Bændablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 35
36 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Tól og tækni Handtölvulausn, VasaFjárvís, er í prófun hjá 18 sauðfjárbændum við skráningu skýrsluhaldsins að vori. Segja má að þar með sé langþráðum áfanga náð í þessu þróunarverkefni sem hefði mátt nást fyrr. Mest notagildi er fyrir þá bændur sem eru með örmerki fyrir allan fjárstofn sinn, fullorðið fé og lömb. Handtölvan Aceeca sem er notuð í verkefinu frá Nýja-Sjálandi og umboðsaðili er fyrirtækið Ísbú (www.isbu.is). Um er að ræða iðnaðartölvu, sem á að þola hnjask og raka, og er með innbyggðum örmerkja- lesara. Hugbúnaðarlausnin er þróuð af upplýsingatæknisviði Bændasamtaka Íslands og er Hjálmar Ólafsson hönnuður og aðalforritari. Hugbúnaðarlausnin samanstendur af forriti í handtölv- unni, vefforritinu FJARVIS.IS og samskiptaforriti sem tengir forritin saman og flytur gögn á milli hand- tölvu og miðlægs skýrsluhalds- gagnagrunns sauðfjárræktarinnar. Með VasaFjárvísi og örmerk- ingu sauðfjár mun sparast gríðarleg vinna og öryggi eykst til muna við aflestur örmerktra sláturlamba og alls fjárstofnsins. Framundan er áframhaldandi þróun til að spara skýrsluhöldurum í sauðfjárrækt vinnu í fjárhúsinu og við færslu skýrsluhaldsins. Ný útgáfa af Kappa Ný útgáfa af Kappa er komin út . Upplýsingatæknisvið Bændasamtaka Íslands hefur unnið þróun nýrrar útgáfu í samvinnu við tölvunefnd Landssambands hestamannafélaga. Þjónustu við notendur Kappa og SportFengs veitir skrifstofa og tölvunefnd Landssambandsins. Nýir notendur vefforrita BÍ Rétt er að taka fram að allir nýir not- endur af vefforritum Bændasamtaka Íslands þurfa nú að sækja um aðgangsorð í gegnum Bændatorgið (farið í gegnum www.bondi.is). Þar þarf að velja hnappinn Nýr notandi og við það opnast sérstök vefsíða Ísland.is fyrir Bændasamtökin sem gerir kröfu um innskráningu með RSK veflykli þess umráðamanns sem sækir um aðgang. WorldFengur – nýttáskriftartímabil að hefjast Um næstkomandi mánaðarmót hefst nýtt áskriftartímabil not- enda WorldFengs. Mikilvægt er að allir félagsmenn aðildarfélaga Landssambands hestamannafélaga greiði félagsgjöld í tíma og tryggi að upplýsingar berist gjaldkera síns félags. Hvert aðildarfélag heldur utan um aðgang sinna félagsmanna. Íslenski fjarskiptamarkaðurinn – dregur úr fjárfestinu Fjárfesting í fjarskiptastarfsemi dróst saman um 1.500 milljónir á tímabilinu 2008 til 2010 (miðað við fyrri hluti áranna), eða úr 3.581 milljónum í 2.018 milljónir. Mesti samdrátturinn varð í fjárfestingu í gagnaflutningum og internet- þjónustu, eða úr 1.056 milljónum í 369 milljónir. Þetta kemur fram í tölfræðiúttekt Póst- og fjarskipta- stofnunar (PFS) fyrir íslenska fjar- skiptamarkaðinn fyrir fyrri hluta ársins 2010 og finna má á heima- síðu stofnunarinnar. Í tölfræðiúttekt PFS kemur fram að fjarskiptafyrir- tækið Nova hefur aukið markaðs- hlutdeild sína í GSM/UMTS(3G) úr 4,2% á fyrri hluta ársins 2008 í 18,9% á fyrri hluta ársins 2010. Á sama tíma hefur markaðhlutdeild Símans farið úr 56,6% í 43,1% og hjá Vodafone úr 36,4% í 30,6%. Í þessum samanburði er átt við fjölda viðskiptavina. Þróunin er svipuð þegar skoðaðar eru fastar áskriftir. Undanfarin þrjú ár hef ég farið í landgræðsluferð með ferða- og útivistarfélaginu Slóðavinum á Vaðöldu upp undir Sultartangalóni. Í þessum land- græðsluferðum höfum við notast við fjórhjól, sexhjól og tvíhjól til að komast illfæra slóðana upp á Vaðöldu þar sem landgræðslan fer fram. Í ár mætti formaður Slóðavina, Ásgeir Örn, sem vinnur sem þjón- ustustjóri hjá N1, en hann sýndi þarna þjónustu sem þjónustustjóra sæmir og mætti með nýtt mótorhjól sem Nitro hefur nýlega hafið sölu á (Nitro er hluti af N1). Ásgeir sagði mér að spara mitt hjól, en í staðinn færði hann mér að ferðaþjónustunni Hólaskógi glænýtt hjólið til prufu- aksturs með kveðju frá Ragnari Inga verslunarstjóra Nitro. Álitlegur kostur Asiawing LD 450 heitir hjólið og er álitlegur kostur fyrir þá sem vilja eiga kost á að keyra mótorhjól jafnt á malarvegum, vegslóðum eða á bundnu slitlagi. Hjólið er með 449 rúmsentimetra vél, er skráð 25kw við 7500 snúninga og er 120 kíló. Hjól sem byrjendur mega keyra sem fyrsta mótorhjól (17-19 ára). Í byrjun var ég hálf ragur að vera á svona glænýju hjóli sem ég átti ekki, en vitandi að malarvegurinn frá Hólaskógi er ekki sá besti á land- inu var ég frekar kvíðinn, og eftir að hafa skoðað hjólið vel setti ég í gang og prófaði. Fyrstu metrarnir voru frekar óþægilegir og eftir um 300 metra akstur heyrði ég ljótt hljóð fyrir aftan hjólið, snarstoppaði og leit við. Þetta var bara skráningarnúm- eraplatan sem var þarna skoppandi í grjótinu (einhver hefur gleymt að festa númerið tryggilega). Ég rölti til baka, tók númeraplötuna og setti í bakpokann. Næstu tveir kílómetr- arnir voru frekar óþægilegir enda var vegurinn mjög grófur, en eftir um 10 km akstur fann ég hvernig hjólið var að mýkjast smátt og smátt (ég var greinilega löngu búinn að gleyma hvernig nýju hjólin mín voru fyrstu 30-50 km, en síðast keyrði ég svona nýtt mótorhjól fyrir 15 árum). Bæði með sparkstart og rafstart Fínmunstruð dekkin gripu betur en ég hafði fyrirfram búist við, þrátt fyrir of mikinn loftþrýsting á grófu yfirborði vegarinns, en á malbikinu voru dekkin algjör draumur, enginn hristingur né titringur og loftmagnið rétt fyrir malbiksakstur. Asiawing er bæði með sparkstart og rafstart (fyrir hægri löpp og er mjög auðvelt að sparka hjólinu í gang verði rafgeym- irinn eitthvað slappur). Start takkinn er á stýrinu fyrir hægri þumal. (Ég er vanur að þurfa að sparka torfæru- hjólum í gang með startsveif utan á mótornum og oft þarf að sparka nokkrum sinnum. Startaratakkinn er oft nefndur hamingjutakki af þeim sem hafa lengi átt hjól sem þarf að sparka í gang.) Vinstra megin á stýrinu er svo innsogið. Sá ókostur er við innsogið að maður verður að halda því inni með vísifingri og sleppa ekki á meðan vélin er að volgna, en ef maður sleppir fer inn- sogið af. Þjöppuhlutfall vélarinnar er 11:1 og því nóg að nota 95 oktan bensín á hjólið, en persónulega mæli ég með því að ef þjöppuhlutfall vélar fer yfir 11,5 á móti 1 þá sé skyn- samlegt að nota 98 oktan bensín. Bensíntankurinn tekur ekki nema 8,5 lítra, sem ætti að skila manni á bilinu 100-140 km, en flest önnur hjól af svipaðri stærð eru með svona litla bensíntanka (ég vil að hjól séu með það stóra bensíntanka að maður komist á þeim a.m.k. 200 km). Hentar best sem innanbæjar „snatthjól“ Eftir rúmlega 100 km akstur var ég vel sáttur með hjólið sem ferðahjól á íslenskum malarvegum og á bundnu slitlagi er hjólið mjög gott. Hjólið tel ég að henti best sem innanbæjar „snatthjól“ og í stuttar malarvega- ferðir, en þetta er að mínu mati ekki keppnishjól nema með nokkrum breytingum s.s. grófari dekkjum, snarpari blöndungi o.fl., en þeir hjá Nitro geta breytt hjólinu (persónu- lega mundi ég ekki breyta neinu, því hjólið uppfyllir allar mínar þarfir eins og það er). Asiawing kostar 799 þúsund, skráning innifalin og Nitro/N1 býður upp á ýmsa lánamöguleika, t.d. bílalán, N1 hjólalán og kortalán vaxtalaus til 6 mánaða (nánar á www.nitro.is). Kínversk mótorhjól: Asiawing LD 450 er álitlegur kostur Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Upplýsingatækni og fjarskipti Upplýsingatækni nýtt til fullnustu fyrir sauðfjárbændur Framhliðin minnir svolítið á skordýr. Hægt er að rafstarta með „hamingjutakka“. Líka er hægt að sparka í gang. Jón Baldur Lorange sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Upplýsingatækni Góð verð - Persónuleg þjónusta Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit útvegar varahluti í allar gerðir traktora td. New Holland, CASE, John Deere, Fiat, Zetor, McCormik, Deutz, Landini, Valtra o.fl. Hafið samband og látið okkur aðstoða við að útvega réttu varahlutina ! Ford og New Holland síur á lager !

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.