Fréttablaðið - 10.02.2012, Page 12

Fréttablaðið - 10.02.2012, Page 12
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR12 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Alistair Grétarsson, starfsmaður UNICEF á Indlandi Þ etta eru mikil tíma- mót og merkur áfangi,“ segir Alist- a i r Gréta rsson , starfsmaður UNI- CEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Indlandi, en nú er rúmt ár síðan síðasta stað- festa tilfellið af lömunarveiki kom upp í landinu. Lömunarveiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem hefur lengi hrjáð mannkynið, en einskorðast nú nær alfarið við fátækustu land- svæði heims. „Þetta er afar mikilvægt því lengi hefur verið talið erfiðast að hefta útbreiðslu lömunar- veiki á Indlandi af öllum löndum og hér komu jafnan upp flest til- felli á hverju ári allt fram til árs- ins 2009,“ segir Alistair. Það ár greindist nær helmingur allra til- fella í heiminum á Indlandi, eða 741 af 1.604. „Stóri áfanginn liggur líka í því að nú er búið að byrgja fyrir það að smit komi upp hér á Indlandi og breiðist út til annarra landa. Sjúk- dómurinn ferðast með fólki milli landa og þegar stórt og fjölmennt land eins og Indland er tekið út úr jöfnunni á heimsvísu er það mik- ill áfangi í að komast alla leið og útrýma sjúkdómnum algerlega.“ Alistair segir það enn þá vera lokatakmarkið og nú sjái loks fyrir endann á baráttunni. „Við erum nær því en nokkru sinni fyrr, en einmitt þess vegna hefur aldrei verið eins mikilvægt að halda áfram að efla baráttuna. Við erum á síðustu metrunum, en þá er hlassið líka oft þyngst. Það er síður en svo tími til að slaka á þó við fögnum vissulega þessum áfanga.“ Fátækustu svæðin erfiðust Lömunarveiki herjaði á fólk um allan heim, þar með talið Vestur- lönd, en með tilkomu bóluefnis um miðja síðustu öld var sjúkdómnum úthýst frá öllum þróuðum löndum. Í fyrra greindist lömunarveiki í sautján löndum sem, fyrir utan Kína, eru öll í hópi fátækustu landa heims. Þar af eru fjögur lönd þar sem sjúkdómurinn er talinn landlægur, en fyrir utan Indland eru Pakistan, Afganistan og Níg- ería í þeim hópi. Staða Indlands gæti þó breyst á næstu dögum ef staðfest verður formlega að ekkert tilfelli hafi komið upp þar í landi frá því í janúar í fyrra. „Nú á dögum hefst sjúkdómur- inn við á þeim stöðum í heimin- um þar sem ástandið og aðgengið er verst og fátæktin mest,“ segir Alistair. „Fyrir utan löndin þar sem veik- in er landlæg eru fleiri lönd þar sem veikin kemur upp hvað eftir annað. Veiran breiðist út með fólki sem ferðast milli landa, og þess vegna mun hættan alltaf vera til staðar þangað til sjúkdómnum hefur verið endanlega útrýmt.“ Fræðsla er lykillinn að árangri Átakið til útrýmingar lömunar- veiki hefur staðið í marga ára- tugi, en það er á síðustu tveimur árum sem mestur árangur hefur náðst með bólusetningum barna og aukinni fræðslu. Alistair segir að margt liggi þar að baki, en ekki síst ákveðni indverskra stjórn- valda sem hafi varið miklum fjár- munum síðustu ár og áratugi til þess að útrýma lömunarveiki með stuðningi Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar, UNICEF og fleiri aðila eins og Rótarý-hreyfingarinnar. „Það sem er einstakt við Ind- land er stærðin og umfangið. Hér eru 2,3 milljónir sjálfboðaliða sem heimsækja 209 milljónir húsa að minnsta kosti tvisvar á hverju ári og bólusetja 170 milljónir barna undir 5 ára aldri við lömunarveiki. Þetta er því sambland af staðfestu indverskra stjórnvalda og alþjóða- stofnana, og vilja samfélagsins sjálfs. Einnig hafa margir frægir einstaklingar tekið þátt í að vekja athygli á málefninu um allt land þar sem farið er til að hitta börn og bólusetja allt upp í sjö sinnum á ári.“ Alistair segir að ónæmi barnanna verði sterkara því oftar sem þau séu bólusett, og mikil áhersla sé lögð á að gefa börnum á hættusvæðum oftar bóluefni sem gefið er í munndropum. Alistair segir mikið atriði að afla verkefninu velvildar, bæði hjá for- eldrum og framámönnum í sam- félögunum. Því sé mikil vinna lögð í að byggja upp þekkingu og skiln- ing meðal almennings. „Það er ekki sjálfsagt að fólk vilji láta bólusetja börnin sín. Í ýmsum samfélögum hefur verið viðvarandi trú að bóluefnið sé hluti af samsæri Vesturlanda, gefið til að gera börnin ófrjó. Á afskekktum svæðum eru svo almennt ríkjandi efasemdir í garð utanaðkomandi fólks.“ Þar kemur einmitt til kasta UNI- CEF sem sendir sjálfboðaliða út um allt Indlandi til að uppfræða fólk og fá það til að trúa á verk- efnið. „Sjálfboðaliðar á okkar vegum ganga á milli heimila þar sem þeir hitta fólk með reglulegu millibili og ræða við það, ekki aðeins um bólusetningar, heldur líka almennt um hreinlæti, heilbrigðismál og mikilvægi brjóstagjafar. Það getur hins vegar haft áhrif á bólusetn- ingarnar því að ef börnin veikjast, til dæmis ef þau fá niðurgang, er hætta á að bólusetningin spillist.“ Takmarkið innan seilingar Tilfellum um lömunarveiki hefur fækkað á heimsvísu síðustu árin þar sem um 2.000 tilfelli greindust árið 2006 en 647 í fyrra. Alistair segir því mikilvægt að missa ekki dampinn. „Við munum halda okkar striki og halda áfram að bólusetja þessa stóru hópa barna. Stærsta hættan sem steðjar nú að er í hópi farand- verkafólks sem er sífellt á ferðinni og því er erfitt að hitta börnin þess með reglulegu millibili til að gefa þeim bóluefni. Svo er líka hætta á að fullorðnir beri veikina með sér því að fólk getur borið sjúkdóminn án þess að sýna einkenni.“ Annað mikilvægt atriði, segir Alistair sé að hafa viðbragðsteymi tilbúið til að grípa inn í ef upp kemur tilfelli. Þá þurfi að bólusetja hundruð þúsunda barna umsvifa- laust. „Það er hins vegar merkilegt að líta á verkefnið í stærra samhengi því að okkur hefur aðeins tekist að útrýma einum sjúkdómi í sögu mannkynsins og það er bólusótt. En ef okkur tekst það sama með lömunarveiki á næstu árum verður það sannarlega sögulegt afrek.“ Stórt skref í átt að fullnaðarsigri Alistair Grétarsson hefur undanfarin ár starfað fyrir UNICEF á Indlandi þar sem lyft hefur verið grettistaki í baráttunni gegn lömunarveiki. Rúmt ár er frá síðasta staðfesta tilfelli, en í samtali við Þorgils Jónsson segir Alistair að alls ekki megi slá slöku við. MIKILVÆGUR ÁFANGI Alistair Grétarsson segir mikil tímamót felast í því að ekki hafi komið upp tilfelli af lömunarveiki á Indlandi í rúmlega ár. Það sé mikilvægt skref í að útrýma sjúkdómnum á heimsvísu. Á BATAVEGI Hin tveggja ára Rukhsar frá Vestur-Bengal er síðasta indverska barnið sem greinst hefur með lömunarveiki, en það var í janúar í fyrra. Hún lamaðist vegna sjúkdómsins en er á batavegi eftir mikla endurhæfingu. Hún mun þó alltaf eiga mjög erfitt með gang. MYND/UNICEF Lömunarveiki, sem einnig nefnist mænuveiki eða mænusótt, er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem ræðst á taugakerfi manna og getur valdið varanlegri lömun á skömmum tíma. Engin lækning er við sjúkdómnum sjálfum en hægt er að hefta útbreiðslu hans með bólusetningu. Lömunarveiki var landlæg um öll Vesturlönd allt fram á miðja 20. öld þegar bóluefni komu fyrst fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn berst manna á milli með snertingu. Veiran berst inn um munn, fjölgar sér í þörmum fólks og skilar sér aftur út með hægðum. Því er hreinlæti afar mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu. Flestir sem bera veiruna eru einkennalausir og geta því dreift veirunni áfram án þess að vita af því. Sýking getur haft varanleg áhrif, til dæmis lömun, vöðvarýrnun, ofþreytu og verki í vöðvum og liðum. Hvað er lömunarveiki? BÖRNIN BÓLUSETT 170 milljónir indverskra barna eru ár hvert bólusett við lömunarveiki, flest oftar en einu sinni á ári, til að efla ónæmi þeirra fyrir veirunni. NORDICPHOTOS/AFP Síðustu ár hafa stjórnvöld á Indlandi, með aðstoð alþjóðasamfélagsins, unnið þrekvirki í að hefta útbreiðslu lömunarveiki í landinu. Nú er rúmt ár liðið frá síðasta staðfesta tilfelli, en það kom upp 13. janúar í fyrra. Á næstu dögum verður það væntanlega staðfest endanlega að lömunarveiki sé ekki að finna á Indlandi og verður landið þá tekið af lista þeirra landa þar sem lömunarveiki er landlæg. Grettistaki lyft í baráttunni við lömunarveiki á Indlandi 1985: 150.000 tilfelli 1991: 6.028 tilfelli 2009: 741 tilfelli 2010: 42 tilfelli 2011: 1 tilfelli Tilfelli lömunarveiki á Indlandi Í fyrra voru um 900 milljón bólusetningarskammtar gefnir indverskum börnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.