Bændablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 BLUP kynbótamatið í sauðfjár- ræktinni fyrir árið 2011 liggur nú fyrir. Er þetta miklu fyrr á árinu en áður hefur verið. Allar afurðatölurnar frá árinu 2010 hafa nú bæst við gagnagrunninn sem notaður er við þessa útreikninga. Reynslan hefur sýnt að þetta eru áreiðanlegustu niðurstöður sem hægt er að nota til að gera samanburð á kynbótagripum hvar sem er í land- inu. Kynbótamatið er reiknað fyrir kjötgæði byggt á niðurstöðum úr kjötmatinu og einnig fyrir frjósemi og mjólkurlagni ánna. Kjötgæðaeinkunn byggir á því að reikna sjálfstæða einkunn annars vegar fyrir fitumatið og hins vegar matið fyrir gerð. Kjötgæðaeinkunn er síðan reiknuð út frá þessum ein- kunnum með því að fitumatið fær 60% vægi og matið fyrir gerð fær þar 40% vægi. Ástæða er til að nefna að hátt fitumat segir að sjálfsögðu til um minni fitu hjá sláturlömbunum. Skalinn er þannig á vissan hátt öfugur við tölur sjálfs fitumatsins. Meðaltal fyrir kynbótamatið fyrir kjötgæði er sett sem meðalgripurinn sem er í uppgjörinu í hvert skipti og færist þannig til með hverju ári. Miklar framfarir Vegna þessa að framfarir í stofninum hafa verið mjög miklar fyrir þessa eiginleika þá er meðaltalið fyrir yngst árganganna talsvert hærra en 100 fyrir BLUP mat hvers eiginleika. Erfðaframförin fyrir þessa eigin- leika er það mikil að eðlileg breyting á kynbótamati á milli ára er að það lækki um eitt stig frá árinu 2010 fyrir þá einstaklinga sem þá fengu mat. Fyrir frjósemi og mjólkurlagni er meðaltalið ákvarðað talsvert öðruvísi. Þar er það skilgreint sem meðaltal fyrir allar ærnar frá síðasta áratug sem eru komnar með ein- hverjar upplýsingar sjálfar. Þannig verður meðaltalið fyrir þennan eigin- leika í raun miklu nær 100 hverju sinni ekki síst þegar það bætist við að erfðaframför í stofninum fyrir þessa eiginleika er umtalsvert minni en fyrir kjötgæðin. Þessi munur á meðaltalinu er mjög nauðsynlegt að hafa í huga ef menn t.d. við fyrsta val á mögulegum ásetningslömbum eru að vinna út frá vissum lágmörkum fyrir gripi sem kom til greina til ásetnings. Þá er alls ekki eðlilegt að vinna út frá sömu lágmörkum fyrir alla eiginleika. Annað atriði sem ef til vill er enn meiri þörf á að gera sér grein fyrir er að gríðarlegur munur er á því hve nákvæmar einkunnir eru fyrir einstaka gripi og einstaka eigin- leika. Fyrir kjötgæðin eru að vísu flestir hrútanna með frekar öruggt mat vegna þess að langflestir hrútar eiga strax veturgamlir það mörg sláturlömb að nokkuð nákvæmt mat fæst fyrir þá strax þá vegna þess að kjötmatsniðurstöður eru eiginleikar sem hafa til viðbótar frekar hátt arf- gengi. Fyrir ærnar verður þetta ætíð miklu breytilegra og hjá þeim koma sjaldan það miklar upplýsingar um afkvæmi að ætternisþátturinn telji ekki þar talsvert í matinu. Fyrir frjó- semi og mjólkurlagni er í fyrsta lagi að athuga að þar er reiknað mat fyrir yngstu gripina sem er einvörðungu ætternismat. Fyrir kjötgæði er ekki birt mat fyrr en einhver afkvæmi gripsins hafa komið með upplýs- ingar. Fyrir ætternismat á frjósemi og mjólkurlagni verður matið ætíð tals- vert óöruggt, þó að himinhrópandi munur sé eftir því hvort faðirinn er nánast óreyndur hrútur, þá er matið ætíð verulega óöruggt, eða hrútur sem á hundruð dætra eins og sumir stöðvarhrútarnir. Einu gripirnir sem mögulegt er að reikna kynbótamat fyrir þessa eiginleika með tilsvarandi öryggi og fyrir kjötgæðin er tiltölu- lega lítill hópur hrúta sem kominn er með að lágmarki upplýsingar um þessa eiginleika fyrir 30-40 dætur. Þessum mikla mun í öryggi er ekki síður nauðsynlegt að gera sér gein fyrir þegar verið er að meta niður- stöðurnar. Í útreikningunum að þessu sinni er gerð ein breyting sem nauðsynlegt er að gera grein fyrir. Kynbótamat fyrir frjósemi og mjólkurlagni er þannig unnið að reiknað er sjálfstætt mat fyrir þessa eiginleika fyrir fjögur fyrst aldursár ánna, þ.e. frjósemi og mjólkurlagni hjá veturgömlum ám, tvævetlum o.s.frv. og einkunn eigin- leikans síðan mynduð með að taka einfalt meðaltal af þessum fjórum tölum fyrir hvorn eiginleika. Þessu hefur nú verið breytt fyrir frjósemi. Heildareinkunn er nú reiknuð með að gefa gemlingsárinu 10% vægi, frjósemismatið tvævetluárið fær 60% vægi og síðan hvort árið þriggja vetra og fjögurra vetra með 15% vægi hvort árið. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að ef valið væri eftir einkunn með jöfnum vægjum á frjósemina við mismunandi aldur þá yrðu þær breytingar sem við mundum sjá í stofninum mestar í því fólgnar að frjósemi gemlinganna mundi aukast umtalsvert en miklu minna hjá fullorðnu ánum. Ég tel mig þekkja að þetta sé alls ekki það sem bændur vilja ná fram. Áreiðanlega kjósa þeir miklu fremur að fá sem allra flestar ærnar strax frá tveggja vetra aldri koma með sín tvö lömb. Þannig breytingar eru miklu líklegri ef valið er á grunni kynbótamats sem leggur áherslur eins og nú er. Í heild- ina breytir þetta yfirleitt ekki miklu en samt eru dæmi þar sem þessi breyting getur skýrt talsverðar breytingar milli ára fyrir þennan eiginleika hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Nýtt kynbótamat Hið nýja kynbótamat fyrir hrútana sem voru í hrútaskrá stöðvanna síð- asta vetur nema forystuhrútana er sýnt í töflu og eru þeir þarna í sömu röð og í hrútaskránni. Vísað er til frek- ari umfjöllunar um einstaka hrúta á Netinu. Þarna er eins og á síðasta ári reiknuð heildareinkunn sem er einfalt meðaltal eiginleikanna þriggja sem BLUP matið er reiknað fyrir. Á tveim atriðum er rétt að vekja athygli við samanburð á þessum grunni. Annað eru óeðlilegar einkunnir fyrir frjósemi hjá hrútum sem hafa Þoku genið og hitt er sá gríðarlega munur sem er á öryggi einkunnanna og sérstaklega á það við um yngstu hrúta sem aðeins hafa ætternismat fyrir mjólkurlagni og frjósemi. Þegar skoðuð er þróun á slíkri heildareinkunn sæðingahrúta sem fæddir eru á árabilinu 1992- 2007 fæst myndin sem hér er sýnd. Reikna má að þessi einkunn hefur að meðaltali hækkað um 0,85 stig á hverju ári. Það segir að erfðaframfarir í hrútastofninum á stöðvunum hafa verið ákaflega miklar á þessum rúma eina og hálfa áratug. Einhver hluta má að vísu vafalítið rekja til aukinna áherslna á mjólkurlagni og frjósemi við val á þessum hrútum í áranna rás. Í lokin skal gerð örstutt grein fyrir nokkrum af allra hæstu hrútunum í kynbótamatinu árið 2011. Fyrir mjólkurlagni eru engir nýir kappar sem eru kallaðir til leiks. Efstu sætin hafa aðeins skipst öðruvísi en á síð- asta ári á milli hrútanna á Vatnsnesi, Lokkur 03-222 á Sauðá stendur núna efstur með 127 en Sigstyggur á Sauðadalsá er með óbreytt mat frá síðasta ári126 en þá stóð hann efstur yfir landið. Fyrir stöðvar- hrútanna er Ás 04-813 með 119 í einkunn fyrir þennan eiginleika, sem er mjög ánægjulegt að sjá vegna þess að nú eru dætur hans tilkomnar við sæðingar komnar með upplýsingar, Laufi 08-848 er með 118 og Bogi 04-814 hefur 117 í einkunn. Samtals eru það 13 hrútar í töflunni sem eru með 110 eða hærra í kynbótamatinu fyrir mjólkurlagni og eru þeir því all- stórt hlutfall hrúta í landinu sem ná því marki út frá reynslu fyrir afkvæmi. Kaldi afgerandi efstur Fyrir frjósemi er aðeins erfiðara að gera grein fyrir þeim hrútum sem skipa toppinn vegna þess að hrútar sem komnir eru með talsverða reynslu fyrir dætur og hafa Þokuerfðavísinn skipa sér 20-40 stigum ofar í þessum samanburði aðeins vegna þess en það liggur nánast í augum upp að notkun þeirra í ræktunarstarfi verður alltaf talsvert á annan veg en fyrir aðra hrúta. Kaldi 03-989 sem á orðið stóran dætrahóp stendur orðið afger- andi efstur allra hrúta í landinu fyrir eiginleikann með 145 í kynbótamati. Af hrútum sem aftur á móti hafa ekki genið en hafa mjög hátt mat er ástæða til að nefna Mókoll 03-978 sem á orðið stóran hóp dætra og er með 126 í einkunn. Mögulega eru þar einnig einhver bein áhrif erfðavísa vegna þess að rannsóknir fyrir nokkrum ára- tugum sýndu mjög greinileg jákvæð áhrif í frjósemi hjá dætrum mislitra hrúta. Af stöðvarhrútunum standa þeir feðgarnir Laufi 08-848 með 119 og Púki 06-807 með 117 efstir fyrir utan hrútana tvo með frjósemiserfðavísi. Auk þeirra tveggja eru átta aðrir stöðvarhrútar sem ná 110 eða meira í kynbótamatinu fyrir frjósemi. Grettir á toppnum í fituleysi Fyrir kjötgæði er eðlilegt að fjalla fyrst aðeins um toppana í matinu á hvorum þætti kjötmatsupplýs- inganna. Það er viðtekin venja í umfjöllun um þessa eiginleika að gera kröfur til að hrútarnir hafi að lágmarki 90 fyrir báða eiginleika kjötmatsins. Meiri sundurgerð í einkunnum jafngildir því nánast að viðkomandi gripur er ekki áhugaverður fyrir ræktunarstarfið. Toppurinn með fituleysi er að þessu sinni Grettir 08-211 í Víðidalstungu í Víðidal með 155 í einkunn fyrir fitu en nefna má að stór lambahópur undan honum haustið 2010 með yfir 16 kg meðalfallþunga var nánast með fituflokk 2 að jafnaði. Þetta er sonur Rafts 05-966 og móður- faðir hans Anton 03-220 hefur um árabil verið á lista um hrúta með hæst kynbótamat fyrir fitu. Dúskur 08-719 á Lambeyrum í Laxárdal er með 152 fyrir fitu og fitumatsn- iðurstöðurnar fyrir sláturlömbin undan honum haustið 2010 á sömu nótum og hjá lömbunum undan Gretti. Þessi hrútur er fenginn frá Heydalsá og er undan Boga 04-814 og móðurfaðir hans er Kútur 03-937. Fyrir gerð stendur Blær 08-100 í Hafrafellstungu allmikið efstur með 162 en sláturlömb undan honum hafa sýnt einstakt kjötmat um gerð en hann er úr þekkri ræktun þar á búinu undan Andvara 06-100. Í kjöt- gæðum er það síðan Hriflon 07-837 sem skipar sér afgerandi á toppinn en hann er með 151 í mati fyrir fitu og 124 fyrir gerð eða 140,2 fyrir kjöt- gæði. Þetta er hæsta kynbótamat sem nokkur hrútur hefur náð síðan byrjað var að reikna BLUP kynbótamatið fyrir kjötgæði fyrir áratug. Á það er minnt að Hriflon er ekki nein til- viljunarkind þar sem Raftur 05-966 er faðir hans og Hylur 01-883 móður- faðir. Næstur stendur Gauti 09-056 í Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit með 145 fyrir fitu, 129 fyrir gerð og 138,6 í kjötgæðum. Þessi hrútur sem var fæddur á Gautlöndum í sömu sveit mun því miður hafa orðið skamm- lífur. Að lokum er vísað til að mun ítar- legri umfjöllun um efstu hrúta mun innan skamms mega finna á bondi.is. Nafn Númer Fita Gerð Kjöt- Frjó- Mjólkur- Heild gæði semi lagni Raftur 05-966 137 121 130,6 108 102 113,5 Hvellur 05-969 123 111 118,2 99 111 109,4 At 06-806 120 130 124 114 102 113,3 Púki 06-807 124 109 118 117 111 115,3 Grábotni 06-833 126 130 127,6 113 109 116,5 Freyðir 07-810 126 113 120,8 101 105 108,9 Prjónn 07-812 119 120 119,4 100 102 107,1 Hrói 07-836 147 104 129,8 108 103 113,6 Bátur 07-842 116 130 121,6 106 106 111,2 Jökull 07-844 117 141 126,6 93 103 107,5 Gandur 07-845 122 132 126 101 98 108,3 Geysir 07-846 117 126 120,6 110 93 107,9 Lagður 07-847 116 139 125,2 106 106 112,4 Hólmi 08-839 117 128 121,4 101 103 108,5 Kjarkur 08-840 122 111 117,6 104 105 108,9 Gosi 09-850 122 127 124 105 107 112,0 Vöðvi 06-820 117 105 112,2 106 95 104,4 Bolli 06-821 135 100 121 121 103 115,0 Neisti 06-822 136 102 122,4 99 113 111,5 Valur 06-853 102 123 110,4 98 105 104,5 Broddi 07-824 91 130 106,6 96 81 94,5 Kaldi 03-989 128 96 115,2 145 108 122,7 Kóngur 04-829 130 106 120,4 103 112 111,8 Kveikur 05-965 135 117 127,8 105 113 115,3 Stáli 06-831 140 117 130,8 95 113 112,9 Fálki 06-834 124 133 127,6 98 99 108,2 Hukki 06-841 114 127 119,2 106 108 111,1 Fannar 07-808 112 125 117,2 97 101 105,1 Sokki 07-835 111 133 119,8 112 110 113,9 Hriflon 07-837 151 124 140,2 110 109 119,7 Frosti 07-843 126 142 132,4 103 106 113,8 Borði 08-838 120 139 127,6 109 112 116,2 Laufi 08-848 142 108 128,4 119 118 121,8 Máni 09-849 110 128 117,2 98 107 107,4 Kostur 09-851 107 128 115,4 100 107 107,5 Ás 04-813 121 103 113,8 114 119 115,6 Bogi 04-814 140 107 126,8 105 117 116,3 Undri 05-818 131 108 121,8 94 111 108,9 Bokki 06-852 128 105 118,8 107 98 107,9 Blossi 07-823 124 104 116 104 101 107,0 Skrauti 07-826 113 108 111 97 107 105,0 Sómi 07-854 135 110 125 95 112 110,7 Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í sauðfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Kynbótamat Niðurstöður BLUP kynbótamatsins í sauðfé árið 2011 BLUP kynbótamat stöðvarhrúta árið 2011

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.