Bændablaðið - 26.05.2011, Page 6

Bændablaðið - 26.05.2011, Page 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0332 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Hart vor „Tækifærin eru gríðarleg" LEIÐARINN Mannkynið verður að fara að hugsa í heildrænum lausnum til að tryggja fæðuöryggi til fram- búðar. Íslenskum bændum getur gagnast þessi nýi hugsanaháttur á margvíslegan hátt, sérstaklega ef yfirvöld styðja þá af fullum hug, að sögn breska verkfræðingsins Peter Head, sem kom hingað til lands nýverið. „Íslendingar búa við öruggt framboð af orku og í henni felast gríðarleg efnahagsleg tækifæri sem geta gagnast stórum hluta heims- ins. Hér er til dæmis hægt að rækta grænmeti og ávexti til útflutnings og fæða þannig stóran hluta Evrópu. Tækifærin eru gríðarleg. Ísland getur stefnt að því að komast í röð helstu grænmetisframleiðenda Evrópu og flutt ávexti og grænmeti út í stórum stíl,“ sagði Peter Head í viðtali í síðasta Bændablaði. Peter er byggingarverkfræðingur og framkvæmdastjóri Arup verk- fræðistofunnar í London, sem meðal annars hannaði óperuhúsið í Sydney í Ástralíu. Hann vinnur nú við að aðstoða Kínverja við að finna lausnir á hvernig þeir geti brauðfætt sig sjálfir á því stöðugt minna landrými sem í boði er til ræktunar. Hann segir að styrkur Íslands þegar kemur að gróðurhúsaræktun felist að stórum hluta í öruggu og stöðugu framboði á orku, því önnur lönd, sem eru að reyna að hasla sér völl sem stórir grænmetisframleiðendur, svo sem Kína, búi ekki við sama orkuöryggi. Peter segir að það sem þurfi til að gera þetta að veruleika á Íslandi sé vilji, samvinna og sterk áætlun og framtíðarsýn. „Þessu fylgir auðvitað líka gríð- arleg atvinnusköpun, en til þess að úr slíkum áformum verði þarf vilja- styrk og stuðning yfirvalda, og fjár- hagsútlát í upphafi. En því má ekki gleyma að hér erum við að tala um mikla fjárfestingu í framtíð lands- manna.“ Oft er sagt að glöggt sé gests augað og Peter sér hið augljósa tækifæri sem Íslendingar hafa í höndunum umfram aðrar þjóðir. Tækifæri sem Bændasamtök Íslands hafa m.a. verið að reyna að opna augu Íslendinga fyrir. Hér höfum við flest sem til þarf. Nægt landrými, yfirburðastöðu í sjálfbærri orkuframleiðslu og mikla þekkingu á ræktun og matvælafram- leiðslu við þær aðstæður sem hér eru. Okkur ber skylda til sem þjóð að hagnýta þessa kosti eins vel og mögulegt er, þá mun okkur farnast vel. /HKr. Eldgos hófst í Grímsvötnum að kvöldi laugardagsins 21. maí Þegar þetta er skrifað er gosið í rénun og erfitt að segja til um hversu umfangsmikið tjón af völdum þess hefur orðið. Þó er þegar ljóst að það kann að verða þó nokkuð. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí sl. kemur fram að hún muni næstu daga meta afleiðingar eldgossins með fjölmörgum sér- fræðingum og hagsmunaaðilum og í framhaldinu taka ákvarðarnir um nauðsynleg viðbrögð. Að svo stöddu liggur ekkert fyrir um með hvaða hætti Bjargráðasjóður og Viðlagatrygging munu koma að mati á tjóni bænda og greiðslu bóta. Eftir sem áður er mikilvægt að þeir bændur sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum eldgossins, haldi skrá yfir tjónið og taki ljós- myndir ef hægt er, á hverri stundu, með eins ítarlegum hætti og mögu- legt er. Einnig er mikilvægt að gripið verði til allra þeirra ráðstafana sem eru til þess fallnar að takmarka tjón sem orðið hefur eða afstýra því. Jafnframt að haldin verði skrá yfir slíkar ráðstafanir. Þá eru bændur hvattir til þess að hafa samband við viðkomandi ráðunauta að því er varðar hugsanlegt tjón og ráðstafanir til varnar tjóni. Viðlagatrygging Íslands Hlutverk Viðlagatryggingar Íslands er að vátryggja gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, þ.m.t. eldgosa og vatnsflóða. Með eldgosi er átt við hraun eða gjósku sem veldur skemmdum eða eyðileggingu á vátryggðum munum og með vatnsflóði er átt við flóð, er verður þegar ár eða lækir flæða skyndilega yfir bakka sína og valda skemmdum eða eyðileggingu á vátryggðum munum. Vátryggðir munir eru m.a. hús- eignir og lausafé sem er brunatryggt hjá vátryggingafélagi en einnig nær vátryggingarskyldan til lausafjár sem tryggt er almennri samsettri vátrygg- ingu er innifelur brunatryggingu. Mikilvægt er að aðilar sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni á vátryggð- um munum af ofangreindum völd- um hafi tafarlaust samband við Viðlagatryggingu Íslands eða við- komandi vátryggingafélag sem seldi vátrygginguna eða umboðsmenn þess. Í kjölfarið veita starfsmenn viðkomandi aðila upplýsingar um næstu skref og senda eftir atvikum matsmann á staðinn til þess að meta tjónið. Bjargráðasjóður Bjargráðasjóður veitir einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta bein tiltekin tjón af völdum náttúru- hamfara. Meðal annars getur verið um að ræða tjón á girðingum, túnum og rafmagnslínum er tengjast land- búnaði og á heyi sem notað er við landbúnaðarframleiðslu. Þá getur verið um að ræða tjón á búfé, afurð- um búfjár og uppskerutjón vegna sjúkdóma, óvenjulegs veðufars og slysa. Fjárhagsaðstoð sjóðsins er fólgin í veitingu styrkja sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni í sam- ræmi við fjárhag og stöðu sjóðsins. Forsenda styrkveitinga úr sjóðnum er að skil hafi verið gerð á búnaðar- gjaldi í samræmi við ákvæði laga nr. 84/1997 um búnaðargjald. Tjón sem nýtur almennrar trygg- ingaverndar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti, sbr. ákvæði laga um Viðlagatryggingu Íslands, eru ekki bætt af Bjargráðasjóði. Tjón af völdum eldgoss - fyrstu viðbrögð Sjaldan á seinni árum hafa bændur þurft að reyna jafnmikla erfiðleika í búskap og und- anfarna daga. Ekki þarf að rifja upp glímu bænda við náttúruöflin í fyrravor þegar Eyjafjallajökull spjó ösku yfir nálægar sveitir. Nú eru það Grímsvötn sem gera landsmönnum bilt við og kuldakast á Norður- og Austurlandi er ekki síður alvarlegt fyrir búskapinn. Á undanförnum dögum hafa sauðfjárbændur þurft að leggja á sig mikið erfiði á sauðburði. Alla jafna er sauðburðarvinna, við venjulegar aðstæður, verulegt álag. En þegar við bætist að takast á við náttúruhamfarir og harðindi, verður vinnan erfið. Eftir gosið í Eyjafjallajökli og afleiðingar þess vonuðust landsmenn eftir betri tíð. Þess vegna var kvöldfréttatíminn laugardaginn 21. maí eins og slæmur draumur – aftur var farið að gjósa! Krafturinn í gosinu og askan lét ekki á sér standa. Nú helltist aska yfir marga bæi í annað sinn á stuttum tíma í byrjun gróanda og á sauðburði. Á sömu dögum er hríðarveður norðanlands og austan. Lambfé allt á húsi, snjór og jafnvel ófærð. Ekki möguleiki á að setja út fé með tilheyrandi vinnu í fjárhúsum og mjólkurbílar lenda í ófærð við mjólkursöfnun. Kannski ekki algjörlega fram- andi aðstæður. Bú hafa stækkað en fólki fækkað Líf bóndans og starf er sannarlega ekki létt um þessar mundir. Bændur mega búast við verstu áföllum og eru sannarlega margir í næsta óhugs- andi aðstæðum. Bú hafa stækkað en fólki við búskap fækkað. Mjög margir bændur búa stórum búum og ætla sér að komast yfir mikla vinnu. Stækkun búa og fækkun í sveitum á þá skuggahlið að þegar á bjátar eru erfiðleikarnir oft óyfirstígan- legir. Stór sauðfjárbú eru rekin á lágmarksmann- skap en sem betur fer hefur tækni við fóðrun og hirðingu, ný fjárhús og endurbætt eldri hús, létt vinnuna. Þó það sé vart viðeigandi við jafn fordæma- lausar aðstæður og nú, að nefna allan kostnaðar- auka vegna ástandsins og hækkandi kostnaðar vegna áburðarkaupa og annarra aðfanga. Búskapur hefur ekki í neinn uppsafnaðan hagnað að sækja til að mæta slíku árferði sem nú er. Ferðaþjónusta mikilvæg búgrein Ferðaþjónusta bænda er mikilvæg búgrein á áhrifasvæði gossins og hagsmunir þar miklir. Ljóst er að þegar hefur orðið alvarlegt tjón þeirra aðila og ekki síður nauðsynlegt að horfa til þeirra með stuðning í huga. Líkt og sagt er frá á öðrum stað í Bændablaðinu fékk Ferðaþjónusta bænda hf. Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Ferðaþjónusta bænda hefur verið ein besta búháttabreyting und- anfarinna áratuga og skotið styrkari stoðum undir byggð og afkomu. Vonandi verða ferðaþjónustu- bændur og allir aðrir bændur fljótir að komast á beinu brautina eftir hið snarpa Grímsvatnagos. Skuldamál Frá því fyrir hrun, þegar gengi krónunnar tók að falla, hefur verið unnið að sérstakri fjármálaráð- gjöf hjá skuldsettum bændum. Búnaðarþing hefur í tvígang látið skuldaúrlausnamál til sín taka og áður hafa verið reifuð hér sjónarmið Bændasamtakanna og sagt frá því starfi sem ráðunautar búnaðarsam- banda og fleiri hafa unnið með bændum. Því miður gengur illa, hægt og stirðlega að koma almennilega fyrir vind þeim lausnum sem kynntar hafa verið. Margt hefur tafið fyrir eins og dómar um lögmæti erlendra lána. Vantraust er hjá neytendum gagn- vart lánastofnunum, úrlausnarleiðir eru flóknar og ekki alltaf augljóst hvort verið sé að reyna að leysa mál til lengri tíma. Bændur eru eins og önnur fyrirtæki og heimili sem enn þurfa að kljást við óljósa framtíð. Stjórnvöld hafa ekki verið nógu vel skipu- lögð né drífandi við að setja lánastofnunum skýrt aðhald. Þetta verður betur skiljanlegt þegar skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn bankanna er lesin. Það á eftir að útskýra og rökstyðja, svo allir geti skilið, hvernig það mátti verða að lán sem voru í raun niðurfærð og leiðrétt skili sér ekki til flestra. Hvers vegna er betra að láta banka vinna sér inn nýtt eigið fé, hagnað, með því að ganga á greiðslu- vilja eða greiðslugetu til hins ítrasta? /HB

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.