Fréttablaðið - 12.01.2012, Side 46

Fréttablaðið - 12.01.2012, Side 46
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Æfingar fyrir leikverkið Skrímslið litla systir mín standa nú yfir í Norræna húsinu, en verkið verður sýnt þar í febrúar. Í tengslum við sýninguna safna þær Helga Arnalds, höfundur og túlkandi, og Charlotte Böving leikstjóri reynslusögum barna af því að eignast lítið systkini. „Kveikjan að þessu var sonur minn, þegar hann var að eignast sína litlu systur. Um það leyti sem hún var að fæðast sagði hann mér sögu af einhverjum sem var ekki hann, heldur einhver allt annar. Sá hafði eignast litla systur sem var skrímsli og át foreldra sína. Ég fann strax að þetta var hans leið til að takast á við sínar tilfinningar, að fara inn í eitthvert ævintýri,“ segir Helga Arnalds, leikkona og höfundur sýningarinnar Skrímslið litla systir mín. Verkið verður sýnt í Norræna húsinu í febrúar. Í tengslum við sýninguna eru þær Helga og Charlotte Böving, leikstjóri sýningarinnar, nú að safna sögum af því hvernig börn takast á við þann stórviðburð að eignast lítið systkini. „Þegar við byrjuðum að vinna í sýningunni og fórum að ræða málin komumst við að því að allir kunna skemmtilegar sögur af þessu tagi. Þá datt okkur í hug að safna þeim á einn stað og opna þannig fyrir umræðuna. Það er dálítið tabú að vera svona afbrýðisamur, eins og börn verða oft þegar þau eignast lítið systkini. En þetta er ofsalega sterk tilfinn- ing. Börnin fá aðallega spurningar eins og: „er litla systir ekki fín?“ og „er ekki gaman að vera stóri bróðir?“ Það er lítið verið að gefa þeirra tilfinningum pláss.“ Sög- urnar má senda inn á Facebook- síðu Leikhússins 10 fingur. Aðalsöguhetja verksins er myrk- fælinn strákur sem hefur nýlega eignast litla systur. Hann kemst að því að hún er ekkert venju- legt barn heldur skrímsli sem ætlar að éta mömmu hans upp til agna og kannski bara allan heiminn. Til að bjarga mömmu sinni og öllum heiminum frá litla skrímslinu, þarf hann að ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið út á heimsenda. Á leiðinni lærir hann að elska litlu systur sína. „Þetta fjallar líka um skrímslin inni í okkur, hvernig þau verða til og hvernig þau stækka alltaf í myrkr- inu, ef við tölum ekki um þau,“ segir Helga. Leikverkið er einhvers staðar á mörkum leikrits, brúðuleikhúss og skuggamyndasýningar. „Ég býð börnunum inn í risapappírsveröld, sem ég ríf, bleyti, mála á og breyti. Stundum eru systkinin litlir bréf- miðar, stundum teiknaðar myndir og stundum skuggar. Ég er miðlar- inn, stundum eins og sögumaður og stundum eins og persóna í sög- unni.“ Tónlistin leikur stórt hlutverk í verkinu, en henni lýsir Helga sem ævintýralegri, náttúrulegri og frumstæðri. Eivör Pálsdóttir vinnur tónlistina og notar hljóð- færi sem Páll Guðmundsson frá Húsafelli bjó til sérstaklega fyrir sýninguna. Eftir leikritið verður börnum boðið að taka þátt í listasmiðju, undir handleiðslu Helgu og Evu Signýjar, þar sem þau fá að skapa sín eigin skrímsli úr pappírnum sem Helga notar í sýningunni. Skrímslið litla systir mín verður frumsýnt 4. febrúar. Sýningin er fyrir alla fjölskylduna, fullorðna og börn frá fjögurra ára aldri. holmfridur@frettabladid.is SAFNA SÖGUM AF LITLUM SYSTRUM OG BRÆÐRUM AÐSTANDENDUR VERKSINS Páll Guð- mundsson sérsmíðaði steinhörpuna sem Eivör Pálsdóttir notaði til að skapa hljóðheim sýningarinnar. Með þeim á myndinni eru leikstjórinn Charlotte Böving og höfundurinn Helga Arnalds. MYND/LEIKHÚSIÐ TÍU FINGUR HELGA ARNALDS Skrifaði leikverkið Skrímslið litla systir mín innblásin af reynslu sonar hennar af því að eignast yngri systur. MYND/LEIKHÚSIÐ TÍU FINGUR Leikhús ★★★ Póker eftir Patrick Marber Sýnt í Tjarnarbíói. Leikarar: Magnús Guðmundsson, Ellert A. Ingimundarson, Jón Stefán Sigurðsson, Þorsteinn Gunnar Björnsson, Ingi Hrafn Hilmarsson, Finnbogi Þorkell Jónsson, þýð- andi: Jón Stefán Sigurðsson, ljós: Björn E. Sigmarsson, leikmynd: Svanur Þór Bjarnason, leikstjóri: Valdimar Örn Flygenring. Langur forleikur Spilafíkn, græðgi, einfeldni, von og örvænting einkenna hegðun persónanna í leikritinu Póker sem frumsýnt var á sunnudag. Það gerist á veitingastaðnum Charlie þar sem starfsmenn spila saman póker einu sinni í viku þegar viðskiptavinir hafa yfirgefið staðinn. Leikritið sjálft er svo sem ekki upp á marga fiska en leikurinn hjá hverjum og einum leikara nokkuð góður. Ungir nýútskrifaðir leikarar úr skólum erlendis leika hér með einum eldri; Ellerti A. Ingimundarsyni sem með sinni miklu og skemmtilegu rödd skilar vel hinum grófa en þó nokkuð skilningsríka Stephen. Son hans Charlie leikur Ingi Hrafn Hilmarsson og skilaði hann mjög vel þessari ábyrgðarlausu hegðun sem einkennir spilafíkla. Mugsy er einn þjónanna. Hálfgerður einfeldningur sem á sér von um eigið veitingahús en leggur full mikið undir í spilunum og er meira í skýjunum en niðri á jörðunni. Magnús Guðmundsson leikur þennan fyndna þjón og á marga mjög skemmtilega spretti og heillaði salinn. Hann hefur einkar góða nærveru og verður gaman að fylgjast með honum í fram- tíðinni. Sweeney er viðkvæmur mat- reiðslumaður sem Finnbogi Þorkell Jónsson léði lífi á fantagóðan hátt. Sá sem kom til þess að innheimta skuldir og var með hið raunverulega pókerandlit var leikinn af Þorsteini Gunnari Bjarnasyni og hélt hann andlitinu allan tímann. Annar langur og glettilegur þjónn að nafni Frankie er einn af pókerspilurunum og leikur Jón Stefán Sigurðsson hann og á líka nokkuð hressilega spretti. Ef ekki væri fyrir húmorinn og hraðann í samtölum lifði þetta leikverk varla því undirbúningur undir pókerspil og þá ógæfu sem því fylgir er varla nóg til þess að halda spennu. Engu að síður var varla dauður punktur í sýningunni og hefur Valdimari Flygenring farnast það vel úr hendi að ná góðu samspili hópsins. Lýsingin sem Björn E. Sigmars- son er skrifaður fyrir var mjög góð og hæfði verkinu vel. Áhorfendur sitja í kringum leiksviðið sem átti einkum vel við í seinni hluta verksins þegar mennirnir sex sitja og spila póker með skæra birtu úr hangandi ljósakrónu alveg eins og við sjáum í öllum glæpamyndum. Þess má geta að lokum að lýsing Björns E. Sigmarssonar var mjög góð. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Góður leikur hjá sam- stilltum hópi en leikritið er ekki upp á marga fiska. „Við höfum staðið fyrir nýárs- tónleikum síðan árið 2004, leik- um Vínartónlist, valsa og polka, sprellum og höfum það gaman. Í ár verður Þóra Einarsdóttir söng- kona með okkur og tekur nokkur lög,“ segir Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari og meðlimur í kammerhópnum Salon Islandus sem heldur tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld klukkan átta. Á laugardag leggja þau svo land undir fót og halda Vínartónleika í Miðgarði í Skagafirði. „Þá verður karlakórinn Heimir með okkur og söngvararnir Óskar Pétursson og Helga Rós Indriðadóttir. Að lokn- um tónleikunum leikur sveitin fyrir dansi,“ segir Anna sem segir það óvenjulegt en skemmtilegt fyrir klassískt menntaða hljóð- færaleikara að leika fyrir dansi. Auk Önnu Guðnýjar skipa Salon Islandus þau Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettuleik- ari sem er hljómsveitarstjóri, Sig- rún Eðvaldsdóttir og Pálína Árna- dóttir fiðluleikarar, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Hávarður Tryggvason sem leikur á kontra- bassa, Martial Nardeau flautuleik- ari og Pétur Grétarsson slagverks- leikari. Bregða á leik í Kópa- vogi og Skagafirði SALON ISLANDUS Spilar í sínu fínasta pússi í Salnum annað kvöld ásamt Þóru Einars- dóttur söngkonu. BALKANTÓNLIST Á CAFÉ HAITI Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leikur tónlist frá Balkan- löndunum á Café Haiti, Geirsgötu 7b, föstudaginn 13. janúar klukkan 21.30. Meðlimir sveitarinnar eru Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Þorgrímur Jónsson og Erik Qvick. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda Association of Icelandic Film Producers SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins. Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi á árinu 2010. Umsóknir berist fyrir 27. janúar til: SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Hverfisgötu 54 P.O. Box 5367, 125 Reykjavík eða með tölvupósti á sik@producers.is Nánari upplýsingar, reglur og umsóknareyðublöð eru á vefsíðu SÍK – www.producers.is Greiðslur úr IHM sjóði SÍK Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is nydogun@nydogun. is Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur ræðir um áfallastreitu í kjölfar missis, n.k. fimmtudagskvöld 12. janúar kl. 20:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Húsið opnar kl 19:00 þar sem fólk getur komið, spjallað og fengið kaffi. Allir velkomnir. Dagská á vormisseri 2012 2. febrúar Ungt fólk og sorg 1. mars Barnsmissir – missir við fæðingu 12. apríl Áfall – hvað byggir upp aftur Fræðslufundirnir eru í safnaðarheimili Háteigskirkju og hefjast kl. 20:30 Áfallastreita í kjölfar missis

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.