Bændablaðið - 26.05.2011, Page 28

Bændablaðið - 26.05.2011, Page 28
29Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt Nýir þátttakendur í gæðastýringu: Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um það til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár. Námskeið: Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauð- fjárrækt er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Fyrirhugað er að halda þrjú námskeið á þremur stöðum um miðjan júní: Stóra Ármóti, mánudaginn 14. júní. Hvanneyri, þriðjudaginn 15. júní Akureyri, mánudaginn 20. júní Námskeiðin hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18.00. Námskeiðin eru ætluð þeim framleiðendum sauðfjár- afurða sem eru nýir þátttakendur og/eða hafa ekki sótt námskeið áður. Eru nýir ábúendur eða eigendur jarða. Eru að hefja sauðfjárbúskap, taka við sauðfjárbúi eða gera það síðar á þessu ári eða því næsta. Skráning: Þeir sem óska eftir að sækja fyrirhuguð námskeið eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku til Bændasamtaka Íslands fyrir 6. júní. Unnt er að skrá þátttöku í síma 563 0300 eða á tölvupósti bella@bondi.is Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík Kristinn Sveinsson, fyrrum svínabóndi, var mikill frum- kvöðull í svínarækt á Íslandi og átti frumkvæðið að stofnun Svínaræktarfélags Íslands ásamt Páli heitnum Ólafssyni árið 1976. Í umfjöllun í síðasta Bændablaði slæddist inn sá misskilningur að hann hafi verið svínabóndi í Brautarholti. Það er auðvit- að ekki rétt þó nafni hans hafi verið þar, því Kristinn Sveinsson var að sjálfsögðu svínabóndi í Straumi sunnan Hafnarfjarðar. Bændablaðið biður Kristinn og Margréti Jörundsdóttur eiginkonu hans því velvirðingar á þessum mistökum. Risabúin eiga engan rétt á sér Kristinn sagði í léttu spjalli við blaðið að hann væri síður en svo mótfallinn auknum kröfum um vel- ferð og bættan aðbúnað svína sem annarra dýra. Hann segist jafnframt afskaplega mótfallinn því að steypa svínaræktinni í landinu í risabú á fárra manna höndum. „Þetta er bara angi af banka- græðginni. Það er ekki vitglóra í að hafa þetta í fáum búum og gera mönnum slíkt kleift. Þessi risabú eiga engan rétt á sér. Okkar mark- aður er svo lítill og svínaræktin er svo viðkvæm gagnvart sjúkdómum. Það yrði því ekkert grín, hvorki fyrir neytendur né bændur, ef upp kæmi einhver pest. Það er samt ekki nema gott um það að segja að menn taki tæknina í sína þjónustu. Það verður þó að vera skynsemi í því og menn verða að ætla sér af og reikna allt með í dæmið. Ég stækkaði til dæmis aldrei búið svo að ég réði ekki við það sem ég var að gera. Þegar við Páll stofnuðum félagið var það okkar áhugamál að bændurn- ir sem ekki höfðu nægan kvóta nýttu sér svínaræktina sem viðbót til að ná sæmilegri afkomu. Á bak við þessa hugmynd var heilbrigð hugsun. Ég man eftir því þegar ég var formaður að margir hugðust fara út í svínarækt af því að þeir héldu sig græða svo mikið á því. Samt vissu þeir varla hvað stóð fram eða aftur á svíninu. Áður en félagið var stofnað stofnaði einn kunningi minn svínabú. Hann sagðist þurfa að æfa sig á að reykja vindla og drekka brennivín í stórum stíl til að geta komið gróð- anum í lóg. Maður er því vel kunn- ugur slíkum hugsunarhætti frá fyrstu tíð í svínaræktinni.“ Kristinn segir að hagkvæmnin í svínaræktinni liggi ekki endilega í stærðinni og því að sem fæstir ráði yfir greininni. Nauðsynlegt að sýna 100% nærgætni „Það er afskaplega þýðingarmikið að vera ekki með það mörg dýr að ekki sé hægt að sýna þeim 100% nærgætni í smáu sem stóru. Þá er sama hvort það eru svín, fé eða annað. Dýrin finna alveg hvað að þeim snýr og svínin vita sínu viti. Það hefur komið fram í rannsóknum að þau eru í hópi 10 greindustu dýra jarðarinnar. Það þarf því að fara gætilega að þeim. Dýrin kunna að meta það sem vel er gert Ég segi fyrir mig að á öllum þessum árum voru það yndislegustu næturnar sem við hjónin vöktum stundum uppi í svínabúi þegar við vorum að byrja. Þegar gylturnar voru að gjóta var yndislegt hvað þær voru glaðar þegar við komum inn í stíuna og sýndum þeim nærgætni og þær fundu að maður stóð með þeim. Dýrin eru svo greind að þau kunna að meta allt sem maður gerir fyrir þau. Ef maður sýnir þeim ekki nærgætni þannig að þau geti treyst manni, þá verða þau pirruð og trekkt á taugum og útkoman úr búinu verður miklu verri. Öll dýr þurfa nærgætni, blíðu og hlýju. Þannig er þetta t.d. með hestana. Sá hestur sem farið er fruntalega að verður aldrei spakur, hann treystir engum,“ segir Kristinn Sveinsson, sem notar hvert tækifæri til að fara á æskuslóðirnar á Sveinsstaði í Dölum, þar sem hann á nú sumarbústað. /HKr. Kröfur um velferð og bættan aðbúnað dýra af hinu góða: „Öll dýr þurfa nærgætni, blíðu og hlýju“ - segir Kristinn Sveinsson fyrrum svínabóndi í Straumi Kristinn Sveinsson og Margrét Jörundsdóttir hafa átt drjúgan þátt í uppbyggingu svínaræktar á Íslandi. Mynd / HKr. Dekkjainnflutningur Viltu spara allt að 35% Eigum talsvert magn Traktors-vagna, jeppa 31“33“35“38“ og fólksbíladekkja til á lager á frábæru verði. Erum einnig að bóka í næsta gám sem kemur til landsins 25. júní. Verðdæmi: Traktorsdekk 540/65 R30 kr.170.000 m/vsk Vagnadekk 600/50 -22,5 kr.135.000 m/vsk Fólksbíladekk 215/65 R16 kr.18.000 m/vsk Verðið gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. 10% aukaafsláttur af sumardekkjum! Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 - e-mail manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124 TOP N+ ... betra gler Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Gasfyllt gler, aukin einangrun.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.