Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010 7 1 4 3 9 2 7 9 8 2 6 7 4 3 5 6 4 8 1 3 6 1 8 2 4 3 5 2 6 9 8 1 9 4 5 1 9 8 3 5 7 1 9 6 2 8 1 3 4 9 3 1 2 6 9 8 3 7 6 2 4 4 5 6 9 5 8 6 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Í lok síðasta árs bættist nytsam- legt rit við safn íslenskra mat- reiðslubóka þegar Bókafélagið gaf út bók Rósu Guðbjartsdóttur, Eldað af lífi og sál. Í bókinni er að finna fjölmargar uppskriftir að góðum og girnilegum hvers- dagsmat sem einfalt og fljótlegt er að útbúa. Um leið er hugað að hollustu matarins og næring- arinnihaldi ásamt því að góð ráð eru gefin varðandi hráefni og matseld og flottum hugmyndum komið á framfæri fyrir veislur. Mexíkóskt lasagna 500 g nautahakk 5 tortillur, hveitikökur úr pakka mexíkósk kryddblanda, t.d. taco seasoning 200–300 g salsa- eða taco-sósa 3–4 tómatar, saxaðir eða 1 dós nið- ursoðnir 1 rauðlaukur, sneiddur 200 g rifinn ostur handfylli af nachos-flögum Aðferð: Brúnið nautahakkið á pönnu og bætið kryddblöndunni saman við ásamt vatni, samkvæmt leiðbeining- um á pakka. Bætið síðan tómötun- um saman við. Leggið tortillaköku í botninn á eldföstu móti og nauta- hakk þar ofan á. Setjið síðan dálítið af salsasósu og dreifið osti þar yfir, ásamt nokkrum rauðlaukshringjum. Leggið síðan aðra tortillaköku ofan á, nautahakk, salsasósu, ost og lauk og endurtakið þar til fimmta hveiti- kakan er komin á. Stráið þá osti yfir hana og svolitlu af muldum nachos- flögum. Setjið í ofninn og bakið við 200 gráður í 20 mínútur. Best finnst mér að bera einungis ferskt, grænt salat fram með en mexíkóskt avo- cado-mauk (guacomole) og sýrður rjómi fer líka mjög vel með. Bananabrauð með berjum 2 bananar, maukaðir 100 g púðursykur 2 dl eplamauk, má sleppa og nota þá meiri ólífuolíu í staðinn 2 egg 220 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 msk. ólífuolía eða 1 dl (ef eplamauki er sleppt) 2 msk. mjólk 1 dl rifsber eða bláber, fersk eða frosin Aðferð: Stappið banana í stórri skál og hrær- ið púðursykri saman við með sleif. Bætið síðan eplamauki og eggjum saman við. Ef þið notið ekki epla- mauk, aukið þá magn ólífuolíunnar eins og að framan greinir. Sigtið síðan hveiti og lyftiduft saman við og blandið. Bætið ólífuolíu og mjólk saman við og loks berjum. Ef þið notið frosin ber er best að láta þau þiðna áður en þeim er bætt í deigið. Hellið deiginu í smurt jólakökuform og bakið við 180 gráður í 45 mínútur eða þar til prjónn, sem stungið er í brauðið, kemur hreinn út. ehg Eldað af lífi og sál MATARKRÓKURINN Mexíkóskt lasagna er fljótlegt í matreiðslu og hentar vel jafnt fyrir fullorðna og börn. Í matreiðslubók Rósu Guðbjarts- dóttur, Eldað af lífi og sál, eru upp- skriftir að ljúffengum heimilismat og einnig fylgja góð ráð sem tengj- ast matseld. Ábúendur í Brekkubæ eru Ásgeir Arngrímsson og Bergrún Jóhanna Borgfjörð, bæði fædd og uppalin á Borgarfirði eystra. Þau hófu búskap í Brekkubæ 1980 þar hafa þau búið með sauðfé, en sam- hliða staðið í ferðaþjónustu. Þau reka farfuglaheimilið Ásbyrgi og ráku einnig veitingaþjónustu í félagsheimilinu Fjarðarborg til ársins 2008. Frá 2008 hafa þau, ásamt Arngrími syni sínum, rekið Ferðaþjónustuna Álfheima þar sem þau hafa bjóða upp á gistingu í 18 hótel- herbergjum og veitingaþjónustu í keðju Ferðaþjónustu bænda. Þar þjónusta þau einstaklinga og gönguhópa sem vilja fara í lúxusgönguferðir og bjóða einnig upp á mat og trúss fyrir göngufólk á Víknaslóðum. Býli? Brekkubær. Staðsett í sveit? Á Borgarfirði eystra. Ábúendur? Ásgeir Arngrímsson og Bergrún Jóhanna Borgfjörð. Fjölskyldustærð (og gæludýr)? Börnin eru 4. Arngrímur Viðar býr á Egilsstöðum með Þóreyju Sigurðardóttir. Þau eiga 4 börn. Áskell Heiðar býr á Sauðárkróki, giftur Völu Báru Valsdóttur. Eiga þau 3 dætur. Guðmundur Magni býr á Akureyri með Eyrúnu Huld Haraldsdóttur, eiga þau son- inn Marinó. Aldís Fjóla stundar háskólanám í Reykjavík. Öll koma þau börnin og barnabörnin eitthvað nálægt bústörfum og ferðaþjónustu frá sauðburði og fram á haust. Stærð jarðar? Stærð jarðar er um 50 ha auk sam- liggjandi jarðar sem við eigum. Afrétt er í Breiðuvík og fleiri víkum sunnan Borgarfjarðar. Tegund býlis? Sauðfjárrækt. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 500 vetrarfóðraðar kindur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fénu er gefið tvisvar á dag og ýmislegt dundað þess á milli en svo fer þessa dagana töluverður tími í Vetrarólympíuleikana. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll störf eru skemmtileg ef vel gengur en fátt toppar þó fjöruga næturvakt á sauðburði þegar sólin kemur upp í miðju fjarðarins og fuglarnir hefja söng upp frá því. Þá eru göngur og réttir í góðu veðri alltaf skemmtilegar. En það hefur lærst fyrir löngu af Pollyönnu að láta sér ekkert leiðast þó sumt sé skemmtilegra en annað. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við sjáum búskapinn í svipuðu horfi næstu árin. Undanfarin ár höfum við tekið þátt í sölu dilka- kjöts beint til neytenda í gegnum vefinn Austurlamb.is og verður vonandi bara aukning og frekari þróun í þeirri sölu. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Varðandi félagsmál bænda má nefna að á undanförnum árum hefur náðst mikill árangur í jákvæðari ásýnd landbúnaðarins. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Íslenskum landbúnaði mun vegna vel án ESB. Í þessum kreppudansi skilja nú vonandi sem flestir í eitt skipti fyrir öll mikilvægi þess að hafa í boði hreinar og vandaðar afurðir frá íslenskum landbúnaði. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifæri í útflutningi liggja tví- mælalaust í hreinleika og uppruna afurða okkar sem á að tryggja hátt verð fyrir vandaða vöru. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ískápnum er alltaf að finna lýsi, mjólk, ost, marmelaði og súrt slát- ur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vinsælasti maturinn er Hafragrautur, lýsi og slátur í morg- unmat og veturgamalt sauðakjöt bæði reykt og steikt. Eftirminnilegasta atvikið úr búskapnum? Eftirminnilegast í búskapnum er þegar nýtt fé kom í ný fjárhús haustið 1990 eftir fjárlaus ár vegna riðuniðurskurðar. Brekkubær Bærinn okkar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.