Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 32
„Ætli það hafi ekki verið sterk
réttlætiskennd og reiði sem knúði
mig áfram,“ segir Ingibjörg
Bjarnadóttir á Gnúpufelli í Eyja-
fjarðarsveit, en í fyrrasumar
úr skurðaði Óbyggðanefnd að
ís lenska ríkinu hefði ekki tek-
ist að sýna fram á að land innan
landamerkja jarðarinnar væri
þjóðlenda. Það var skjal frá 17.
öld, eða frá árinu 1622 ritað af
Ólafi Jónssyni lögsagnaritara
í Gnúpufelli sem m.a. leiddi til
þessarar niðurstöðu. Ingibjörg
átti afrit af skjalinu, en frumrit
þess fannst nýverið í skjalabunka
í Stofnun Árna Magnússonar.
Áætlað er að um 8000 skjöl séu
enn órannsökuð í Árnastofnun,
þar sem þau standa á átta vöru-
brettum. Talið er að álíka magn
sé til á Landsbókasafni. Gögn
sem þar er að finna gætu varð-
að réttarhagsmuni landeigenda
og krefjast Landssamtök land-
eigenda þess að gögn sem þar
er að finna verði landsmönnum
aðgengileg og allri réttaróvissu
varðandi þau eytt.
Á fyrrihluta ársins 2008 birti
fjármálaráðherra fyrir hönd rík-
isins kröfur um þjóðlendur á vest-
anverðu Norðurlandi, svæði 7A
sem svo var nefnt. Meðal annars
var gerð krafa um að afréttarsvæði
Fram-Eyfirðinga, fram af Sölvadal,
til Núpufells- og Þormóðsstaðadals
yrði þjóðlenda. Ingibjörg brást við
og gerði þær kröfur að viðurkennd-
ur yrði beinn eignarréttur að landi
Núpufells innan þeirra merkja sem
ráða mátti af landamerkjabréfi frá
árinu 1890.
„Þegar þjóðlendukröfurnar fyrir
þetta svæði voru birtar hóf ég þegar
að leita gagna, ég hafði samband við
ýmsar stofnanir og skjalasöfn, þar
sem ég tíndi til gömul skjöl varð-
andi jörðina, mér leist ekki alls kost-
ar á að ríkið ætlaði að taka af okkur
dalina,“ segir Ingibjörg og vísar til
Núpufells- og Þormóðsstaðadala
fram af Sölva dal.
Fannst fyrir hreina tilviljun
Skjalið sem segja má að Ingibjörg
hafi unnið mál sitt á barst henni
fyrir hreina tilviljun. Vinkona
hennar, Mariane Overgaard Jensen
hefur alla sína starfsævi unnið í
Árna stofnun í Kaupmannahöfn.
Ein hverju sinni nefndi Ingibjörg að
hún væri að leita að efni er varð-
aði Gnúpufell, en það var ekki
rætt frekar. Töluvert seinna fékk
Ingibjörg bréf frá Mariane þar sem
m.a. var áðurnefnt skjal, lögfesta
Ólafs Jónssonar frá 1622. Hún
hafði rekist á bæjarnafnið, ljós-
ritað skjalið og sent í næsta bréfi
sínu til Ingibjargar vinkonu sinnar.
„Ég varðveitti skjalið án þess að
gruna þá hvað síðar ætti eftir að
gerast og hvaða not ég myndi af
því hafa,“ segir Ingibjörg en hún
lagði það fram í þjóðlendumálinu
fyrir Gnúpufell og Þormóðsstaði,
en fyrrnefnda jörðin átti dalina
beggja vegna Þormóðsstaðaár allt
til aldamótanna 1900. Skjalið tók
af allan vafa um að afréttarlönd þau
sem ríkið vildi skilgreina sem þjóð-
lendur væru eign Gnúpufells.
Ánægð með sigurinn
Svo skemmtilega vildi til að
úrskurður Óbyggðanefndar var
birtur 19. júní í fyrrasumar, en þá
voru nákvæmlega 60 ár liðin frá
því Ingibjörg flutti að Gnúpufelli,
þangað kom hún 19. júní 1949 og
giftist Daníel Pálmasyni sem þaðan
var fáum dögum síðar. Ingibjörg
lét þó ekki laust né fast og hélt leit
sinni áfram, hún hafði einugis afrit
af skjalinu í sínum fórum, ekki
frumritið. Barátta hennar skilaði
þeim árangri að fyrir fáum vikum
fannst frumritið í óflokkuðum
og órannsökuðum skjalabunka í
Árnastofnun. „Ráðamenn segja
að hvorki sé nú tími né peningar
til að rannsaka þessi skjöl, það er
mjög miður því eflaust er þar að
finna sambærileg skjöl og þau sem
ég hef undir höndum og gætu nýst
landeigendum í sinni baráttu gegn
þjóðlendukröfum ríkisins. Mér
hefur fundist ríkið vilja hrifsa til sín
lönd okkar bænda, það ber brigður
á eignarrétt okkar á landi og sönn-
unarbyrðin er okkar og hún er of
þung. Það er vitað að mikið magn
gamalla skjala hefur farið for-
görðum, m.a. í eldsvoðum, þann-
ig að erfitt er við þetta að eiga og
mikið óréttlæti að varpa því yfir á
okkur að sanna okkar mál,“ segir
Ingibjörg.
Hún kveðst vissulega ánægð
með að hafa haft sigur gegn ríkinu
í þjóðlendumálinu og stolt af þeim
árangri sem þar náðist. „En það
sem mér finnst erfiðast var þegar ég
áttaði mig á því að mitt mál vannst
af því ég hafði þetta skjal. Það rann
upp fyrir mér að svona mál geta
farið á hvorn veginn sem er, þetta
er að nokkru leyti glópalán. Þó að
ég væri afskaplega glöð yfir nið-
urstöðunni helltist yfir mig hryggð
yfir þeirri stöðu sem við erum í,
réttarkerfið er bágborið ef svona er
fyrir okkur komið. Svo virðist sem
tilviljanakenndir örlagaþræðir valdi
því hvort jarðeigendur haldi lend-
um sínum eður ei,“ segir Ingibjörg.
MÞÞ
4. tölublað 2010 Fimmtudagur 25. febrúar
Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út
11. mars
Skjal frá 17. öld bjargaði hluta Gnúpufellslands í Eyjafjarðarsveit frá því að verða þjóðlenda
Gríðarlegt magn óflokkaðra skjala en
hvorki tími né peningar til að rannsaka þau
Ingibjörg Bjarnadóttir með afrit skjalsins, lögfestu Ólafs Jónssonar frá 1622.
Gnúpufell í Eyjafjarðarsveit í vetrarskrúða.
Ingibjörg hefur viðað að sér ógrynnum gagna um Gnúpufellsjörðina. Hér
blaðar hún í möppu með gögnum, m.a. er þar að finna ábúendatal sem er
nánast óslitið frá árinu 900.
Mögulega farið með
þjóðlendumál fyrir
mannréttindanefnd SÞ
Aðalfundur Landssamtaka land-
eigenda var haldinn 11. febrúar
síðastliðinn. Fundurinn var
ákaflega fjölmennur og ljóst
að mikill urgur er í landeig-
endum vegna þjóðlendumála
þrátt fyrir að frestað hafi verið
frekari kröfugerð af hálfu rík-
isins. Á fundinum höfðu fram-
sögu Magnús Leopoldsson fast-
eignasali um viðskipti með jarðir
og hugsanleg inngrip ríkisins í
jarða og ábúðarlög og Þorsteinn
Magnússon lögfræðingur í fjár-
málaráðuneytinu í fjarveru
Steingríms J. Sigfússonar fjár-
málaráðherra. Þorsteinn hafði
framsögu um framkvæmd þjóð-
lendulaga og sat fyrir svörum.
Örn Bergsson formaður stjórn-
ar flutti skýrslu stjórnar og kom
meðal annars fram í máli hans
að verið væri að kanna mögu-
leika þess að fara með prófmál
í þjóðlendumálum fyrir mann-
réttindanefnd Sameinuðu þjóð-
anna. Það mál væri þó á frumstigi.
Mikil vonbrigði hefðu verið að
Mannréttindadómstóllinn í Haag
hefði vísað málum landeigenda
frá en menn hygðust ekki leggja
árar í bát og leita allra leiða til að
hnekkja dómum sem þegar hafa
fallið í þjóðlendumálum.
Örn benti jafnframt á að sam-
kvæmt upplýsingum Einars G.
Péturssonar rannsóknarprófess-
ors við Árnastofnun lægju þar
um átta þúsund skjöl sem ekki
hefðu verið rannsökuð og annað
eins á Landsbókasafni. Örn sagði
Óbyggðanefnd aldrei hafa leitað
annað en til Þjóðskjalasafns um
gögn og hefði hennar gagnaöflun
verið verulega áfátt. Af þessu til-
efni samþykkti fundurinn ályktun
þar sem skorað var á Alþingi og
ríkisstjórn að breyta lögum um
þjóðlendur þannig að lögfest verði
ótímabundið ákvæði um endurupp-
töku máls komi fram ný sönnunar-
gögn í þeim þjóðlendumálum sem
lokið er. fr