Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 10.02.2012, Qupperneq 10
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR10 Bættu LGG + við daglegan morgunverð fjölskyldunnar og styrktu ónæmiskerfið. Nú fylgja 2 frítt með Þú getur lesið meira um LGG+ á ms.is/lgg + stuðlar að vellíðan + styrkir varnir líkamans + bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana + eykur mótstöðuafl + hentar fólki á öllum aldri + er bragðgóð næring Fyrir fulla virkni Ein á dag Eiginleikar LGG+ SAMKEPPNISMÁL Auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) munu skerðast um hátt í tvö hundruð milljónir króna árlega verði drög að nýjum lögum um starfsemi þess að lögum. Samkvæmt drög- unum má hlutfall auglýsinga í dag- skrá RÚV ekki fara yfir tíu mínút- ur á hverjum klukkutíma, bannað verður að slíta í sundur dagskrár- liði til að koma að auglýsingum, vöruinnsetning verður óheimil í innlendri dagskrárgerð og RÚV verður gert að birta gjaldskrá fyrir auglýsingar þar sem einnig eru tilgreind afsláttarkjör. Þetta kemur fram í skýringum með frumvarpsdrögum nýs lagafrum- varps um starfsemi RÚV sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Á síðasta rekstrarári RÚV, sem lauk 31. ágúst 2011, námu heildar- tekjur þess af auglýsingum og kostunum á einstökum dagskrár- liðum í sjónvarpi og útvarpi 1.556 milljónum króna. Samanlagt gerir það tæplega 35% af heildartekjum RÚV. Þar af námu beinar tekjur af sjónvarpsauglýsingum tæpum milljarði króna. Verði nýju lögin að lögum er áætlað að takmarkan- ir á sjónvarpsauglýsingum muni skerða auglýsingatekjur RÚV um 15%. Hefðu lögin þegar tekið gildi hefðu tekjur RÚV vegna þessara takmarkana skerst um 186 millj- ónir króna í fyrra, samkvæmt upplýsingum sem fyrirtækið veitti mennta- og menningarmála- ráðuneytinu. Með skýringum frumvarps- draganna segir að það geri ekki „ráð fyrir því að Ríkisútvarp- ið hverfi af auglýsingamarkaði. Hins vegar er talið mikilvægt að dregið verði verulega úr umsvif- um Ríkisútvarpsins á auglýsinga- markaðnum […] eitt af markmið- um frumvarpsins [er] að minnka verulega vægi viðskiptalegra samkeppnissjónarmiða í starf- semi Ríkisútvarpsins“. Stefnt er að því að auglýsing- ar megi ekki vera stærra hlut- fall en tíu mínútur af hverjum klukkutíma sem sendur er út á sjónvarpsstöð RÚV. Þar er geng- ið lengra en í lögum um fjölmiðla sem samþykkt voru í fyrra þar sem takmarkið var dregið við tólf mínútur. Auk þess verður meginregl- an sú að RÚV verði ekki heim- ilt að slíta í sundur dagskrárliði með auglýsingahléum nema í undantekningartilvikum. Slíkar undan tekningar eru, samkvæmt skýringunum, til dæmis „lang- ir dagskrárliðir í tengslum við fjáröflun góðs málefnis, útsend- ingu frá Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða langir þætt- ir, sem eru einungis sýndir við sérstök tilefni […] hins vegar er Ríkisútvarpinu með öllu óheim- ilt að slíta í sundur kvikmynd- ir með auglýsingahléum“, nema þær séu óvenjulega langar sam- kvæmt skilgreiningu sem stjórn RÚV setur. Þá verður RÚV gert að setja og birta reglur um gjaldskrá fyrir auglýsingar þar sem öll afslátt- arkjör og sértilboð eru einnig til- greind. Í skýringunum segir að um sé að ræða „gjaldskrá sem lýtur eftirliti og lögmálum sam- keppnislaga“. thordur@frettabladid.is Auglýsingatekjur RÚV minnka um 200 milljónir Í drögum að frumvarpi um starfsemi RÚV eru lagðar ýmiss konar takmarkanir á þátttöku fyrirtækisins á samkeppnismarkaði. Tekjur vegna sjónvarpstekna skerðast um hátt í 200 milljónir og RÚV verður gert að birta gjaldskrá á vef sínum. Fyrirtækið verður undir eftirliti Samkeppniseftirlitsins í fyrsta sinn. HEILBRIGÐISMÁL Tveir fullorðnir einstaklingar hafa greinst með rauða hunda hér á landi á síðustu tveim vikum. Báðir voru með ein- kennandi sjúkdóm og höfðu ekki verið bólusettir sem börn eða unglingar. Annar einstaklinganna hafði líklega smitast erlendis. Rauðir hundar eru yfirleitt vægur sjúkdómur hjá heilbrigðu fólki en getur valdið alvarlegum fósturskaða hjá þunguðum konum, einkum á fyrri hluta meðgöngu. Rauðir hundar greindust síðast á Íslandi árið 1992. - shá Tveir hafa greinst hér á landi: Rauðir hundar stinga sér niður SPÁNN, AP Spænski rannsóknar- dómarinn Baltasar Garzon hefur verið dæmdur fyrir að misnota völd sín. Honum er bannað að stunda störf sem rannsókn- ardómari næstu ellefu árin. Gar- zon er 56 ára og verður því orð- inn 67 ára þegar bannið fellur úr gildi. Hann varð frægur fyrir að gefa út alþjóð- lega handtökuskipun á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile. Hæstiréttur Spánar komst að þeirri niðurstöðu í gær að Garzon hefði misnotað völd sín með því að heimila hleranir á samtölum fanga við lögmenn þeirra í tengslum við rannsókn á glæpum frá Franco- tímabilinu. - gb Garzon dæmdur á Spáni: Sekur um að misnota vald BALTAZAR GARZON BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórn- völd hafa náð samkomulagi við fimm af stærstu bönkum Banda- ríkjanna um lækkun húsnæðis- skulda milljón heimila, sem ýmist eru í vanskilum eða skulda meira en nemur verðmæti húseignanna. Auk þess fá um 750 þúsund Bandaríkjamenn ávísun upp á 1.800 dali hver, eða tæpar 220 þúsund krónur. Samtals þurfa bankarnir að greiða um 26 milljarða dala, eða nærri 3.200 milljarða króna, en þetta er stærsti samningur um greiðslur frá bandarískum stór- fyrirtækjum frá því að tóbaks- framleiðendur féllust á að greiða bætur fyrir sjúkrakostnað af völdum reykinga í skiptum fyrir að fallið yrði frá málaferlum á hendur þeim. - gb Bankar vestra borga tjón: Samþykkja að lækka skuldir Í frumvarpsdrögunum er lagt til að RÚV stofni og reki sérstakt dótturfélag, að fullu leyti í þess eigu, þar sem öll samkeppnistarfsemi fyrirtækisins verði hýst, þar á meðal sala á auglýsingum. Við uppsetningu félagsins á að fylgja norskri fyrirmynd, en norska ríkissjónvarpið NRK á dótturfélagið NRK Aktivum sem keppir á samkeppnismörkuðum. Á meðal annarrar starfsemi sem dótturfélagið á að fara með er að „taka saman, gefa út og dreifa hvers konar áður framleiddu efni í eigu Ríkisútvarpsins. Einnig á að selja birtingar- rétt að efni Ríkisútvarpsins og að framleiða og selja vörur sem tengjast framleiðslu Ríkisútvarpsins“. Við stofnun hins nýja dótturfélags mun samkeppnisrekstur RÚV lúta eftirliti Samkeppniseftirlitsins (SE) í fyrsta sinn. Hingað til hefur RÚV skilgreint allan sinn rekstur sem almannaþjónustu og SE hefur ekki haft lögsögu yfir slíkum rekstri. Samkeppnisrekstur í dótturfélag EFSTALEITI Á síðasta ári hafði RÚV um 35% af heildartekjum sínum af auglýs- ingum og kostunum á öðrum dagskrárliðum. í drögum að nýju frumvarpi kemur fram að það sé „mikilvægt að dregið verði verulega úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði“. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AKUREYRI Akureyrarbær hefur nú ummæli Snorra Óskarssonar, sem oft er kenndur við trúarsöfnuðinn Betel, til skoðunar. Í pistli á blogg- síðu sinni sagði hann samkynhneigð vera synd. Snorri kennir unglingum í Brekkuskóla á Akureyri. Akureyri vikublað greindi frá því í gær að foreldrar nemenda við skólann væru afar ósáttir við skrif Snorra og krefðust tafarlausrar afsagnar hans. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæj- arstjóri á Akureyri, segir málið í skoðun. „Við erum að vanda okkur og vinnum þetta mál faglega,“ segir Eiríkur, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hvorki Gunnar Gísla- son, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, né Preben Jón Pétursson, formað- ur skólanefndar Akureyrarbæjar, vildu tjá sig um málið. Hvorki náð- ist í skólastjóra né aðstoðarskóla- stjóra Brekkuskóla í gær. Ummæli Snorra sem vakið hafa þessi viðbrögð birtust á síðu hans 31. janúar: „Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkyn- hneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæski- leg. Laun syndarinnar eru dauði og því grafalvarleg,“ skrifar Snorri. Bloggfærslur hans um samkyn- hneigð komu síðast á borð mennta- málanefndar Akureyrarbæjar fyrir um tveimur árum. - sv Forsvarsmenn menntamála á Akureyri verjast svara vegna grunnskólakennara: Ummæli Snorra í Betel til skoðunar BREKKUSKÓLI Á AKUREYRI Snorri í Betel hefur kennt við skólann undanfarin ár og hefur sætt gagnrýni vegna skoðana sinna á samkynhneigð.GOTT Í GOGGINN Þessi ísbjörn býr í dýragarðinum í Hannover. Hann er betur búinn af náttúrunnar hendi en mannfólkið til að þola hina miklu kulda sem ríkt hafa í Evrópu síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.