Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 28

Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 28
8 • LÍFIÐ 10. FEBRÚAR 2012 Grímsbær við Bústaðaveg Efstalandi 27, 108 Rvk. Sími: 527-1999 Opið: mán-fös 11:00-18:00 laug 11:00-15:00 Sendum í pósti um allt land! MILANO leðurskór Dúndurdagar 10. til 18. febrúar 35% afsláttur Hver er þín afstaða nú þegar greint hefur verið frá mannrétt- indabrotum í námunda við höll- ina þar sem stendur til að halda Eurovision-keppnina í Aserba- ídsjan í ár? Hjartað mitt sökk. Þetta er svo ljótt ef þetta er satt. Nú ríður á að fá nákvæmar upp- lýsingar um það sem er raunveru- lega að gerast í Aserbaídsjan og að Páll Magnússon og listamaður- inn sem vinnur keppnina á laugar- daginn taki upplýsta ákvörðun um þátttöku út frá því. Mín afstaða er mjög skýr: Ísland á að draga sig út úr Eurovision-keppninni í ár til að mótmæla framferði borgaryfirvalda í Bakú gagnvart þegnum sínum. Þetta er skýrt og klárt mannrétt- indabrot. Ég veit að það eru framin mannréttindabrot úti um allan heim á hverjum degi en þetta er í fyrsta sinn sem svona mannréttindabrot eru unnin í beinum tengslum við Eurovision-keppnina og við Íslend- ingar erum að taka beinan þátt í þessari keppni og þess vegna verðum við að setja mörk. Það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga þak yfir höfuðið og það má ekki reka þig út úr húsinu þínu með valdi og láta þig éta það sem úti frýs. Það er nákvæmlega það sem verið er að gera núna við fólkið í Aserbaíd- sjan og það er skítkalt í Aserbaíd- sjan akkúrat núna. Nú er ljóst að borgaryfirvöld í Bakú eru að byggja kristalshöll og önnur glæsihýsi fyrir Eurovision- keppnina með því að reka bláfá- tækt fólk með valdi út úr hreys- um sínum og jafna svo heim- ili þeirra við jörðu. Þeir loka fyrir rafmagn, gas og vatn í íbúðunum ef fólk drullar sér ekki þaðan út af því að húsin þeirra eru ekki lengur til í opinberum skjölum. Bæturnar sem fólkinu eru boðnar eru helm- ingi lægri en markaðsvirði venju- legra íbúða í miðborginni. Það er í rauninni verið að segja fátæka fólk- inu að hypja sig upp í sveit sem lengst frá Bakú. Það voru frétta- menn frá BBC sem byrjuðu að skrifa um þetta mál og þegar þeir reyna að hringja í borgaryfirvöld þá vill enginn veita viðtöl um málið. Þegar hringt er þangað er strax skellt á um leið og það er minnst á þetta mál. Ég hélt fyrst að BBC væri að búa til einhverja dramafrétt en nú hef ég talað við næstum alla á fréttastofu RÚV og fengið þess- ar fréttir staðfestar frá þeim og þá byrjaði blóðið í mér að sjóða. Hugmyndin á bak við Eurovision- keppnina er mjög falleg. Það er alveg ofsalega falleg hugmynda- fræði á bak við þessa keppni og hún er ein af ástæðunum fyrir því að ég elska þessa keppni. Þegar hún var fyrst haldin árið 1956 þá var Evrópa enn í sárum eftir seinni heimsstyrjöldina. Allir hötuðu alla og allir fóru í taugarnar á öllum en það var brilljant náungi frá Sviss, Marcel Besancon, sem datt í hug að nýta þessa tækni- nýjung sem sjónvarpið var. Hann langaði að gera tilraun og tékka á því hvort hægt væri að sýna sama atburðinn á sama tíma út um alla Evrópu því hann trúði því að eina tungumálið sem öll Evrópa skildi HJARTAÐ MITT SÖKK Páll Óskar gat ekki á sér setið þegar hann heyrði af örlögum íbúa Eurovision-borg- arinnar Bakú í Aserbaídsjan. Eins og fram hefur komið er afstaða hans skýr þegar kemur að þátttöku Íslands í keppninni. Lífið ræddi við hann um framtíð Eurovision, möguleika á forsetaframboði og einkalífið. M Y N D IR /S T E FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.