Bændablaðið - 26.05.2011, Side 41
42 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011
Lesendabásinn
Nú má finna á vef landbúnaðar-
ráðuneytisins á eftirfarandi tengli
drög að frumvarpi að nýjum jarða-
lögum:http://www.sjavarutvegs-
raduneyti.is/frettir/frettatengt/
nr/10463.
Hefðu lög af þessu tagi komið
fram í tíð Vísa-Gísla á 17. öld
hefðu þau e.t.v. þótt horfa til
framfara. Gísli gerði t.d. tilraunir
með að plægja og sá, sem sumum
hefur eflaust í þá daga þótt svo
framúrstefnulegt, að hlyti að vera
hálfgert kukl.
Á dögum Gísla Magnússonar,
sýslumanns á Hlíðarenda, var eign-
arhald á jörðum á tiltölulega fáum
höndum, enda jarðir helsti fjárfest-
ingarkostur þeirra tíma. Hygg ég
að mörgum stórbóndanum á 17. öld
hefði þótt lög sem þau, sem nú eru
kynnt, þrengja kost þeirra um of. Á
þeim tíma var verðmyndun á fram-
leiðsluvörum landsmanna með þeim
hætti, að menn voru litlu betur settir
sem sjálfseignar kotbændur að hætti
Bjarts í Sumarhúsum en leiguliðar.
Vinnufólk var ánauðugir þrælar,
en átti vísa framfærslu, svo fremi
sem ekki ríkti almenn hungursneyð
(sem reyndar gerðist 13 sinnum á
17. öldinni).
Þórólfur Sveinsson skrifaði ágæta
ádrepu í nýlegt Bændablað um þau
undur, sem fólgin eru í ofangreindum
frumvarpsdrögum og hlaut fyrir
skammir frá Sigríði í Arnarholti,
sem ég held samt, að hafi verið að
skamma hann fyrir norsku kýrnar.
Vera kann, að ein af orsökum
þess að þeir sem um þetta mál
véla velji þennan tíma til að kynna
ofangreind frumvarpsdrög sé sú
að þau fáist ekki samþykkt í ríkis-
stjórn, en hábjargræðistíminn, slíkur
annatími, að óbreyttir bændur hafa
engan tíma til athugasemda. Verði
drög þessi að lögum væru endur-
vaktir átthagafjötrar búandfólks,
sem afnumdir voru með framfara-
sinnuðum breytingum á jarðalögum
undir lok síðustu aldar. Ég kalla þá
sem eru sama sinnis og höfundar
frumvarpsdraganna bændafeður,
sakir velviljaðrar forsjárhyggju
þeirra, en veit, að félagsskapur
ungra bænda kýs að þessi leið verði
farin, því öðru vísi fái þeir ekki
jarðnæði til sauðfjárræktar, a.m.k.
ekki á verði sem stendur undir þess
háttar framleiðslu. Ég get skilið, að
félagsskapur ungra bænda vilji fá
jarðir eldri kynslóða nánast án end-
urgjalds, en finnst ekki eðlilegt að
verða við slíkri heimtufrekju. Menn
geta vissulega ekki að óbreyttu
keypt jarðir til sauðfjárræktar innan
ákveðinnar fjarlægðar frá höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Svo
virðist sem menn kjósi fremur að
nýta jarðir á þessum svæðum til
kúabúskapar, skógræktar og ýmissar
annarrar starfsemi. Er eitthvað að
því, að markaðslögmál hafi áhrif í
landbúnaði eins og öðrum greinum?
Ef önnur lögmál eiga að gilda í land-
búnaði en öðrum atvinnugreinum
legg ég til að húsfreyjum til sveita
verði gert að klæðast peysufötum
hversdags, svo erlendir ferðamenn,
sem heimsækja Ísland fái meira fyrir
peninginn. Við höfum fyrirmynd
frá Frakklandi í nýjum lögum,
sem kveða á um klæðnað kvenna
þar í landi, svo varla myndu slík
lagafyrirmæli stríða gegn ESB-
tilskipunum.
Í frumvarpsdrögunum virðast
skógrækt og fleiri búgreinum úthýst
sem landbúnaði. Hinar eðlu greinar
verða framleiðsla á lambakjöti og
mjólk. Ef skylda verður að búa
með ær eða kýr á öllum lögbýlum
landsins, verður að gera annað
tveggja: Minnka þau sauðfjár- og
kúabú sem fyrir eru, með tilheyr-
andi tekjuskerðingu þeirra bænda
sem stunda þannig framleiðslu í
dag eða hefja upphleðslu kjöt- og
smjörfjalls að fyrirmynd ESB – og
greiða niður útflutning á þessum
afurðum í slumpum með fé skatt-
borgaranna. Þannig höfðum við
þetta reyndar á árunum frá 1960
og þar til Steingrímur J. Sigfússon,
þáverandi landbúnaðarráðherra, hóf
seint á níunda áratugnum að vinda
ofan af útflutningsbótunum og
gerði ráðstafanir, sem miða skyldu
búvöruframleiðslu við innanlands-
neyslu.
Er repjurækt vænlegur kostur í
stað jarðefnaeldsneytis?
Einnig getur verið, að tilgangur
frumvarpsdraganna sé að tryggja
jarðnæði til repjuræktar, en ein-
hverjir telja að hún sé góður kostur
til framleiðslu eldsneytis á farar-
tæki. Menn gætu sem best stundað
repjurækt meðfram framleiðslu
hefðbundinna landbúnaðarafurða.
Aðeins umræðan um repjurækt í
stórum stíl getur skýrt afhverju nú
er örvænt yfir því að skógrækt sé að
taka undir sig ræktanlegt land (þótt
meira en 90% af akurlendi jarðar
hafi verið skógur, áður en hann var
brotinn til akuryrkju). Sú breyting
hefur orðið á umhverfi landbúnaðar
frá tíð Vísa-Gísla, að nú eru starfandi
í landinu tveir landbúnaðarháskólar.
Því hlýtur maður að álykta, að stór-
felld repjurækt hafi verið undirbúin
með víðtækum rannsóknum af hálfu
þess fræðasamfélags, sem tveir land-
búnaðarháskólar búa yfir. Því spyr ég
eftirtalinna spurninga: Hefur verið
gerð arðsemiskönnun á repjurækt
til framleiðslu eldsneytis? Hvað
fást margar kílókaloríur (skammst.
kcal.) af lífdísil fyrir hverja kcal af
jarðefnaeldsneyti, sem losað er við
framleiðslu repjuolíu? Ber þá að taka
með í reikninginn, ekki aðeins elds-
neyti á dráttarvélarnar heldur líka
jarðefnaeldsneyti sem notað er til
að framleiða vélar og áhöld, áburð
og önnur aðföng og flutning á þeim?
Án þess að vinna slíka forvinnu, er
hægt að nefna áform um repjurækt
skýjaborgir, nýtt „fiskeldisátak“, sem
endar með ósköpum. Ég tel mestar
líkur á því, að orkujöfnuðurinn í
þessari framleiðslu verði neikvæður.
Nú hef ég ekki við neinar rannsóknir
að styðjast þegar ég held þessu fram.
Spurning mín er hvort dæmið hafi
einhvers staðar verið reiknað út fyrir
repju.
En bíðum við: Í útvarpsviðtali þ.
4. apríl sl. við Þórodd Sveinsson,
sem er fróðastur íslenskra manna
um möguleika repjuræktar á Íslandi,
kom fram að í besta falli mætti búast
við að repjurækt verði aukabúgrein
hjá kúabændum og þá ekki nema
á þeim landsvæðum sem búa við
hlýjust sumur. Hann áætlar að í
mesta lagi 4.000 ha gætu farið undir
repjurækt árlega. Þetta er innan við
1% af ræktanlegu landi á Íslandi.
Reyndar kom líka fram í máli
Þórodds, að repjan sé áburðarfrek.
Engir útreikningar á kolefnisjöfnuði
ræktunarinnar voru nefndir til sög-
unnar. Langur vegur er því frá að
land skorti til repjuræktar á Íslandi,
jafnvel þótt eitthvað af landi sem
var skógivaxið við landnám verði
aftur skógi klætt.
Ef menn trúa því í alvöru, að hægt
verði að knýja fiskveiðiflotann með
repjuolíu, hafa þeir hinir sömu lítt
kynnt sér málið. Vonandi skjátlast
mér. Vonandi búa landbúnaðarhá-
skólarnir nú yfir vel grunduðum
útreikningum á kolefnisjöfnuði við
framleiðslu repjuolíu. Sé svo, finnst
mér að birta eigi þá útreikninga, t.d.
í Bændablaðinu, svo hægt verði að
taka upplýsta afstöðu til málsins.
Í þeim löndum, sem við höfum
viljað miða okkur við, er talið
að afgangsviður úr skógi og frá
skógariðnaði sé þess háttar hráefni
til framleiðslu lífdísils/etanóls, að
talið er verða margfalt hagkvæmari
kostur en akuryrkja. Má þá einu
gilda, hvort grundvöllur eldsneytis-
framleiðslu með akuryrkju er maís
eða annað korn. Um repjurækt í
þessu skyni hef ég hvergi séð neinar
erlendar heimildir.
Af hverju telst skógrækt annars
ekki lengur landbúnaður skv. þeim
frumvarpsdrögum, sem hér eru gerð
að umtalsefni?
Stórfelldar afskriftir lána,
vegna gífurlegs verðfalls
á bújörðum?
Bankar og aðrar lánastofnanir
þurfa væntanlega að lýsa áhyggjum
sínum af málinu (frumvarpsdrög-
unum). Margar jarðir eru veðsettar
uppí rjáfur. Þetta frumvarp, ef að
lögum verður, gæti þýtt stóraukið
útlánatap, enda ljóst að jarðaverð
mun hrynja og þar með líka sá
höfuðstóll sem búandfólk hefur
safnað upp til efri ára með ævi-
starfi sínu. Líklega gætu fallið á
lánastofnanir tugir milljarða króna,
jafnvel yfir eitt hundrað milljarðar.
En það þykja víst smámunir á okkar
dögum. Þyrfti samt ekki með fýsi-
leikakönnun á slíkri lagasetningu að
kanna þær ávirðingar, sem á málatil-
búnaðinum kunna að vera, áður en
stokkið er til?
Lífeyrissjóður bænda er varla
svo beysinn að hann geti afstýrt því
að eldri kynslóðir flytjist á mölina,
slyppar og snauðar, og neyðist til að
lifa þar á snöpum ef frumvarpsdrögin
á vef sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytisins verða að lögum.
Með bestu kveðju,
Sigvaldi Ásgeirsson,
skógarbóndi, Vilmundarstöðum
Frumvarp að nýjum
jarðalögum til kynningar
Velferð dýra
Að undanförnu hefur farið fram
mikil og að mörgu leiti þörf
umræða um velferð dýra. Þar
hafa farið fremst í flokki, eftir því
sem ritari hefur náð að fylgjast
með, fólk frá samtökunum Velbú
og ýmsir aðrir sem hafa inn í
umræðuna dregist. Vonandi eru
helst allir þeirrar skoðunar að ekki
skuli slakað á varðandi dýravernd
og að eftirlit með því að vel sé
hugsað um þau dýr sem menn
hafa sér til nytja eða ánægju sé í
góðu lagi.
Þó að umræðan að undanförnu
hafi bæði verið þörf og góð, verður
að segja það eins og er, að þar hefur
einnig borið talsvert mikið á öfga-
fullum málflutningi og ekki er laust
við að firringar hafi að nokkru gætt
í framsetningu sumra þeirra sem
fremstir hafa farið.
Það hlýtur, svo dæmi sé tekið,
að teljast firring, þegar því er hald-
ið fram að dýrin sem slík séu höfð
á ,,boðstóli neytenda”, að fuglar
bæði ,,kúki og pissi” (haldið fram
af konu sem titlar sig dýralækni)
og að kjúklingar sofi fjórar klukku-
stundir á sólarhring til að hámarka
afköst. Gera má ráð fyrir að um sé
að ræða vanþekkingu á því sem
til umfjöllunar er. Væri vafalaust
betra að viðkomandi kynntu sér
málin betur áður en slíkar full-
yrðingar eru settar fram. Þær eru
ekki til þess fallnar að vinna þeim
málstað sem barist er fyrir gagn.
Einnig er æskilegt að raunsæi
komi að einhverju leiti við sögu
þegar verið er að fjalla um þessi
málefni. Er það til að mynda
raunhæft að gera því skóna að ali-
fuglaungar gangi lausir í íslenskri
náttúru og ef menn gefa sér að svo
sé: Hvernig á það að koma heim
og saman, að fuglarnir tíni upp í
sig bakteríur eins og salmonellu
og Campylobacter, frjálsir úti í
náttúrunni og ætlast svo til þess,
að þær sömu bakteríur, gufi síðan
á óútskýrðan hátt upp þegar fugl-
unum er slátrað. Vissulega má
hugsa sér að íslenskum reglu-
gerðum verði breitt á þann veg að
þessar óværur verði heimilaðar í
íslenskum vistvænum og lífrænum
matvælum, en ef það er það sem
menn vilja, þá er best að það
komi skýrt og greinilega fram í
umræðunni.
Sá sem þetta ritar hefur dálitla
reynslu af eldi og ræktun kjúklinga,
en hefur auk þess fengist við annan
og ,,hefðbundnari” búskap. Var öll
sumur í sveit frá sex ára aldri og
hefur átt þar heima frá því hann
var unglingur. Ekki minnist hann
þess að hafa kynnst á þessum tíma
bændafólki sem vildi, eða ætlaði
sér að fara illa með skepnur, þó
auðvitað hafi gerst óhöpp og slys.
Ekki hefur það þó verið vegna þess
að bændur eða búalið, sem hann
hefur kynnst, hafi að yfirlögðu ráði
valdið þar um og í þau skipti sem
hann man eftir að slíkt hafi gerst
hefur viðkomandi venjulega tekið
það afar nærri sér.
En að því raunhæfa, vistvæna
og góða. Það er einlæg skoðun
undirritaðs að það sé mannúð-
legra, meira í ætt við dýravelferð
og almenna skynsemi að sleppa
nýklöktum kjúklingum inn í upp-
hituð, rúmgóð, björt, loftræst, hrein
og trygg hús, til að ala þá upp í,
heldur en að sleppa þeim út harð-
neskjulega íslenska náttúru þar
sem þeir væru berskjaldaðir fyrir
nær öllu því sem má hugsa sér að
geti orðið þeim að fjörtjóni. Það
er ekki velferð, Velbú, né þaðan af
síður lífrænt, þar sem ganga má að
því vísu, að umrædd dýr, myndu
ekki lifa slíka tilraunastarfsemi
af. Það er heldur ekki raunhæft
að reikna með því að kýr séu ekki
hafðar í fjósum, eða a.m.k. við þau
og sauðfé verður að reka í réttir að
hausti og draga í dilka hvort sem
mönnum líkar betur eða ver.
Höldum okkur við hið raun-
hæfa. Það er ekkert sem bendir
til þess að mannskepnan hætti í
náinni framtíð að halda búfé sér
til nytja. Það hefur verið gert frá
örófi alda og verður gert um langa
framtíð. Förum vel með þann fénað
sem haldinn er í þessum tilgangi
og búum sem best að honum. Þau
sem vilja ekki leggja sér kjöt til
munns verða ekki neydd til þess
og ekki er vitað til þess að nokkur
hafi áhuga á að þröngva þeim til
slíkrar neyslu.
Við hin sem viljum neyta afurða
sem koma af húsdýrahaldi, vitum
það afar vel, að bestu afurðirnar
koma af fénaði sem vel hefur verið
búið að og munum því með vali
okkar að nokkru stuðla að góðri
meðferð húsdýranna.
Ingimundur Bergmann,
vélfræðingur og bóndi.
Ingimundur Bergmann
„Aðeins umræðan um repjurækt í stórum stíl getur skýrt afhverju nú er
Lóðir í Grímsnesi
Láttu drauminn rætast !
Sumarhúsalóðir á frábærum
gróðurreiti í Grímsnesi eru til sölu.
Verð aðeins kr. 375,- pr.m2
Nánari upplýsingar www.kerhraun.is og í síma 896 0587