Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 19

Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 19
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Ofnbakað rótar- grænmeti (meðlæti f. 4-5 m.) 2 gulrófur ( meðal- stórar), 5 gulrætur, 3 steinseljurætur, 5 kartöflur 6 geirar hvítlaukur gróft skorinn 2 msk. matarolía 1 grein ferskt rósmarín rifið af 2 msk. hunang Maldon salt Svartur pipar úr kvörn Rótargrænmetið flysjað og skorið í bita. Sett í ofnskúffu með hvít- lauk, olíu, rósmaríni, hunangi, salti og pipar. Veltið öllu vel saman og bakið við 200°C í 30 mínútur. Rófusalat með bláberjum og radísum (meðlæti f. 4-5 m.) 2 gulrófur flysjaðar og rifnar niður 5 radísur, skornar í þunnar sneiðar 2 dl bláber, má nota frosin 2 msk. agavesíróp 1 dl eplasafi eða annar ávaxtasafi safi úr 1 límónu (lime) Fersk salatblöð til að skreyta Öllu blandað vel saman og skreytt með blöðum af fersku salati og radísu- sneiðum. Rófusúpa úr Flóanum (f. 4-5 m.) ½ kg gulrófur, flysjaðar, skornar í bita ½ kg gulrætur, flysjaðar, skornar í bita 2 laukar, skrældir og saxaðir 5 hvítlauksgeirar, skrældir og saxaðir Biti engifer, ( 3 cm.) skrældur og rifinn ½ l vatn ¼ l appelsínusafi 1 dós kókosmjólk (2-3 dl) Grænmetiskraftur, salt og pipar, sýrður rjómi, brauðten- ingar, ferskar krydd- jurtir til að skreyta (má sleppa). Allt sett í stóran pott og látið sjóða í ca. 40 mín. til 1 klst. eða þar til grænmeti er orðið meyrt. Maukið í blandara eða með sprota og kryddið til með grænmetiskrafti, salti og pipar. Súpan er borin fram með sýrðum rjóma, brauðteningum og ferskum krydd- jurtum. MEÐLÆTI, SALAT OG SÚPA Nokkrar góðar uppskriftir úr gulrófumG ulrófan hefur oft verið kölluð sítróna Norður- Evrópu því hún er svo C-vítamínrík en í henni er líka A-vítamín,“ segir Þorkell Garðarsson matreiðslumaður. Hann gefur uppskriftir að nokkr- um gulrófuréttum í tilefni af opnun síðunnar rofa.is sem Félag gulrófnabænda opnaði nýverið. Á síðunni er að finna hinar ýmsu upplýsingar um rófur, næringar- gildi þeirra auk uppskrifta. Markmiðið með síðunni er að auka neyslu rófunnar sem hefur að mati margra ekki notið sann- mælis í matargerð landans. Þorkell notaði gulrófuna nokk- uð í matargerð þegar hann starf- aði hjá NLFÍ í Hveragerði og hjá Manni lifandi á sínum tíma og hefur fullan hug á að bæta henni inn á matseðil Laundromat á næstunni en þar starfar hann í dag. „Ég ætla til dæmis að nota hana ofnbakaða sem meðlæti með lambaskönkum,“ segir hann. Þorkell segir íslenska kokka hafa tekið ástfóstri við norrænt grænmeti undanfarið og er rófan þar ekki undanskilin. „Rófan er klassísk í rófustöppu og kjötsúpu en hana má þó einnig nota í ýmsa aðra rétti,“ segir hann og bendir á meðfylgjandi uppskriftir því til staðfestingar. solveig@frettabladid.is Félag gulrófnabænda hefur opnað vefsíðuna rofa.is en gulrófuna má nota í hina fjölbreyttustu rétti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sítróna Norður-Evrópu Tónlistarkonan Hafdís Huld og gítarleik- arinn Alisdair Wright ætla að frumflytja nýtt efni af væntanlegum plötum á tón- leikum á Gljúfrasteini á Safnanótt í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þú velur 2 aðalrétti af 14 á matseðli og greiðir eingöngu fyrir báða réttina 2FYRIR 2500 Nú gerum við okkur glaðan dag Gril lhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, www.gri l lhusid.is GRRRillandi gott í allan vetur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.