Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010 Fréttir Ljósdíóðulampar lofa góðu fyrir garðyrkjuna – skref stigið í átt að hátæknigróðurhúsum Garðyrkjubændur nota rafmagn í miklum mæli til raflýsingar í gróðurhúsum. Árið 2008 not- uðu þeir um 62 GWst, en það samsvarar notkun um 13 þús- und heimila. Á síðasta ári hófu Orkusetur iðnaðarráðuneytisins og Vistvæn Orka ehf samstarf um smíði og prófanir á svoköll- uðum ljósdíóðulömpum, sem þróaðir eru á Íslandi til að auka hagkvæmni í lýsingu gróðurhúsa. Lamparnir hafa staðist allar væntingar Nokkrir LED ljósdíóðulampar hafa verið prófunum í tilraunagróðurhúsi LbhÍ að Reykjum í Ölfusi frá því í byrjun desember á sl. Fyrri áfanga var nýlega lokið og hafa lamparnir staðist allar væntingar um stöðugt ljósmagn, orku- og kæliþörf – en um lýsingu á paprikuplöntum er að ræða. Bændablaðið tók hús á Ásbirni Torfasyni, framkvæmdastjóra Vistvænnar Orku, í gróðurhúsinu að Reykjum en hann segir að með þessari tækni sé verið að stíga skref í átt að hátæknigróðurhúsum þar sem öllum þáttum lýsingar sé stýrt. „Það sem hefur verið að gerast á allra síðustu árum er að ljósdíóðu- tækninni hefur fleygt geysihratt fram og er nú svo komið að hægt er að nýta ljósdíóður sem ljósgjafa, enda ljósmagn og ljósnýtni þeirra orðin með því hæsta sem þekkist. Á sama tíma hefur verð á ljósdíóðum farið lækkandi svo þær eru orðnar sam- keppnishæfar í verði við hefðbundna ljósgjafa. Helsti kostur ljósdíóða er lág orkunotkun og hár endingartími. Þá geisla ljósdíóður ekki frá sér hita eins og glólampar gera svo ekki er eldhætta. Þetta getur verið sérlega hentugt við ræktun matjurta þar sem nauðsynlegt er að staðsetja raflýs- ingu nálægt plöntum – t.d. þegar millilýsing er nauðsynleg. Segja má að lykillinn að orkusparnaði ljós- díóðulampa sé að þeir lýsa einung- is á þeim stað í litrófinu sem nýtist plöntunni sem best,“ segir Ásbjörn. Hann segir að fjölmargar rann- sóknir hafa verið gerðar á ljósdíóð- um við ræktun blóma- og matjurta og þær hafa staðfest hagkvæmni og notagildi þeirra. Hollendingar munu vera komnir lengst í nýtingu tækn- innar í garðyrkju og rækta þeir t.d. tómata, papriku og rósir með svona lýsingu í dag með góðum árangri. Umrætt verkefni er sam- starfsverkefni Vistvænnar Orku ehf, Orkuseturs og SPROTANS Frumkvöðla- og tækniþróunarseturs LBHÍ. Meginmarkmið verkefnisins er að prófa frumgerð ljósdíóðulamp- ana við ræktun á plöntum við raun- verulegar aðstæður í tilraunagróður- húsi LBHÍ að Reykjum. Í verkefninu verða gerðar samanburðarprófanir á raforkuþörf og uppskeru miðað við raflýsingu með háþrýstum natríum lömpum (HPS) sem eru algengustu lamparnir sem nú eru notaðir í heils- ársræktun blóma- og matjurta. Aðrir aðilar sem styrkja verkefnið eru Átak til atvinnusköpunar á vegum IMPRU Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Tækniþróunarsjóður. Seinni hluti verkefnisins að hefjast Ásbjörn segir að verkefnið sé í raun tvískipt, þ.e. fyrri hluti verkefnisins hafi snúið að sáningu á paprikuf- ræjum, plöntun í steinullarkubbum og ræktun á uppeldisborði í nokkrar vikur, fyrst með 4 ljósdíóðulömp- um, síðan 12 lömpum þegar plönt- urnar þurftu meira rými. „Sá verk- hluti hefur gengið framar vonum og hafa paprikuplönturnar dafnað mjög vel. Seinni hluti verkefnisins mun snúa að því planta út í rækt- unarklefann í beðum sem ná yfir 60m2 rými þar sem hinar eiginlegu samanburðarathuganir á raforkuþörf og uppskeru fara fram. Lýst verður með 36 ljósdíóðulömpum og raf- orkunotkunin mæld. Samskonar ræktunarprófanir á papriku standa nú yfir í þremur öðrum 60m2 rækt- unarklefum í tilraunagróðurhús- inu þar sem lýst er með háþrýstum natríumlömpum (HPS), en þar er raforkunotkunin einnig mæld. Því lá beinast við að rækta papriku undir LED ljósdíóðulömpunum þar sem niðurstaða á raforkunotkun og upp- skeru með báðum lýsingaraðferð- unum mun liggja fyrir á næstunni. Ljósdíóðulamparnir hafa sann- að sig sem góð topplýsing í þeim áfanga sem nú er lokið. Framundan eru prófanir á topplýsingunni í 60m2 rýminu og verður spennandi að fylgjast með því hvort sami árangur næst þar. Fyrirtækið er einnig með lampa fyrir millilýsingu á fram- leiðslustigi þó þeir séu ekki í próf- unum núna. Þeir byggja á sömu kælitækni og auðvelt verður að stað- setja þá í beðum þar sem t.d. tómatar og paprikur eru ræktaðar, án þess að þeir skemmi plönturnar vegna hita. Stefnt er að því að prófa lamp- ana í millilýsingu í tilraunum næsta haust.“ Orkusparnaður gæti hlaupið á tugum prósenta Ekki liggja enn fyrir niðurstöður um raforkusparnaðinn í verkefninu að Reykjum. Ásbjörn segir að reynsl- an frá Hollandi sýni hins vegar að búast megi við verulegum sparnaði sem hlaupi á tugum prósenta. „Við höfum ekki enn nákvæmar tölur um hvað svona lampar munu kosta enda á eftir að semja um fjöldafram- leiðslu á lömpunum. En vísbending- ar eru á þá leið að þeir muni verða samkeppnishæfir í verði og rekstri við hefðbundna gróðurhúsalampa,“ segir hann og bætir við „kælikerfi ljósdíóðulampanna er lokuð hring- rás með stöðugt vatnsrennsli. Rofni þessi hringrás eða ef kælivatnshiti hækkar vegna bilunar í kaldavatns- aðveitu er einfaldur skynjari sem nemur það, slekkur samstundis á lömpunum og sendir jafnframt boð í eftirlitskerfi. Þannig verður auðvelt að fyrirbyggja tjón af völdum bil- unar eða þjófnaðar.“ Að sögn Ásbjörns er mikill áhugi meðal garðyrkjubænda á þessari lýs- ingartækni og eru margir að skoða að skipta alfarið yfir í ljósdíóðulýs- ingu í áföngum. „Við leggjum mikla áherslu á að ljúka prófunum í til- raunagróðurhúsinu og birta niður- stöður áður en að markaðssetningu kemur. Ef allt fer samkvæmt áætlun gætu fyrstu ljósdíóðulamparnir farið í sölu til garðyrkjubænda strax næsta haust. Við teljum að þegar til lengri tíma er litið þá muni ljósdíóðulampar leysa hefðbundna orkufreka raflýs- ingu af hólmi sem verði til þess að lækka rekstrarkostnað gróðurhúsa og bæta afkomu og samkeppnisað- stöðu garðyrkjubænda. Það má líta svo á að með tilkomu ljósdíóðu- tækninnar sé verið að stíga skref í átt að hátæknigróðurhúsum þar sem öllum þáttum lýsingar er stýrt til að ná sem mestri hagkvæmni.“ -smh Fjólublár litur verður einkenni ljósdíóðugróðurhúsa. Ásbjörn Torfason, framkvæmdastjóri Vistvannar Orku, stendur hér við sex vikna paprikuplöntur. Fyrir um ári síðan gerði fjar- skiptasjóður, fyrir hönd sam- gönguráðuneytis, samning við Símann hf. um uppbyggingu á háhraðaneti á landsbyggðinni. Sala á tengingum hófst síðan þann 22. september sl. Samið var um tengingu rúmlega 1.700 heimila eða fyrirtækja víðs vegar um land og eru verklok áætl- uð í lok ársins. Byggt er á markmiði fjarskiptaáætlunar samgönguráðu- neytisins, að gefa öllum landsmönn- um sem þess óska kost á háhraða- nettengingu. Bændablaðið spurði Símann nokkurra spurninga um gang verkefnisins. Hvernig hefur gengið að halda verkáætlun? Það hefur gengið vel og er upp- bygging á áætlun. Búið er að setja upp búnað og bjóða tengingar til sölu til bæja sem teljast til 4 fyrstu áfanganna sem jafnframt voru þeir stærstu. Þetta þýðir að nú þegar eiga hátt í 1200 bæir kost á háhraðanet- tengingu af þeim rúmlega 1700 sem upphaflega voru áætlaðir innan verkefnsins. Hvers konar vinna fer fram við upp- setningu og tengingar? Þessi vinna skiptist í tvennt. Annars vegar í uppsetningu á þeim búnaði sem viðskiptavinur tengist við, sem við köllum uppbyggingu og hins vegar tengingu á endabúnaði hjá viðskiptavini. Uppbygging: Byrjað er á því að grófhanna. Útkoman úr því gefur tillögu að hentugum stöðum til að setja upp 3G senda eða setja upp adsl stöðvar út frá fjölda og staðsetningu á bæjum. Síðan er farið í vettvangsferð þar sem farið er yfir grófhönnunina og staðsetningar skoðaðar nánar. Það er gert m.a. með því að keyra heim að fjölda bæja til að kanna hvort sjón- lína sé á staðinn sem setja á upp á. Í framhaldinu er endanlegir staðir ákveðnir og uppsetning á búnaði á sér stað. Þegar uppsetningu er lokið á öllum stöðum í áfanganum er farið í mælingaferð. Þá eru gerðar mæl- ingar á sambandinu og í framhald- inu ákveðið með hvaða tækni hver og einn bær verður tengdur. Að þessari vinnu koma 6-10 manns. Tenging á endabúnaði: Því næst er hringt í ábúendur á þessum bæjum og þeim boðin þjón- ustan. Ef vilji er fyrir að kaupa þjón- ustuna þá kemur aðili frá Símanum og setur upp endabúnað. Alltaf eru gerðar mælingar og þær skráðar áður og eftir að uppsetningu á enda- búnaði er lokið og uppsetningaraðili yfirgefur viðskiptavin. Á því svæði sem tenging fer fram eru tvö tveggja manna teymi að störfum ásamt verk- taka. Getur fólk sem er í viðskiptum ann- arsstaðar en hjá Símanum notfært sér þessar tengingar? Viðskiptavinir geta valið sölu- aðila og þ.a.l. þjónustuaðila frá upp- hafi sölu í verkefninu. Viðskiptavinir skulu hafa samband við þann þjón- ustuaðila sem þeir hafa valið að hafa viðskipti við. Hvað tekur langan tíma að setja upp búnað á hverju svæði? Undirbúningur, uppsetning og gæðaprófanir taka 2-3 mánuði fyrir hvert svæði. Þegar því er lokið er haft samband við aðila á svæðinu og er hann í flestum tilvikum tengd- ur innan 4 vikna. Í undantekning- artilfellum getur liðiðlengri tími t.d. þar sem nota þarf gervihnattateng- ingar til að tengja viðkomandi. Gervihnattatengingar eru notaðar í mjög erfiðum tilvikum þar sem ekki eru tæknilegar og/eða kostnaðarlega forsendur fyrir því að tengja við- komandi eftir öðrum leiðum Stefnt er á að innan við 80 staðir muni not- ast við gervihnattaþjónustu af þess- um rúmlega 1.700. Hvaða nettenginar eru í boði? Stærsti hluti uppbyggingarinnar er með þráðlausri 3G tækni. Einnig verður uppbygging með ADSL tækni þar sem aðstæður bjóða. Í jaðartilfellum verður um WiFi- og gervihnattalausnir að ræða. Síminn, sem verktaki fjarskiptasjóðs, metur og ákveður hvaða tækni hentar hverju sinni. Hámarkshraði verður mismun- andi eftir því hvaða tækni er notuð enda afkastar tæknin mismiklum gagnaflutningi. Þættir eins og lengd og gæði símalínu eða fjarlægð frá sendi hafa áhrif á hraðann sem hægt er að tryggja. Öllum stöðum mun standa til boða að lágmarki allt að 2Mb/s hraði. Er einhver kostnaður sem fylgir uppsetningu og tengingu? Fjarskiptasjóður greiðir kostnað vegna uppsetninga og endabúnaðar. Mánaðarlegt þjónustugjald Símans til viðskiptavina í verkefninu fylgir ADSL verðskrá fyrirtækisins, óháð tækni. Er einhver þjónusta sem fylgir upp- setningu og tengingu? Verkefnið tryggir að allir staðir í verkefninu hafi kost á háhraða- nettengingu sem uppfyllir tilteknar kröfur verkefnisins um m.a. gæði, afköst og verð. Meðal annars er tryggt að viðskiptavinur í tengslum við þetta verkefni fá þjónustu á sambærilegum kjörum og ger- ist í þéttbýli, óháð staðsetningu. Viðskiptavinir fá að jafnaði upp- setningu og notendabúnað innifalið í tengingu sinni. Viðskiptavinir sem kjósa að gera samning við annan söluaðila en Símann um ADSL teng- ingu þurfa að kynna sér kostnað og fyrirkomulag uppsetningar og not- endabúnaðar hjá sínum söluaðila sérstaklega. Reiknið þið með að áætlun haldist út árið? Þar sem verkefnið gengur vel hefur tímaáætlun hefur verið flýtt, frá og með áfanga 6, en sjá má upp- færða tímaáætlun á eftirfarandi vef- slóð: http://fjarskiptasjodur.is/file. asp?id=247. -smh Uppbygging Símans á háhraðaneti á landsbyggðinni er á áætlun – spurt og svarað vegna verkefnis Símans

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.