Bændablaðið - 26.05.2011, Page 38

Bændablaðið - 26.05.2011, Page 38
39Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Kim Middel er hollensk að upp- runa en er mörgum Íslendingum að góðu kunn fyrir störf sín við hrossatamningar og fleira. Hún hefur einnig haft nána samvinnu við Bændasamtök Íslands um skráningu hesta í gegnum skrán- ingarkerfið WorldFeng. Hún segir mest um vert að þar sé verið að búa til upplýsingakerfi um íslenska hesta sem hægt er að treysta. Blaðamaður Bændablaðsins tók Kim Middel tali á dögunum og var hún fyrst spurð um störf sín fyrir WorldFeng og áhuga Hollendinga á íslenskum hestum. „Ég hef unnið með WorldFeng síðan hann byrjaði 2001. Ég sá strax að þar var tækifæri til að ná utan um skráningu á íslenska hestinum. Það er mjög þægilegt að hafa öll gögn á sama stað. Þar getur fólk líka séð sögu viðkomandi hests, hvenær hann var fluttur út frá Íslandi, ættir hans og annað. Slík skráning er eina leiðin til að ná árangri í að bæta ræktun.“ Í góðri samvinnu við BÍ „Síðastliðin tíu ár höfum við verið að fara yfir öll skjöl allt frá 1951, bera þau saman og sannreyna. Ég hef verið í nánu sambandi við Bændasamtökin, sérstaklega Hallveigu Fróðadóttur og við höfum reynt að tryggja að allar upplýsingar sem fara inn í WorldFeng séu réttar. Þar má nefna DNA-upplýsingar og annað. Nú getur fólk farið inná WorldFeng og nýtt þær upplýsingar í sínu rækt- unarstarfi. Ég er mjög ánægð með að þetta er að ganga upp. Ég hef líka unnið að skráningum fyrir ræktunarsamtökin í Þýskalandi. Þau áætla að það séu um 60 til 70 þúsund íslenskir hestar þar í landi. Þeir eru nú búnir að skrá inn í WorldFeng um 23 þúsund hross, svo það er mikið eftir. Ég fæ mikið af fyrirspurnum frá skrásetjurum í Austurríki, á Ítalíu, Kanada og víðar um feril íslenskra hesta og eiginleika þeirra. Núna var ég á Íslandi til að ræða um hestaliti, vegna þess að við þurfum að ljúka við að setja upp fullkomið litaskrán- ingarkerfi í WorldFeng eins fljótt og mögulegt er. Einnig að búa til eins alþjóðleg litaheiti og kostur er, þannig að allir skilji hvar sem er í heiminum. Þá erum við einnig að vinna að verkefni um litaarfgengi í íslenskum hestum.“ Kim segir að nú sé hægt að finna út litaarfgengi með DNA-rannsókn. Það yrði því mikill fengur ef hægt yrði í framtíðinni að bæta slíkri skráningu inn í WorldFeng þar sem menn gætu þá sannreynt hvort hross í ákveðnu litaafbrigði gæti mögulega passað við litaarfgengi meintra for- eldra.“ Færri hross en meiri gæði „Ég held að það séu á milli sjö og átta þúsund íslenskir hestar í Hollandi. Ástandið á þeim er gott með um 260 folöld fædd á ári. Það er þó ekki eins mörg folöld og fyrir átta árum þegar um 400 fæddust á ári en nú er markaðurinn mettur. Þetta er samt gott að því leyti að fólk hugsar nú betur en áður um að rækta góð hross. Hestarnir eru færri en áður en gæðin mun meiri. Þá hafa komið nokkrir mjög athyglisverðir stóðhestar til Hollands á undanförnum árum.“ Sumarexemið enn mikið vandamál Kim Middel segir að sumarexem (ofnæmi gegn próteinum sem berast í hross þegar smámý „Culicoides“ sækir í hrossin og bítur þau) Þetta sé enn mikið vandamál í íslenskum hestum sem fluttir eru út. „Um 90-95% allra hesta sem fluttir eru til meginlandsins og lenda ekki ein- hversstaðar nálægt sjó fá slíkt exem. Við hófum að prófa stóðhesta fyrir þessum sjúkdómi fyrir níu árum og þetta er mikið vandamál. Ég á sjálf eina hryssu sem flutt var frá Íslandi sem er með þetta og það er erfitt við að eiga. Það hafa verið í gangi rann- sóknir til að reyna að finna út hvað sé hægt að gera varðandi fóðrun og ræktun til að losna við þetta en það mun taka langan tíma að fá niðurstöðu í það mál. Það er ekki hægt að lækna þetta. Þarna skiptir umhverfið máli, loftslag, prótein, hormónar og ýmislegt annað. Þegar hitinn er kominn yfir 12 gráður getur þetta orðið vandamál. Við vitum þó að erfðir skipta þarna líka máli og ef við notum stóðhesta sem eru við- kvæmir fyrir þessu þá fá folöldin þetta líka. Samt er líka hætta á að folöldin fái þetta þó hvorugt foreldranna sé viðkvæmt fyrir sumarexemi. Annað vandamál í ræktuninni eru stóðhestar með aðeins eitt eista. Við höfum reynt að verjast þessu allt frá 1998 með því að taka sæðisprufur úr stóðhestum. Það hefur komið í ljós að samband er á milli fjölda heilbrigðra sæðisfrumna og möguleikanna á að folöld fæðist með eitt eista. Óskað hefur verið eftir því við Bændasamtök Íslands að niðurstöðum úr sæðisprófi verði bætt við upplýsingar á heil- brigðisvottorði hrossa sem flutt eru úr landi. Hugmyndin er að þetta verði gert í samráði við dýralæknadeildina í háskólanum í Utrecht.“ Mismunandi túlkun ESB-ríkja á ESB-reglum Kim segir að glíman við reglugerða- kerfi Evrópusambandsins geti oft verið erfið. Hún hafi m.a. unnið að verkefni fyrir BÍ um hrossaútflutning 2009. Þá hafi hún rætt þessi mál við ýmsa aðila í Brussel. Helsti vandinn sé hvað reglur Evrópusambandsins séu túlkaðar með mismunandi hætti innan aðildarríkjanna. Því þurfi virkilega að hafa augun opin þegar hross eru flutt á milli landa inna ESB ríkjanna. Í Þýskalandi hafi hross sér- stakt vegabréf og eigendaskírteini. Í Bretlandi er einungis vegabréf og í Hollandi er notað upprunavottorð. Menn geta því verið að stunda við- skipti sem falla innan reglugerðar- ákvæða en upplýsingarnar geta samt verið mjög mismunandi. Þetta geti verið vandamál. „Það hafa t.d. komið upp vanda- mál varðandi hross frá Litháen, sem er innan ESB. Pappírar sem fylgdu hrossunum voru viðurkenndir af ESB og því urðum við að taka þá gilda. Við komumst hinsvegar að því að þær upplýsingar sem skráðar voru á pappírana voru mjög óáreiðanlegar. Þá var útilokað að sannreyna þetta með DNA-prófum. Ég hringdi því í landbúnaðarráðuneytið í Litháen og þau sögðu hreinlega; við vitum ekki hver uppruni þeirra er eða hvert þeir voru að fara svo við settum bara eitt- hvað á blað. Þegar maður kemst að svona hlutum hefur maður auðvitað samband við alla samstarfsaðila og varar þá við.“ Betra að hafa allt á hreinu Heima í Hollandi er líka til fólk sem Íslendingar myndu segja að væri heimskt. Þegar menn hafa landbún- aðarráðuneyti eins og í Hollandi er heldur ekki við góðu að búast. Það gagnrýnir aldrei neitt sem kemur frá Brussel. Landbúnaðarráðuneytin í Þýskalandi og Frakklandi eru aftur á móti mjög sterk og gera miklar kröfur gagnvart ESB og ná gjarnan sínu fram. Ég er því ekki að segja að Evrópusambandið sé annaðhvort gott eða slæmt heldur að Íslendingar verði að átta sig á því við hvað er að eiga og hverjar afleiðingarnar geta orðið. Ég er þó mjög fegin að WorldFengur kemur ekkert nálægt pólitík. Það er gott upplýsingakerfi um íslenska hesta sem hægt er að treysta. Enda skoðum við vel allt sem við setjum inn á WorldFeng til að fullvissa okkur um að gæði upplýsinganna séu mikil,“ segir Kim Middel. /HKr. Hollendingurinn Kim Middel vinnur við að skrá upplýsingar um íslenska hestinn í WorldFeng: „Gott upplýsingakerfi sem hægt er að treysta“ /Mynd /HKr. Veiðar í og við Pollinn á Akureyri hafa verið stjórn- og eftirlits- lausar, hvort heldur sem veitt er af trillum eða bryggjum. Senn verður breyting þar á en Veiðifélag Eyjafjarðarár mun í lok þessa mánaðar hefja sölu á veiðikortum. Samkvæmt matsgerð telst Pollurinn vera hluti af vatna- svæði Eyjafjarðarár og er það undir félaginu komið að gera nýt- ingaráætlun fyrir svæðið. Ágúst Ásgrímsson formaður félagsins segir að fyrirhugað sé að gera nýtingaráætlun fyrir ósasvæði Eyjafjarðarár og eins sé félagið með í undirbúningi sölu á veiði- kortum sem vænst er að áhugasamir veiðimenn muni festa kaup á. Jafnmikið veitt við Pollinn og í ánni sjálfri „Fram til þessa hafa ekki verið neinar takmarkanir á veiðum á þessu svæði, en við teljum að ekki sé vanþörf á því að stýra veið- unum,“ segir Ágúst. Hann segir menn áætla að almenningur veiði um það bil sama magn fiska eftir- litslaust við Pollinn yfir sumarið og veiðist í Eyjafjarðará sjálfri, eða um 500 bleikjur. Stefnt er að því að í lok maí verði veiðikortin komin í sölu, en þau verða seld í Ellingsen og þar mun jafnframt liggja frammi bækl- ingur þar sem verndaráætlun fyrir vatnasvæði Eyjafjarðarár er kynnt. Veiðikort fyrir allt sumarið kostar 5000 krónur og með fullorðnum einstaklingi sem kaupir slíkt kort mega fylgja börn, sem veiða þá án gjalds. Miðað er við 14 ára aldur. Helmingur upphæðarinnar verður endurgreiddur þegar kortinu er skilað, en veiðimenn eru jafnframt beðnir um að skila inn veiðiskýrslu fyrir sumarið. Þá segir Ágúst að í boði verði dags- og helgarkort. Vona að menn sýni skilning „Ég vona að menn sýni þessu skilning og kaupi veiðikortin,“ segir Ágúst, en miðað er við að hver maður veiði tvo fiska á dag á þessu svæði. Hann segir þá sem tekið hafa þátt í þessari ákvörðun, m.a. fulltrúa þeirra tveggja bæja sem hafa löglega netalögn á svæð- inu, á Veigastöðum og Hallandi, stangveiðimenn og trillukarla, alla hafa verið áhugasama um verk- efnið. „Menn eru sammála um að grípa þarf til ráðstafana gegn óheftum veiðum á þessu svæði og gera verndar- og nýtingaráætlun fyrir það,“ segir Ágúst. /MÞÞ Veiðar við Pollinn á Akureyri ekki eftirlitslausar: Sala veiði- korta að hefjast gerðir. Procam ehf 867 7866 gardar@procam.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.