Bændablaðið - 26.05.2011, Page 10

Bændablaðið - 26.05.2011, Page 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Fréttir Klaufsnyrtir á Hvanneyri vill bæta vellíðan íslenskra kúa: Kominn með fræsara til landsins til að minnka hálku á fjósgólfum – Tækni sem mjög hefur rutt sér til rúms hjá dönskum kúabændum Ragnhildur Eggertsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð og Hermann Örn Kristjánsson frá Blesastöðum á Skeiðum hafa tekið við rekstri Kertasmiðjunnar í Brautarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi af Kristjáni Guðmundssyni. Kristjæán er faðir Hermanns, og rak hann smiðjuna í 20 ár, fyrst í Reykjavík, síðan á Blesastöðum og loks í Brautarholti. Þau Ragnhildur og Hermann sjá einnig um rekstur tjaldsvæðisins í Brautarholti fyrir sveitarfélagið. Í Kertasmiðjunni er fjölbreytt úrval af kertum en mesta athygli vekja dýrakertin eins og af hönum, uglum og öndum. Gestir sem heimsækja smiðjuna geta fengið að útbúa sín eigin kerti og vekur það alltaf jafn mikla lukku. Þá taka þau Ragnhildur og Hermann Örn á móti hópum til að kynna starfsemina en þau eru einnig með verslun í húsnæði Kertasmiðjunnar. Opnunartíminn hjá þeim er alla daga vikunnar frá mánudegi til fimmtudags frá 11:00 til 18:00 og frá 11:00 til 20:00 frá föstudögum til sunnudags. Heimasíða þeirra er www.kertasmidjan.is /MHH. Kertasmiðjan í Brautarholti: Hanar, uglur og endur steypar úr kertavaxi Ragnhildur og Hermann Örn í kertasmiðjunni sinni í Brautarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem verður opin upp á gátt í allt sumar fyrir gesti og gangandi. Myndir / MHH Guðmundur Hallgrímsson, ráðsmaður og klaufsnyrtir á Hvanneyri, fékk í síðustu viku til landsins sérstakan gólffræsara sem hann leigir frá Danmörku. Með honum hyggst hann fræsa rásir í fjósgólf hjá bændum til að draga úr hálku sem víða er til mikils ama. Daninn sem á vélina er einnig klaufskurðarmaður og mun væntan- legur til landsins til að kynna þessa tækni. „Þá ætlar hann líka að hafa smá námskeið í leiðinni fyrir okkur sem erum í þessum klaufskurði. Annars voru það drengirnir hjá Vélfangi sem aðstoðuðu mig að fá þessa vél frá Danmörku,“ segir Guðmundur. Ekki er langt síðan Danir fóru að fræsa fjósgólf til að draga úr hálku. Vél eins og sú sem Guðmundur hefur fengið var upphaflega hönnuð til að hamra gólf undir nýjar ílagnir á slitnum gólfum. Þá datt mönnum í hug að setja á gripinn tromlu með steinsagarblöðum til að fræsa rásir í gólfin. Að sögn Guðmundar er slík útgáfa af vélinni nánast einráð á markaðnum í Danmörku til þessara nota. Vélin er með öflugum rafmótor fyrir þriggja fasa rafmagn. Þar sem ekki er slíkt aðgengi að rafmagni í öllum fjósum mun Guðmundur verða með rafstöð meðferðis hvert sem fara þarf með vélina. Gripurinn er með mörgum steinsagarblöðum sem rista 2-4 millimetra djúpar rásir í gólfin með eins sentímetra millibili. Guðmundur segir að auðvitað fylgi því talsverður kostnaður því að fá svona vél til landsins auk þess sem steinsagarblöðin eru dýr, en settið er talið duga á um 1.000 fermetra. Hann segir að það verði bara að koma í ljós hvort þetta brölt borgi sig en margir kúabændur telji að þetta geti orðið til að bæta mjög aðbúnað og öryggi kúa í fjósum landsmanna. Hálka á fjósgólfum víða mikið vandamál „Þetta er vandamál þó nokkuð víða í fjósum og menn hafa orðið fyrir skaða vegna sleipra gólfa og hafa þurft að lóga kúm. Þegar verið er að steypa ný gólf hafa menn oft kústað steypuna til að yfirborðið verði ekki sleipt. Það slitnar bara mjög fljótt auk þess sem fjóssköfurnar skrapa gólfin linnulaust alla daga og það endar með því að þau verða flughál. Það kemur fyrir að gólfin séu orðin svo sleip að kýrnar sýna ekki einu sinni einkenni þegar þær eru að yxna. Þá er nú nokkuð langt gengið ef það er farið að hafa áhrif á kynlífið hjá kúnum,“ segir Guðmundur. Mikið fræst í Danmörku Hann segir að danskir kúabændur hafi mikið gert af því að fræsa gólfin í sínum fjósum. „Ég fékk skýrslu frá Dönunum sem hafa tekið þetta út og hún var mjög jákvæð. Sá sem á þessa vél gerir út nokkrar slíkar. Hann er búinn að fara yfir og fræsa 600.000 fermetra af fjósgólfum í Danmörku. Samt er hann bara einn af um fjórum sem stunda þetta þar í landi. Hann fer yfir rimla líka. Í dag sýnist mér Danir hafa það þannig að þegar byggð eru ný fjós þá fara þeir með vélina yfir gólfin áður en þeir hleypa kúnum inn.“ Guðmundur segir að kýrnar fari oft flatt á fjósgólfunum í bókstaf- legum skilningi. „Þær vilja detta og það hefur komið fyrir að menn hafa þurft að farga kúm út af þessu. Þetta vandamál er þó ekki í nærri öllum fjósum og mjög misjafnt hvernig þetta er.“ Hann segir nokkra bændur í Skagafirði hafa sýnt þessu mikinn áhuga og vel geti því verið að hann fari fyrst með vélina þangað til að gera prufu. /HKr. klaufsnyrtibásinn hefur kúnum oft skrikað fótur á hálum gólfum. Við þessu hyggst Guðmundur nú bregðast með því að fræsa Sundahöfnina í Reykjavík. Mynd /HKr. Hestamannafélagsins Sleipnis á - kvæmdasamning, sem hljóðar upp 2011 vegna uppbyggingar á svæði reiðhöll félagsins. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskriftina en á henni eru frá vinstri, Ágúst Hafsteinsson, for- maður Íslandsmótsnefndar Sleipnis, Magnús Ólason, stjórnarmaður í Sleipni, Þórdís Viðarsdóttir, for- maður Sleipnis, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, Íris Böðvarsdóttir, stjórnarmaður í Sleipni og Eyþór Arnalds, for- maður bæjarráðs. Hrossin heita Glóðarfeykir og Glódís. /MHH Hestamannafélagið Sleipnir: Fékk 8 milljóna króna styrk frá Árborg Eyjafjarðarsveit, þau Benjamín Baldursson og Hulda M. Jónsdóttir, buðu gestum og gang- andi að fylgjast með þegar kúnum var hleypt út eftir vetrarinnistöðu 50 mjólkurkúm. Um 250 manns fylgdust með þegar kýrnar fögnuðu vel og innilega að komast út í vorið og var hraust- lega slett úr klaufunum líkt og búist var við. „Þetta var mjög skemmtilegt og það var ánægjulegt að sjá hvað margir komu og fylgdust með, en við giskum á að hér hafi verið um 250 manns,“ segir Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum. Hann segir að dansk- ir kúabændur hafi um skeið boðið gestum heim þegar kúm er hleypt út á vorin. „Þeir voru afar stoltir nú í vor þegar fleiri gestir komu að sjá kúnum hleypt út heldur en komu á Hróarskelduhátíðina á síðastliðnu ári,“ segir Benjamín. Hugmyndina segir hann hafa kviknað í kolli sonar síns Baldurs Helga, sem er fram- kvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda. MS - Akureyri bauð gestum upp á hressingu. Ytri- Tjarnir: Um 250 manns fylgdust með kúnum á fagna sumri

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.