Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 29

Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 29
LÍFIÐ 10. FEBRÚAR 2012 • 9 NÝTT DOVE MEN+CARE DOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi. Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu heldur náttúrulega rök og mjúk. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI Ég er þeirrar skoðunar að svona misrétti og valdníðsla sé bara hrein og klár illska og hún þrífst best í þögninni. væri tónlist. Tónlist er það eina sem getur byggt brýr sem kannski nú þegar eru brotnar. En núna í fyrsta sinn í sögunni er verið að brjóta á þegnum þess lands sem keppnin er haldin í gagngert til að búa til Eurovision-höll. Svona hefur aldrei gerst áður og þetta er svo langt frá upprunalegu kærleiksríku Euro- vision-hugmyndinni að það hálfa væri nóg. Þú ræddir þína afstöðu við Pál Magnússon útvarpsstjóra Ríkis- útvarpsins. Hvernig tók hann þér? Bestu fréttirnar sem Páll Magnússon sagði mér eru að 27. febrúar næstkomandi munu allir fulltrúar allra sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum hittast á fundi til þess að ræða þetta mál. Mikið ofsalega væri nú fallegt ef allar Norðurlandaþjóðirnar yrðu sam- mála um að draga sig út úr þessari keppni og halda sína eigin Nord- vision-keppni. Það væri ofsalega skýr og falleg yfirlýsing frá þeim. Ég er hjartanlega sammála Stebba Hilmars sem telur að Euro- vision-keppnin sé orðin of mikið monster og það verði að fara að skipta henni upp. Ein hugmynd er að skipta henni hreinlega milli austurs og vesturs og svo önnur að hafa sérstaka Norðurlandakeppni. Það má vel vera að sigurvegarinn í keppninni í Hörpu á laugardag- inn sé ekki á leiðinni út í Eurovision heldur hreinlega í Nordvision. Tím- inn mun leiða það í ljós. Það eina sem ég og nafni minn Páll Magnús- son erum ósammála um er á hvaða hátt eigi að mótmæla mannrétt- indabrotum í Aserbaídsjan. Páll Magnússon segist skilja þessa stefnu EBU (Samtök evr- ópskra sjónvarpsstöðva) að leyfa keppninni að vera haldin óáreitt vegna þess að þá er meiri mögu- leiki á að kastljósinu verði beint að þessum mannréttindabrotum sem framin eru í landinu heldur en ef allir myndu draga sig úr keppn- inni. Þessu er ég ekki sammála því ég veit að þegar keppandinn er kominn til Eurovision-lands fer hann í hundrað viðtöl hjá hundrað blaðamönnum og honum er ráðlagt að vera ekki með neinar pólitískar yfirlýsingar. Framhald á síðu 10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.