Bændablaðið - 25.02.2010, Page 7

Bændablaðið - 25.02.2010, Page 7
7 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010 Þröstur Reynisson brást drengi- lega við áskorun minni frá síð asta þætti. Að vísu greinir okk ur ögn á hvað drykkjarföng varðar á þorrablótum. Kýs hann að hefja vatnsdrykkju til frekari vegsemda á slíkum samkomum: Best er að drekka blávatn tært á blóti Þorra blandað mosa fjalla vorra. Um þorramatinn yrkir Þröstur einnig. Fýsir mig að vita, hvort fleiri lesendur Bændablaðsins kannist við eftirköst þau sem Þröstur glímir við: Slakur er ég við sláturgerð, slátur þó borða kátur. Afleitt samt finnst að af því verð afskaplega saurlátur. Gersemisvísur sendi mér Þór- ar inn Ingimundarson, fæddur á Efri-Gröf í Flóa, nú búsettur á Selfossi. Vísurnar, ófeðraðar, voru ortar þegar verið var að reisa Stein grímsstöð við Sogið árið 1960. Búið var að steypa upp stöðvarhúsið, en vegna þrá- látra þvagláta byggingarstarfs- manna í og við stöðvarhúsið, var sett upp skilti til varnar þessum ósið. Ekki leið langur tími þar til búið var að skrifa vísu á skiltið: Nú er lífið dapurt drengur dreymir mig um horfnar tíðir. Má nú hvergi míga lengur menn því gerast blöðrusíðir. Svo leið dagur eða tveir. Þá var komin önnur vísa á skiltið: Menn sem þekkja málin hér munu telja sannað, að kúka megi hvar sem er því hvergi sé það bannað. Rósberg G. Snædal, einhver rím fimasti hagyrðingur lands- ins, skildi eftir sig gnótt af góð- um vísum. Einhverju sinni sem oftar, var Rósberg staddur á Stafns rétt í Svartárdal. Fleygur gekk þar manna milli. Rósberg yrkir: Miðla ég tári á mannfundi manni náradregnum. Þessi árans andskoti ætlar að klára úr fleygnum. Rétt eins og á fyrri hluta Þorra þessa árs, gerði blíðu slíka á árinu 1964, að gróður lifnaði og tré tóku við sér. Þá orti Rósberg: Þorri hló í þetta sinn þýddi mó og grundir. Skyldi Góugróðurinn grafast snjóum undir? Vildargestir vítt um bæ vonir flestra yngja. Eins og best í byrjun maí birkiþrestir syngja. En svo gerði vetur að eftir þíðu- kafla á Þorra: Blakta á hæðum héluð strá, hemar flæði og tjarnir. Vilja mæða veikum á vetrarnæðingarnir. Þungan alda fellir fald fjöllin tjalda klæði björtu. Enn hið kalda krumluhald kynnir valdið- skelfir hjörtu. Sumri töpuð virðast völd, vetrar sköpuð byrði. Heyri ég nöpur nístingsköld Norðra köpuryrði. Meira af Rósberg í næsta þætti. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Búnaðarþing verður sett sunnu- daginn 28. febrúar næstkom- andi á Hótel Sögu. Eins og nærri getur eru þung mál á dagskrá þingsins nú, í ljósi grafalvarlegr- ar efnahagsstöðu auk þess sem að sótt hefur verið um aðild að Evrópusambandinu. Gríðarmikil endurnýjun hefur orðið í röðum þingfulltrúa en átján nýir full- trúar munu koma inn í ár. Bændablaðið ræddi við Harald Benediktsson formann Bænda sam- takanna um þingið og þau mál- efni sem munu verða fyrirferðar- mest þar. „Aftur kemur vor í dal er yfirskrift þingsins. Við stillum starfinu þannig upp að það verður mikil umræða um ESB og svo að sjálfsögðu um skulda- og lánamál og aðgerðir vegna rekstrarvanda búanna. Ef við horfum inn á við verða væntanlega rædd sjónarmið um fyrirkomulag ráðgjafarþjón- ustu, með eða án búnaðarlagasamn- ings, það er í raun og veru sitt hvor umræðan sem þarf að fara í. Ef ekki kemur til nýr búnaðarlagasamn- ingur þá þarf að grípa til róttækra aðgera og þrátt fyrir að gerður verði búnaðarlagasamningur þá þarf að fara að stíga ákveðin skref í að mæta nýjum áskorunum. Ég tel að það verði ágæt samstaða um að standa sameiginlega að hagsmuna- baráttu fyrir bændur.“ – Af því að þú nefnir búnaðar- lagasamninginn, finnst þér þá vera vilji fyrir því hjá stjórnvöldum að hann verði endurnýjaður eða finnst þér ekki vera áhugi á því? „Ég efast ekki um að vilji er til að semja og halda áfram þessu starfi en aftur á móti fáum við engan botn í málið. Í mjög langan tíma hefur mjög skýr afstaða okkar bænda legið fyrir, hvað við viljum gera.“ – Er ekki vont að koma inn á búnaðarþing aftur með þetta mál óklárað? „Við höfum lagt áherslu á það við ráðherrann, síðast bara rétt um áramótin að það mætti alls ekki gerast að til búnaðarþings kæmi ekki annað hvort tilbúinn samn- ingur eða þá skýr vilji stjórn- valda um framhaldið á honum. Búnaðarþingið núna verður bara að fá að vita hvert á að stefna því við erum þá að tala um að leggja verkefnum og að ríkisvaldið taki við einhverjum af þeim verkefnum sem Bændasamtökunum er falið að sinna í búnaðarlagasamningi.“ Búnaðarþing þarf að ákveða framhaldið í ESB málum Sérstakur starfshópur um Evrópusambandsmál mun starfa á Búnaðarþingi en það er nýlunda. Haraldur segir viðbúið að þau mál verði hvað fyriferðarmest á þinginu enda sé því stillt upp með þeim hætti. „Þetta Búnaðarþing verður að segja til um hvernig það vill beita sínum samtökum í starfinu sem er framundan. Hvað leggja beri áherslu á eða tilmæli um ófrávíkjanlega skilmála sem rík- isstjórnin verður að taka afstöðu til. Búnaðarþing þarf að ræða þetta og eftir atvikum undirbyggja þá kröfu- gerð af hendi bænda, ákveða hvern- ig Bændasamtökin eiga að vinna að framgangi málsins og jafnvel hvort við eigum yfirhöfuð að taka þátt í starfshópunum.“ – Finnst þér Búnaðarþing þá vera í annarri stöðu nú í ár en fyrir ári síðan þegar þing- ið afgreiddi þessi mál með því að Bændasamtökin væru á móti aðild og ættu að beita sér alfarið gegn henni? Áttu von á að menn taki þá afstöðu núna að skoða verði hvort að móta þurfi markmið sem ekki sé hægt að hvika frá í samningum? „Í fyrsta lagi á ég von á því að þingið hafi ekki breytt um afstöðu til ESB og Bændasamtökin eigi áfram að berjast gegn henni. En við erum í aðildarferli og það felur í sér að ríkisstjórnin eigi að móta samnings- afstöðu handa samninganefndinni.“ – Hver er þín afstaða? Geta bændur leyft sér að sitja hjá í starfs hópum, samningagerð og öðru slíku á grunni eindreginnar and stöðu sinnar? „Já, við getum vel setið hjá. Við höfum yfirgripsmikla þekkingu á því sem ESB er, hvað getur beðið okkar. Við getum ítrekað og haldið á lofti þeim ítrustu varúðarkröfum sem við þurfum að gera. Við eigum að mínu mati ekki að koma nálægt því að fara að semja eða ímynda okkur að einhverjar aðrar þolanleg- ar leiðir séu til.“ – Finnst þér bændur ánægð- ir með það starf sem unnið hefur verið fram að þessu? „Ég held að það sé ekki óánægja meðal bænda með það hvað hafi verið gert og við höfum haldið áfram gríðarlega miklu kynning- arstarfi um okkar hagsmuni og sjónarmið. Það sem ég skynjaði hins vegar hjá bændum á fund- um í haust var að þeim fannst við hafa gengið of langt með að setjast inn í þessa samningahópa og mér finnst að við eigum að ræða það á þinginu af mikilli alvöru undir hvaða formerkjum fulltrúar okkar í samninganefndunum eiga að vinna og eins hvort þeir eiga yfirhöfuð að vera þar innanborðs.“ Verðum að gæta hagsmuna landbúnaðarins í heild sinni Eins og áður segir er mikil endur- nýjun á Búnaðarþingi í ár. Haraldur segist ánægður með að hópurinn skuli endurnýjast. „Það er ekki sjálfgefið að fólk vilji taka að sér svona félagsstörf. Ég get ekki annað séð á þessum fulltrúalista en að þetta sé allt reynslumikið fólk úr félagsstarfi sem veit alveg hvaða verkefni þarf að fást við. Ég er að sitja mitt tíunda þing sjálfur og það sem mér finnst mikilvæg- ast nú er að fulltrúar eigi að vera uppteknari af því þegar þeir setj- ast á Búnaðarþing að þeir eigi að gæta hagsmuna landbúnaðar í heild sinni, ekki að þeir eigi að gæta hagsmuna ákveðinna búgreina eða landsvæða. Verkefni þeirra er mjög skýrt, heildstæð hagsmunagæsla eða mótun fyrir atvinnuveginn í heild sinni og þegar að menn vinna með þeim hætti á Búnaðarþingi getur þingið aldrei verið annað en gott og sterkt. En þegar menn huga fyrst og fremst að því að gæta hags- muni ákveðinna hópa eða sjón- armiða þá er ekki von að vel fari.“ – Er samstaða meðal bænda þá að styrkjast? „Já, mér finnst það. Ég finn mikinn mun á hreyfingunni allri, hversu þétt hún er. Og það eru mun minni flokkadrættir og togstreita í félagshreyfingu bænda en var hér fyrir all nokkrum árum. Ég finn það bara að á nokkrum árum hefur myndast miklu meiri samheldni í hópi þeirra sem koma að málefnum bænda heldur en ég upplifði þegar ég byrjaði að taka þátt í þessu.“ Bændur verða að ráða ferðinni Talsvert hefur verið rætt um þörf á endurskoðun ráðgjafarþjón- ustu fyrir bændur á undanförnum misserum. Á það skýringar sínar í miklum niðurskurði á framlög- um hins opinbera og hafa verið ræddar leiðir til að hagræða og nýta betur þá fjármuni sem fást til starfsins. Haraldur segir að þær ákvarðanir þurfi að taka heima í héraði. „Ráðgjafarþjónustunni er stýrt heima í héruðum að lang- mestu leyti og það er mikill vilji til að halda því sjálfstjórnarvaldi. Hvatinn að breytingum verður því að koma í meira mæli þaðan. Það er hins vegar alveg skýrt hver vilji Bændasamtakanna er í þess- um efnum. Við erum tilbúin í rót- tæka uppstokkun, það mun ekki standa á því og ég á ekki von á að Búnaðarþing, sem í sjálfu sér mótar þá stefnu BÍ, bregði fæti fyrir það.“ – Hafa bændur efni á því að halda úti ráðgjafaþjónustu á því stigi sem hún hefur verið á undan- förnum árum? Hún er dýr. Getum við búið við óbreytt sjálfstjórn- arvald heima í héruðum með þeim kostnaði sem til fellur? „Það væri nú ef til vill fyrst hættulegt ef við tækjum ráðgjafa- þjónustuna frá bændunum. Þeir verða alltaf að ráða ferðinni og ég held að það sé mjög mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því hvort við viljum reka öfluga og faglega ráðgjafarþjónustu sem er öllum bændum um allt land aðgengileg.“ – Aftur komum við kannski að því hversu erfitt það er að marka einhverja framtíðarstefnu fyrir greinina í heild sinni án þess að vita hvað tekur við eftir ár eða svo vegna þess að búnaðarlagasaming- urinn er í uppnámi? „Já, við erum algjörlega í lausu lofti. Þetta á líka við um ESB aðild. Menn vita ekki hvort af henni verður eða ekki. Við getum farið ár aftur í tímann eða svo. Þá höfðum við miklar áhyggjur af framtíð búvörusamninga en á því var tekið. Bændur tóku á sig skerð- ingar en fengu í staðinn lengri samninga með ákvæðum sem verð- ur að byggja á, samþykktu það í almennri atkvæðagreiðslu afger- andi. Þingið samþykkti samning- inn einnig afgerandi. Þannig að óvissu til skamms tíma hefur mikið til verið létt af okkur. En óvissan um framtíð landbúnaðarins er öll heimatilbúinn með þessari ESB aðild. Eftir að afgreiðsla Alþingis lá fyrir um aðildarumsókn var ljóst að bændur eru ekki að fara í neina uppbyggingu á sínum búum, ekki bara út af lánamarkaði eða efnahagsástandi heldur líka vegna verulega óvissrar framtíðar.“ Ekkert gert fyrir stærstan hóp bænda varðandi skuldavandann Fjárhagsstaða margra búa er mjög erfið um þessar mundir. Haraldur gagnrýnir langdregna umræðu stjórnvalda og fjármálastofnana í þeim efnum og segist telja ljóst að ef ekki verði gripið til róttækra aðgerða geti illa farið. „Við höfum kannski ekki mikið lengur í okkar höndum til aðgerða eða inngripa. Þannig að umræða Búnaðarþings og stefnumið hljóta að snúast fyrst og fremst um viðhorf til lækk- unar höfuðstóls lána eins og stjórn Bændasamtakanna hefur þegar lagt áherslu á. Við höfum tiltekinn hóp bænda sem er í mjög erfiðum málum. Það er verið að reyna að taka á þeim flestum. Svo höfum við annan hóp sem almennar aðgerð- ir sem þegar hafa verið boðaðar munu hjálpa en lang stærstur hóp- urinn hjá bændum eru bú sem eru eignalega sterk en eru í rekstrarerf- iðleikum, þar sem lán og aðföng hafa hækkað mjög mikið. Fyrir þennan hóp á ekkert að gera og þetta er hópurinn sem við höfum lagt áherslu á að verði að fara í almennar niðurfærslur á skuldum hjá. Bú sem lendir í vandræðum vegna afborgana lána sem hafa hækkað mjög mikið, með stökk- breyttan höfuðstól en er eignalega sterkt er ekki skilgreint sem vanda- mál í dag en er stórfellt vandamál fyrir bændurna sem búa á þessum búum.“ – Hver er staða Búnaðar þings- mála frá því í fyrra? „Bara í heild sinni mjög góð. Framvinduskýrslan er vitnisburð- ur um að haldið hafi verið vel á málum. En það ber þess merki að allt þjóðfélagið hefur verið í stóru stoppi vegna erfiðra úrlausnarefna og ytri aðstæðna en það er eitt og eitt mál sem hefur vakið athygli, sem við höfum komist lengra með en oft áður eins og t.d. mál sem hafa snúið að heilbrigðismálum. Það er viðurkennt núna í heilbrigð- isráðuneytinu að það vanti stórar fjárhæðir til að jafna ferðakostnað. Svar heilbrigðisráðherra er mjög skýrt og vilji núverandi heilbrigð- isráðherra er til að fylgja því máli eftir. Þar sjáum við að búnaðarþing hefur hreyft við mjög erfiðu máli. Það er ýmislegt skýrt varðandi póstþjónustuna ef maður nefnir þessa grunnþætti en það verður að segjast eins og er varðandi stóru málin, landbúnaðartengdu að þá hefur verið stórt stopp frá því í maí 2008.“ – Það eru ytri aðstæður sem valda því að það gengur erfiðlega að fá úrlausn ýmissa þessarra mála. En hafa Bændasamtökin sjálf ekki jafnframt þurft að eyða mjög miklum tíma í t.a.m. Evrópusambandsmálin? Hefur slík vinna tekið tíma frá öðrum verk- efnum sem samtökin hefðu þurft að reka á sama tíma? „Já, megin áhersla í okkar starfi, sem ekki er mjög sýni- leg er samt vegna fjárhagsmál- efna bænda, Varðandi starf við Evrópusambandsmál hefur það líka verið tímafrekt. Það er þó svo með mál Búnaðarþings að fram- fylgni mála endar ekki þó annað Búnaðaring gangi í garð og eðli margra þessara mála er að þau eru langhlaup sem á endanum skila einhverri niðurstöðu. Nú er til dæmis að koma út ágæt skýrsla um ræktunarland sem er eftirfylgni búnaðrþingsályktunar frá þinginu 2008. Bændur kröfðu forystu sína um öfluga málefnabaráttu í Evrópusambandsmálunum og ég held að við getum sagt með ágætri samvisku að við höfum sinnt því mjög vel.“ fr Óvissa um framtíð landbúnaðarins er heimatilbúin Bændur í lausu lofti vegna ESB umsóknar og aðgerðaleysis stjórnvalda. Mikil samstaða er í röðum bænda að mati formanns Bændasamtakanna Haraldur Benediktsson ásamt forseta Íslands við setningu Búnaðarþings.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.