Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Illviðrin standa ekki undir nafni Þorraþrælnum eyddi yðar ein- lægur norður á Akureyri þar sem snjónum hefur kyngt niður að undanförnu. Þar hitti ég fyrir vegamóða skíðamenn sem höfðu eytt löngum stundum í lyftubið- röðum eftir að hafa orðið að skilja bílana sína eftir langt niðri í brekku og sitja í rútu síðasta spölinn upp að skíðaskálanum í Hlíðarfjalli, þvílík var örtröðin. Það var í sjálfu sér ágæt til- breyting fyrir Reykvíking að komast loksins í almennilegan snjó, þótt ég sé raunar ekki mikið háfjalladýr í eðli mínu. Er- indið var að sækja þorrablót sem ættmenni konu minnar halda ár hvert og eru hinar bestu skemmt- anir. Innandyra var tiltölulega snjólétt og maturinn sveik ekki, bragðlaukarnir komust virkilega í ham þegar vel kæstur hákarlinn ögraði þeim. En eins og áður hefur verið drepið á í þessum dálki þá er veðrið orðið mun bragðdauf- ara en það hefur verið og fagna     !"  var lesið upp úr aldargamalli dagbók eins ættföðurins þar sem hann sat í Svarfaðardal dögum saman í iðulausri norðan stórhríð „og sat þá hver þar sem hann var“. Þetta upplifa menn tæpast           " #    # $ - unni til og í öðru lagi er hríðinni vart farið að slota þegar út eru komnar herdeildir blásara og annarra snjóruðningstækja sem opna allar leiðir eins og hendi sé veifað. &      mikillar fortíðarþrár eftir þessum dögum, og þó, það örlar á því í sumum ættum. –ÞH ÁRLEGT BÚNAÐARÞING hefst á sunnudag. Nýtt kjörtímabil er að hefjast og talsverð endur- nýjun meðal fulltrúa. Það er mjög mikilvægt fyrir stéttina að bændur eru tilbúnir að gefa kost á sér til slíkra trúnaðarstarfa. Endurnýjun hugmynda og sjónarmiða er lífskraftur alls félagstarfs. Þótt mörg mál sem liggja fyrir þinginu séu gamalkunnug þá eru ýmis stór og brennandi málefni til umræðu. Um þau hefur verið fjallað á þessum vettvangi, s.s. um skuldastöðu bænda og aðildarumsókn stjórnvalda að Evrópusambandinu. Segja má að málin snúist að miklu leyti fæðu- og rek- staröryggi en þau snerta líka óskir bænda um tryggt og sanngjarnt laga- og regluumhverfi. Fæðuöryggissjónarmið eru líka nátengd kröf- um um góða meðferð dýra og rétta umgengni              - sjónarmið að ráða ferð. Þá verða til umræðu innri málefni félagskerfissins og búnaðar- gjaldið. Nefnd um endurskoðun búnaðar- gjalds og sýn aðildarfélaga á fyrirkomulag þess mun leggja fram skýrslu fyrir þingið. Ráðgjafaþjónustan verður einnig tekin fyrir á Búnaðarþingi en fyrirkomulag hennar var sér- staklega rætt á formannafundi búnaðarsam- bandanna í haust. Innan Bændasamtakanna sjálfra hefur einnig farið fram stefnumótunar- vinna vegna ráðgjafarstarfseminnar. Atriði sem varða fyrirkomulag Búnaðarþings og fleira tengt starfi samtakanna verða einnig á dagskrá þingsins. Setningarathöfn Búnaðarþings er að venju haldin í Súlnasal Hótels Sögu. Hefst hún kl. 13:30 á sunnudag og eru bændur og velunn- arar íslensks landbúnaðar innilega boðnir velkomnir. Skuldamál NÚ ERU liðnir 16 mánuðir frá bankahruninu. Því miður hafa fá mál sem snerta endurskoð- un skuldamála bænda þokast áfram. Vonlegt er að mörgum sé að bresta þolinmæðin. Fyrir dyrum standa áburðar- og önnur aðfanga- kaup og mörg bú í afar erfiðri stöðu. Nú hafa alþingismenn óskað eftir sameignilegum fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og viðskiptanefndar til að ræða skuldamál bænda. Er það kannski fyrst og fremst til að fá mynd af stöðu mála og hvaða starf hefur verið unnið á undanförnum mánuðum. Nú hlýtur brátt að renna upp tími aðgerða. Það er eðlileg og sjálfsögð krafa að ekki séu leiknir eintómir biðleikir. Það er allra hagur að rekstur framleiðslufyrirtækja geti gengið áfram og að þeir sem að honum standa geti átt sér framtíðarsýn. Sífelld óvissa um vilja og getu lánastofnana til þess að standa við bakið á rekstrinum er slæm. Svo langur tími er lið- inn að farið er að bera á verulega skaðlegum aukaverkunum. Ákvarðanir sem eru teknar í skugga óvissuástands eru ekki eins góðar og þær sem eru teknar á grunni framtíðaráætl- ana um rekstur og búsetu. Þetta á sérstalega við um landbúnað. Þar eru rekstur og heim- ili nátengd, framleiðsluferlar gjarnan langir og fjárfestingar, ef vel eru gerðar, geta nýst mörgum kynslóðum. Bændasamtökin og búnaðarsambönd- in um allt land hafa eftir bestu getu reynt að aðstoða bændur sem eru í skuldavanda. Bændasamtökin hafa haldið uppi sjónarmið- um bænda við fjármálastofnanir og stjórn- völd. Það er ekki í valdi Bændasamtakanna að dæma um hvernig til hefur tekist og hvort eitthvað hefur þokast, en hitt er víst að þol- inmæði margra skuldara í landinu er nú þanin til hins ítrasta. HB LEIÐARINN Búnaðarþing Í febrúar 1980 var haldinn stofn- fundur Félags ferðaþjónustu- bænda. Það var Gunnar Guð- bjarts son, formaður Stéttar sam- bands bænda, sem í desember 1979 fékk Hákon Sigurgrímsson, sem þá var starfsmaður Stéttar- sam bandsins, til að aðstoða ferða - þjón ustu bændur við undir búning stofn unar félagsins. Stofn fund ur- inn var haldinn í Bænda höll inni og mættu á hann um 20 manns. Fékk félagið aðild að Stéttarsambandinu sem búgreinafélag. Þeir bændur sem höfðu frum kvæð i að félagsskapnum voru Krist leifur Þorsteinsson á Húsafelli, Eiríkur Eyvindsson á Laugarvatni og Björn Sigurðsson í Úthlíð. Hákon Sigurgrímsson hafði umsjón með fyrstu verkum félagsins, sem voru upplýsingaöfl- un og leiðbeiningar til ferðaþjón- ustubænda. Vorið 1981 var tekin saman skrá yfir 24 bændur sem veittu þjónustu til gesta og var henni dreift til ferðaskrifstofa og annarra ferðaþjónustu aðila ásamt því að auglýst var í dag blöðum. Hákon réð Steinunni Haf stað, sem árum saman hafði rekið hótel úti á landi, til að leiðbeina bænd- um um þessa búgrein og ferðaðist hún hringinn í kringum landið og heimsótti bændur. Fyrsti formlegi starfsmaður félagsins var Oddný Björgvinsdóttir en árið 1984 var hún ráðin í hálft starf með stuðn ingi '*  +     <+ > sambands bænda. Árið 1987 náðist sá áfangi að í fjárlögum ríkisins var gert ráð fyrir launum ráðunauts í ferðaþjónustu. Eingöngu fyrir útlendinga í byrjun Upphaf skipulegrar sölu bænda á þjónustu við ferðamenn má rekja til ársins 1965 en þá auglýsti @ +       #- ilum þar sem fólk hefði hug á að bjóða erlendum ferða mönnum þjónustu sína. Fimm bæir voru með fyrsta árið, Stóra-Borg í Víðidal í V-Húnavatnssýslu, Efri- Hreppur í Skorradal í Borgar- fjarðarsýslu, Hvítárbakki í Bæjar- sveit, Laugarbakki í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu og Fljótstunga  C    Q       var þessi þjónusta einungis boðin útlendingum. Menn vissu dæmi        XX> lýsingar um þjónustuna að hún væri ætluð útlendingum. Til gam ans má nefna að á bænum Fljóts tungu í C         > inn árið 1976. Árið 2008 var hlut-      Z[\    nýttu sér gistimöguleika hjá bænd- um en í dag eru 145 bæir aðilar að Félagi ferðaþjónustubænda og gistirýmin orðin yfir 4.000. Lífseigar hugmyndir Á Búnaðarþingi árið 1971 var í fyrsta skipti rætt um ferðaþjónustu í tengslum við atvinnumál bænda og hafði Bjarni Arason forgöngu um þá umræðu. Hann áleit að í ferðaþjónustu væru miklir mögu- leikar fyrir bændur ef vel væri að staðið og áhersla lögð á afþreyingu eins og veiði, hestamennsku o.fl. Hugmyndir Bjarna virðast standast tímans tönn því nú nær fjörutíu árum síðar eru mjög svipaðar hug- myndir hafðar að leiðarljósi í starf- semi Ferðaþjónustu bænda. Ferðaþjónustubændur héldu sinn fyrsta fund í október 1973 á Úlfsstöðum í Borgarfirði, þótt form leg stofnun félagsins kæm- ist ekki á dagskrá fyrr en sjö árum síðar. Þessi fundur var hald inn að f rumkvæði Ingi bjargar Berg þórs dótt ur í Fljóts- tungu og Hjalta Sigur björns son ar á Kiðafelli vegna óánægju með verð- lagsmál. Gagn vart bændum gaf Flugfélagið út verðskrár í íslensk- um krónum snemma á haustin og giltu þær í eitt ár. Verðbólga var mikil á þessum árum og rýrnuðu tekjur ferðaþjónustubænda á því tímabili sem leið frá því verð var ákveðið þar til þeir fengu þjónustu sína greidda. Árangur fundarins var sá að ferðaþjónustubændur fengu greitt fyrir þjónustu sína samkvæmt gengi bandaríkjadals á hverjum tíma. Má segja að þessi fundur hafi verið fyrsta merki um samstöðu ferðaþjónustubænda, sem síðar leiddi til stofnunar samtaka þeirra. Heimildir: www.sveit.is og Hákon Sigur- grímsson. Marteinn Njálsson tók saman 30 ár frá stofnun Félags ferðaþjónustubænda Ferðaþjónustubærinn Öngulsstaðir í Eyjafjarðarsveit. Merki Félags ferðaþjónustubænda kallaðist á við merki Stéttarsambands bænda því í báðum mátti sjá grænan burstabæ.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.