Bændablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 9
9Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011 Í tilefni af alþjóðlegu ári skóga árið 2011 hafa Skógræktarfélag Íslands og Arion banki gefið út kortið ,,Rjóður í kynnum“ en í því er að finna upplýsingar um 50 áhuga- verða útivistarskóga um land allt að því er segir í fréttatilkynningu. Skógar af öllum stærðum Skógarnir eru af öllum stærðum og gerðum, langflestir í alfaraleið og margir í næsta nágrenni við helstu þéttbýlisstaði. Þeir eru því upplagðir áningarstaðir fólks sem á leið um landið. Eins og nafn kortsins gefur til kynna er megintilgangur þess að vekja athygli landsmanna á skóg- unum og hvetja þá til að staldra þar við og eiga ánægjulegar stundir í skjóli trjáa. ,,Rjóður í kynnum“ er kjörinn ferðafélagi hvort sem fólk hefur brennandi áhuga á útivist og náttúruskoðun eða er aðeins að leita að fallegum stað til að teygja úr stirðum leggjum eftir langa ökuferð. Með GPS hnitum Á kortinu má sjá staðsetningu reitanna og einnig er stutt lýsing á hverjum og einum reit ásamt upp- lýsingum um aðstöðu/þjónustu á staðnum og GPS-hnit sem auðveldar fólki að finna þá. Dreift endurgjaldslaust Kortinu verður dreift endurgjalds- laust í útibúum Arion banka, upp- lýsingamiðstöðvum ferðamála, garð- plöntusölum og víðar. Á forsíðu kortsins segir m.a.: „Víða um land standa stórir sem smáir skógar sem eru opnir almenn- ingi allan ársins hring. Þar er gott að á eftir langt ferðalag, teygja úr stirðum leggjum og njóta þess að vera í náttúrunni um stund. Óviðjafnanlegur skógarilmur fyll- ir vitin og ómþýður fuglasöngur lætur í eyrum. Sumir kjósa að bregða sér í göngu milli trjáa á meðan aðrir gæða sér á nesti í grænni lautu. Börnin láta heillast af þessum dulmagnaða ævintýraheimi. Víst er að allir í fjöl- skyldunni snúa endurnærðir á sál og líkama úr skóginum. Verið velkomin." Skógakortið „Rjóður í kynnum“ komið út - leiðarvísir um skóga landsins í tilefni af alþjóðlegu ári skóga Vélfang – TRAUST UMBOÐ FRÁBÆR MERKI – ÞEKKTAR VÖRUR Fr u m Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is velfang@velfang.is VERKIN TALA sala/varahlutir/þjónusta Endurmenntun LbhÍ býður fram námskeiðsröðina „Reiðmaðurinn" á Hellu, Hvammstanga og á Höfuðborgarsvæðinu næstkom- andi haust. Umsóknarfrestur hefur verið framlendur út júní. Námið er til tveggja ára og skipt upp í fjórar námsannir. Samhliða verklegri þjálfun, sem fer fram fjórar helgar á önn, er bóklegt nám í gegnum fjarnám og tveggja daga staðar- nám á önn. Fjölmargir kennarar koma að kennslunni. ,,Umsóknir fóru að berast okkur strax í janúar en vegna anna hjá fjölmörgum hestamönnum þetta vorið hefur verið ákveðið að koma til móts við óskir og framlengja frestinn. Einnig höfum við fengið fyrirspurnir frá öðrum svæðum en þeim sem við auglýstum á og er það allt í skoðun hjá viðkomandi hesta- mannafélögum. Við skoðum því hvort við getum komið til móts við hestamannafélög ef innan þeirra eru 12-14 einstaklingar sem vilja taka námið. Það þýðir það auðvitað að sá hópur hefur nokkurt val um það hvar þeir vilja taka námið,“ segir Ásdís Helga Bjarnadóttir verkefnisstjóri Endurmenntunar LbhÍ. Upplýsingar um námið, verð, hestakost og fleira má finna á heimasíðunni www.lbhi. is/namskeid Þar undir Reiðmaðurinn má einnig finna umsóknareyðublöð. Reiðmaðurinn Námskeiðsröðin Reiðmaðurinn er samvinnuverkefni Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands, Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda. Það er nú opnað fyrir nýja námshópa sem áfangaskipt tveggja ára nám í reið- mennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Námið má taka með vinnu og er hugsað fyrir áhugafólk eldra en 16 ára sem hefur áhuga á að bæta sína reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt. Verkleg kennsla fer fram ca. eina helgi í mánuði frá september og fram í apríl. Bóklegt nám er tekið samhliða í gegnum námsvef skólans. Námið er byggt upp sem röð af helgarnámskeiðum þar sem nem- endur koma einu sinni í mánuði með sinn hest og taka fyrir ákveðinn hluta af reiðmennskunni. Einnig er farið yfir bóklegt efni í fyrirlestrum og með fjarnámi. Hér er því um sambland af staðarnámi og fjarnámi að ræða þar sem ætlast er til að nemendur undirbúi sig bæði í verklegum og bóklegum atriðum heima. Námið er metið til samtals 33 ECVET-eininga á framhalds- skólastigi og lýkur námskeiðsröð- inni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið er unnið í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda. Verkefnisstjóri námsins fyrir hönd Endurmenntunar LbhÍ er Ásdís Helga Bjarnadóttir, að faglegri uppbyggingu námsins koma Reynir Aðalsteinsson og Þorvaldur Kristjánsson. Reiðmaðurinn: Umsóknarfrestur framlengdur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.