Bændablaðið - 26.05.2011, Síða 4

Bændablaðið - 26.05.2011, Síða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Fréttir Gosið í Grímsvötnum hefur haft margvísleg áhrif á landbúnað og atvinnulíf í Skaftafellssýslum. Áhrifasvæði gossins er í raun víðfeðmt og efnahagsleg áhrif þess ná langt út fyrir sýslumörk. Það svæði sem þó hefur fyrst og fremst orðið fyrir umtalsverðu öskufalli nær frá Mýrdalssandi og austur í Öræfi. Eins og sann- aðist í Eyjafjallajökulsgosinu getur öskudreifing verið afar misjöfn og staðbundin. Það sama á við um Grímsvatnagosið þar sem askan leggst misjafnlega yfir sveitirnar. Landbúnaðurinn er undirstöðuatvinnuvegur Á meðfylgjandi korti eru merktir inn þeir bæir sem eru skráðir með búfénað í Skaftárhreppi en einnig eru þarna nokkrir bæir í Öræfum þar sem ösku lagði yfir. Alls eru bæirnir á kortinu 82 talsins en við bætast svo býli þar sem t.d. er stunduð skóg- rækt, fiskeldi, ferðaþjónusta o.fl. Á svæðinu er einnig nokkur fjöldi sumar- og veiðihúsa í eigu bænda og einkaaðila. Kröftugar vindáttir á meðan gosinu stóð gerðu það að verkum að öskudreifing var mikil og umtalsvert magn gosefna fauk til sjávar sem verður að teljast afar heppilegt. Rigningarspár næstu daga auka bændum bjartsýni á að askan gangi sem mest niður í grassvörðinn á næstunni. Með rigningunni batna loftgæðin sem auðveldar lífið til muna fyrir menn og málleysingja. Fjöldi íbúa og búfjár Íbúar í Skaftárhreppi eru um 450 tals- ins og þeirra bíður nú hreinsunarstarf. Um 20 þúsund fjár eru í hreppnum en í Öræfum og Suðursveit eru um 10 þúsund kindur. Skaftafellssýslurnar báðar eru mikilvæg sauðfjárræktar- svæði en frá Mýrdal og austur í Hornafjörð eru um 44 þúsund fjár sem er um 10% af íslenska fjárstofn- inum. Kúabúskapur er nokkur en kýr og aðrir nautgripir eru um 1.800 á svæðinu sem sýnt er á kortinu hér að ofan. Aðeins eru um 600 hross í Skaftárhreppi en rúmlega 1.000 í Hornafirðinum. Ferðaþjónustan er mikilvægur hlekkur í atvinnulífi Skaftárhrepps og þar hefur umtalsverð uppbygging átt sér stað undanfarin ár. Alls eru um 20 ferðaþjónustuaðilar á svæðinu sem bjóða upp á gistinu og ýmsa þjónustu. Þar er einnig fisk- eldi sem hefur orðið fyrir skakka- föllum vegna öskunnar. Bændur með svín og alifuglarækt eru fáir í Skaftafellssýslum og þeir eru ekki á þeim svæðum þar sem askan hefur gert mönnum og dýrum skráveifu. Um 3.000 hektarar ræktaðs lands Flatarmál ræktaðs lands á því svæði þar sem mesta askan hefur farið yfir liggur ekki nákvæmlega fyrir en ætla má að ræktað land sé í kringum 2.800- 3.300 hektarar (í Skaftárhreppi og hluta Öræfa). Þá er tekið mið af þeim hektarafjölda sem þarf til fóðuröflunar fyrir bústofninn á svæðinu. 3.000 manns búa á svæðinu frá Mýrdal og austur í Hornafjörð Í meðfylgjandi töflum er sundur- greindur fjöldi búfjár á svæðinu (tafla 1) og samtölur fyrir Mýrdal, Skaftárhrepp og Hornafjörð er að finna í töflu 2. Þegar svæðið frá Mýrdal og austur í Hornafjörð er skoðað kemur í ljós að ríflega 3.000 manns búa á landsvæðinu (tafla 3). Þar eru ásamt mannfólkinu 4.500 kýr og aðrir nautgripir, um 2.000 hross og eins og áður segir 44 þús- und fjár. Allt þetta svæði varð fyrir áhrifum af Grímsvatnagosinu þó með ólíkum hætti væri. /TB Skaftfellingar glíma við náttúruöflin Skaftártunga Álftaver Meðalland Landbrot Síða Fljótshverfi og Brunasandur Öræfi Suðursveit Samtals Kýr 175 80 83 87 65 77 30 155 752 - aðrir nautgripir 558 142 157 154 74 124 58 313 1.580 Sauðfé 5.821 2.026 2.799 2.402 5.768 1.063 3.533 6.355 29.767 Hross 70 192 129 31 158 15 102 373 1.070 Heimild: Matvælastofnun - gagnagrunnurinn Bústofn Fjöldi búfjár í Mýrdalshreppi, Skaftárhreppi og í Hornafirði Sveitarfélag Nautgripir Sauðfé Hross Alifuglar Mýrdalshreppur 1.264 5.218 306 37 Skaftárhreppur 1.797 19.854 597 55 Hornafjörður 1.442 18.966 1.049 8.139 Alls 4.503 44.038 1.952 8.231 Heimild: Matvælastofnun - gagnagrunnurinn Bústofn Mannfjöldi - 2011 Alls Dreifbýli í Mýrdal 178 Vík í Mýrdal 291 Skaftárhreppur 446 Öræfi 89 Dreifbýli í Hornafirði 389 Höfn í Hornafirði 1.641 Alls 3.034 Heimild: Hagstofan Búfé á þeim svæðum sem hafa orðið fyrir öskufalli síðustu daga » Íbúafjöldi um 500 » 82 bæir með búfénað » Rúmlega 21 þúsund fjár » Um 20 ferðaþjónustuaðilar Mynd | Gunnar Sigurjónsson

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.