Fréttablaðið - 10.02.2012, Síða 6
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR6
hófsamlega með þessar heimildir.“
Sigrún Ósk Sigurðardóttir,
aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir
starfsmenn þar ávallt telja sig
vera að vinna eftir lögum og
reglum hverju sinni. „Og þetta er
okkar skoðun, en auðvitað er þetta
í einhverjum tilfellum matsatriði,“
segir hún.
Sigrún segir að valinn hópur
starfsmanna ÁTVR hafi það
með höndum að taka afstöðu til
umsókna um reynslusölu, en
ákvörðunin sé alltaf á ábyrgð for-
stjóra. Ekki sé víst að þetta sé
heppilegt kerfi, enda taki ákvarð-
anir ÁTVR ekki til innflutnings og
geti veitingastaðir boðið upp á vín
sem ÁTVR hafnar.
„Það má alveg velta því fyrir
sér hvort það væri
ekki heppilegra að
það væri einhver
sem almennt tæki
afstöðu til þess
hvað ætti að vera á
markaðnum,“ segir
Sigrún, til dæmis
stjórnvaldsnefnd
sem heyrði beint
undir ráðuneytið.
stigur@frettabladid.is
Úr lögum um
verslun með
áfengi og tóbak
STJÓRNSÝSLA „Það er langt seilst í
rökstuðningi fyrir þessari ákvörð-
un ÁTVR,“ segir Helgi Hjörvar,
formaður efnahags- og skatta-
nefndar Alþingis, um þá ákvörðun
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins að heimila ekki sölu rauðvíns-
ins Motörhead Shiraz, sem greint
var frá í Fréttablaðinu í gær. Hann
hvetur ÁTVR að gæta hófs þegar
vörur eru útilokaðar þaðan.
Víninu var hafnað þar sem
hljómsveitin Motörhead, sem vínið
er nefnt eftir, kemur ekki nálægt
framleiðslu þess sjálf, auk þess
sem nafnið er talið skírskota til
óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þannig
sé enska orðið ‚motorhead‘ slang-
uryrði yfir amfetamínneytanda og
textar sveitarinnar fjalli „iðulega
um stríð, misnotkun valds, óábyrgt
kynlíf og misnotkun vímuefna“.
Reglur um vöruval ÁTVR voru
lögfestar í fyrsta sinn í fyrra á
grundvelli innkaupareglna sem
notast hafði verið við um nokkra
hríð.
„Lagaákvæðið var ekki hugsað
til þess að vörum væri hafnað með
tilvísun til tónlistarsmekks,“ segir
Helgi, sem hafði lagafrumvarpið
til meðferðar í efnahags- og skatta-
nefnd.
„ÁTVR hefur verið að vinna með
vöruvalsreglur um árabil og þing-
ið samþykkti tillögur fjármálaráð-
herra um að skjóta lagastoð undir
þær reglur og það eru málefnaleg-
ar ástæður til þess að ÁTVR hafi
slíkar heimildir,“ segir hann.
„Það á ekki síst við þegar verið
er að markaðssetja áfengi sérstak-
lega á börn og ungmenni undir
áfengiskaupaaldri í formi sælgæt-
is eða íss eða umbúða af ýmsu tagi,
en það er mikilvægt að ÁTVR fari
LÖGREGLUMÁL Lögregla stefnir að
því að ljúka í næstu viku rann-
sókn tveggja nauðgunarmála gegn
skemmtikraftinum Agli Einars-
syni, að sögn Björgvins Björgvins-
sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.
Áður en hægt er að ljúka rann-
sókn vegna síðari kærunnar sem
barst seinni part janúar þarf að
taka skýrslur af vitnum sem nú
eru stödd erlendis en eru væntan-
leg til landsins í næstu viku.
Átján ára stúlka kærði Egil
og unnustu hans fyrir nauðgun í
nóvemberlok og þegar málið hafði
verið til rannsóknar um nokkurt
skeið barst kæra vegna annarr-
ar nauðgunar sem Egill á að hafa
gerst sekur um fyrir átta árum.
Stúlkan í því tilfelli var þá fimm-
tán ára. Egill hefur opinberlega
borið af sér sakir í báðum mál-
unum.
Lögregla lauk rannsókn vegna
fyrri kærunnar um miðjan janúar
og sendi það í kjölfarið til Ríkis-
saksóknara. Ríkissaksóknari vís-
aði málinu hins vegar aftur til
lögreglu og taldi að skerpa þyrfti
á ákveðnum þáttum rannsóknar-
innar. Hún er nú á lokastigi á ný.
- sh
Lögregla stefnir að því að ljúka tveimur nauðgunarrannsóknum í næstu viku:
Bíða vitna að utan í máli Egils
EGILL EINARSSON Hefur staðfastlega
neitað því að hafa gerst sekur um
nauðgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SKAGAFJÖRÐUR „Ekki er hægt að
una slíkum samskiptum á milli
stjórnsýslustiga og ámælisvert að
æðstu ráðmenn
landsins skuli
koma þannig
fram við heilu
landshlutana,“
segir byggða-
ráð Skagafjarð-
ar sem kveður
stjórn Samtaka
sveitarfélaga
á Norðurlandi
vestra hafa
undanfarna mánuði árangurslaust
reynt að ná fundi með Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra.
Samtökin vilja ræða við
Jóhönnu um „mjög erfiða stöðu
byggða á Norðurlandi vestra og
leggja fram tillögur til lausna á
þeim vanda“. Á skömmum tíma
hafi 45 opinber störf horfið úr
Skagafirði. - gar
Ósáttir sveitarstjórnarmenn:
Norðlendingar
álasa Jóhönnu
JÓHANNA SIG-
URÐARDÓTTIR
Tónlistarsmekkur ráði
ekki úrvalinu í ÁTVR
Formaður efnahags- og skattanefndar segir ÁTVR seilast langt eftir rökum fyrir
því að banna rauðvín merkt Motörhead og hvetur til hófs. Löggjöf um vöruval
hafi ekki haft þennan tilgang. Talsmaður ÁTVR stingur upp á breyttu verklagi.
SÝRLAND, AP Sýrlenskir hermenn
skutu sprengjum á borgina
Homs í gær, sjötta daginn í röð.
Sprengjuárásirnar á borgina hafa
kostað hundruð manna lífið síðan
þær hófust fyrir tæpri viku.
Enn hefur Sýrlandsher þó
ekki tekist að ná þessari milljón
manna borg á sitt vald.
Ban Ki-moon, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, segir
að Arababandalagið ætli að senda
eftirlitsmenn aftur til Sýrlands.
Meðal annars sé í bígerð sam-
starf eftirlitsmanna Arababanda-
lagsins við Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna, en enn eigi eftir að
útfæra slíkt samstarf. - gb
Sýrlandsher sprengir áfram:
Umsátur kostar
hundruð lífið
SPRENGJUM RIGNIR Á HOMS Þykkan
reyk má sjá skammt frá mosku í hverf-
inu Baba Amro. NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGUR Blikur eru á lofti
með norsk-íslenska síldarstofninn
að mati norskra fiskifræðinga.
Óttast þeir að nýliðun stofns-
ins verði léleg næstu fimm árin,
en um málið er fjallað í nýjustu
Fiskifréttum.
Gangi spár eftir dragast veiðar
Íslendinga saman um 57 prósent
miðað við meðalveiði og um 75
prósent miðað við aflann þegar
hann var mestur árið 2009.
Samkvæmt samkomulagi er
hlutur Íslands í aflanum 14,51
prósent, en hlutur Íslands í ár er
um 120 þúsund tonn af 833 þús-
und tonna heildarkvóta. - shá
Norsk-íslenski síldarstofninn:
Óttast lélega
nýliðun stofns
Á Ísland að draga sig úr
Eurovision-keppninni í
Aserbaídsjan?
JÁ 57,9%
NEI 42,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú selt gamla gullskart-
gripi fyrir reiðufé?
Segðu þína skoðun á visir.is
HELGI
HJÖRVAR
SIGRÚN ÓSK
SIGURÐARDÓTTIR
SAMGÖNGUR Ríflega helming-
ur íbúa á höfuðborgarsvæðinu
ferðast aldrei með strætisvögn-
um, en um 14 prósent íbúanna
fara með strætó einu til tvisvar
í viku, aðrir sjaldnar. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í
nýrri ferðavenjukönnun sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Rúm 12 prósent hjóla að stað-
aldri og nærri 49 prósent hluta
úr ári. En 39 prósent hjóla aldrei,
færri en þeir sem aldrei fara í
strætó. Jafnmargir fara í strætó
og 2002 en mun fleiri ferðast nú
hjólandi eða 3,8 prósent miðað
við 0,3 prósent árið 2002. - shá
Ferðavenjur kannaðar:
Helmingur fer
aldrei í strætó
Í STRÆTÓ Fleiri og fleiri fara ferða sinna
hjólandi.
„ÁTVR er heimilt að hafna vörum
sem innihalda gildishlaðnar eða
ómálefnalegar upplýsingar eða gefa
til kynna að áfengi auki líkamlega,
andlega, félagslega eða kynferðis-
lega getu, særa blygðunarkennd
eða brjóta á annan hátt í bága við
almennt velsæmi, m.a. með skír-
skotun til ofbeldis, trúar, ólöglegra
fíkniefna, stjórnmálaskoðana, mis-
mununar og refsiverðrar háttsemi.“
UMHVERFISMÁL Grand Hótel
Reykjavík hyggst fyrst hótela í
borginni taka upp þriggja þátta
sorpflokkunarkerfi á herbergj-
um.
Kerfið er hluti af markvissri
flokkun úrgangsefna sem nær til
allrar starfsemi hótelsins: eld-
húss, veitingastaða, skrifstofa og
herbergja.
Þetta er liður í þeirri vinnu að
gera hótelið og starfsemi þess
umhverfisvænni og að verða leið-
andi á sviði umhverfismála.
Starfsmenn hótelsins vilja leita
leiða til að minnka umhverfisspor
hótelsins og að stuðla að bjartri
framtíð ferðaþjónustunnar á
Íslandi, segir í frétt á vef Sam-
taka ferðaþjónustunnar. - shá
Vistvænt Grand Hótel:
Sorp flokkað á
herbergjum
GRAND HÓTEL Nú er sorp flokkað á her-
bergjum hótelsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GRIKKLAND, AP Leiðtogar grísku stjórnarflokkanna
náðu í gær samkomulagi um sparnaðaraðgerðir
eftir að erfiðar samningaviðræður höfðu dregist á
langinn dag eftir dag í meira en viku.
Daginn áður höfðu fulltrúar Evrópusambandsins
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gefið stjórninni hálfs
mánaðar frest til að finna hvar í ríkisrekstrinum
finna megi þá 300 milljarða evra, sem Grikkjum
var gert að skera niður til þess að fá frekari fjár-
hagsaðstoð.
Niðurstaðan fékkst loks í gær, nokkrum klukku-
stundum fyrir fund fjármálaráðherra evruríkjanna,
sem haldinn var í Brussel í gærkvöld.
Það sem síðast strandaði á voru kröfur um að
eftir laun ríkisstarfsmanna yrðu lækkuð.
Í nýja aðgerðapakkanum eru meðal annars
skattahækkanir, launalækkanir og fækkun ríkis-
starfsmanna, en allt þetta bætist ofan á erfiðan
niður skurð sem bitnað hefur illa á almenningi.
Til þessa hefur niðurskurðurinn þó ekki dugað
til að koma ríkisfjármálum Grikklands í betra horf.
Þvert á móti virðist ástandið versna með hverjum
mánuðinum.
Grísk stjórnvöld þurfa fjárhagsaðstoð til þess
að geta greitt næstu stóru afborganirnar af ríkis-
skuldum, hinn 20. næsta mánaðar.
- gb
Gríska stjórnin afgreiddi ný aðhaldsáform stuttu fyrir ráðherrafund evruríkjanna:
Samkomulag á síðustu stundu
MÓTMÆLI Í GRIKKLANDI Fólk hefur fjölmennt út á götur til að
mótmæla frekari niðurskurði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NOREGUR Lögregluna í Hörðalandi
í Noregi grunar að tíu bílar kunni
að vera í sjónum fyrir utan Knar-
vik norður af Bergen. Síðdegis í
gær var búið að hífa að minnsta
kosti nokkra bíla upp með sér-
stökum kranabát.
Að sögn lögreglunnar var það
við leit að öðru á svæðinu sem
bílhræin fundust í sjónum.
Grunur leikur á að um trygg-
ingasvik sé að ræða. Fulltrúar
tryggingafélaga munu rannsaka
málið og kanna hvort tryggingar
hafi verið greiddar fyrir bílana,
að því er greint er frá á fréttavef
Aftenposten. - ibs
Grunur um tryggingasvik:
Bílarnir í hafið
KJÖRKASSINN