Fréttablaðið - 12.01.2012, Page 36

Fréttablaðið - 12.01.2012, Page 36
BRÆÐRABANDALAGIÐ - SÓLARSAMBA „Það besta sem Maggi Kjartans hefur gert síðan Trúbrot og þess vegna eitt af betri lögum Íslandssögunnar. „Sunny samba from Iceland“. Auðvitað hefði Evrópa elskað það.“ BOTNLEÐJA - EUROVÍSA „Íslendingar hefðu getað sent frumlegasta atriði í sögu keppninnar og breytt henni þar með til frambúðar en kusu í staðinn að senda … æi, hver man eiginlega hvaða lag vann það árið? Sá sem man það getur allavega vottað fyrir að það var ömurlegt.“ ERÓ-BIKKJAN - HOPP- ABLA-HA „Frábært flippatriði með grípandi viðlagi sem hefði getað orðið okkar Diggiloo-Diggi- ley og/eða A-Ba-Ni-Bi.“ BJÖRGVIN HALLDÓRSSON & KATLA MARÍA - SÓLEY „Þessi listi hefði alveg eins getað verið „Topp 5 Bó-lög sem ekki unnu undan keppni Eurovision“, svo oft hefur verið litið framhjá meistaranum. Að þetta lag hafi lent í fjórða sæti í sinni undankeppni sýnir og sannar að það þarf að endurskoða lýðræðið (og stjórnarskrána!) á Íslandi.“ MATTI MATT & ERLA BJÖRG - ELDGOS „Þetta lag er fyrir fólk með athyglisbrest og það er nákvæmlega það sem hefði skilað okkur stigum hjá múgnum í Evrópu, auk þess sem það hefði loksins kennt fólki að bera fram EYJA FJALLA JÖKULL.“ 1 2 3 4 5 STEINÞÓR HELGI ARNSTEINSSON STARFSMAÐUR SENU FIMM BESTU EUROVISION-LÖG SEM UNNU EKKI UNDANKEPPNINA Á ÍSLANDI Hljómsveitin Úlfur úlfur sendi í vikunni frá sér magnað mynd- band við lagið Á meðan ég er ungur. Illusion kvikmyndagerðin vann myndbandið sem Arró leik- stýrir. Myndbandið hefur fengið góðar viðtökur og nokkur þúsund manns hafa þegar horft á það á vefsíðunni Youtube. Arnar segir strákana hjá Illusion hafa haft frjálsar hendur og er gríðarlega ánægður með útkomuna. „Við sem hljómsveit komum mjög lítið nálægt þessu mynd- bandi. Þessi Illusion-hópur fékk leyfi hjá okkur til að gera þetta frjálslega,“ segir hann og bætir við að þeir félagar í hljómsveitinni séu í litlum hlutverkum í mynd- bandinu og að einn af þeim, Helgi Sæmundur Kaldalón, hafi hrein- lega verið klipptur út. „Þeir fengu að leika lausum hala og gerðu það vel,“ segir Arnar. „Ég sá myndbandið í fyrsta skipti í frum- sýningarpartíinu. Ég átti von á góðu, en þetta kom skemmtilega á óvart.“ - afb MAGNAÐ MYNDBAND FRÁ ÚLFI ÚLFI Hinn ungi Atli Óskar Fjalarsson fer á kost- um í myndbandinu. Æfingaboltar- og dýnur Íþróttastuðningshlífar Íþróttabrjóstahaldarar Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Eirberg Stórhöfða 25 Sími 569 3100 eirberg.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.