Fréttablaðið - 05.01.2012, Page 30
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR4 l fréttablaðið l flutningar
Munið að tilkynna
nýtt heiMilisfang
Tilkynna þarf til Þjóðskrár um
nýtt lögheimili. Eyðublaðið er að
finna á www.hagstofa.is eða farið
í Borgartún 24, Reykjavík.
l Tilkynna þarf nýtt heimilis-
fang til Póstsins. Eyðublöð eru á
öllum afgreiðslustöðum. Þú getur
líka gert þetta rafrænt á www.
postur.is.
l Gakktu úr skugga um að
atvinnuveitandi þinn viti nýja
heimilisfangið.
l Tilkynntu til allra blaða eða
tímarita sem þú ert áskrifandi að
um nýtt heimilisfang.
l Byrjið snemma. Það er vel
hægt að nota tímann og pakka
niður útifötum, rúmfötum og
öðru sem er ekki verið að nota
þá stundina í einn og einn
kassa þótt flutningarnir séu
ekki formlega hafnir.
l Best er að geyma verðmæti
á öruggum stað. Það getur
auðveldlega gleymst í hvaða
kassa ákveðnir hlutir fara og
því er gott að passa upp á
að hlutir eins og lyf, passar
og mikilvægir pappírar séu í
einum og sama kassanum. Þá
er gott að koma sér upp góðu
merkjakerfi og merkja gróflega
hvað er í hverjum kassa.
l Við flutninga myndast
kjöraðstaða til að losa sig við
hluti sem hafa staðið ónotaðir
í marga mánuði eða jafnvel
ár. Ef tilteknir hlutir hafa ekki
verið notaðir í langan tíma ætti
að hugleiða það að gefa þá til
Rauða krossins, í Góða hirðinn
eða selja á bland.is.
l Bíðið með að pakka fötum
og handklæðum þangað til
farið er að pakka brothættum
munum og leirtaui. Það er
óþarfi að pakka öllu í dagblöð
og flytja þau á milli staða.
Frekar ætti að nýta plássið og
pakka inn í það sem þarf hvort
eð er að flytja með.
l Pakkið ekki bókum í stóra
kassa. Þeir verða of þungir. Það
sama gildir um leirtauið.
l Pakkið uppáhaldsbókum,
leikföngum, teppi, náttfötum
og fleiri uppáhaldshlutum
niður fyrir börnin og hafið með
á nýja staðinn. Það er gott fyrir
þau að geta strax haft eitthvað
kunnuglegt við höndina.
Heilræði við
flutninga
l flutt Með sátta táninga Stendur til að flytjast búferlum
með fjölskylduna? Þá skiptir höfuðmáli að undirbúa ungmenni heimilisins
með því að ræða breytingarnar í tíma. Leyfið þeim að fylgjast með frá
upphafi og svarið vel öllum spurningum sem kunna að vakna. Unglingar
eru líklegri en yngri börn til að setja sig upp á móti flutningum. Þeir eru
flestir farnir að taka virkan þátt í félagslífi jafnaldra sinna, eiga jafnvel
í ástar sambandi og óttast að missa tengsl við sinn besta vin. Láttu
unglinginn þinn vita að þú virðir sjónarmið hans og sért alltaf tilbúinn
að hlusta. Sjáðu til þess að hann eigi auðvelt með að heimsækja gamla
hverfið og gömlu vinina. Sé flutt á miðju skólaári er fýsilegt að láta
unglinga ljúka skólaárinu í sínum gamla skóla. Eftir flutninga er mikilvægt
að koma barna- og unglingaherbergjum strax í stand og hafa reglu á
matmálstímum og samverustundum fjölskyldunnar.
LANDSINS ER Í SKEIFUNNI
Ég ætla að
spara í ár
Opið allan
sólarhringinn
í Skeifunni