Fréttablaðið - 05.01.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 05.01.2012, Síða 46
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR34 Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese verður heiðraður af bresku kvikmyndaakademíunni á Bafta-verðlaununum í næsta mánuði. Áður hafa leikstjórarnir Steven Spielberg, Alfred Hitchcock og Stanley Kubrick fengið verðlaunin. Formaður dómnefndarinnar sagði Scorsese goðsögn í lifanda lífi sem hafi veitt ungum leikstjórum mikinn innblástur. Síðasta mynd Scorsese, Hugo, hefur fengið mjög góðar við- tökur. Fleiri myndir á ferilsskrá hans eru Taxi Driver, Goodfellas og The Departed sem hann fékk Óskarinn fyrir 2007. Heiðraður á Bafta-hátíð heiðraður Martin Scorsese fær Bafta- heiðursverðlaun í næsta mánuði. Söngkonan Patti Smith hefur samið lag um Amy Winehouse, sem lést í júlí á síðasta ári 27 ára gömul. Í viðtali við tímaritið Uncut sagði Smith að lagið yrði á væntanlegri plötu söngkonunnar. „Þetta litla lag sem er helgað Amy blómstraði í hljóðverinu,“ sagði Patti Smith. „Við vorum þar að vinna í annarri tónlist þegar Amy lést. Ég skrifaði lítið ljóð og bassaleikarinn minn, Tony Shanahan, kom með smá laglínu og þetta tvennt passaði fullkomlega saman.“ Patti samdi lag um Amy Minnist winehouse Patti Smith samdi ljóð sem varð að lagi um söngkonuna Amy Winehouse, sem lést á síðasta ári. Auglýsingaherferð nýrrar undirfatalínu Davids Beckham fyrir Hennes & Mauritz var frumsýnd í vikunni en þar leikur knattspyrnuhetjan sjálf aðal­ hlutverkið. Á myndunum má sjá Beckham klæðast nærbuxum og hlýrabol úr eigin smiðju. Um er að ræða herranærfatnað sem kemur í yfir 1.800 verslanir sænska verslanarisans út um allan heim í febrúar. Samstarf H&M við Beckham einskorðast ekki við þessa einu línu en hann á að hanna fleiri nærfatalínur fyrir verslunina, og jafnvel dömufatnað, í framtíðinni. „David Beckham er mikill áhrifavaldur innan íþrótta­ og tískuheimsins og við hlökkum til að eiga við hann langt og farsælt samstarf,“ segir Ann­Sofie Johansson, yfirhönnuður H&M, við breska blaðið Telegraph. Beckham­hjónin hafa því bæði haldið innreið sína inn í tískuheiminn en eins og flestir vita hannar Victoria Beckham föt undir sínu nafni við góðan orðstír. Beckham kastar klæðum fyrir H & M Dularfullur David Beckham tekur sig vel út í þessum hlýrabol en forsvarsmenn Hennes & Mau- ritz segja að nærfatnaðurinn frá kappanum verði á við- ráðanlegu verði. húðflúr David Beckham er ófeiminn við að sýna öll húðflúrin sem þekja líkama hans á mynd- unum. MynD/HM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.