Bændablaðið - 25.02.2010, Qupperneq 24

Bændablaðið - 25.02.2010, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010 Laugardagskvöldið 27. febrú- ar verður haldinn stofnfundur Félags ungra bænda á Suður- landi, F.U.B.S., í Árhúsum á Hellu og hefst hann kl. 20.30. Eins og flestum er kunnugt voru Samtök ungra bænda stofn- uð þann 23. október á síðasta ári. Stofnfundurinn fór fram í Dalabúð í Búðardal og telur félagið nú þegar vel á annað hundrað manns. Helstu markmið samtakanna er að greiða fyrir og efla nýliðun í landbúnaði, bæta ímynd landbún- aðarins, efla og styrkja íslenskan landbúnað, efla félagsstarf meðal ungra bænda og standa vörð um menntun og rannsóknarstarf í land- búnaði. Eitt af fyrstu verkum nýrra sam- taka er að stofna landshlutadeild- ir og stendur það til núna hér á Suðurlandi en starfssvæði Félags ungra bænda á Suðurlandi verð- ur sýslurnar fjórar sem liggja á milli Herdísarvíkur í vestri og Hvalsnesskriðna í austri. Allt ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára getur orðið aðilar að sam- tökunum, ekki er skilyrði að vera starfandi bóndi, einungis að hafa áhuga á málefnum landbúnaðar og landsbyggðarinnar. Dagskrá stofnfundar Félags ungra bænda á Suðurlandi á laug- ardagskvöldið verður eftirfarandi: 1) Fundarsetning 2) Kjör starfsmanna fundarins a) Fundarstjóri b) Fundarritari 3) Lög F.U.B.S. kynnt og borin upp til samþykktar. 4) Kosningar a) 3 í aðalstjórn. b) 3 í varastjórn. c) 2 skoðunnarmenn. 5) Tillögur og ályktanir til aðal- fundar kynntar og bornar upp til samþykktar. 6) Önnur mál. 7) Fundarslit. Í tilefni fundarins verður farið í spurningakeppni þar sem hver hinna fjögurra sýslna á starfssvæði F.U.B.S. á kost á að senda eitt lið (skipað 3 einstaklingum) sem sinn fulltrúa. Sigurvegarinn fær heið- ursnafnbótina Skarpasta unga sýsla Suðurlands 2010. Húsið opnað kl. 20 og er opið til kl. 1. Hægt verður að kaupa léttar veitingar meðan á fundinum stendur. Við hvetjum sem flesta til að mæta til að gera stofnun Félags ungra bænda á Suðurlandi sem glæsilegasta. Nánari upplýsing- ar veitir Oddný Steina Valsdóttir bóndi Butru, sími 8650716 eða osv@bondi.is. Undirbúningsnefnd Líf og starf Landgræðsla ríkisins og Félag hrossabænda hafa ákveðið að láta gera könnun á ástandi hrossahaga á landinu og hefur verkefnið hlotið nafnið „Betri hrossahagar 2010“. Tilgangurinn með könnuninni er þríþættur. Í fyrsta lagi að ná heildarsýn yfir fjölda jarða í hverri sýslu og beitilönd við þéttbýli, þar sem álag á land vegna hrossabeitar hefur verið umfram landgæði. Í öðru lagi að nýta þær upplýs- ingar sem aflast til að byggja upp markvisst úrbótaferli landnot- enda og í þriðja lagi að fá saman- burð við könnun á hrossahögum frá árunum 1995–96, í því skyni að meta hvort álag á hrossahaga hafi breyst frá þeim tíma. Héraðsfulltrúar Landgræðsl unn- ar munu annast könnunina, sem fer þannig fram að land verður skoðað og ástand þess metið með sjónmati, skv. ástandsskala þeim sem lýst er í ritinu „Hrossahagar, aðferð til að meta ástand lands“. Skráðar verða allar upplýsingar, sem skipt geta máli varðandi ástand landsins, t.d. hvort um er að ræða stök beitarhólf eða stóran hluta jarðar, upplýsingar um hvernig landið henti til hrossa- beitar, hvort skoðunin gefi nægi- lega góða mynd af ástandi lands vegna fjarlægðar frá skoðunarstað og annað, er skoðunarmaður telur að skipti máli. Leitað verður eftir samstarfi og samráði við búnaðar- sambönd og búfjáreftirlit. Skráðar verða allar jarðir þar sem ástand jarðar eða einstakra beitarhólfa telst í 3.-5. ástands- flokki. Ekki verða talin með „fórn- ar svæði“ vegna útigjafar eða um- ferðar. Sami háttur verður hafður á varðandi hrossahaga í grennd við þéttbýlisstaði. Í þeim tilvikum, þar sem úr bóta- þörf virðist brýn vegna ofnýtingar beitilands, er stefnt að því að starfs- fólk Landgræðslunnar heimsæki viðkomandi landnotendur, landið verði skoðað nánar í fylgd ábyrgð- araðila þess og honum veitt ráðgjöf og aðstoð við áætlun um úrbætur. Reiknað er með að könnunin hefjist í byrjun mars n.k. og henni verði lokið haustið 2010. Áfram verður fylgst með þeim svæðum, sem þörf krefur. Landgræðslan og Félag hrossa- bænda vonast eftir góðu samstarfi við alla sem hlut eiga að máli. Helgina 13. og 14. febrúar sl. sótti undirritaður fyrir hönd Lands samtaka sauðfjárbænda, ráð stefnu um norska sauðfjár- rækt og hvernig talið er að hún þróist á næstu árum. Rúmlega 250 manns frá flestum héruðum í Noregi sátu ráðstefnuna. Alls voru flutt 22 erindi á ráð- stefnunni og má segja að efni þeirra hafi skipst í eftirfarandi meginflokka. a) skyldleikarækt og mál tengd henni; b) hvaða kröfur á að gera til lambakjöts á komandi árum; c) ærnar, nýir eiginleikar í kynbótastarfi/betra kynbótamat? og d) hvers er að vænta á allra næstu árum. Fyrst ræddu menn um skyld- leikarækt, var almennt farið yfir fræðin um skyldleikarækt og hvaða afleiðingar hún getur haft í för með sér. Ekki kom fram hverj- ar afleiðingar hennar hafa verið á norskt sauðfé en alkunna er að skyldleikaræktarhnignun getur komið fram í ýmsum myndum, t.d. lakari frjósemi. Á undanförn- um árum hafa sæðingar aukist mikið í Noregi og munu aukast meira á næstu árum. Líkt og á Íslandi fá bestu hrútarnir mesta notkun en aðrir litla sem enga. Af þeim sökum horfa norskir sauð- fjárræktarmenn til þess að setja þurfi einhverjar reglur svo skyld- leikarækt aukist ekki of hratt í stofninum með hættu á skyldleika- ræktarhnignun. Voru ýmsar leiðir til þessa ræddar á ráðstefnunni og mun tíminn leiða í ljós hvað Norðmenn gera í þeim efnum. Þegar kom að því að ræða hvaða kröfur eigi að gera til lambakjöts í framtíðinni var fyrst farið yfir kjöt- markaðinn hér í Noregi. Norðmenn borða rétt um 330.000 tonn af kjöti á ári, tæp 3% þess eru flutt til landsins (9.200 tonn). Lambakjöt er með rúmlega 7% markaðshlut- deild (24.550 tonn) en 5% þess eru flutt til landsins (1.200 tonn). Var rætt hvað ætti að gera til að auka söluna og m.a. reynt að svara þeirri spurningu hvort ætti að bjóða uppá ferskt kjöt yfir lengra sölutímabil. Sú umræða hefur oft verið uppi á Íslandi og á ráðstefnunni var svar- ið bæði já og nei. Even Nordal sem flutti erindið taldi réttara að leggja áherslu á gæði afurðanna, með því að bjóða frosið eða þítt kjöt utan hefðbundinnar sláturtíðar frekar en bjóða uppá lambakjöt í misjöfnum gæðaflokkum á óhefðbundnum sláturtíma. Við lok fyrri dags ráðstefnunnar var flutt erindi um skýrsluhalds- kerfi Norðmanna sem er orðið veflægt og ekki ósvipað íslenska Fjárvís kerfinu. Það sem helst vakti athygli mína í erindinu var að 90% lamba síðasta vor, var merkt með rafrænu eyrnamerki. Einnig hið öfluga heilsuskráningarkerfi sem Norðmenn hafa komið sér upp, t.d. til lyfjaskráningar. Seinni ráðstefnudagurinn byrj- aði síðan á umfjöllun um ærnar og hvaða kosti þær þurfi að hafa í framtíðinni. Ærnar þurfa jú að vera afurðasamar og heilsuhraustar til að hámarka tekjurnar sem þær gefa af sér. Ýmsa þessa afurðaeig- inleika er hægt að bæta með kyn- bótum en það krefst umfangsmeiri skráninga sem óvíst er að bændur séu tilbúnir að vinna. Einnig voru flutt nokkur erindi um rannsóknir á afurðaeiginleikum, t.d. hvort um erfðafræðileg áhrif væri að ræða á vanhöld lamba, en svo reyndist ekki vera. Að lokum var síðan rætt um hvernig sauðfjárræktin myndi þróast á allra næstu árum, inntakið þar var að skýrsluhaldið sé aldrei mikilvægara en nú og kynbóta- markmið þurfi að vera vel hugsuð og skilgreind, einnig séu bændur með staðfasta stefnu í kynbóta- starfinu mikilvægir. Ráðstefnan var mjög áhuga- verð og fékk mig til að hugsa um ýmis álitamál tengd sauðfjárrækt- inni. Ýtarlegri greinargerð um ráðstefnuna verður að finna á vef LS (www.saudfe.is) en jafnframt eiga erindin sem flutt voru að vera aðgengilega á vef Norsk Sau og Geit (www.nsg.no), innan tíðar. Ráðstefna um sauðfjárrækt í Noregi Eyjólfur Ingvi Bjarnason í framhaldsnámi við háskólann í Ási, Noregi eyjolfuringvi@gmail.com Sauðfjárrækt Betri hrossahagar 2010 Nýtt merki fyrir allar lífrænt vott- aðar vörur í Evrópusambandinu Evrópusambandið sendi frá sér tilkynningu 8. febrúar sl. um gildistöku vörumerkis sem skylt er að hafa á öllum pökkuðum vörum með lífræna vottun, framleiddum í aðildarlöndunum. Einnig er heimilt að nota þetta merki fyrir innfluttar vörur. Við hlið merkisins mega einnig standa merki frá vottunarstofum í hinum ýmsu löndum. Merkið táknar lauf sem ESB stjörnur mynda og á það að höfða til álfunnar og náttúrunnar. Merki þetta var tekið upp eftir samkeppni, forval og kosningu en höfundur þess er þýskur námsmaður, Dusan Milenkovic. Hann hlaut verðlaun að upphæð 6.000 evrur fyrir hugmyndina sem var ein þeirra 3.500 hugmynda sem bárust. Lífræna hreyfingin er ekki hrifin af þessu merki en telur það þó illskásta kostinn. Vonandi venjast neytendur hinu nýja merki fljótt því mikilvægt er að þeir geti treyst því að lífræn vottun sé staðfest með við- urkenndum og skýrum vörumerkjum. Nýja merkið fyrir lífrænt vottaðar afurðir hefur mælst misjafnlega fyrir en það mun prýða umbúðir matvæla í framtíðinni. Ungir bændur – Upp með plóginn! Stofnfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi á laugardaginn

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.