Bændablaðið - 25.02.2010, Side 22

Bændablaðið - 25.02.2010, Side 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010 Á markaði Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir janúar 2010 jan.10 nóv.09 feb.09 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2010 jan.10 jan.10 janúar '09 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 591.944 1.804.166 7.191.018 8,2 16,7 -0,7 26,5% Hrossakjöt 100.482 466.802 980.259 -27,4 -14,9 -2,0 3,6% Nautakjöt 332.366 958.700 3.767.161 1,9 8,0 5,0 13,9% Kindakjöt 266 197.257 8.841.068 0,0 -8,4 -1,0 32,6% Svínakjöt 485.600 1.524.726 6.337.012 -7,2 -9,0 -5,0 23,4% Samtals kjöt 1.510.658 4.951.651 27.116.518 -1,6 1,6 -1,1 Mjólk 10.304.428 29.830.271 125.104.515 -4,3 -2,3 -0,9 Sala innanlands Alifuglakjöt 582.431 1.722.376 7.179.319 6,8 12,0 -0,8 29,7% Hrossakjöt 82.649 259.647 664.901 4,2 -7,6 -3,9 2,7% Nautakjöt 330.236 941.273 3.767.583 4,5 7,1 4,9 15,6% Kindakjöt * 324.353 1.029.152 6.264.472 0,9 -16,0 -11,6 25,9% Svínakjöt 485.707 1.519.168 6.319.520 -7,1 -9,3 -5,3 26,1% Samtals kjöt 1.805.376 5.471.616 24.195.795 1,2 -2,3 -4,3 Mjólk á fitugrunni 9.307.805 27.970.117 117.481.883 -2,0 2,8 0,7 Mjólk á próteingrunni 8.209.416 29.507.619 115.194.456 -4,5 4,1 2,8 * Sala á kindakjöti í hverjum mánuði er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. Framleiðsla og sala búvara í janúar Framleiðsla á kjöti var 1,6% minni en í janúar í fyrra. Mest vegur 7,2% samdráttur í svínakjötsframleiðslu. Á móti var 8,2% aukning í alifuglakjötsframleiðslu. Síðastliðna 12 mánuði hefur kjötframleiðsla dregist saman um 1,1%. Kjötsala var 1,2% meiri í janúar en á sama tíma ífyrra. Sala jókst á öllum kjöttegundum nema svínakjöti, mest á alifuglakjöti um 6,8%. Síðastliðna 12 mánuði hefur kjötsala dregist saman um 4,3%. Sala mjólkur var minni í janúar en sama mánuði 2009 en á móti kemur að virkir dagar voru 20 samanborið við 21, þar á meðal bar nýársdag upp á föstudag./EB Kornverð fer lækkandi Heimsmarkaðsverð á korni hefur lækkað nú í byrjun árs 2010 sam- kvæmt meðfylgjandi grafi sem birtist í Internationella Perspektiv þann 19. febrúar sl. Það liggur þó enn ofanvið kornverð í september sl. þegar það var hvað lægst á sl. ári. Annað graf sýnir síðan verð á innfluttu byggi og maís til fóðurs á árinu 2009. Alls voru flutt inn 9.190 tonn af byggi (meðal cif verð 25 kr/kg) og 20.452 tonn af maís (meðal cif verð 28 kr/kgsam- kvæmt verslunarskýrslum EB         !"#$$$%&%                                   Bandaríska tímaritið Food and Wine fjallar um íslenskan mat á þremur síðum í marshefti sínu sem er nýkomið út. Þar er varpað fram spurningu til bandarískra lesenda hvort þeir eigi að borða eins og Íslendingar – Should You Eat Like an Icelander? er fyr- irsögnin. Fyrir því eru veigamikl- ar ástæður að sögn blaðsins því íslenskur matur sé einhver sá hreinasti á jörðinni. Food and Wine er enginn snep- ill því það nýtur virðingar sem eitt- hvert vandaðasta rit fyrir matgæð- inga í heimi. Það er því ekki lélegt fyrir íslenska matvælaframleiðslu að fá þau meðmæli sem grein blaðsins felur í sér. Í inngangi segir blaðamað- urinn að óblíð náttúran hafi neytt Íslendinga til þess að nýta allan mat sem til féll og þess vegna hafi orðið til ýmsir undarlegir réttir á borð við kæstan hákarl „sem er eini maturinn sem ég hef látið inn fyrir mínar varir sem kom út aftur samstundis,“ hefur hann eftir landa sínum, eiganda þekkts fiskiveit- ingahúss í Virginíu. En svo heldur hann áfram: „Nú á dögum gerir einangrun landsins, studd af ströngum reglum hins opinbera, þeim kleift að fram- leiða einhvern hreinasta mat á jörð- inni.“ Skýringuna á því telur hann ekki síst vera þá að hér á landi sé landbúnaður stundaður á fjöl- skyldubúum en ekki sem stóriðja. Auk þess séu hér dýrakyn sem hafi varðveist frá landnámsöld. Kýrnar framleiði til dæmis mjólk sem er auðug af beta karótíni og úr henni sé unnið alveg einstakt smjör og ostar, að ógleymdu skyrinu. Greinin skiptist í fjóra kafla sem fjalla um lax og bleikju, lambakjöt, mjólkurvörur og íslenska matargerð í nútímanum. Allt fær þetta blaða- manninn til að draga fram stóru og jákvæðu lýsingarorðin. Af öllu þessu dregur hann svo þann lær- dóm sem vísað var til í upphafi að sennilega hefðu Bandaríkjamenn gott af því að taka upp mataræði Íslendinga. Nú ættu þeir auðveldara með það en áður þar sem Whole Foods verslanirnar væru farnar að flytja inn íslensk matvæli. Og til þess að undirstrika orð sín bendir blaðamaðurinn á að Íslendingar séu langlífir, heilsugóðir og hamingju- samir. Leyndardómurinn að baki því sé áreiðanlega maturinn. –ÞH Borðum eins og Íslendingar Food and Wine segir að íslenski maturinn sé einn sá hreinasti á jörðinni Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar 2010 er 360,9 stig (maí 1988=100) og hækk- aði um 1,15% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæð- is er 342,4 stig og hækkaði hún um 1,33% frá janúar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,0%. Verðbólgumæling Hagstof unn- ar er nokkuð yfir spám sérfræð- inga sem gerðu ráð fyrir að hún yrði 6,8-6,9% í þessum mánuði. Þessu til skýringar er helst að nefna að húsnæðisliðurinn stendur nú í stað eftir mikla lækkun und- anfarið, áhrif af útsölulokum og töluverðar hækkanir á húsgögnum og stærri heimilistækjum. Síðastliðna tólf mánuði hafa búvörur og grænmeti hins vegar aðeins hækkað um 1.3%, þar af hefur kjöt lækkað um 2,82%. Innlendar vörur án búvara hafa hins vegar hækkað um 11,7% og innfluttar vörur um 15,6%. EB Vísitalan mælist 7,3% á ári

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.