Bændablaðið - 26.05.2011, Page 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011
ÁSKORUN
Til sauðfjárbænda í Borgarbyggð
fyrrum Kolbeinsstaðahreppi
Landgræðslufélag Skógars-
trandar sem nær frá Vörðufelli
í austri að Stóra Langadal
í vestri skorar á sauðfjár-
bændur í Borgarbyggð fyrrum
Kolbeinsstaðahreppi að finna
sumarbeitarhaga fyrir fé sitt utan
svæðis Landgræðslufélagsins.
Þar sem bændur innan
Landgræðslufélagsins eru margir
hverjir í skógrækt og uppgræðslu
fer sú starfsemi ekki saman við
sauðfjárbeit. Hefur ágangur sauð-
fjár undanfarin ár, m.a. á illa förnu
landi, valdið verulegum skemmd-
um á ungum plöntum og gróðri
sem reynt er að vernda til að endur-
heimta gróðurþekju og landgæði.
Við teljum það hluta af siðlegum
samskiptum og virðingu fyrir ráð-
stöfunar-, og nýtingarrétti á þing-
lýstum jörðum annarra.
Stjórn Landgræðslufélags
Skógarstrandar
Sigurkarl Stefánsson, Setbergi
Kristinn Sigvaldason, Hálsi
Lúðvíg Lárusson, Breiðabólstað
VB Landbúnaður sem er umboðs-
aðili LELY mjaltaþjóna stóð
fyrir getraun eða orðaleik meðal
mjólkurbænda. Send voru út með
ríflega viku millibili 9 bréf en í
hverju þeirra var einn bókstafur
sem þátttakendur áttu safna saman
og að raða í þrjú orð. Að launum
fyrir rétt svör voru 11 verðlaun
sem dregin voru út 20. maí síðast-
liðinn en aðalvinningurinn var
utanlandsferð fyrir 2 til Lely í
Hollandi. Síðan voru 10 aukavinn-
ingar. Lausnin í þessum orðaleik
voru orðin ÖRK FRÁ EGG.
Mjög góð þátttaka var í þessum
leik fyrirtækisins og til að tryggja að
engin brögð yrðu í tafli við útdrátt-
inn var Eiríkur Helgason auglýsinga-
stjóri Bændablaðsins fenginn til að
draga úr réttum lausnum. Var það gert
á skrifstofu Eiríks í Bændahöllinni að
viðstöddum fulltrúum VB landbún-
aðar, þeim Stefáni Braga Bjarnasyni
framkvæmdastjóra og Sverri
Geirmundssyni sölumanni.
Upp úr kassanum komu eftir-
farandi nöfn:
1. Aðalvinningur, utanlandsferð
í haust fyrir 2 til LELY í Hollandi.
Vinningshafar:
Karl og Valgerður,
Mýrum 3 , 531 Hvammstanga.
2.– 11 vinningur; LELY Astri
- Lin þvottaefni 25 kg., LELY
Astri-cid sýra 24 kg., 2x LELY
glös og LELY klukka.
Vinningshafar eru:
Haukur Sigurjónsson,
Seljatungu, 801 Selfoss.
Jens Jónsson,
Brandaskarði, 545 Skagaströnd.
Finnbogi og Ólöf,
Breiðalæk, 451 Patreksfjörður.
Sigurður og Fjóla,
Skollagróf, 845 Flúðir.
Kolbeinn Kjartansson,
Hraunkoti 1, 641 Húsavík.
Magnús R. Sigurðsson,
Hnjúki, 541 Blönduós.
Sæmundur og Anne,
Árbæ, 781 Höfn.
Atli Rafn Hróbjartsson,
Brekkum 1, 871 Vík.
Bárður V og Guðrún Elísa,
Hólshúsum, 801 Selfoss.
Jón Egill Indriðason,
Álfgeirsvöllum, 560 Varmahlíð.
Vinningshafar munu fá sent
gjafabréf fyrir úttektinni í verslunum
VB Landbúnaðar í Reykjavík eða á
Akureyri.
VB landbúnaður þakkar þeim
fjölmörgu sem að sendu inn svör
við orðaleiknum.
Orðaleikur VB Landbúnaður meðal mjólkurbænda:
Ábúendur á Mýrum 3
fyrir norðan hrepptu
ferð til LELY í Hollandi
Eiríkur Helgason auglýsingastjóri Bændablaðsins, dregur upp úr kassa
nöfn heppinna vinningshafa í orðaleik VB landbúnaðar og réttir Stefáni
Braga Bjarnasyni framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Sverrir Geirmundsson
sölumaður er lengst til hægri á myndinni.
Matarsmiðjan á Flúðum var
formlega opnuð þann 12. maí sl.
Undirbúningurinn að starfsemi
þessarar starfsstöðvar Matís hefur
staðið yfir frá síðasta ári, en fyrir
rekur Matís matarsmiðjur á Höfn
í Hornafirði og á Egilsstöðum. Þar
sem starfsstöðin er staðsett í hjarta
íslenskrar grænmetisframleiðslu
má gera ráð fyrir að starfsemin
markist að talsverðu leyti af henni,
en ásamt Matís standa sveitar-
félögin í uppsveitum Árnessýslu
að Matarsmiðjunni ásamt
Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands
og Háskólafélagi Suðurlands.
Vilberg Tryggvason er stöðvar-
stjóri starfstöðvarinnar á Flúðum og
hann segir að matarsmiðjurnar séu
hugsaðar sem stuðningstæki við ein-
staklinga og smáfyrirtæki sem hyggj-
ast, þróa og framleiða íslenskar mat-
vörur. „Meðal verkefna er að hjálpa
einstaklingum og fyrirtækjum beint
með vöruþróun og öflun tilskilinna
leyfa til að mega hefja matvælafram-
leiðslu. Matarsmiðjurnar eru mjög
virkar í námskeiðahaldi sem tengist
matvælaframleiðslu, þær koma að
rannsóknum á matvælum með tilliti
til betri nýtingar þeirra og/eða nýrri
tegund nýtingar þeirra.“
Nokkrir af helstu
framleiðendunum í samstarf
Vilberg vill ekki að sinni gefa upp
nöfn þeirra aðila sem þegar eru
komnir í samstarf við Matarsmiðjuna
eða á leið í samstarf en segir að vel
sé tekið á móti öllum og nokkrir af
helstu grænmetisframleiðendum
uppsveita Árnessýslu séu annaðhvort
komnir í samstarf eða hafi sýnt því
áhuga. „Nokkrar góðar hugmyndir
af vörum úr grænmeti eru nú þegar
komnar af stað og líklegt að hluti
þeirra verið kominn á almennan
markað fyrir haustið, til að mynda
vörur unnar úr íslenskum tómötum
og paprikum. Einnig hafa stærri
matvælafyrirtæki sýnt áhuga á að
fara í vöruþróun með matarsmiðj-
unum með það að markmiði að auka
verðmæti aukaafurða í matvælafram-
leiðslu.“
Tækjakosturinn er góður
Sá tækjakostur sem Matarsmiðjunni
er ætlaður er kominn í hús, enda
reksturinn formlega hafinn. Vilberg
segir það þó aldrei þannig að það sé
sá tímapunktur þar sem öll tækin sem
verði þar notuð séu í húsi. „Matís er
vel tækjum búið og ef verkefni sem
krefjast einhverja tækja sem ekki eru
á staðnum í þeirri matarsmiðju sem
vinna á verkefnin í þá eru tækin ein-
faldlega flutt á staðinn.“
Af þeim tækjum sem eru komin
í hún má þó tiltaka þurrkhermi
sem getur hermt eftir mismunandi
aðstæðum við þurrkun á matvöru.
„Þetta tæki er mjög heppilegt til að
finna heppilegustu aðferðina við að
þurrka viðkvæmar matvörur. Ekki er
ólíklegt að þurrkarinn verði töluvert
mikið notaður í haust þegar kemur
að því að þurrka kryddjurtir, sveppi
og grænmeti.
Stór þrýstisuðupottur er líka í
Smiðjunni enn hann er eitt af aðal
undirstöðutækjunum við niðursuðu
og niðurlagningu á matvöru. Þessi
pottur er undirstaðan í flestum af
þeim verkefnum sem nú þegar eru
komin af stað, en kosturinn við hann
er að hægt er að dauðhreinsa matvöru
sem er í krukkum, þannig að hún
þurfi ekki að geymast í kæli fyrir en
neitandinn hefur opnað krukkuna í
það minnsta einu sinni.
Þá er komið inn á gólf til okkar
tæki sem kallast extruter sem notað
er til að framleiða snakk og flögur
og fer það í notkun í sumar varð-
andi vöruþróun á ólíkum tegundum
af snakki. Það hefur lengi verið á
stefnuskrá Matís að gera tilraunir
með hollustusnakk og er extrúter-
inn eitt af megin tækjunum í þeirri
tilraun.“
Starfsmenn víða að
koma að starfseminni
Einn fastur starfsmaður er í
Matarsmiðjunni á Flúðum. Starfsfólk
frá öðrum starfsstöðum Matís vinnur
þó einnig að verkefnum sem tengd
eru matarsmiðjunni. „Meðal þess
sem þetta starfsfólk vinnur að eru
rannsóknir, vöruþróun, ráðgjöf og
námskeiðahald. Gera má ráð fyrir
að í náinni framtíð bætist einnig við
háskólanemar sem munu þá vinna að
verkefnum sínum í matarsmiðjunni.
Framtíðaráform matarsmiðjunnar
er að vaxa og hjálpa sem flestum
fyrirtækjum og einstaklingum að
komast á legg með hugmyndir sínar.
Jafnframt er stefnt að því að auka
vægi nemenda í matvælafræðum í
starfsemi smiðunnar og stytta þannig
bilið milli háskólasamfélagsins og
hinna vinnandi stétta, til að mynda
með hagnýtum rannsóknum. Haldið
verður áfram að fullum krafti við
námskeiðahald og að auka samvinnu
og samskipti við matvælaframleið-
endur á svæðinu, öllum til hagsbóta,“
segir Vilberg Tryggvason. /smh
Matarsmiðjan á Flúðum var opnuð formlega á dögunum
Nokkrir af helstu grænmetis -
framleið endum héraðsins í samstarf
þurrkhermi og súrkálskrukkur á bak við sig.
Skrifstofa Lífeyrissjóðs bænda verður opin
frá kl. 9:00 til 14:00 í júní, júlí og ágúst.
LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA
Bændahöllinni við Hagatorg - 107 Reykjavík
s. 563 0300 - fax 561 9100
lsb@lsb.is - www.lsb.is
Sumar 2011:
BREYTTUR OPNUNARTÍMI
Hrifin af
íslensku
grænmeti
Dorrit Moussaieff forsetafrú er er
afar hrifin af íslenska grænmetinu.
Magnús Hlynur Hreiðarsson okkar
maður á Suðurlandi náði þessum
myndum af henni á opna húsinu
hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á
Reykjum í Ölfusi fyrir skömmu.
Þar varforsetafrúin leyst út með
myndarlegri grænmetiskörfu.
Fréttir