Bændablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 1
40 10. tölublað 2011 Fimmtudagur 26. maí Blað nr. 349 Upplag 23.000 26 Bærinn okkar Hofsstaðir Þær miklu andstæður náttúrunnar sem íslenskur landbúnaður á við að glíma hefur komi berlega í ljós síðustu daga og vikur. Fyrir norðan og austan hefur ríkt sannkallað vetrarríki á meðan Sunnlendingar hafa mátt glíma við Hugmynd um rekstur kanínu- bús og sölu kjötsins til veitinga- húsa og neytenda hefur tekið á sig skýra mynd að undanförnu. Framtakið hefur hlotið stuðningi frá Atvinnumálum kvenna en IMPRA hefur séð um gerð við- skiptaáætlunarinnar og markaðs- könnunar. Á bak við hugmyndina stendur Birgit Kositzke sem er þýsk að uppruna en hefur verið búsett í Húnaþingi vestra síðan 2007. Að mati Birgitar er kanínukjöt spennandi valkostur fyrir sælkera og kröfuharða neytendur þar sem kjötið er hollt og inniheldur minni fitu og kólesteról en aðrar kjöttegundir. Kannanir sem gerðar voru bæði í Kringlunni og Húnaþing vestra í vor 2011 staðfesta eftirspurn eftir nýjum kjöttegundum. Þó að flestir aðspurða hefði aldrei borðað kanínukjöt, voru 75 % tilbúin að smakka það ef það væri á markaðnum á Íslandi. „Áætlað er að kanna betur mögu- leika til fjármögnunar og markaðs- setningar til þess reka búið á hag- kvæman hátt. Einnig verður sett upp netkönnun á heimasíðunni www. kanína.is sem lýkur í lok júní. Á heimasíðunni er einnig hægt að finna frekari upplýsingar um verkefnið. Á komandi vikum verður unnið í því að gera heimasíðuna að upplýsingatorgi um holdakanínurækt á Íslandi. Við viljum nú þegar þakka öllum sem sýnt hafa okkur stuðning með því að taka þátt í könnuninni og hvetja aðra að taka þátt,“ segir Birgit Kositzke. /HKr. Birgit Kositzke segir kanínukjöt spennandi valkost: Kannar rekstur kanínubús í Húnaþingi vestra Bændasamtökin tilbúin að bregðast við: Teymi ráðunauta verður sent á gossvæðið ef ástæða þykir til Vitað er að níu kindur og tvö lömb drápust í á gossvæðinu. Sjö kindur drápust af slysförum en þær hröktust í skurð. Ekki er vitað hvað varð hinum tveimur og lömbunum að aldurtila en ekki er ólíklegt að mótstaða þeirra hafi verið minni en gengur og gerist segir Gunnar Þorkelsson héraðs- dýralæknir á Klaustri. Þá drapst nýlega kastað folald sem hraktist út í skurð og ein hryssa varð fyrir meiðslum en Gunnar telur allar líkur á að hún jafni sig að fullu. Ekki er útilokað að frekara tjón hafi orðið á búpen- ingi en enn sem komið er hafa ekki borist til- kynningar um annað en ofangreint. Gunnar segir að aðalmálið nú sé að hlúa að búpeningi, skola úr augum á skepnum þar sem því verður við- komið, tryggja aðgengi þeirra að hreinu rennandi vatni, selenbættum saltsteinum og fóðri þar sem það þarf. /fr Vetrarríki fyrir austan en enginn skaði „Þetta hefur nú allt saman farið ágætlega og ekki orðið neinn skaði,“ segir Þórarinn Lárusson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Sannkallað vetrarríki hefur verið eystra undanfarna daga. Heldur fór að hlýna í gær, miðvikudag og segir Þórarinn það auka mönnum bjarsýni, kraft og þor. Hretið hefur staðið yfir í rúma vika og töluvert snjóaði fyrir aust- an, „en það er ekki neitt sem hinn almenni bóndi hér á svæðinu ræður ekki við,“ segir Þórarinn og bætir við að þetta sé ekki fyrsta vorhretið sem yfir landsfjórðunginn gangi. „Bændur eru viðbúnir öllu og í ljósi reynslunnar hafa margir þeirra komið sér upp eins konar viðbótarhúsnæði sem grípa má til þegar veðráttan er með þessu hætti. Þannig hafa til að mynda sumir komið upp eins konar tjöldum til að hýsa skepnur,“ segir Þórarinn. Fé hefur að mestu leyti verið á húsi liðna daga og ekki orðið meint af, en að sögn Þórarins er snjór mis- mikill eftir svæðum, sumstaðar veru- lega mikill en annars staðar hefur hann ekki fest að ráði. „Bændur hér á svæðinu eru ýmsu vanir og þeir hafa mikla reynslu, þannig að enginn lætur sér bregða þó veður sé slæmt að vorlagi. Vissulega kostar þetta mikla vinnu og eflaust margir sem hafa unnið úr hófi þennan tíma og eins hefur þetta í för með sér aukinn kostnað við fóðurgjöf. Ljósi punkt- urinn er sá að bændur eru vel byrgir og hafa sumir hverjir yfir að ráða heimafengnu fóðri, sem hefur komið sér vel,“ segir Þórarinn. /MÞÞ Vetrarríki fyrir austan en enginn skaði Óverulegt tjón á búfé Frost og funi á Íslandi Bændasamtök Íslands hafa fylgst grannt með aðgerðum í tengslum við eldgosið í Grímsvötnum. Nú bendir margt til þess að gosinu sjálfu sé að mestu lokið en enn getur þó liðið nokkur tími þar til að afleiðingar gossins verða ljósar. Verulegt magn ösku er gossvæðinu þrátt fyrir að talsvert af öskunni hafi fokið á haf út í sterkri norða- nátt. Bændasamtökin hafa verið í sam- bandi við stjórnendur aðgerða á svæð- inu frá því að gosið hófst, bæði við almannvarnir, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið og einnig hafa starfsmenn verið í nánu sambandi við Búnaðarsamband Suðurlands. Eftir gosið í Eyjafjallajökli á síðasta ári fóru ráðunautar alls staðar af landinu í ferð á gossvæðið, heimsóttu bændur og ráðlögðu þeim um framhaldið. Að sögn Borgars Páls Bragasonar ráðu- nautar, sem hefur leitt starf samtak- anna vegna gossins nú, hefur verið haft samband við framkvæmdastjóra búnaðarsambanda um allt land og þeir eru reiðubúnir að senda sína ráðunauta í sambærilegt verkefni ef talin verður þörf á því. Sú þörf verður metin þegar frá líður. Eiríkur Blöndal framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna segir ljóst að mikið álag hafi verið á bændum á svæðinu og aðdáunarvert hvernig fólk hafi tekið af æðruleysi á málum. „Við munum áfram fylgjast grannt með þróun mála og veita þá aðstöð sem við getum veitt. Ég legg áherslu á að allir aðilar nýti sér reynsluna frá því í fyrra og hagi aðgerðum í samræmi við hana en bæti jafnframt úr þar sem vankantar voru á þá. Við vonum auðvitað að mestu hamför- unum sé lokið og jafnframt að tjón verði minna en á horfðist í fyrstu. Það er engu að síður ljóst að talsverð vinna er framundan hjá bændum á svæðinu áður en líf fellur í daglegar skorður á ný.“ /fr Áhrif eldgossins í Grímsvötnum: 32

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.