Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 15
15 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010
Menntun í landbúnaði
BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 25. FEBRÚAR 2010
17 » Mikilvægur fyrir eflingu samfélagsins18» Sóknarfærií grænni orku
Í ársbyrjun 2008 voru landbún-
aðarháskólarnir tveir, Háskólinn
á Hólum og Landbúnaðarháskóli
Íslands, færðir til mennta-
málaráðuneytisins frá landbún-
aðarráðuneytinu. Afar misjafn-
ar skoðanir voru á tilfærslunni
meðal hagsmunaaðila. Þó er hægt
að segja að ekki hafi orðið neinar
eðlisbreytingar á skólunum tveim-
ur við tilfærsluna, í það minnsta
ekki enn. Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra segir aug-
ljóst að hlúa þurfi áfram að námi
í landbúnaðartengdum fræðum,
kannski enn frekar nú en áður.
Blaðamaður Bændablaðsins hitti
ráðherra og spurði hana út í mál-
efni skólanna og framtíðarsýn
hennar fyrir þá.
Margir bændur lýstu áhyggjum
yfir því að með flutningi málefna
landbúnaðarháskólanna frá landbún-
aðarráðuneyti til menntamálaráðu-
neytis gætu tengsl landbúnaðar og
fræðastofnananna trosnað. Katrín
segist hins vegar telja að með flutn-
ingunum hafi skapast ýmis sóknar-
færi fyrir skólana. „Það sem breyttist
var að skólarnir tveir urðu hluti af
háskólaumhverfinu í menntamála-
ráðuneytinu í stað þess að vera tveir á
sínu sérsviði og heyra undir sitt fagr-
áðuneyti. Það breytir auðvitað ýmsu
fyrir þá en að sama skapi veitir það
þeim ýmsa möguleika á samstarfi
við aðra háskóla. Það samstarf hefur
reyndar verið heilmikið og mér hefur
fundist landbúnaðarháskólarnir hafa
verið mjög duglegir að velta upp
nýjum möguleikum. Þetta eru ekki
bara kennslustofnanir heldur öflugar
rannsóknarstofnanir fyrir sín svið.
Þeir hafa verið duglegir að sækja
inn á ný mið, ég get nefnt sem dæmi
samstarf Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri og Listaháskólans sem
hefur vakið mikla athygli. Ég held
því að skólarnir sjálfir hafi séð sókn-
arfæri í því að auka samstarf sitt við
aðra háskóla eftir tilflutning þeirra
undir menntamálaráðuneytið.“
– Hvernig hefur þér þótt samstarfið
milli forsvarsfólks skólanna og
menntamálaráðuneytisins?
„Samstarfið er gott, rektorar allra
háskólanna mæta hér á fundi mánað-
arlega til að fara yfir stöðuna og við
höfum unnið að leiðum til að auka
samstarf á háskólastigi almennt. Ég
hef náð að heimsækja alla háskóla
í landinu og alls staðar er unnið á
faglegan og akademískan hátt. Þetta
eru allt góðar menntastofnanir sem
sinna sínu hlutverki á sínum svið-
um og hafa á sama tíma útvíkkað
starfsemi sína, ekki síst með auknu
samstarfi sín á milli.“
Áhersla á aukið samstarf
og samvinnu
Sjö háskólar eru starfandi á land-
inu. Rekstur þessara skóla er
þungur og það á ekki síður við
um landbúnaðarháskólana en hina
háskólana. Möguleg sameining
háskóla hefur verið í umræðunni
á síðustu misserum sem hluti af
lausn á þessum erfiðleikum. Til að
mynda hefur verið talað um sam-
einingu Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri og Háskóla Íslands og
á sama tíma sameiningu Hólaskóla
og Háskólans á Akureyri. Katrín
segist ekki útiloka neitt í þeim
efnum en ekkert sé í spilunum
alveg á næstunni enda verði slíkar
aðgerðir að vera í sátt við skólana
og hagsmunaaðila. „Það sem ég
hef unnið að síðan ég varð mennta-
málaráðherra er að auka og efla
samstarf háskólanna. Ég held að
fjöldi háskólanna sé kannski ekki
aðalmálið heldur hvernig hægt er
að fá sem mest út úr kerfinu. Fólk
er oft mjög upptekið af fjöldanum
en það má ekki gleyma því að það
liggja ástæður að baki starfsemi
þessara skóla, annað hvort land-
fræðilegar eða þá ákveðin sérstaða
þeirra. Skólarnir á landsbyggðinni
eru sínum byggðarlögum mjög
mikilvægir og það verður því að
nálgast hvern skóla með mismun-
andi hugarfari. Ég hef lagt áherslu
á verkaskiptingu fremur en að sam-
eina bara til að sameina, því sam-
einingar eru dýrar nema menn ætli
hreinlega að slá einhverja hluta
skólanna af. Tilhneigingin var svo-
lítið sú að allir skólarnir ætluðu í
raun að gera allt en mér finnst mik-
ilvægara nú að skólarnir einblíni á
sína styrkleika og móti sína stefnu
út frá þeim. Þá geti menn frekar
leitað til annarra skóla um samstarf
og samvinnu. Mér finnst stjórnend-
ur skólanna hafa verið tilbúnir að
skoða þetta og ná ákveðinni hag-
ræðingu með slíkum aðgerðum.“
– Er það sem sagt þitt mat að
vaxtarmöguleikar skólanna liggi í
auknu samstarfi?
„Já, ég nefni ágætt og vaxandi
samstarf Hólaskóla og Háskólans
á Akureyri í bæði ferðamálafræði
og sjávarútvegs- og fiskeldisfræð-
um sem dæmi. Þetta er það sem
við ættum að velta vel fyrir okkur
en jafnframt að nýta það sem
við eigum fyrir. Það er auðvit-
að einstakt að eiga skóla eins og
Hólaskóla, með sína sögu á sínum
stað og eins skólann á Hvanneyri.
Við flytjum ekki landbúnaðarhá-
skóla inn í borg en ég held að skól-
arnir eigi mikil sóknarfæri með
auknu samstarfi.“
– Er þá búið að slá sameiningu
skólanna út af borðinu?
„Það er ekki búið að slá neitt út af
borðinu. Við gerðum sérstaka fýsi-
leikakönnun á sameiningu Háskóla
Íslands og Hvanneyrar og það ligg-
ur alveg fyrir að ef við ætluðum að
halda starfseminni áfram og nýta þau
sóknarfæri sem fælust í slíkri sam-
einingu myndi það kosta aukafjár-
muni sem ekki eru til staðar í kerfinu
einmitt núna. Við horfum því frekar á
aukið samstarf á þessum tímapunkti.“
Fjárveitingar ekki endilega
fylgt auknum kröfum
– En hvað þá með erfiða fjarhags-
stöðu skólanna? Hólaskóla hefur
til að mynda verið skipaður fjár-
haldsmaður og umtalsverður halli
hefur verið á rekstri Hvanneyrar-
skólans. Hvernig á að ráða bót á
þessari stöðu?
„Hólaskóla var jú skipaður til-
sjónarmaður á sínum tíma og síðan
þá hefur verið unnið mjög markvisst
að því innan skólans að sníða honum
stakk eftir vexti. Það má líka segja
að það hafi gengið með ágætum,
skólinn er á áætlun skulum við segja.
Hvanneyri fékk aukafjárveitingu á
fjárlögum nú sem ég vonast til að
hjálpi til við að rétta reksturinn af og
má reyndar segja að hún hafi verið
löngu tímabær. En hins vegar held
ég að skólarnir allir geti náð umtals-
verði hagræðingu með sameiningu
stoðþjónustu og annars.“
– En er það þá þín skoðun, ef við
nefnum þessa tvo skóla sérstaklega,
að þeir hafi á undanförnum árum
verið fjársveltir miðað við þörf á
fjármagni?
„Ég veit ekki hvort maður á
að segja fjársveltir en að minsta
kosti er það þannig að þessir skólar
voru færðir upp á háskólastig með
ákveðnum kostnaði og kröfum en
fjárveitingar hafa ekki endilega fylgt
þeim kröfum sem hafa verið gerðar
til skólanna. Við teljum að þetta sé að
komast í ákveðinn farveg á báðum
stöðum sem er náttúrulega bara gott.
Stjórnendur skólanna beggja eru
búnir að taka vel á málum. Ég veit
líka að það er erfitt að reka svona
litla einingu á háskólastigi. Þess
vegna leggjum við áherslu á að skól-
arnir nýti sér saman það sem er hægt
að nýta saman.“
– Telur þú þá að nauðsynlegt sé
að standa vörð um þetta nám þrátt
fyrir að þetta séu ekki hagkvæmustu
einingarnar út frá einhverju
viðskiptalegu tilliti?
„Það er náttúrulega í raun mjög
óhagkvæmt að reka hvaða háskóla-
nám sem er á Íslandi. Þannig að við
gætum alveg eins sagt að við ætl-
uðum ekki að reka tannlækninganám
hér því það er óhagkvæmt rétt eins
og nám í landbúnaði sem er augljós-
lega frekar dýrt. Við erum að ljúka
vinnu við að færa þetta nám yfir í
reiknilflokkalíkan háskólanna. Það
liggur alveg fyrir að þetta verður
dýr flokkur því landbúnaðartengt
háskólanám kallar til að mynda á
vettvangsnám. Það verður auðvitað
líka að horfa til samfélagslegra gilda.
Landbúnaðar er einn af undirstöðu-
atvinnuvegum íslensku þjóðarinnar
og hér lærir fólk á íslenskt umhverfi
og vinnur rannsóknir á íslensku
umhverfi þannig að það er að mínu
mati augljóst að við eigum að standa
fyrir námi, kennslu og rannsóknum í
íslenskum landbúnaði.“
– Hefur þú átt samtal við forsvars-
menn bænda og Bændasamtökin
um mögulega framtíðarsýn
landbúnaðarháskólanna?
„Nei, við höfum fyrst og fremst
haft samband við stofnanirnar sjálf-
ar sem slíkar en það liggur fyrir að
þegar allt skýrist varðandi reikni-
flokka fyrir landbúnaðarnám og til-
laga að fjármögnun háskóla liggur
fyrir þá munum við auðvitað ræða
það við hlutaðeigandi aðila, þar
á meðal Bændasamtökin því við
vitum að þessir skólar skipta miklu
máli fyrir þann atvinnuveg.“
Bændadeildin nýtur tengingar
við háskólanámið
Á Hvanneyri er ekki bara háskóli
heldur líka bændadeild á framhalds-
skólastigi. Uppi hafa verið hug-
myndir um samþættingu þess náms
við t.a.m. nýjan framhaldsskóla í
Borgarnesi auk þess sem rætt hefur
verið um aukna áherslu á landbún-
aðartengt nám í framhaldsskólum
almennt. Katrín segir búfræðinámið
að sjálfsögðu njóta tengingarinnar
við háskólanámið. „Ef við værum að
byrja á núlli núna hefðum við líklega
viljað hafa sérgreinina innan ein-
hvers framhaldsskóla og blanda ekki
saman framhalds- og háskólastigi.
En hins vegar byggir bændadeildin
á gömlum merg og það skiptir máli.
Það eru engar mótaðar hugmynd-
ir um að færa hana eitt né neitt. Því
hefur hins vegar hefur verið velt upp
hvort það mætti tengja námið hefð-
bundinni stúdentsprófslínu í ein-
hverjum öðrum skóla.“
– En er ekki mikilvægi staðsetningar
þessarar deildar augljóst í ljósi
nálægðar við aðstöðu og svo
menntun af sama tagi?
„Jú, þarna er búið að byggja upp
ákveðna aðstöðu og mjög margir
sem ljúka búfræðinámi halda svo
áfram í háskólanámi í búvísindum
þannig að það er ákveðin samfella í
þessu. Svo hafa aðrir framhaldskól-
ar annars staðar á landinu áhuga á
að efla landbúnaðartengt nám og
ég þykist vita að það sé sérstaklega
áhugi á því á suðurlandinu.“
Efnahagsleg staða þjóðarbúsins
er slík að við höfum ekki séð aðra
eins erfiðleika á lýðveldistímanum.
Menntamálaráðuneytið er eitt af
fjárfrekustu ráðuneytunum. Fólk
hefur samt í ræðu og riti lagt veru-
lega áherslu á að eitt af því sem þarf
til að hjálpa Íslandi út úr kreppunni
sé að leggja áherslu á menntun og
ekki skera niður með látum í því
kerfi. Katrín segist auðvitað vilja
standa vörð um menntakerfið af
fremsta megni en framundan séu
erfiðir tímar. „Það er auðvitað aug-
ljóst að það verður niðurskurður
og háskólarnir hafa þegar tekið á
sig mikinn niðurskurð, 8,5 prósent
á fjárlögum ársins 2010. Ég held
að það sem sé best hægt að gera í
þessu sé að takmarka niðurskurð-
inn eins og hægt er á þessum tveim-
ur til þremur erfiðu fjárlagaárum
2010, 2011 og 2012. Síðan þarf að
forgangsraða þegar vonandi fer að
birta til í efnahagsmálunum. Það er
stundum sagt að við eigum bara að
eyða meiru og meiru í nám núna af
því að þess sé þörf í þessu krísu-
ástandi. Ég get alveg tekið undir
þau grundvallarsjónarmið en við
erum í þeirri stöðu núna að þetta er
ekki aðeins utanaðkomandi krísa
heldur er ríkissjóður í mjög erfiðri
stöðu, upphaflega með 200 millj-
arða halla en 100 milljarða miðað
við að fjárlögin 2010 gangi upp.
Þannig að svigrúmið er mjög lítið
til fjárhagslega hagkvæmra fjárfest-
inga hvort sem það er menntun eða
rannsóknir. Aðalmálið núna er að
setja undir sig hausinn og komast
í gegnum þessa erfiðleika og reyna
auðvitað að hlífa menntakerfinu
umfram margt annað.“
– Getur þú spáð eitthvað fyrir um
hvað muni gerast á fjárlögum næsta
árs varðandi háskólastigið?
Það eru margir óvissuþættir í
því. Rammarnir fyrir næsta ár eru
ekki tilbúnir og ýmislegt sem spilar
þar inn í t.d. Icesave málið. Þannig
að meðan að óvissan er jafn mikil
þá bíðum við en búum okkur undir
það versta ef svo má að orði komast,
það er að segja að einhver annar eins
niðurskurður verði árið 2011. Við
vonumst hins vegar auðvitað til þess
að það fari að birta til en það er eig-
inlega allt of snemmt að segja til um
þetta.“
fr
Einstakt að eiga skóla eins og Hóla og Hvanneyri segir menntamálaráðherra
Augljóst að reka eigi öflugt nám
í landbúnaðarfræðum hér á landi
Við flytjum ekki
landbúnaðarháskóla inn í borg “