Bændablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 39
38 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
Á markaði
Í júlí 2009 sótti Ísland um aðild að
ESB. Ísland á sér 67 ára sögu sem
lýðveldi, var stofnaðili að NATO
árið 1949 og hefur verið þátt-
takandi í mörgum stofnunum á
vettvangi Evrópulanda um árabil.
Það vekur því nokkra athygli að nú
þegar verið er að ræða um aðild
Íslands að ESB skuli því haldið
fram í fullri alvöru að taka eigi til
fyrirmyndar ákvæði sem gilda um
landbúnað á Azoreyjum, Madeira
og öðrum afskekktum eyjum sem
tilheyra þjóðríkjum innan ESB.
Hugmyndir þessa efnis hafa verið
kynntar í samningahópi um land-
búnað og nýverið hafa tvær greinar
birst í Fréttablaðinu sem víkja að
þessu. Í hvorugri þeirra var þó á
nokkurn hátt vikið að því hvað þetta
gæti efnislega falið í sér. Því er ekki
úr vegi að fjalla örlítið nánar um
efni þessa máls.
Í skýrslunni Íslenskur landbúnaður
í alþjóðlegu umhverfi frá 2003 er að
finna stutta umfjöllun um stuðning við
landbúnað á fjarlægum eyjum innan
ESB. Grundvallar atriði er að hér er um
heimild að ræða úr stofnsáttmála ESB
og eru þau svæði sem þessi ákvæði
gilda um þar talin upp og nafngreind.
Kveðið er á um að ráðherraráðið skuli
samþykkja sérstakar ráðstafanir, með
auknum meirihluta að fenginni tillögu
framkvæmdastjórnarinnar og að höfðu
samráði við Evrópuþingið, þar sem
tekið er tillit til samfélagsgerðar og
félagslegs og efnahagslegs ástands á
Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum.
Þetta gildir einnig um frönsku stjórn-
sýslumdæmin utan Evrópu, þ.e.
Réunion, Martinique, Guyana og
Guadeloupe. Það eykur á erfiðleika
þessara svæða að þau eru afskekkt,
einangruð og lítil, landslag er óhag-
stætt og einnig veðurfar, efnahagslífið
er háð örfáum tegundum framleiðslu-
vara og varanleiki og samanlögð áhrif
þessara þátta hefta mjög möguleika á
framþróun þeirra, enda miði þessar
ráðstafanir einkum að því að ákvarða
skilyrðin fyrir beitingu ákvæða sátt-
málans gagnvart þessum svæðum,
þ.m.t. í sameiginlegum stefnumálum.
Ástæður og markmið
Sérstakar reglugerðir (með síðari
breytingum) fjalla um útfærslu
þessara heimilda á Asoreyjum og
Madeira annars vegar (1453/2001) og
Kanaríeyjum hins vegar (1454/2001).
Í fyrstu skýringagrein við reglugerð
1453/2001 er fjallað um ástæður og
markmið með þeim aðgerðum sem
reglugerðin fjallar um. Þar segir efnis-
lega á þessa leið:
Tilgangur með þessum aðgerðum
er að örva efnahagslega og þjóð-
félagslega þróun þessara héraða og
gera þeim kleift að njóta kosta sam-
eiginlega markaðarins sem þau eru
hluti af þrátt fyrir þær aðstæður sem
gera þau landfræðilega og efnahags-
lega einangruð. Aðgerðirnar byggja
á innleiðingu sameiginlegu land-
búnaðarstefnunnar (CAP) í þessum
héruðum og síðan á beitingu sértækra
aðgerða til viðbótar, einkum til að
bæta aðstæður til framleiðslu og
markaðssetningar landbúnaðarafurða
og draga úr áhrifum landfræðilegra
aðstæðna. (lausleg þýðing EB)
Fjarlægð frá mörkuðum
Í annarri skýringagrein reglugerðar-
innar er síðan sérstaklega fjallað um
fjarlægð eyjanna frá mörkuðum sem
veldur háum flutningskostnaði á land-
búnaðarvörum til neyslu og hráefnum
til matvælavinnslu sem og aðföngum
til landbúnaðar. Reglugerðin heimilar
því aðgerðir til að tryggja framboð
landbúnaðarvara og bæta þann við-
bótarkostnað sem stafar af fjarlægð
þeirra og einangrun. Ein af þeim
aðgerðum sem heimiluð er í þessu
sambandi er að ekki séu lagðir tollar
á búvörur frá þriðju löndum sem
fluttar eru til eyjanna í magni sem
sérstaklega er reiknað út með tilliti
til framboðs og neyslu innan þeirra.
Einnig er veitt sérstök aðstoð til að
flytja vörur frá öðrum svæðum
innan ESB til þessara svæða til að
auðvelda framleiðendum annars-
staðar innan ESB að koma vörum
sínum þar á markað. Sérstaklega
er tekið fram að tryggja þurfi að
aðgerðir af þessu tagi skili sér
gegnum virðiskeðjuna þannig að
þær skili sér raunverulega í lægra
verði til neytenda eða kaupenda
aðfanga til búvöruframleiðslu.
Flatar greiðslur á einingu lands
Af öðrum aðgerðum sem finna má í
reglugerðinni varðandi Madeira eru
flatar greiðslur á einingu lands sem
vínviði er plantað í og ekki er að
finna innan sameiginlegu landbún-
aðarstefnunnar. Í 11. skýringagrein
við reglugerðina er fjallað um búfjár-
framleiðslu á Madeira og hvernig
megi örva hana. Ekki er t.d. lagt
gjald á framleiðslu mjólkur umfram
kvóta fari heildarframleiðsla ekki
yfir 4.000 tonn eða fjórar milljónir
lítra. Í dag er mjólkurframleiðsla
á Madeira 2.000 tonn þannig að
framleiðslan getur tvöfaldast án
þess að nein inngrip verði. Þannig
geti innlend framleiðsla með vax-
andi framleiðslu komið í stað inn-
fluttrar G-mjólkur (UHT) frá öðrum
svæðum innan ESB. Þá má nefna
sérstakan stuðning við framleiðslu
matarkartaflna og romm sykurreyr.
Á Azoreyjum er sérstök viðbótar-
greiðsla á slátraða nautgripi en ekki
er að sjá að sambærilegt ákvæði um
mjólkurframleiðslu og á Madeira þó
tilteknum ívilnunum hafi verið beitt.
Fjarstæðukenndur samanburður
Sú hugmynd að tengja samnings-
markmið varðand landbúnað hér
á landi við meðferð þessara svæða
(úthéraða) er í besta falli fjarstæðu-
kennd. Í skýrslu Evrópunefndar for-
sætisráðuneytisins frá 2007 (bls. 101)
segir að það ákvæði Rómarsáttmálans
sem þetta byggir á geti að mati sér-
fræðinga framkvæmdastjórnar ESB á
sviði sjávarútvegsmála tæplega átt við
Ísland „…því jafnvel þó þessir þættir
ættu að einhverju leyti við um Ísland
væri varla hægt að segja að Ísland væri
á sama þróunar- og efnahagsstigi og
umrædd svæði.“
Í samningahópi um byggða- og
sveitarstjórnarmál hefur að sögn
fulltrúa BÍ í hópnum, ekki verið
lagt upp með að hægt sé að fá sér-
meðferð á grundvelli þess að landið
sé eyja. Vísað hefur verið til þess
að skilgreining ESB á eyjum hefur
verið á hefðbundinn hátt nema að
undanskildar eru þær eyjar þar sem
er höfuðborg aðildarríkis. Hér má
t.d. benda á 53. grein reglugerðar
nr. 1083/2006 þar sem eyjar með
höfuðborgum landa fá ekki fram-
lög úr Samstöðusjóðnum. Ísland
er því ekki eyja í þessum skilningi
en skilgreiningin tæki til byggðra
eyja við landið t.d. Heimaeyjar eða
Grímseyjar. Að vísu er svigrúmið
aukið í Lissabonsáttmálanum en í
reglugerð um byggðasjóðina (3. gr)
er talað um að þetta gildi um eyríki
sem falla undir samleitnimarkmið
ESB (þ.e. þjóðartekjur á mann eru
undir 90% af meðaltals þjóðartekjum
innan ESB. Ísland fellur ekki undir
það, því hefur byggðahópurinn skilið
það sem svo að sérmeðferð skv. gild-
andi regluverki ESB, á grunni þess
að landið sé eyja, sé ekki raunhæf.
Fjarri því einfalt að finna
fordæmi
Af ofansögðu má sjá að það er fjarri
því einfalt að benda á þau fordæmi sem
beinlínis mætti sækja til ákvæða um
fjarlæg svæði innan ESB. Ákvæðin
sem gilda um þessi jaðarsvæði eru
ekki almennar reglur, heldur sér-
sniðnar að ákveðnum nafngreindum
svæðum með hliðsjón af aðstæðum
sem þar ríkja. Aukinheldur ná þær ekki
yfir heil ríki, heldur aðeins ákveðin
svæði innan ákveðinna aðildarríkja.
/Erna Bjarnadóttir
Erna Bjarnadóttir
hagfræðingur Bændasamtaka
Íslands
eb@bondi.is
ESB-mál
Stuðningur við fjarlæg svæði og eyjar
Fjarri því einfalt að benda á fordæmi sem gagnast Íslandi
maí 2011
2011
mars. 2011-
maí 2011
júní 2010-
maí 2011
Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild %
Framleiðsla maí '10 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán.
Alifuglakjöt 648.373 1.768.359 6.687.334 7,3 -5,4 -7,6 25,2%
Hrossakjöt 31.871 108.611 791.966 59,1 19,7 -12,8 3,0%
Nautakjöt 315.199 979.929 3.817.065 1,4 -0,5 0,4 14,4%
Kindakjöt 0 73.644 9.164.442 -100,0 -1,9 3,7 34,5%
Svínakjöt* 530.909 1.459.675 6.071.736 8,8 -4,3 -1,7 22,9%
Samtals kjöt 1.526.352 4.390.218 26.532.543 7,0 -3,4 -1,6
Innvegin mjólk 11.409.345 33.459.201 122.419.409 0,5 -1,2 -1,9
Sala innanlands
Alifuglakjöt 610.469 1.771.176 6.954.893 -5,8 -6,9 -3,7 29,5%
Hrossakjöt 24.371 90.728 531.189 41,0 7,5 -10,6 2,3%
Nautakjöt 334.931 978.316 3.829.174 2,8 -1,4 0,1 16,2%
Kindakjöt ** 463.266 1.269.295 6.204.816 18,1 -0,3 1,8 26,3%
Svínakjöt* 535.774 1.469.599 6.047.124 16,0 1,5 -0,7 25,7%
Samtals kjöt 1.968.811 5.579.114 23.567.196 6,7 -2,1 -1,1
Sala á
próteingrunni 9.530.133 28.592.668 114.058.820 0,7 -2,2 -1,6
Sala á fitugrunni 8.846.636 27.406.616 110.199.581 0,9 -1,2 -1,1
* Svínakjötsframleiðsla og sala er áætluð að hluta.
** Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana.
Matvælaverð áfram
hátt að mati FAO
Framleiðsla, sala og
innflutningur ýmissa búvara
– Bráðabirgðatölur fyrir maímánuð
Þann 7. Júní sl. Birti FAO frétt á
heimasíðu sinni þar sem stofnunin
spáir áfram háu matvælaverði fram
á árið 2012. Þó spáð sé lítilsháttar
aukningu á framleiðslu flestra
korntegunda mun hún rétt aðeins
ná að mæta aukinni eftirspurn.
Sumarmánuðirnir munu ráða
úrslitum um uppskeru. Góðar upp-
skeruhorfu í Úkraínu og Rússlandi
ásamt tilkynningu um afnám
útflutningsbanns frá og með júlí
n.k. leiddu til verðlækkana í maí sl.
Þurrkar í Evrópu, Kína og hluta af
Bandaríkjunum ásamt flóðum annars-
staðar í Bandaríkjunum draga hins
vegar úr væntingum um uppskeru.
Hátt fóðurverð hefur einnig leitt til
þess að kjötverð er nú í hæstu hæðum,
vísitala kjötverðs hjá FAO fór í 183
stig í maí sl. og hefur aldrei staðið
hærra. Spáð er að kjötframleiðsla í
heiminum árið 2011 verði aðeins 1%
meiri en 2010. Orsakirnar eru m.a.
hátt fóðurverð og sjúkdómafaraldrar.
Mikil eftirspurn á heimsmarkaði og
takmarkað framboð bendir til að
hátt verð sé að festast í sessi. Verð
á fiski hefur verið lágt sl. tvö ár en
hefur hækkað mikið það sem af er
árinu 2011. Í metframleiðslu stefnir á
árinu 2011 en líklegt er að verð haldist
áfram hátt vegna aukinnar eftirspurn-
ar frá þróunarlöndum. Búist er við
að verðmæti matvæla í alþjóðavið-
skiptum verði 1,29 trilljónir banda-
ríkjadala árið 2011 sem er það hæsta
nokkru sinni – 21% aukning frá árinu
2010. Fátæk ríki sem treysta mjög á
matvælainnflutning og vanþróuðusti
ríki heimsins verða verst úti af þess-
um sökum, útgjöld þeirra til kaupa
á matvælum á heimsmarkaði munu
hækka um 27% og 30% frá fyrra ári
af þessum sökum.
/EB
Framleiðsla mjólkur var hálfu prósetnustigi meiri í maí en í sama
mánuði í fyrra. Sl. 12 mánuði nemur samdráttur hins vegar tæplega
2%. Sala mjólkur og mjólkurafurða var hins vegar um einu prósenti
meiri en í sama mánuði í fyrra.
Það sem ekki höfðu borist skýrslur frá öllum sláturleyfishöfum um
framleiðslu og sölu svínakjöts eru tölur þar um að nokkru leyti áætlaðar.
Sala kindakjöts var 18% meiri í maí en í sama mánuði í fyrra. Lítilsháttar aukning var í framleiðslu og sölu nautakjöts.
Samdráttur í framleiðslu og sölu alifuglakjöts endurspeglar þau vandamál sem greinin hefur átt í undanfarna mánuði.
/EB
Innflutt kjöt Árið 2011 Árið 2010
Tímabil janúar - apríl
Alifuglakjöt 213.785 98.855
Nautakjöt 49.554 27.604
Svínakjöt 113.308 14.207
Aðrar kjötvörur af
áðurtöldu
13.911 9.422
Samtals 390.558 150.088