Bændablaðið - 26.05.2011, Side 39

Bændablaðið - 26.05.2011, Side 39
40 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Ábúendur á Hofsstöðum á Snæfellsnesi eru hjónin Eggert Kjartansson og Katharina Kotschote. Faðir Eggerts kom með foreldrum sínum að Hofs- stöðum árið 1942 og tók við búi af þeim 1963. Eggert tekur síðan við búinu 1997. Katharina kemur að Hofsstöðum 2003 og hefur verið þar síðan. Býli? Hofsstaðir. Staðsett í sveit? Eyja- og Miklaholtshrepp á Snæfellsnesi. Ábúendur? Hjónin Eggert Kjartansson og Katharina Kotschote. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við eigum tvö börn; Ingibjörgu 5 ára og Kristínu Láru 2 ára – og einn hundur er á bænum. Stærð jarðar? Um 1700 ha og af því um 40 ha ræktað land. Tegund býlis? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Sauðfé – um 530 kindur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Breytilegur eftir árstíðum, mikið unnið og lítið sofið á þessum tíma. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll störf skemmtileg, að vísu aðeins mismunnandi. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Svipaðan og nú er, vörur meira unnar heima, jafnvel fjölgað fénu eitthvað. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Það þarf að einfalda fyrirkomulagið í félags- málum bænda til að það verði skilvirkara en nú er. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Hann á góða framtíð fyrir sér ef við höldum okkur utan ESB en ef við förum þangað inn verður erfitt að vera bóndi á Íslandi. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjöt. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur og Hofstaðasulta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steikt lamba- læri að hætti húsfreyjunnar á Hofsstöðum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sennilega var það nú þegar rúllusamstæðan var fyrst notuð 15. júní 2004. 6 1 5 9 2 6 7 9 4 1 3 1 6 5 8 9 8 4 1 9 6 8 3 2 1 9 6 2 9 7 6 9 3 7 8 3 9 7 6 1 2 9 8 3 9 2 8 1 4 1 9 8 4 3 1 9 3 4 8 1 8 6 7 4 2 5 1 3 7 4 2 9 2 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Matur sem yngir og eflir Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkr- unarfræðingur og næringar- þerapisti hefur verið öflug undan- farin ár í útgáfu heilsubóka og er ein þeirra Matur sem yngir og eflir. Þorbjörg hefur í yfir tutt- ugu ár rannsakað mataræði og nútímalífsstíl og komist að niður- stöðu um hvers konar matur, vít- amín og bætiefni viðhalda best æsku og lífsþrótti fólks. Hér kemur girnilegt sýnishorn úr fyrrnefndri bók. Lambakjötsbollur 8-10 stykki 1 laukur 400 g lambahakk 2 egg 2 msk. tómat-döðlukryddmauk (sjá hér að neðan) 2 hvítlauksrif, fínhökkuð 1 dl fínt haframjöl 1 tsk. malað kummin 1 tsk. timjan 3 tsk. gróft salt 1 sítrónugras, mari t.d. með hnífsskafti og afar fínt saxað malaður pipar fita til steikingar, kókosolía og ólífuolía í bland Aðferð: Rífið laukinn á rifjárni og blandið öllum hráefnum saman í skál. Mótið farsið í fremur litlar bollur og vsteikið á öllum hliðum í 5-7 mínútur. Gott er að bera bollurnar fram með góðri jógúrtsósu og salati. Tómat- döðlukryddmauk 1 l vatn 1 kg tómatar 60 g tamarind án kjarna 100 g döðlur 2 dl vatn 1 tsk. malað múskat 2 tsk. heil kóríanderfræ 1 tsk. malað engifer ¼ tsk. vanilluduft 1 tsk. gróft salt 1 dl eplasíderedik 1 msk. þunnt hunang Aðferð: Sjóðið vatnið í potti, skerið kross í toppinn á hverjum tómati og dýfið þeim út í sjóðandi vatnið í 3-4 mínútur eða þar til húðin fer að hrukkast og losna frá kjötinu. Hellið vatninu af og láttu tómatana kólna, nóg til að hægt sé að flysja þá og skerið harðan kjarnann burt. Skerið döðlurnar í litla bita, setjið tómatana í pott ásamt tamarind, döðlum, vatni og kryddi. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið krauma í 15 mínútur áður en þú setur edik og hunang saman við. Látið krauma áfram í 15-20 mínútur eða þar til seigar loftbólur byrja að myndast á yfirborðinu. Smakkið til með salti og meira af hunangi ef vill. Hellið maukinu í krukku og geymið á köldum stað. /ehg MATARKRÓKURINN Lambakjötsbollurnar hennar Þorbjargar eru fullar af góðu hráefni og því orkumiklar og einstaklega bragðgóðar. 5 Hofsstaðir

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.