Bændablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 41
40 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
Tól og tækni
Eins og kom fram í síðasta
Bændablaði hafa Finnar sett
markið á 100 Mb/s netsamband
fyrir alla íbúa Finnlands, í dreif-
býli sem þéttbýli, árið 2015. Í dag
er öllum íbúum Finnlands tryggð
1 Mb/s tenging við Internetið
óháð tækni. Markmiðið um 100
Mb/s samband árið 2015 vakti
áhuga dálkahöfundar, sérstaklega
í ljósi þess að íslensk stjórnvöld
vinna nú að gerð nýrrar fjar-
skiptaáætlunar.
Antti Kohtala, aðalráðgjafi í
finnska samgönguráðuneytinu við
stefnumótun í fjarskiptamálum,
sendi dálkahöfundi upplýsingar
um fjarskiptaáætlun Finna, m.a.
fyrirlestur sem hann flutti á ráð-
stefnunni Digital
Agenda Assembly
í Brussel í síðustu
viku um áætlun
finnskra stjórn-
valda til að styðja
við næstu kyn-
slóð nets (Next
Generation Access
– NGA). Í fyrir-
lestri Kohtala kom
fram að stefnan
fram til ársins 2008 hafi verið að
fjarskiptafyrirtæki ættu að bjóða
fjarskiptaþjónustu á markaðs-
legum forsendum. Í framtíðinni
sé hins vegar ljóst að stjórnvöld
muni beita sértækum aðgerðum
og opinberum stuðningi. Ástæður
fyrir þessari stefnubreytingu eru
m.a. eftirfarandi:
Viðunandi fjarskiptaþjónusta er
nauðsynlegur þáttur í daglegu
lífi.
Íbúar geta ekki verið virkir
þátttakendur í upplýsingasam-
félaginu án fullnægjandi net-
sambands.
Nýjar kröfur, svo sem stafrænt
netsjónvarp, gera kröfu um
háhraðanettengingu.
Sum fjarskiptafyrirtæki hafa
verið að draga úr netþjónustu við
íbúa í hinum dreifðu byggðum.
Það er síðan á ábyrgð 19 svæðaráða
um allt landið að undirbúa aðgerða-
áætlun um netvæðingu ásamt sveit-
arfélögum á hverjum stað.
Þessi aðgerðaáætlun er unnin í
nánu samstarfi við átakshóp ríkis-
ins um breiðbandsvæðingu, sam-
gönguráðuneytið og Póst- og fjar-
skiptastofnun Finnlands (Ficora).
Ríkisstjórn Finnlands samþykkti
aðgerðaáætlun í desember 2008 um
,,að allir íbúar með fasta búsetu
skulu vera innan 2 kílómetra
nágrennis við háhraðanettengingu
sem býður upp á a.m.k. 100 Mb/s
tengingu fyrir enda ársins 2015“.
Fjarskiptafyrirtækjum er ætlað
að byggja upp slíkt háhraðanet á að
mestu leyti markaðslegum forsend-
um, og á það að ná til um 95% íbúa
landsins. En til þess að ná til allra
íbúa Finnlands þarf að byggja upp
háhraðanettengingar með styrkjum
að hluta. Um er að ræða um 130.000
heimili í dreifbýli.
Til þess að kosta uppbygg-
ingu háhraðanets í dreifbýlinu
leggja fjarskiptafyrirtæki til 1/3
kostnaðarins en opinberir aðilar
2/3. Ríkið leggur fram 66 millj-
ónir evra, Evrópusambandið
25 milljónir evra og sveitar-
félög 41 milljón evra. Framlag
Evrópusambandsins mun koma úr
dreifbýlisþróunarsjóði sambands-
ins, EAFRD. Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins samþykkti
ríkisstyrki til háhraðaverkefnisins
6. maí 2010 m.a. með eftirfarandi
skilyrðum:
Styrkirnir eru í samræmi við
leiðbeiningar framkvæmda-
stjórnarinnar um breiðbands-
væðingu.
Aðeins má styrkja uppbygg-
ingu á svæðum þar sem mark-
aðsaðilar hafa ekki áætlanir
um uppbyggingu háhraðanets
á markaðslegum forsendum.
Tæknilega óháð lausn.
Samþykktur þjónustuaðili þarf
að geta boðið upp á smásölu-
þjónustu til viðskiptavina (end-
anotenda) í að lágmarki 10 ár.
Þjónustuaðili skal sýna
fram á að uppsett verð fyrir
heildsölu og þjónustu sé sann-
gjarnt og án mismununar (þ.e.
opinn aðgangur).
Afturvirkt ákvæði ef þjónustu-
aðili skilar meiri hagnaði en
gert var ráð fyrir.
Finnlandi hefur verið skipt upp í
svæði þar sem kemur fram annars
vegar hvaða svæði verða byggð
upp á markaðslegum forsendum
án ríkisstyrkja og hins vegar hvaða
svæði í dreifbýli geta notið opinbers
stuðnings.
Antti Kohtala fór yfir það í
fyrirlestrinum í Brussel hver staða
háhraðaverkefnisins væri í dag. 800
verkefnum verður hleypt af stokk-
unum á árunum 2010–2015 og eru
þau staðsett í 265 af 340 sveitar-
félögum Finnlands.
100 verkefni eiga að hefjast á
þessu ári og 7 tilraunaverkefni eru í
gangi, sem lýkur á þessu ári.
Að áliti Kohtala skipta nokkur
lykilatriði sköpum við framgang
verkefnanna. Þau eru m.a. hve mikið
viðskiptavinir eru tilbúnir að greiða
fyrir áskrift að netinu, hvernig gangi
að selja 100 Mb/s netsamband og
hvort verkefnið verði rekstrarlega
lífvænlegt. Þá gæti verið nauðsyn-
legt, til að koma verkefninu í fram-
kvæmd, að netfyrirtæki yrðu í eigu
samvinnufélaga og sveitarfélaga á
hverjum stað.
Finnar byggja upp
næstu kynslóð nets
Jón Baldur Lorange
sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs
Bændasamtaka Íslands
jbl@bondi.is
Upplýsingatækni
Upplýsingatækni og fjarskipti
Antti Kohtala.
ZETOR
Eina sem þú þarft er lykill
Zetor umboð á Íslandi
Sími: 552 2555 - Netfang: zetor@simnet.is
Söluaðili Fyrir Zetor norðurland
(Akureyri og nágrenni)
Ifellt ehf vélaviðgerðir
Goðanesi 6 : bil 102
S: 8603360 Jónas Þór
Email: ifellt@simnet.is
Söluaðili fyrir Zetor
Egilastaðir og nágrenni
Svanur Hallbjörnsson
Bifvélavirkjameistari
sími 895-2196
Söluaðili fyrir Zetor
kirkjubæjarklaustur
og nágrenni
Eystra Hraun ehf.
S: 892 2886 Valmundur
Email vallig@simnet.is
Bifreiðaverkstæðið Pardus ehf
þjónustuaðili fyrir Zetor
Suðurbraut – 565 Hofsósi
Sími: 453 7380.
Fax: 453 7382.
Email: pardus@pardusehf.is