Bændablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 9

Bændablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 9
9Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 ROBOT-20% er með 20% hráprótein. Hentar vel með beit og próteinsnauðu heyi. Nýr fóðurbætir á góðu verði NÝJUNG FRÁ FÓÐURBLÖNDUNNI! FB Verslun Hvolsvel l i H l í ð a r v e g u r 2 - 4 S í m i : 5 7 0 - 9 8 5 0 N Ý P R E N T Í samgönguáætlun 2009–2012, sem samþykkt var sumarið 2010, var áætlað að 7,5 milljarðar króna færu til nýframkvæmda á árinu 2011. Á fjárlögum sem samþykkt voru nú fyrir áramótin var hins- vegar dregið úr því og settir tæpir 6 milljarðar króna í nýfram- kvæmdir ársins. Stór hluti þess fjár fer til verka sem þegar eru hafin, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Helstu verk sem eru í gangi og eru fjármögnuð af stofnkostnaði eru tvö- földun Suðurlandsvegar, á kafla frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistof- unni, Bræðratunguvegur um Hvítá, tveir áfangar við Suðurstrandarveg, tvöföldun Vesturlandsvegar um M o s f e l l s b æ , verkefni við veg 54, Haffjarðará á Mýrum og Vestfjarðarveg um Skálanes, einnig um Hringveg 1 um Ysta-Rjúkanda, Norðausturveg til Vopnafjarðar og lokið verður við fyrri áfanga Dettifossvegar. Til viðbótar þessu má nefna að kostnaður við héraðsvegi, landsvegi, styrkvegi, reiðvegi og fleira greiðist af stofnkostnaði, ásamt undirbún- ingskostnaði við vegi sem hafa ekki enn fengið fjárveitingu. Þau verk sem ekki hefur þegar verið samið um, en miðað er við að unnið verði við í ár, eru m.a. gerð tveggja undirganga á Reykjanesbraut, smærri verk á höfuðborgarsvæðinu, á Strandvegi og við Vestfjarðarveg, frá Eiði að Kjálkafirði. Umhverfismat og skipulagsferli vegna framkvæmda þar lýkur ekki fyrr en síðsumars og því verður ekki hægt að bjóða það verkefni út fyrr en næsta haust. Hluti fjárveitinga til þess flyst yfir á næsta ár. Þá er einnig gert ráð fyrir að hluti fjárveitinga til Strandavegar færist yfir á næsta ár en verkefnið verður boðið út nú í vor. Þá er einnig reiknað með að leggja bundið slitlag á 20–30 km af tengivegum víðsvegar um landið. Viðhald vega verður með nokkuð hefðbundn- um hætti og ráðist í yfir- lagnir og styrkingar af svipuðum krafti og síðustu tvö ár, en búist er við að útboð fari af stað á næstu vikum. Þau verk sem voru á samgön- guáætlun fyrir árið 2011 en þarf að fresta vegna niðurskurðar eru við Hafnarfjarðarveg, Álftanesveg og Borgarfjarðarbraut um Reykjadalsá. Nýframkvæmdir í vegagerð 2011: Aðallega verk sem þegar var byrjað á

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.