarna- starfsemi okkar, sem er kennsla og rannsóknir. Þannig höfum við m.a. frestað nýráðningum, flutt fólk á milli verkefna, lækkað starfshlut- fall, dregið saman eins og hægt er í stoðþjónustu og lagt niður störf. Þannig voru frá og með síðustu ára- mótum lögð niður 11 störf hjá LbhÍ en fimm þeirra voru við búrekstur á Hvanneyri og Hesti. Búreksturinn hefur verið endurskipulagður og er nú rekinn í breyttri mynd af sér- stöku félagi, Grímshaga ehf. Þess má geta að starfsmenn Grímshaga eru tveir, auk framkvæmdastjóra, og báðir þessir starfsmenn unnu áður við búrekstur LbhÍ. Því má einnig bæta við að áður höfðum við samið við félag í eigu bún- aðarsambandanna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum um rekstur til- raunabúsins á Möðruvöllum. Með þessum ráðstöfunum er í raun- inni verið að setja búreksturinn á Möðruvöllum, Hvanneyri og Hesti í sama farveg og þessi mál hafa verið í um árabil hvað varðar Stóra- Ármót. Það fyrirkomulag hefur reynst ágætlega og þessar ráðstaf- anir létta verulega á rekstri LbhÍ. Búreksturinn er auðvitað mjög mikilvæg stoð við kennslu og rann- sóknir. Vonir okkar standa til þess að svo megi verða áfram, þrátt fyrir þessar breytingar. Sóknarfæri í kjölfar nýs samstarfssamnings við HÍ – Hvað með sameiningu við aðra háskóla? Gæti LbhÍ þjónað sínu hlutverki betur (eða verr) ef skólinn væri t.d. hluti af Háskóla Íslands? Á síðasta ári skoðuðum við nokkuð gaumgæfilega mögulega sameiningu við HÍ, hún væri auð- vitað möguleg ef menn vildu fara þá leið en það er hins vegar ljóst að slíkri sameiningu fylgir kostn- aður, sérstaklega í upphafi. Á þess- um tímum er ekki auðvelt að finna þá fjármuni sem þarf til slíkrar sameiningar. Þú spyrð hvort LbhÍ myndi þjóna sínu hlutverki betur eða verr með slíkri sameiningu. Ef LbhÍ væri sameinaður HÍ með því einu að færa hann milli snaga, ef svo má segja, þá sé ég ekki miklar framfarir í því. Ef hins vegar yrði farið í uppstokkun þannig að til yrði nýtt, öflugt svið auðlinda- og umhverfisvísinda innan HÍ, með starfsemi LbhÍ innanborðs ásamt fleiri þáttum, þá gætu falist mögu- leikar í slíku. Við erum hins vegar með nýjan og mjög góðan sam- starfssamning við HÍ og það er gagnkvæmur vilji til að nýta hann eins og kostur er. Þar liggja ótal sóknarfæri. – Er raunhæft að reka einingu á borð við LbhÍ sem sjálfstæðan háskóla? Já, það er að sjálfsögðu raun- hæft. Sumir eru mjög uppteknir af því að það séu starfandi of margir háskólar á Íslandi, þeir séu of litl- ir og svo framvegis. Háskóli í stíl við okkar, sem einbeitir sér að ákveðnu sviði, með 500 nemendur og veruleg umsvif í rannsóknum, á fullkomlega rétt á sér og getur náð góðum árangri. Gæði kennslu og vísindastarfs fara ekki sjálf- krafa eftir fjölda nemenda. Það er heldur ekki endilega til bóta eða eftirsóknarvert að allt háskólastarf á Íslandi sé rekið á sömu kennitöl- unni. Það er þó ýmislegt sem þarf að gera, eins og t.d. að samræma rekstrarfyrirkomulag og forsendur háskólanna og efla samstarf þeirra til muna. Vissa þætti geta allir skól- arnir sameinast um, t.d. varðandi rekstur framhaldsnáms og ákveðna stoðþjónustu og þannig geta þeir komið fram sameiginlega sem „ís- lenski háskólinn“. NOVA-háskólanetið er mikilvægt – Hvað um samstarf við erlendar háskólastofnanir? Við erum sólgin í samstarf við erlendar háskólastofnanir, að sjálf- sögðu, og fögnum öllum slíkum möguleikum. Mikilvægasta sam- starfsverkefni okkar er NOVA-há- skólanetið, sem við rekum ásamt háskólunum í Helsinki, Kaup- manna höfn, Árósum og Austur- Finn landi, norsku umhverfis- og dýralæknaháskólunum og Sænska landbúnaðarháskólanum. Við rek- um okkar meistara- og doktors- náms kúrsa í gegnum NOVA-netið og svo vill reyndar til að við hjá LbhÍ höfum tekið við rekstri NOVA-skrifstofunnar nú frá og með síðustu áramótum. Síðan erum við auðvitað í margvíslegu vísinda- samstarfi við háskóla í Evrópu og reyndar um víða veröld, allt frá Mongólíu og Jakútíu í austri til Ohio í vestri og Nýja Sjálands í suðri. – Fara útskrifaðir háskólanem- endur LbhÍ yfirleitt í framhalds- nám? – Hvert og í hvað er vinsæl- ast að fara? Þeim nemendum okkar sem hafa farið í framhaldsnám hefur undan- tekningalítið vegnað vel. Við leggj- um áherslu á að greiða götu nem- enda okkar til náms erlendis eins og kostur er, tryggja að samstarfs- samningar séu virkir við ákveðna lykilskóla og liðka fyrir eins og við getum. Við leitumst við að hafa á hverjum tíma glögga yfirsýn yfir það hvar útskrifaðir nemend- ur okkar eru í námi og starfi. Sem dæmi um slíkt má nefna þá nem- endur okkar sem hafa útskrifast með B.S. í umhverfisskipulagi á síðustu árum. Þar hafa 50 af 64 haldið áfram námi erlendis í landslags arki tektúr, skipulagsfræð- um eða tengdum greinum, aðrir hafa farið beint að vinna. Við bjóð- um einnig sjálf upp á M.S.-nám og erum með nokkra doktorsnema, en okkur finnst algjört skilyrði að slík- ir nemendur taki hluta námstíma síns við erlenda háskóla. Hentugt að reka starfsmenntanám í nálægð við vísindastarf – LbhÍ rekur sérstaka deild fyrir starfs- og endurmenntun. Má segja að starfstengd námskeið – og er ég þá einkum með bændastéttina í huga – skipti æ meira máli þegar verið er að koma þekkingu á fram- færi? Við erum afar stolt af þeirri deild. Okkur þykir það mjög hent- ugt fyrirkomulag að reka starfs- menntanám í búfræði og garð- yrkju í nálægð við vísindastarf í landbúnaði og viljum hafa það þannig áfram. Endurmenntunin er í sífelldri þróun og starfsemin blómleg. Yfirbygging hennar er engin og öllum tilkostnaði haldið í lág marki. Við byggjum einfaldlega á harð duglegu og hugmyndaríku fólki sem kann að halda námskeið með faglegum hætti. Bæði er um að ræða fjölbreytt námskeið fyrir starfandi bændur en einnig nám- skeiðaraðir sem höfða til breiðari hóps. Á síðasta ári komu á nám- skeið til okkar um 1800 manns, sem segir sína sögu. Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands Sóknarfæri í grænni orku Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ. Myndin var tekin í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Framtíð menntunar í landbúnaði Það hefur gengið á ýmsu í starfsumhverfi íslensku landbúnaðarhá- skólanna undanfarin ár. Fyrst sameinuðust nokkrar rannsókna- og menntastofnanir í Landbúnaðarháskóla Íslands og svo óx Hólaskóla ásmegin og var breytt í háskóla. Þegar þetta var afstað- ið var báðum skólunum komið fyrir í nýju ráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Og til þess að kóróna allt saman hrundi efnahagslíf þjóðarinnar. Bændablaðið bað stjórnendur þessara tveggja meginstofnana í menntakerfi landbúnaðarins að segja skoðun sína á stöðu þeirra í ljósi ofantalinna sviptinga. Hvernig hafa viðhorfin til þeirra breyst eftir kreppu, hefur verið þrengt að þeim svo um munar eða líður þeim takk bærilega? Og hvernig sjá þeir Ágúst Sigurðsson og Skúli Skúlason fyrir sér framtíð skóla sinna? Verða þeir sameinaðir öðrum skólum eða fá þeir að starfa áfram sjálfstæðir og sjálfum sér nógir, styrkar stoð- ir í nærsamfélagi sínu og grundvöllur þeirrar atvinnugreinar sem þeir þjóna? Svörin við þessum spurningum fást hér í opnunni.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.