Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 18
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR Hæfileikafólk á Íslandi er álíka margt og í þrjú hundruð þús- und manna borg annars staðar í heiminum, sagði Willem Buiter, hagfræðingur á hagfræðinga- ráðstefnunni í Hörpu í haust. Ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Fyrir vikið nær hæfi- leikafólk oft ótrúlegum tökum á íslensku umhverfi. Það fær svo litla samkeppni. Tökum Egil Helgason sem dæmi. Í mínum huga er engum blöðum um það að fletta að hann er þar sem hann er fyrir verðleika. Hann er manna fróðastur, víðles- inn, talar mörg tungumál, getur verið skemmtilegur og er afskap- lega ljúfur og afslappaður á skján- um. Allt eru þetta kostir sem prýða góðan sjónvarpsmann, mikinn hæfileikamann. En okkur vantar fleiri með hæfileika eins og hans. Egill er samt ekkert öðru vísi en við hin, breyskur og með afar fast- mótaðar og stundum einstreng- ingslegar hugmyndir um lífið og tilveruna. Það finnst mér. Ef það væru 10 til 15 jafnokar Egils á íslenskum ljósvaka skiptu hleypi- dómar hans í sjálfu sér litlu. Jafn- okarnir myndu veita honum mót- vægi. En Egill er eiginlega einn, í það minnsta er hann í stöðu sem enginn annar hefur. Hann er eins og Styrmir og Matthías á blóma- skeiði Moggans, en ríkisrekinn. Í mörg ár hefur varla komið til landsins sérfræðingur sem nöfn- um tjáir að nefna öðru vísi en hann hafi farið í þáttinn til Egils. Hann hefur orðið nokkurs konar sía á útlenda fræðimenn sem hafa tjáð sig um það gerningaveður, sem gengið hefur yfir landið. Mörg viðtölin hafa verið hreint frábær – enda varla hægt að klúðra viðtali við suma þessa vitringa ef maður kann útlensku. En vitaskuld lita viðhorf Egils viðtölin. Það er bara eðli málsins samkvæmt. Svo kallar hann til frekar ein- sleitan hóp álitsgjafa. Honum er vorkunn að því leyti, að það eru tiltölulega fáir með liðugt mál- bein sem eru reiðubúnir að tjá sig reglulega um menn og málefni á ljósvakanum. Það veit ég af eigin raun. Og þeir virka stundum best í sjónvarpi sem eru reiðubúnir að slá um sig með sleggjudómum – kaldir kallar sem þykjast hafa allt á hreinu. En gallinn er bara sá, að sjaldnast er veruleikinn á hreinu. Og eins og á öðrum sviðum, svo ég vitni aftur til Buiters, takmark- ar fámennið framboð á fólki sem hefur komist að ígrundaðri niður- stöðu. Egill hefur nú sýnt mér þann heiður að svara tvívegis greinastúf sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrir nokkrum dögum. Þar lét ég í ljós efasemdir um að við værum á réttri braut í uppgjöri á hruninu. Ég taldi og tel að við horfum of mikið á meinta glæpi. Einhvern veginn læðist að mér sá grunur, að starfsfólk sérstaks saksókn- ara upplifi hlutina með svipuðum hætti og ég. Þess vegna séu ekki komnar fram ákærurnar sem voru boðaðar. Þau sitji og klóri sér í hausnum af því þau hafi kom- ist að því að sakarefnin, sem áttu að blasa við, séu einfaldlega ekki fyrir hendi. Að minnsta kosti ekki í þeim mæli sem þau bjuggust við. Ef rétt er þá er ekki til einskis af stað farið. En fyrst ég er að tala um Egil get ég ekki látið hjá líða að nefna, að í seinna svari hans við greinar- stúfi mínum kom fram sjónarmið sem mér finnst ógeðfellt. Og ég held að við nánari skoðun sé hann mér sammála. En hann skrifar: „Ég held reyndar að Kristín sé vísvitandi að mikla þetta fyrir sér – embætti sérstaks saksókn- ara starfar tímabundið að rann- sóknum á atburðum sem gerðust á stuttu tímabili. Þegar þeim er lokið verður væntanlega settur punktur við þessi mál – þá munum við von- andi eiga hér nothæfa stofnun sem rannsakar efnahagsbrot. Því hefur ekki áður verið til að dreifa.” Ég held að það sé misskilningur hjá Agli, að stjórnvöld hafi ætlað að gera þá sem verið er að rann- saka að tilraunadýrum. Slíkt get ég séð fyrir mér í Íran en ekki á Íslandi. Ég vil benda Agli á, að sakborn- ingar í sakamálum eru lifandi fólk, sem telst saklaust uns sekt er sönnuð. En Egill er þess umkom- inn að kveða upp úr um sekt og segir í fyrri grein: „… þegar klíka manna stund- ar stórfelldar og kerfisbundnar falsanir og blekkingar til að kom- ast yfir fjármagn annars fólks og setur heilt samfélag á hliðina – að þá eigi lögin ekki við. Það er dálítið langsótt kenning.“ Það hrína náttúrulega engin rök á þeim sem veit. Ég bæti því við, að mér finnst dónalegt, að tala um að ég sé vís- vitandi að mikla hlutina fyrir mér. Af hverju ætti ég að gera það? Ég þykist vita, að Egill leyfi sér að draga þá ályktun vegna þess að ég vann hjá Baugi. Ég vek athygli Egils á að eitt sinn unnu yfir 60 þúsund manns hjá Baugi og tengdum fyrirtækj- um. Finnst honum í lagi að gera okkur öllum upp skoðanir? Má gera okkur öllum upp skoðanir? Hvernig kerfi eiga Íslending-ar að nota við fiskveiðar? Á undan förnum árum hafa verið gerðar miklar rannsóknir á kerf- um og því þurfa menn ekki að þreifa fyrir sér í myrkri. Nýjar rannsóknir á vegum Lenfest Ocean Program, 10 vísindamanna, (Melnychuk et al 2011.) sem rann- sökuðu 345 fiskstofna á 11 svæð- um vítt um heim, liggja fyrir. Auk þess hafa ýmsir aðrir vísindamenn skoðað grunnhugmyndir í fisk- veiðistjórnun og má geta Elinor Ostroms, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 2009. Skipta má þróaðri veiðistjórnun upp í annars vegar kvótakerfi (aflamark), með eða án framsals- réttar, og hins vegar dagakerfi (sóknarmark). Í kvótakerfum er miðað við heildarafla en í daga- kerfum heildartíma sjósóknar. Rannsóknir Lenfest-manna leiddu í ljós, að kvótakerfi stuðl- uðu ekki að stækkun stofnstærða eða lífmassa. Það er líka reynslan hér. Stofn þorsks og annarra botn- fiska hefur minnkað um helming frá 1990 og næstum tvo þriðju frá 1983. Rannsóknir Elinor Ostrom leiddu enn fremur í ljós, að þrátt fyrir útbreiddar skoðanir um yfir- burði miðstýrðar stjórnunar og þéttingu veiðiheimilda í höndum sífellt færri og stærri útgerða, hefur komið í ljós að útgerðar- mynstur undir stjórn sveitar- félaga í dreifbýli hefur gert það betur en einkavædd kerfi. Skýr- ingar eru margar en sú nærtæk- ust að smærri einingar öðlist meiri þekkingu á miðum og eiginleikum fiskistofna vegna nálægðar. Eitt meginmarkmið kvóta- kerfisins var að auka heildar- afla þorsks við Íslandsstrendur. Það hefur alls ekki tekist og því annað hvort brotalöm í fiskveiði- stjórn eða vísindum. Nema hvort tveggja sé. Vísindamenn gera til- lögur um heildarafla en það magn svo einatt aukið til að friða hags- munaaðila. Atgangur í einstakar tegundir hefur líka verið mikill, ekki sízt loðnu sem er fæða ann- arra fiska og verðmeiri. Hún er veidd í umtalsverðu magni og við sjáum áhrifin koma fram á fugla- stofnum, en botnskrap getur auk þess skaðað sandsíli. Eflaust eru áhrifin ekki minni í dýpri sjó. Því telja margir að fiskveiðiráðgjöf nútímans sé einungis sýndarleikur til þess fallinn að hygla stórútgerð- inni en ekki eiginlegri fiskvernd. Ástand fiskstofna í ESB og BNA er afleitt og útbreidd er skoðun um að ráðgjöfin hafi brugðist. Mikill munur er á fiskveiði- stjórnunarkerfum með framsals- rétti (ITQ) og án (IFQ). Fram- salskerfi tíðkast á Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Kanada, að litlu leyti í Evrópu, N-Ameríku og Alaska. Á heimsvísu ná slík kerfi til fjórð- ungs heimsaflans. Fullyrðingar um að flestar þjóðir heims séu að taka upp kvótakerfi með framsali aflaheimilda stenst ekki. Stjórn- völd í Washington fengu NOAA 2010 undir stjórn Jane Lubc- henco til þess að reyna að inn- leiða óskilgreind kvótakerfi í N- Ameríku (catch share). Stór hluti fiskveiðisamtaka landsins sner- ust gegn áformunum og nú ríkir óeining um fiskveiðistjórn þar ytra. Ríki Nýja-Englands og tvær stærstu fiskihafnir landsins hafa stefnt NOAA vegna áformanna. Svo gæti farið að þau verði dæmd ólögleg og stjórnarskrárbrot. Ekki hefur þetta komið fram í fagnað- arboði LÍÚ en einmitt þetta atriði var grunnurinn í ályktun mann- réttindanefndar SÞ gegn íslenzka kvótakerfinu. Það er því harla ólíklegt að kvótakerfi sem bygg- ist á mismunun í úthlutun veiði- réttinda verði leyfð í N-Ameríku. Íslenskir blaðamenn vekja endurtekið athygli á því að ESB- fiskveiðinefndin hafi þau áform að koma á kvótakerfi í íslenskum stíl. Fyrrum æðstráðandi fiskveiði- stefnu ESB, Joe Borg, lagði til að teknir yrðu upp sóknardagar í stað kvótakerfa. En Maria Damanaki, núverandi framkvæmdastjóri, virðist áhugasöm um kvótakerfi og framsalsrétt. Sú afstaða íslenzkra stjórnvalda að virða að vettugi ályktun mannréttindanefndar SÞ hefur kannski ruglað Damanaki í ríminu, en gera má ráð fyrir að sömu vandamál komi upp í ESB og í N-Ameríku um lögmæti gagnvart stjórnarskrá. Segja má að Ísland hafi í sarpin- um töluverða reynslu af kvótakerfi. Það gaf bankastofnunum færi á veðsetningu aflaheimilda með tilheyrandi uppskrúfun á verði þeirra og skuldsetningu, sem gekk svo langt að hér varð efnahagslegt hrun. Út úr því hruni gufuðu upp gríðarlegir fjármunir en þó ekki fiskimiðin. Þau halda verðmæti sínu og það er glapræði að bregð- ast ekki við sögunni. Sömuleiðis má segja að fiskveiðiráðgjöf þurfi að endurskoða, sérlega í því augna- miði að gera hana óháðari ríkis- valdi og hagsmunaaðilum. Vísindi, veiðar og mannréttindi Samfélagsmál Kristín Þorsteinsdóttir fv. fréttamaður Sjávarútvegsmál Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Lýður Árnason læknir Ég vil benda Agli á, að sakborningar í sakamálum eru lifandi fólk, sem telst saklaust uns sekt er sönnuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.