Bændablaðið - 26.05.2011, Page 33

Bændablaðið - 26.05.2011, Page 33
34 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Nýlega var lokið við að vinna nýtt kynbótamat og eiga nú allir gripir sem skráðir eru í Huppu fyrir 1. febrúar 2011 að hafa fengið skráð og uppfært kynbótamat. Nýja matið byggir á upplýsing- um sem er að finna í gagnagrunni HUPPU og þar er tekið tillit til ætt- ernisupplýsinga og upplýsinga um viðkomandi grip eftir því sem þær safnast upp grunninum. Til þess að hafa fullt gagn af þessum upp- lýsingum um kynbótagildi gripa sinna þurfa að liggja fyrir upp- lýsingar fyrir um ætterni, og allar afurðir. Til dæmis er kynbótamat fyrir afurðum byggt á upplýsingum um mjólkurmagn og prótein % og þeir sem ekki senda inn mjólkursýni hafa ekki fullt gagn af upplýsingum um kynbótamat fyrir afurðum sinna gripa. Kynbótaspár fyrir ungviði byggja eingöngu á ætternisupp- lýsingum og hið sama á við um kýr ár fyrsta mjaltaskeiði hvað varðar marga eiginleika. Við útreikning á kynbótamatinu er tekið tillit til hugsanlegra erfða- framfara í stofninum. Þetta má ann- arsvegar gera með því að leiðrétta fyrir erfðaframförum við hverja uppfærslu eða fara þá leið sem við höfum hingað til viðhaft, að setja ákveðinn árgang gripa sem viðmið- unarárgang, eins konar núllstill- ingu. Þessum viðmiðunarárgangi hefur verið breytt á fimm ára fresti og það talið nægjanlegt miðað við árlega erfðaframför í stofnunum. Við uppfærslu kynbótamatsins nú var breytt um viðmiðunarárgang og í stað ársins 2000, sem hefur verið miðað við undanfarin ár, verður nú miðað við árgang 2005. Þar sem árleg erfðaframför er mismikil eftir eiginleikum verða áhrifin af þessari aðferð mjög misáberandi fyrir hina ýmsu eigin- leika. Þar sem mikil erfðaframför hefur orðið eins og t.d í afurðaeigin- leikunum verða áhrifin mjög mikil. Þegar gögnin eru skoðuð kemur t.d. í ljós að breytingin afurðaeinkunnina er nær 7 eininum. Til frekari skýring- ar er hér birt yfirlit yfir erfðaframför í próteini sem Ágúst Sigurðsson hefur tekið saman. Niðurstöðurnar um kynbótamat einstakra gripa sem nú eru í HUPPU eru ekki fyllilega sambærilegar við þær sem fyrir voru því nú er búið að taka tillit til þeirra erfðaframfara sem orðið hafa síðustu ár. Það er því fullkomlega eðlilegt að kynbóta- einkunnir eldri gripa hafi lækkað. Í kjölfarið þarfa að yfirfara viðmið- unarmörk varðandi nautsmæðurnar og framhaldsnotkun nauta að lokinni afkvæmarannsókn. Þetta verður gert nú innan tíðar og þá verður nýr nauts- mæðralisti settur inn í HUPPU. Það er ánægjulegt að sjá að kynbótastarfið er að skila árangri og sýnir okkur að með árvekni og góðu skipulagi er unnt að ná erfða- framförum í okkar kúastofni sem er mjög ásættanlegur. Þó vel sé að verki staðið og almenn þátttaka í skýrslu- haldi og sæðingum má enn betur gera. Það er einkum hin mikla notkun heimanauta á ákveðnum svæðum sem er að tefja fyrir framförunum og svo er mjög bagalegt að sjá hjarðir standa utan við skýrsluhaldið og þar með leggja ekki sitt að mörkum til kynbótastarfsins þrátt fyrir að njóta þess í hvívetna. Nýtt Kynbótamat- nýr viðmiðunarárgangur Fjóstíran Líf og starf Magnús B. Jónsson Ráðunautur í nautgriparækt Jóhann Nikulásson sendi Samtökum ungra bænda nýverið tónvinn í pistil á heimasíðu LK. Þar sakar hann samtökin um að stunda hræðsluáróður um nýlið- unarmál í mjólkurframleiðslu byggða á rökleysu. Samtök ungra bænda voru stofnuð til að vinna að hagsmunum ungs fólks í land- búnað. Ef það er hræðsluáróður að benda á þá staðreynd að full- komið afskiptaleysi ríkir varðandi nýliðunarmál í landbúnaði, sér- staklega í mjólkurframleiðslu, er sennilega fátt sem ekki er hræðsluáróður. Geti Jóhann bent á skjalfesta stefnu í nýliðunarmálum varðandi mjólkurframleiðslu má hann gjarnan senda okkur hana. Nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið Í markmiðskafla gildandi samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðsl- unnar, lið 1.5 segir: „Að greinin geti þróast þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi mjólkurframleiðenda og unnt sé að endurnýja framleiðsluaðstöðu með eðlilegum hætti“. Ummæli Jóhanns er áhugavert að skoða með hliðsjón af þessu og við spyrjum: Vill Jóhann aðeins nota þau ákvæði og markmið samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðsl- unnar sem henta hans hugsjónum hverju sinni? Er samningurinn ekki heildarumgjörð utan um mjólkur- framleiðsluna sem ber að vinna eftir, þann tíma sem samningurinn gildir? Horfa á hlutina út frá nýju sjónarhorni Við drögum ekki í efa að það hafi verið erfitt að hefja rekstur í þá tíð sem Jóhann hóf sinn búskap. Hann lætur einnig í það skína að fyrst hlutirnir voru svona í eina tíð þá sé engin ástæða til að breyta því. Það er gömul saga og ný að yngri kynslóðir deila við þær eldri um nauðsyn þess að horfa á hlutina út frá nýju sjónarhorni. Að við eigum að nýta reynslu fyrri kynslóða til að gera hlutina betri. Þegar kemur að umræðu um nýliðunarmál þarf að skoða þau mál óháð því hvernig fyrirkomulagið hefur verið fram að þessu og ræða í staðinn hvernig við viljum sjá nýliðun í landbúnaði þróast á komandi árum. Ósamræmi Á það var bent í blaðagrein hér í Bændablaðinu nýverið að meðal- aldur kúabænda væri 52 ár í dag og hefði hækkað jafnt og þétt síðustu ár. Því til staðfestingar skal þess getið að meðalaldur kúabænda var 47 ár fyrir 7 árum síðan. Það gefur vísbendingu um þróun sem þarf að veita meiri athygli og er í ósam- ræmi við ummæli Baldurs Helga Benjamínssonar, framkvæmda- stjóra LK, við sjónvarpsstöðina N4 skömmu fyrir aðalfund samtakanna í mars. Þar hélt hann því fram að frá stofnun samtakanna hefði meðalaldur bænda verið svipaður, hækkað lítillega, en engin hætta væri á að kúabændur myndu deyja úr elli. Endurnýjun sé lítil sem engin Þessi ummæli framkvæmdastjór- ans eru athyglisverð í ljósi þess að meðalaldurinn hefur hækkað um fimm ár á sjö ára tímabili. Sú þróun bendir eindregið til þess endurnýjun sé lítil sem engin og endurspeglast í ummælum Jóhanns að nýliðunar- vandinn í dag sé sá að enginn vilji fara út úr greininni. En af hverju vill enginn fara út úr greininni? Getur það verið vegna þess að hagsmunir þeirra sem eru að hætta og þeirra sem vilja taka við fara ekki lengur saman? Kerfisbreytingar erfiðar Á aðalfundi ungra bænda fyrr í vetur var samþykkt ályktun þess efnis að hluti þess greiðslumarks sem til sölu sé renni til nýliða. Allar breytingar á greiðslumarkskerfinu verða í eðli sínu, þeim sem fyrir eru í kerfinu erf- iðar. Kerfið veitir mönnum aðgang að markaðinum og ósjálfrátt lítur hver kúabóndi á greiðslumark sitt sem sína verðmætustu „eign“, sem er í raun aðeins mælikvarði á niðurgreiðslur frá ríkinu innan hvers samnings um starfskilyrði mjólkurframleiðslunnar. Ávinningur greiðslumarkskerfa er ætíð mestur fyrir fyrstu kynslóðina, þegar að endurnýjun kemur þarf að kaupa sig inní kerfið með tilheyrandi fjár- festingarkostnaði. Sá kostnaður skilar sér í hærri framleiðslukostn- aði samhliða því að viðhalda þarf kerfinu svo fjárfestingin borgi sig. Þá spyrjum við Jóhann, er eðlilegt að bankar láni endalaust út á hærri höfuðstól til þess eins að viðhalda þeirri óhagkvæmni sem framsal á greiðslumarki orsakar? Grátbrosleg hræðsla LK Hræðsla Aðalfundar LK við jarða- lögin virðist vera alveg einstök og jafnvel grátbrosleg. Hún var svo mikil að aðalfundur LK ályktaði gegn frumvarpi áður en það kom fram og áður en fulltrúar á aðalfund- inum vissu hvað stóð í því og dæma slík vinnubrögð sig alveg sjálf. Jarðaverð á Íslandi er skemmtilegt umræðuefni og margar skoðanir á málinu. Við spyrjum hvort ekki sé eðlilegt að verð á landbúnaðarlandi taki mið af verðmæti þess til land- búnaðarnota? Sú hefur ekki verið raunin undanfarin ár. Nú um stundir er kannski ekki sjáanlegur skortur á landbúnaðar- landi, almennt séð, en staðreyndin er sú að verulega er farið að þrengja að stórum búum í einstaka sveitum þar sem mikil ásókn hefur verið í land m.a sem byggingarlóðir og til annarra frístundanota. Við þurfum að vera framsýn hvað þetta varðar en ekki festast í gildru sérhagsmuna. Landbúnaðarland þarf að vernda fyrir komandi kynslóðir svo tryggt sé að þær geti framleitt fæðu fyrir þjóðina. Þróun í framboði á mat- vælum í heiminum styður það að við þurfum að fara gætilega í því að taka landbúnaðarland til annarra nota sem eru óafturkræf. Samtök ungra bænda hafa fagnað tillögum sem miða að því að vernda landbúnaðar- land og stuðla að því að það sé nýtt til matvælaframleiðslu. Hinn meinti „áróðursglæpur“ ungra bænda er því að benda á að við þurfum að hugsa til framtíðar og vera á varðbergi. Slík umræða virðist ekki eiga uppá pallborðið í dag. Breytingar nauðsynlegar Forsvarsmenn kúabænda þurfa að átta sig á því að ýmsar breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru nauðsynlegar til að tryggja henni eðlilegan framgang líkt og mark- miðskafli samnings um starfskilyrði mjólkurframleiðslunnar segir til um. Hins vegar veltum við því fyrir okkur hvort forsvarsmönnum LK, finnist sú þróun sem orðið hefur á undanförnum árum sé eðlileg. Er æskilegt að kúbændum hafi fækkað stórlega, meðalaldur hækkað og mjólkurframleiðslan haldið áfram að þjappast saman á minni svæði. Ef svo er hver er framtíðarsýn þeirra á mjólkurframleiðsluna í landinu? Ef það er stefna forystumanna LK að búum haldi áfram að fækka, fram- leiðslan þjappist enn frekar á minna landssvæði og það verði einungis á færi stóreignarmanna að hefja mjólkurframleiðslu, þá er forystan komin á hálan ís. Helgi Haukur Hauksson, Straumi, Fljótsdalshéraði, Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ásgarði, Hvammssveit, Þórir Níelsson, Torfum, Eyjafjarðarsveit. Höfundar eru stjórnarmenn í Samtökum ungra bænda. Raddir ungra bænda Dramb er falli næst

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.