Bændablaðið - 26.05.2011, Page 32
33Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011
Það þekkja það líklega flestir
bændur að þegar útihúsin standa
tóm eftir langa innistöðu búfjárins,
þarf oft að taka til hendinni í hús-
unum. Bæði snýr það að viðhaldi
og þrifum. Líklega er algengasti
hátturinn við þrif að nota háþrýsti-
þvottadælu. Danskar rannsóknir
hafa nú sýnt fram á að notkun á
háþrýstidælum getur valdið lang-
tímaskaða á fólki, en rannsóknin
byggir á meira en 200 tilkynn-
ingum um heilsutjón í landbúnaði.
Verjið heyrnina
Háþrýstidælur gefa frá sér hávaða
sem oft er langt yfir þeim mörkum
sem geta valdið heyrnatjóni. Þegar
hávaðinn er yfir 97 dB(A) í meira í
10 mínútur á dag er talið að heyrnin
geti beðið skaða. Því skal ávallt nota
heyrnarhlífar við háþrýstiþvott strax
frá byrjun. Veljið hlífar sem útiloka
háa tíðni og loka vel í kringum eyrun.
Verjið augun
Spúlun með háþrýstidælu hvirflar
upp örsmáum vatnsúða og ögnum
sem geta valdið ertingu og jafn-
vel skaða á augum. Einnig getur
vatnsbunan óvænt skotist til baka í
andlit viðkomandi þegar hún lendir
í kverk eða öðru slíku sem endur-
varpar bununni. Því ætti aldrei að
nota háþrýstidælu án þess að nota
augnhlýfar. Vandinn er þó að velja
hlíf sem ekki kemur skjótt móða á,
en sérverslanir í öryggisbúnaði hafa
þó viðunnandi lausnir til brúkunar.
Verjið lungun
Eins og áður segir þyrlar háþrýsti-
dælan upp örsmáum vatnsúða og
smáum ögnum upp í loftið. Þessar
smáu agnir eru að sjálfsögðu óhrein-
indi sem geta innihaldið bakteríur,
gró, hreinsiefni, ryk frá skepnum
o.s.frv. Þessar agnir eru bundnar
saman við hinn fína vatnsúða og geta
auðveldlega borist djúpt í öndunar-
veginn, mun dýpra heldur en ef um
ryk væri að ræða. Þetta gerist vegna
þess að bifhár öndunarvegsins eiga
auðveldara með að stoppa af ryk
heldur en raka. Af þessum sökum
getur hið raka loft við háþrýstiþvott
valdið í raun meiri skaða en „hefð-
bundið“ ryk. Þessar lífrænu agnir
innihalda ertandi lífræn efni sem
hafa verið tengd við ýmsa alvarlega
lungnasjúkdóma s.s. astma og krón-
íska lungnabólgu. Oftast verður fólk
ekki vart við þessar agnir og varar sig
því síður á hættunni.
Afar brýnt er að nota alltaf ryk-
grímur þegar háþrýstidælur eru
notaðar. Mælingar sýna að allt að
90 mínútum eftir að háþrýstiþvotti
lýkur geta framangreindar agnir enn
hangið í loftinu. Því ber að leggja
áherslu á að loftræsta vel og ekki
vera í viðkomandi rými án rykgrímu
fyrsta eina og hálfa tímann eftir þrif.
Við val á heppilegri gerð af rykgrím-
um skal miða við síugerð sem heitir
P3SL eða FFP3SL en báðar þessar
gerðir eru hannaðar fyrir ryk og úða .
Verjið líkamann
Það er ljóst að rétt vinnubrögð
við öll helstu störf skipta verulega
miklu máli, en sér í lagi við álags-
verk eins og þrif með háþrýstidælu.
Þrýstingurinn, höggin og titringur
tækisins veldur staðbundnu álagi á
bæði fram- og upphandleggi, axlir
og herðar. Þá er vinnustaðan við
verkið sjálft mikilvæg. Vegna þessa
er afar mikilvægt að viðhafa góð
vinnubrögð við þrif og sér í lagi
mikilvægt að útskýra vel fyrir ungu
fólki hvernig standa beri að vinnu
við háþrýstidælu.
Helstu þættir sem huga þarf að er
að nota rétta lengd á armi dælunnar.
Vegna mismunandi hæðar fólks er
brýnt að vera með mislanga arma á
dælunni sjálfri, svo vinnustaðan við
þrifin sé sem réttust. Að bogra við
spúlun veldur miklu álagi á bak. Velja
þarf því stærð tækisins við hæfi. Þá
skiptir vinnustaðan verulegu máli og
grunnreglan er að halda höndunum
upp við líkamann, en með því að
hafa olnbogana upp við líkamann
léttist álagið á liðina og sparar krafta.
Ýmsar aðrar líkamsbeitingaraðferðir
þarf að hafa í huga s.s. rétta beitingu
baksins. Almennt má segja að um
vinnubrögðin við háþrýstiþvott gildi
það sama og við aðra vinnu, muna
að beita líkamanum rétt!
Sparið vinnuna
Almennt séð getur verið erfitt að
gefa út leiðbeiningar um þrif á búum,
enda aðstæðurnar afar ólíkar á milli
búa. Þó er gott að hafa í huga nokkrar
grunnreglur:
- Tryggið góða vinnulýsingu svo
óhreinindin sjáist vel, miða skal
við lágmark 200 Lúx.
- Tryggið að vatn hlaupi auðveld-
lega frá þeim stað sem er verið
að þrífa.
- Grófhreinsið eins vel og hægt er
án notkunar á dælu, það sparar
mikinn tíma og minnkar magn líf-
rænna agna í loftinu við háþrýsti-
þvottinn sjálfan.
- Bleytið vel upp í þeim flötum
sem á að þrífa. Sé undirlagið
gegnumblautt fyrir háþrýstiþvott
styttist þvottatíminn um fjórðung!
- Ekki nota allt of heitt vatn. Það
þekkja allir að óþægilegt er að
þvo með köldu vatni en of heitt
vatn (>50°C) getur hinsvegar
brennt óhreinindin föst. Ágætt er
að miða við 30°C hita á vatninu.
Snorri Sigurðsson
Auðlindadeild
Landbúnaðarháskóla Íslands
Heimild:
Án höf., 2011. Højtryksrensning
i landbruget. 20 s. BAR Jord til
Bord.
Háþrýstiþvottur getur skaðað heilsuna
Selen, E-,A– og D-vítamín
á fljótandi formi, til inngjafar
fyrir lömb, kálfa og kiðlinga
-Mjög hátt hlut-fall af vítamínum og
seleni
-Tilvalið í lömb sem hafa verið lengi
inni
-Gefið um munn - engar nálastungur
Utan úr heimi
Vettlingarnir eru prjónaðir úr blönduðu garni
íslenskri ull og nylon. Þeir hafa verið framleiddir
hér á landi síðan 1981 og eru fyrir löngu búnir
að sanna sig við hin ýmsu störf.
Prjónastofan Vanda
680 Þórshöfn
s. 862-3255
vandaprjon@simnet.is
Íslenskir vinnuvettlingar
Endurmenntun LbhÍ hefur frá
haustinu 2008 boðið uppá tveggja
ára námskeiðsröð fyrir áhuga-
fólk um reiðmennsku og almennt
hestahald.
Námið er keyrt á fjórum verk-
legum helgum á önn með símati en
að auki er bóklegt efni tekið bæði í
lotukennslu eina helgi og í fjarnámi
með verkefnum og prófi. Þessi upp-
bygging hentar því vel fólki með
vinnu. Námið er líka metið til fram-
haldsskólaeininga og er því kjörið
fyrir nema á því stigi sem vilja
nýta einingarnar sem valeiningar
og þannig samhliða sinnt áhugamáli
sínu og hæfileikasviði.
Mikil áhersla er lögð á vand-
aða verklega vinnu þar sem
unnið er með og út frá hestinum.
Nauðsynlegt er því að hafa hest á
húsi og geta sinn heimavinnunni vel
milli verklegra helgi til að ná fram-
förum. Bóklegi hlutinn kemur svo
samhliða inná almennt hestahald,
s.s. fóðrun, húsvist, heilsufar, o.fl.
Á vormánuðum útskrifuð-
ust 23 nemar frá námshópum
í Rangárhöllinni við Hellu og
Hestamiðstöðinni Dal í Dallandi.
Að ári munu væntanlega útskrifast
námshópar sem hafa nú lokið sínu
fyrsta ári á Flúðum, Sörlastöðum
í Hafnarfirði, í Faxaborg við
Borgarnes, Top Reiterhöllinni
á Akureyri og frá Iðavöllum á
Fljótsdalshéraði.
Um 90 mann hafa verið í nám-
inu í vetur. Nú á haustmánuðum
er áætlað að bjóða námið fram á
þremur stöðum; á Hvammstanga,
í Rangárhöllinni við Hellu og í
nálægð við höfuðborgarsvæðið.
Allar upplýsingar um námið, hesta-
kost og fyrirkomulag má finna á
heimasíðu skólans www.lbhi.is/
namskeid undir Reiðmaðurinn.
Umsóknarfrestur er til 4. júní og
má finna umsóknareyðublöð á
heimasíðunni.
Fjölmargir kennarar
koma að kennslu
Reiðmannsins, en að faglegri upp-
byggingu námsins koma, m.a.
Reynir Aðalsteinsson og Þorvaldur
Kristjánsson. Aðalkennari við
verklega kennslu á Hvammstanga
verður Þórir Ísólfsson reiðkenn-
ari á Lækjamóti, á Hellu verður
það Ísleifur Jónasson reiðkenn-
ari í Kálfholti og með þriðja
hópinn verður Anna Sigríður
Valdimarsdóttir keppnisknapi. Að
væntanlegum útskriftarhópum
koma auk fyrrnefndra Erlingur
Ingvarsson, Reynir Örn Pálmason
og Heimir Gunnarsson reiðkenn-
arar. Umsjón með allri bóklegri
kennslu verður Gunnar Reynisson.
Verkefnisstjóri námsins fyrir hönd
Endurmenntunar LbhÍ er Ásdís
Helga Bjarnadóttir og veitir hún
allar nánari upplýsingar um –
endurmenntun@lbhi.is eða í síma
433 5000.
Yfir 60 útskrifaðir reiðmenn
Nemendur sem hófu nám í Reiðmanninum haustið 2009 ásamt kennurum. Mynd / Ásdís Helga Bjarnadóttir.
Spennandi tækifæri
í Þýskalandi
Viltu taka þátt í viðskiptum í Þýskalandi ?
Viltu byggja upp eiginasafn í Þýskalandi ?
Viltu taka þátt í samvinnuverkefni um kaup, leigu og
sölu á þýskum íbúðum ?
Íbúðir.
Samvinnuverkefnið um kaup á Partaíbúðum í Þýskalandi
gefur möguleika á að nota krónur til að kaupa sig inn í
viðskiptasamninga með þýskar íbúðir.
Sjá nánar á vefsíðu. www.bukw-immobilien.com/fast-
eignir
www.bukw-immobilien.com