Bændablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011 B réfkorn barst á dög unum frá Jóni Hermannssyni bónda á Högnastöðum í Hrunamannahreppi Árnessýslu. Jón er fæddur og uppfóstraður í Lang- holtskoti í Hreppum, en hefur um langt árabil búið á Högnastöðum. Jón er gagnfróður maður og afburða snjall bæði fræða- og sagnaþulur. Jón sendi efnislega snjalla og vel gerða vísu, sem hann samdi þegar Ásmundur Einar Daðason hafði er svo græskusmá, að varla særir nokkurn: Ási er af ýmsum talinn, einnig mér sem reyndi að skilj’ann, endanlega orðinn galinn eða þeir sem núna vilj’ann. Efnisríkt bréf sendi mér Valdemar H. Gíslason Hann hefur fyrr fóðrað lesendur á góðum vísum að vestan, og er hér ekki undantekning á. Guð- mundur hét maður Einarsson, oft nefndur „Hvellur“ og gegndi Guðmundur var alkunnur hagyrð- ingur á sinni tíð. Hann orti mikið af kersknisvísum, en einnig falleg ljóð eins og „Tryggðaeiðinn“ sem þjóðin syngur gjörvöll allt til þessa dags. Eftir lát Guðmundar fannst þessi visa á náttborði hans: fara ei lengur bundið svið, fæ ég kannski, eins og aðrir, eitthvað til að glíma við. Næstu vísu Hvells fylgir svofelldur var ekki klár á nöfnum á altaris- klæðum presta. Hökul kallaði hún skökul. Eitt sinn er hún kom frá messu hafði hún orð á, hvað skök- ullinn á presti hefði verið óhreinn.“ Frúin gleið og gáfnaþurr gaf það vísdómsmerki. skökullinn á klerki. - sonar, en grip til efnis úr gömlum hirslum mínum. Einhverju sinni færði sr. Tryggvi Kvaran Árna Pálssyni prófessor afréttara, sem vel var þeginn. Í þakklætisskyni fyrir dropann fékk sr. Tryggvi þessar vísur frá Árna: Ennþá gerist gaman nýtt, gnótt er í kjallaranum. Nú er geðið glatt og hlýtt í gamla svallaranum. Eftir marga amastund á andann fellur héla. En hitt er rart, hve hýrnar lund ef heyrist gutla á pela. Það er eins og leysist lönd úr læðing margra ára, þegar hnígur heim að strönd höfug vínsins bára. Theodóra Thoroddsen skáldkona, leit vísur Árna, kvað hún: Bakkus karlinn kann það lag, þá köld og myrk er lundin, að breyta nótt í bjartan dag og brúa dýpstu sundin. Ef ske kynni, að Ásta Sverrisdótir væri vakandi, þá birti ég henni til braglystar eina gamla gátu úr fórum Sveins Víkings: Undir palli er’ann, og í bát þú sér’ann þversum jafnan þar. Á sauðahaus má sjá’ann, þá sannast of hver á’ann, og sætur svöngum var. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAMDagur sauðfjárræktarinnar 24. júní Föstudagurinn 24. júní verður viðburðarríkur á Hvanneyri en þá standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Búnaðarsamtök Vesturlands (BV) fyrir Degi sauð- fjárræktarinnar. Viðfangsefnið er íslenska sauðkindin og afurðir hennar. Hvanneyri í Borgarfirði og hefst kl. 10 þar sem Ágúst Sigurðsson setur hátíðina. Síðan verða haldinn fjöldi erinda af innlendum og erlendum fyrirlesurum og lýkur hátíðinni klukkan 17. Dagur sauðfjárræktarinnar er haldinn í tengslum við fjölþjóðlegt verkefni um fræðslu fyrir sauðfjár- bændur sem Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir (www.sheepskills.eu). Um er að ræða tveggja ára verk- efni með sauðfjárbændum í fimm að stuðla að betri nýtingu á tækifær- um sem felast í sauðfjárbúskap. Lögð er áhersla á framþróun og nýsköpun, svo sem í tengslum við landbúnaðar- tengda ferðaþjónustu og með þróun nýrra afurða eins og matvöru og hand- verks. Markmiðunum verður náð með aukinni fræðslu og símenntun. Í tengslum við verkefnið hafa verið þróuð og haldin námskeið fyrir um allt land á næstu árum. Einnig er unnið að gerð bókar um sauðfjár- rækt. Bókin verður tilbúin í haust. tengslum við verkefnið verður öllum opið á heimasíðunni www.sheep- skills.eu Býflugnaræktendum á Íslandi fjölgaði um 37 þann 15. júní sl., en þá voru 64 býflugnabú flutt frá Álandseyjum með flugi til Íslands. Fyrir í landinu voru 21 ræktandi með 42 bú. Voru búin flutt í þar til gerðum kössum sem innihéldu um 15.000 flugur hver – þar af eina drottningu – og þeir afhentir í Elliðahvammi á Vatnsenda við Elliðavatn. Segja má að saga býflugnarækt- unar á Íslandi hefjist með heimkomu Egils R. Sigurgeirssonar frá Svíþjóð árið 1998, en þar hafði hann dval- ist í 11 ár og kynntist þá þessari búgrein. Egill hefur verið formaður Býflugnaræktendafélags Íslands (Bý) frá stofnun þesss árið 2000. Stutt og stopul saga býræktar á Íslandi Að sögn Egils voru þó stopular tilraunir gerðar á Íslandi, mest að tilstuðlan fólks af erlendum upp- runa. „Árin 1936 og 1938 voru bú flutt til landsins frá Noregi. en lifðu ekki af veturna. Árið 1951 flutti Melitta Urbancic (frá Austurríki) inn bú frá Skotlandi og 1952 og 1953 frá Noregi – og hélt býflugur í Reykjavík í nokkur ár. Býræktunarfélag Íslands var stofnað 1953 af frumkvöðlunum dr. Melitta von Urbancic og dr. Geir Gýgja. Árið 1960 var Melittu gert að fjarlægja búin vegna óánægju nágrannanna með flugurnar. Árin 1975 og 1976 flutti Olgeir Möller inn bú frá Danmörku en þessi bú lifðu ekki af veturna.“ Egill flytur heim Í Svíþjóð hafði Egill byggt upp talsverða reynslu. „Ég hafði ræktað býflugur í Svíþjóð árin 1988 til 1998 og flutti með mér fimm bú til landsins í ágúst 1998. Tvö stærstu búin drápust á leiðinni í flugvélinni. Hin þrjú gáfu svo 25 kg hunangi samtals. Um sumarið brögguðust búin og voru vel stór að hausti. Eitt bú drapst um veturinn en annað bú kom mjög lítið undan vetri. Um veturinn 2000 hélt ég nám- skeið í býflugnarækt í mars-maí og tóku átta manns þátt sem öll hafa bæst við smám saman. Bý var svo stofnað það sumar. - fengum við tvær sendingar það sumarið. Seinni sendingin mis- heppnaðist algerlega því það rigndi í föturnar á flugvellinum í Svíþjóð og flugurnar drápust. miður um veturinn vegna smæðar. náðu ekki að byggja upp fjölda til að halda hita.“ Árásargjarnar og leiðinlegar norskar flugur „Árið eftir var aftur reyndur inn- flutningur og nú frá Noregi með Norrænu. Af 18 búum lifðu 16 af - gjarnar og leiðinlegar flugur að vinna með en af átta búum sem tekið var frá fengum við 70 kg af hunangi,“ segir Egill. Næstu ár einkenndust nokkuð af brösóttu gengi. Lykilatriði í býrækt er að geta vetrað búin, haldið þeim að flugurnar séu gæfar. Bæði gekk erfiðlega að vetra búin á þessum árum og svo voru flugurnar of árásargjarnar. Upp úr 2006 fer þó að rofa til og segja má að síðan hafi gengið verið upp á við. Sjálfstæðir bændur Á aðalfundi Bý á síðasta ári komu fram hugmyndir um hvort félagið ætti erindi í Bændasamtök Íslands. Garðyrkjufélagi Íslands um að Bý gæti orðið undirdeild í þeim félagsskap. Egill segir að ákvörðun hafi verið tekin á aðalfundi þessa árs, þann 10. apríl sl., að þar sem býrækt væri ennþá frístundaiðja ætti Bý ekki heima undir þessum fagfélögum. „Ég sel fastakúnnum mitt hunang, en það er ekki ódýrt. Ástæðan fyrir því er að það er dýrt að flytja inn bú og svo er þetta gæða hunang sem við framleiðum hér. flugur hér sem er mikils virði í dag. Uppi eru tilgátur um að hrun í býflugnastofnum að undanförnu, víðsvegar um heim, megi tengja notkun á skordýraeitri og jafnvel að einhverju leyti til vírussýkinga. Íslandi ættu að vera lausar við skor- dýraeitur þar sem notkun á slíku í íslenskum landbúnaði er með minnsta móti. Kannski mætti því segja að íslenskt hunang sé eitt það hreinasta í heimi.“ Heimspressan í Elliðahvammi Athygli vakti að fréttaritari þýska stórblaðsins Der Spiegel var á staðnum þegar búin voru afhent á á þeim áhuga sem hér er og þeim fjölda fólks sem nú heldur býflugur og eru nýbyrjendur í býrækt á sem flestir stundi þessa ræktun og að við verðum sjálfum okkur næg um býflugur og hunang í framtíðinni. Hugsanlega verður það þá þannig að Ísland verður eina landið í heimi sem ræktar frískar býflugur.“ /smh stofnun þess árið 2000. Frá afhendingu búanna í Elliðahvammi á Vatnsenda við Elliðavatn þann 15. júní sl. Býflugnarækt á Íslandi í örum vexti – 37 nýir félagar tóku við 64 búum frá Álandseyjum á dögunum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.