Fréttablaðið - 12.01.2012, Page 52
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR36
bio@frettabladid.is
Fyrsta Prúðuleikara-mynd-
in í tólf ár, The Muppets,
verður frumsýnd hér á
landi um helgina. Hún
hefur verið gagnrýnd af
bandarískum íhaldsmönn-
um fyrir kommúnisma
og öfga-umhverfisvernd
á meðan gagnrýnendur
og áhorfendur hafa lýst
yfir einskærri ást sinni á
þessum höfuðpersónum
hins sáluga Jim Henson.
The Muppets er sjöunda kvikmynd-
in um Prúðuleikarana sem ratar á
hvíta tjaldið. Að þessu sinni njóta
þeir lífsins lystisemda þegar þráð-
urinn er tekinn upp, Svínka stýrir
tískutímariti, Kermit sleikir sól-
ina í villu sinni og Dýri er kominn
í reiðimeðferð fyrir fræga fólkið.
Þegar þrír aðdáendur Prúðuleikar-
anna komast að því að hinn illi Tex
Richman ætli sér að rífa hið forn-
fræga Prúðuleikhús og bora fyrir
olíu verða þeir að sameina gengið
fræga og fá þá til að berjast gegn
illvirkjum olíubarónsins.
The Muppets-myndin er að
mestu leyti hugmynd og hugarverk
gaman leikarans Jason Segel sem
margir ættu að kannast við úr How
I Met Your Mother-gamanþáttunum
og kvikmyndinni Forgetting Sarah
Marsall. Hann kynnti forsvars-
mönnum Disney hugmynd sína um
að endurvekja brúðurnar snemma
árs 2008 en Disney hafði þá ekki
framleitt Prúðuleikaramynd frá
því að Muppet Treasure Island var
frumsýnd árið 1996 (hún fékk mis-
jafnar viðtökur og slappa aðsókn).
Disney leist vel á hugmyndina og
veitti honum styrk til að þróa hand-
rit og Variety greindi frá því að
samningar hefðu náðst í mars það
sama ár. Fyrsta uppkasti var skilað
inn á skrifstofur framleiðsludeild-
arinnar í júní og fljótlega eftir það
fór boltinn að rúlla. Snemma varð
ljóst að Segel myndi leika eitt aðal-
hlutverkanna en meðhöfundur hans
að handritinu, Nicholas Stoller, átti
að leikstýra. Hins vegar var fall-
ið frá þeirri hugmynd og James
Bobin fenginn til að taka það hlut-
verk að sér. Hann hafði leikstýrt
gamanþáttum fyrir gríntvíeyk-
ið The Flight of the Conchords og
sjónvarpsseríunni um alter-egó
Sacha Baron Cohen, Ali G. Amy
Adams var síðan ráðin í aðalkven-
hlutverkið og gæðaleikarinn Chris
Cooper tók að sér hlutverk þrjótsins
Richman.
Handritshöfundarnir boðuðu að
nýja Prúðuleikaramyndin yrði gerð
í anda sjónvarpsþáttanna sem sýnd-
ir voru frá 1976 til 1981 þar sem
svartur húmor fengi að leika laus-
um hala. Vinnutitill myndarinnar
var þannig The Greatest Muppet
Movie of All Time!!! Snemma lak
það út að mörgum þekktum leik-
urum myndi bregða fyrir í mynd-
inni. Og það kom á daginn; Emily
Blunt, Billy Crystal, Jack Black
og Alan Arkin bregður vissulega
fyrir en hins vegar vekur listinn
af þeim stjörnum sem voru klippt-
ar út vegna tímamarka enn meiri
athygli. Á honum má finna nöfn
Lady Gaga, Ben Stiller, Ed Helms
og Milu Kunis auk Ricky Gervais.
En Gervais sést reyndar bregða
fyrir í lokaatriði myndarinnar. The
Muppets hefur fengið ótrúlegar við-
tökur gagnrýnenda en samkvæmt
rottentomatoes.com hafa 96 prósent
gagnrýnenda gefið henni jákvæða
umsögn. Þá er hún aðsóknarmesta
Prúðuleikaramyndin hingað til,
hefur halað inn rúmum 93 milljón-
um dollara í miðasölu vestanhafs.
freyrgigja@frettabladid.is
ENDURKOMA PRÚÐULEIKARA
EINSTAKAR BRÚÐUR Prúðuleikarar Jim Henson eru vaknaðir af værum blundi og
fara á kostum í sinni fyrstu kvikmynd í tólf ár. Gamanleikarinn Jason Segel er einna
helst ábyrgur fyrir því að heimsbyggðin fær nú aftur að njóta krafta þeirra Kermits og
Svínku.
Robert Downey Jr. er þess fullviss
að þriðja myndin um vopnasölukóng-
inn Tony Stark og ofurhetju-skyldur
hans sem Iron Man verði jafnvel
besta ofurhetjukvikmynd allra tíma.
Downey lét þessi stóru orð falla í við-
tali við vefsíðuna Omelete og bætti
því við að hann hlakkaði mikið til
að vinna með leikstjóranum Shane
Black, sem hefur gert kvikmyndir
á borð við Kiss Kiss Bang Bang og
Leathal Weapon 4.
Önnur myndin um Stark og ævin-
týri hans þótti frekar mislukkuð og
hlaut dræmar viðtökur gagnrýnenda
eftir að fyrsta myndin hafði slegið
rækilega í gegn. Og Downey viður-
kennir það fúslega. „Við höfum ein-
stakt tækifæri með þriðju Iron Man-
myndinni og nú er lag að gera bestu
myndina í seríunni. Og ef til vill
bestu ofurhetju-mynd allra tíma,“
segir Downey.
Hann bætir því við að lykillinn
að velgengninni sé að líta til þess
hvað gerði fyrstu Iron Man-myndina
svona góða. „Hún var keyrð áfram af
persónum myndarinnar og var mjög
sérstök. Við verðum að hafa hugrekki
til að fylgja þeirri leið sem var ofur-
svöl. Og hafa þá trú að áhorfendur séu
það svalir að þeir kunni að meta það.“
- fgg
Downey ánægður með Iron Man 3
HLAKKAR TIL Robert Downey Jr. er spenntur
fyrir þriðju myndinni um Tony Stark sem verður
leikstýrt af Shane Black.
Steven Spielberg hefur viðurkennt
að kvikmyndir sínar hafi orðið
dekkri eftir árásirnar á Tvíbura-
turnana 2001. Spielberg hefur í
gegnum árin verið þekktur fyrir
frekar fjölskylduvænt bíó með E.T,
Indiana Jones og Jurassic Park í
broddi fylkingar.
Í viðtali við breska blaðið Inde-
pendent kemur fram að Spielberg
hafi fundist hann verða að breyta
um stíl eftir árásirnar þar sem hátt
í þrjú þúsund manns féllu. „9/11
breytti mér og þessir atburðir
breyttu heiminum. Myndir mínar
urðu dekkri.“ Spielberg nefnir þar
sérstaklega tvær myndir, annars
vegar Minority Report og hins
vegar War of the Worlds. Báðar
skörtuðu þær Tom Cruise í aðal-
hlutverkum. „Minority
Report var mjög
dökk sýn á fram-
tíðina á meðan War
of the Worlds talaði
beint inn í atburðina.
Hún átti ekki að
gera það en
útkoman varð
bara þannig.“
- fgg
UNDIR ÁHRIF-
UM Steven
Spielberg segist
hafa gert dekkri
kvikmyndir eftir
árásirnar á Tví-
buraturnana 2001.
Allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi um helgina í
kvikmyndahúsum borgarinnar.
Krabbamein, Margaret Thatcher
og Prúðuleikararnir eru viðfangs-
efnin að þessu sinni.
Óþarfi er að hafa fleiri orð um
Prúðuleikarana en eflaust væri
hægt að skrifa margar lærðar
greinar um Margaret Thatcher,
umdeildan forsætisráðherra Breta.
Það er sjálf Meryl Streep sem leik-
ur Járnfrúna og hefur leikkonan
fengið einróma lof fyrir frammi-
stöðu sína. Myndin sjálf er hins
vegar umdeild og David Cameron,
forsætisráðherra Breta, gerði hana
meðal annars að umtalsefni í ræðu
sinni fyrir skömmu. Honum fannst
að kvikmyndagerðamennirnir
hefðu mátt bíða þar til Thatcher
væri öll. Myndin fær 56 prósent á
rottentomatoes.com.
Kvikmyndin 50/50 reynir að
nálgast krabbameinsmeðferð á
gamansaman hátt. Myndin segir
frá Adam, sem leikinn er af Joseph
Gordon-Levitt. Hann greinist með
krabbamein og eru gefnar helm-
ingslíkur. Myndin fylgist með
ferðalagi Adams og besta vinar
hans, sem Seth Rogen leikur, og
baráttunni við að halda lífi, bæði
andlega og líkamlega. Myndin
hefur fengið afbragðsdóma en
samkvæmt rottentomatoes.com
eru 93 prósent gagnrýnenda ánægð
með hana. - fgg
Krabbamein og
Margaret Thatcher
Í JÁRNFRÚAR-LÍKI Meryl Streep þykir
fara á kostum sem Margaret Thatcher í
kvikmyndinni The Iron Lady.
Gerir dekkri
myndir
> J-LO Í KÓKIÐ
Jennifer Lopez hefur mikinn
hug á því að leika í kvik-
myndinni Cocaine Cowboys
sem verður byggð á sam-
nefndri heimildarmynd.
Leonardo DiCaprio og leik-
stjórinn David O.Russell hafa
verið orðaðir við verkefnið.