Fréttablaðið - 12.01.2012, Síða 42

Fréttablaðið - 12.01.2012, Síða 42
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR26 BAKÞANKAR Sigríðar Víðis Jónsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. skipalægi, 6. stefna, 8. tala, 9. hryggur, 11. spil, 12. óskertur, 14. ofra, 16. sjó, 17. hafið, 18. heyskaparam- boð, 20. sjúkdómur, 21. steintegund. LÓÐRÉTT 1. land, 3. mannþvaga, 4. lögtak, 5. bjargbrún, 7. raddfæri, 10. nögl, 13. dýrahljóð, 15. svara, 16. dæling, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. höfn, 6. út, 8. sjö, 9. bak, 11. ás, 12. allur, 14. fórna, 16. sæ, 17. rán, 18. orf, 20. ms, 21. gifs. LÓÐRÉTT: 1. kúba, 3. ös, 4. fjárnám, 5. nös, 7. talfæri, 10. kló, 13. urr, 15. ansa, 16. sog, 19. ff. Úff Ég þoli ekki mánudaga Láttu dæluna bara ganga! Hvað er ég eigin- lega að gera? Jói! Það hafa komið stundir, til dæmis frá því ég hitti þig fyrst og þar til núna, þegar ég hef hugsað það nákvæm- lega sama! Er þetta ekki frábært?? Það er svo- lítið troðið. Það er alltaf þannig í góðum partíum! Vúúú! Engar áhyggjur, ég læt þetta ekki leysast upp í vitleysu. Gaur, er þetta ekki baðkarið þitt? Alveg í upphafi... Verkefni dagsins: Skapa himinn og jörð Áslaug segir að jólasveinninn færi henni allt sem hún biður um því hann sé töframaður. Í fyrra bað hún um hest og sjónvarp í herbergið sitt og hún fékk bæði. Ef jólasveinninn er í alvöru töframaður, af hverju fær Áslaug þá betri jólagjafir en aðrir? Kannski eru ríkir krakkar með sérstakan jólasvein. Krúttfréttir af dýrum eru klassískt fréttaefni. Konungur dýranna í íslenskum fjölmiðlum er hins vegar alls ekki ljón. Langt í frá. Það er pandabjörn. ÍSLENSKIR fjölmiðlar bókstaflega elska pöndur. Helst ef þær eru frá Kína. Sem dæmi var desembermánuður hlaðinn frétt- um af þessum glaðbeittu, kínversku krútt- bollum. Allt hófst þetta með látum í byrjun mánaðar þegar tvær pöndur voru lánaðar frá Kína í dýragarð í Skotlandi en þar vona menn meðal annars til þess að þær eignist afkvæmi. Og brot af umfjöll- uninni hér á landi? RÚV sjónvarp: Pöndur lánaðar til Edinborgar. Stöð 2: Heimshorn, pöndur í Skotlandi. Eftir- fylgni í fréttum Bylgjunnar: Pöndur- nar eru orðnar vinsælar í dýragarð- inum! STUTTU fyrir jól sáum við síðan í sjónvarpsfréttum RÚV að í öðrum dýragarði, í ákveðnu héraði í Kína væru tveir pandabirnir himinlif- andi með fyrstu snjókomu vetrar- ins (18. des). Við heyrðum einnig í aðalkvöldfréttatíma RÚV í sjónvarpi að í Skotlandi væru lánspöndurnar blessuðu frá Kína orðnar skærustu stjörnur dýragarðsins í Edinborg (23. des). Í sjónvarpsfréttunum viku síðar var aftur á móti það helst í fréttum að villt panda – í Kína, nema hvað – hefði náðst á myndband naga bein af gný (30. des). HAFI einhver haldið að pöndur væru græn- metisætur sá hinn sami það væntanlega umræddan dag að hann væri í ruglinu. Kl. 19.00 á RÚV: „Myndir hafa nú náðst í fyrsta sinn af villtri pöndu í Kína naga bein sem reyndust vera af gný.“ 22 mínútum síðar: „Nú hafa náðst myndir af villtri pöndu sem nagar dauða antílópu í Kína.“ Hálfri mín- útu síðar: „Sérfræðingar fullyrða að aldrei fyrr hafði náðst myndir af villtri pöndu sem nagar dauða antilópu í Kína.“ Fjórum og hálfri mínútu síðar: Í fréttum var það helst: „Myndir hafa nú náðst í fyrsta sinn af villtri pöndu í Kína naga bein sem reyndust vera af gný.“ ERUÐ þið komin með nóg af þessum kjöt- étandi krúttbollum? Sorrý, en þetta er bara alls ekkert búið. Við eigum nefnilega íslensku netmiðlana í desember alveg eftir. Má til dæmis bjóða ykkur þessar hér af svarthvítu félögum okkar? „Panda- björn fékk far á viðskiptafarrými flug- vélar“ (Bleikt.is, 8. des), „Reyndi að selja uppstoppaða pöndu“ (mbl.is, 12. des) og „Pöndur meðalið við hjartasárum“ (mbl.is, 22. des). RÉTT er að hafa í huga að þetta eru einungis fréttir frá því í desember … Konungur dýranna er ekki ljón Lífið fyrir framan linsuna Sjónvarpsstjarnan Fredrik Ferrier spjallar um íslenskan bakgrunn sinn og hvernig lífið fyrir framan linsuna hefur lítið að gera með raunveruleikann.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.