Bændablaðið - 26.05.2011, Side 29

Bændablaðið - 26.05.2011, Side 29
30 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Elvar Jónsteinsson er fram- kvæmdastjóri hjá nýstofnuðu metan og þróunar fyrirtæki sem heitir Metan úr héraði ehf. „Við áætlum að reisa metan verksmiðju á Akureyri og nota til framleiðslunnar mykju og líf- rænan úrgang. Einnig er áætlað að nýta skólp Akureyrabæjar til metan framleiðslunnar og verður þá skólpi skilað hreinsuðu til sjávar Fyrirtækið hefur nú að hafið rann- sóknir á aðföngum þ.e.a.s mykju, lífrænum úrgangi og skólpi." Rætt um verksmiðju í Krossanesi „Hugmyndir okkar byggja á að keyra mykju frá bændum og úrgangi frá Akureyrarbæ í eina verksmiðju í Krossanesi og hita aðföngin með heitu vatni . Við vinnslu bætir mykj- an áburðargildi sitt umtalsvert og er henni síðan skilað til bænda sem bera hana á tún. Mykjan verður betri áburður og er það markmið Metans úr héraði að bændur á svæðinu minnki áburðarkaup. Í framtíðinni minnki þeir einnig kaup á olíu og skipti yfir í metan gas." Hrágas og eldsneytisgas Vinnsla á gasinu gæti orðið tvenns- konar þ.e.a.s hrágas sem m.a. er hægt að nota til kyndingar ( t.d. hitun Grímseyjar í heild sinni en eyjan er nú kynnt með fokdýrri olíu) og svo eldsneyti metanbifreiða en þá er hagnaður fyrir almenning mikill og umhverfisins enn meiri." Elavar segir að verið sé að reikna út verkefnið en áætla megi að það gefi af sér um 15-20 störf, mun fleiri afleidd störf og styrki bæjarfélagið og nærliggjandi sveitir til muna. „Við teljum að flest minni bæjar- félög í landinu muni á næstu árum koma sér upp samskonar verk- smiðjum vegna umhverfisáhrifa og hækkandi olíuverðs sem er að ganga að landbúnaði dauðum. Metan úr héraði er að kynna hug- myndir sínar fyrir sveitastjórnum og hagsmuna aðilum þar sem við teljum að svona verkefni sé mjög mikilvægt fyrir land og þjóð. Hvað mykjuna og skólpið varðar þá teljum við þetta verkefni bráðnauðsynlegt fyrir byggðir landsins og auðveldar Íslandi grænvottun á landbúnaðar afurðum og fiski og dregur úr meng- un," segir Elvar. /MÞÞ Metan úr héraði ehf.: Hyggst reisa metangas- verksmiðju í Krossanesi - Hugmyndin að safna mykju frá bændum og úrgangi frá Akureyrarbæ Elvar Jónsteinsson, framkvæmdastjóri Metans ehf., með gæðahráefni í hendi fyrir væntnalega metangasverskmiðju sína. "„I Iove it" hefði líklega einhver sagt við slíkt tækifæri. Í fjósinu á Skriðu í Hörgársveit hjá Þór Jónsteinssyni bóndi sem þegar hefur gert samning við metan ehf. um mykju. Á myndinni eru frá vinstri Þór Jón- steinsson, Þórður Birgisson, Gunnar Sigurðsson og Elvar Jónsteinsson ramkvæmdastjóri. Myndir MÞÞ. www.bbl.is Beint frá smiðju, í sveit. Íslensk gæða framleiðsla. Vandaðar og fallegar göngubrýr. Vandaðir og traustir ÞYNGDARKLOSSAR. á þyngdarklossum. Kynntu þér málið. RÚLLUBAGGASPJÓT. á rúllubaggaspjótum. Kynntu þér málið. ÞVOTTASNÚRUR. Alvöru þvottasnúrur fyrir íslenskar aðstæður. Bendum á heimasíðuna okkar. www.vig.is Sími: 486-1810 LÉTTHLIÐ. Íslensk framleiðsla á góðu verði. HLIÐ fyrir þá sem gera kröfur.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.