Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 30

Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 30
10 • LÍFIÐ 10. FEBRÚAR 2012 STEINI /PÉSI &GAUR Á TROMMU Miðasala á gamlabio.is og midi.is. Sími 563 4000. Opið mán.-mið. 14:00-18:00 og fim.-sun. 14:00-20:00. Föstudagur 10.02.2012 22:30 Laugardagur 11.02.2012 22:30 Ö Það stendur meira að segja í reglum keppninnar að keppendur mega ekki vera með neinar póli- tískar yfirlýsingar í viðtölum. Það er ekki mælt með því að keppandi ruggi bátnum á neinn hátt. Ég er þeirrar skoðunar að svona misrétti og valdníðsla sé bara hrein og klár illska og hún þrífst best í þögninni. Einræðisherrar hlusta ekki fyrr en þeim er stillt upp við vegg. Breyttist Kína eitthvað eftir Ólympíuleikana í Peking árið 2009? Svarið er nei. Breyttist réttarstaða samkynhneigðra eitthvað í Rúss- landi eftir Eurovision-keppnina þar? Svarið er nei. Ef eitthvað er þá er réttarstaða samkynhneigðra orðin verri í dag en hún var. Það er til alveg yndislegt spak- mæli sem hljómar einhvern veginn svona: Það eina sem illska þarf til þess að þrífast er að góðir menn geri ekki neitt. Það er nákvæmlega það sem mér finnst EBU vera að gera núna. Þeir ákveða að aðhafast ekki neitt og leyfa yfirganginum og frekjunni í þessum borgaryfirvöld- um í Bakú fram að ganga. Með þessu er allur glamúrinn farinn úr söngvakeppninni og allur glæsileikinn sem á að einkenna Ól- ympíuleika er löngu kominn út úr kortinu. Glæsileikinn verður verð- laus. Listamenn og íþróttamenn þurfa líka að gera upp við sig sjálfa hvort þeim finnist það siðferðislega rétt að mæta til leiks í íþrótta- og tónlistarhöllum sem hafa svona for- sögu að baki. Úr einu baráttumáli í annað, nafn þitt hefur ítrekað borið á góma þegar talið berst að næsta forseta Íslands. Er það eitthvað sem þú hefur hugsað af alvöru? Ég hef engan áhuga á því að vera forseti Íslands. Þetta kom fyrst upp fyrir þremur árum. Þá var einhver maður út í bæ sem bjó til heima- síðu á Facebook sem hét held ég „Pál Óskar á Bessastaði“. Í kjöl- farið þá fór ég á stúfana og svona tékkaði á því hvað fælist í þessu starfi. Ég var svo heppinn að ég hitti Ólaf Ragnar Grímsson þegar ég var að syngja við verðlaunaaf- hendingu þar sem hann var stadd- ur og ég náði tali af Ólafi baksviðs. Ég bað hann að gefa mér starfs- lýsingu og í stuttu máli sagt var ég ekki hrifinn af henni. Ég fékk það strax á tilfinninguna að ég væri í miklu skemmtilegra starfi nú þegar. Ég held ég komi þjóðinni að meira gagni í þessu starfi sem ég er í akkúrat núna en að vera á Bessa- stöðum að taka á móti gestum allan daginn. Hvernig forseta vilt þú? For- setinn minn er og hefur alltaf verið Vigdís Finnbogadóttir en það sem ég er hrifinn af í fari Ólafs Ragnars Grímssonar er að hann fór að setja mörk í jafn viðkvæmum málum eins og Icesave og ég tek ofan hattinn fyrir honum að hafa nýtt sér þetta neitunarvald á þessari ögurstundu sem hann gerði. Það sem mér þykir ekki spennandi við starfslýsinguna er að forsetinn þarf að vera dipló. Það get ég einfaldlega ekki. Ég get ekki setið á mér eins og núna þegar svona gróf mannréttinda- brot eru framin í beinni tengingu við keppni sem ég tengist beint. Þá sit ég ekki heima hjá mér og geri ekki neitt. Ég gæti ekki hugsað mér það. Ég held að fullkominn for- seti sé 70% Vigdís Finnbogadóttir og 30% Ólafur Ragnar Grímsson. En að ástinni. Hvernig er þitt til- hugalíf? Ég er enn þá á lausu og nú er ég orðinn svolítið leiður á því. Ekki það að mér líði ekki mjög vel einum, ég finn það hins vegar mjög sterkt að hjartað í mér hefur aldrei verið jafn opið. Ég hef aldrei verið jafn tilbúinn að eignast kærasta. Er erfitt að vera þekktur í leit að ást? Ég finn það að sumir setja það fyrir sig, skiljanlega og þá er það bara allt í lagi. Ég þarf að taka ábyrgð á minni eigin athyglissýki. Hefur þú leyft þér að fara á stefnumót? Nei, það hefur ekki verið mikið um það en mikið rosa- lega væri ég nú til í gott stefnumót. Ég er með augun opin og það er nú annað heldur en hérna áður fyrr. Ég kom ofsalega særður út úr síð- ustu reynslu minni í ástamálunum og skellti bara í lás eftir það. Í heil tíu ár var sjoppan lokuð hjá mér af hræðslu við að upplifa sársaukann aftur. Ég þurfti líka að spyrja sjálfan mig að því hvort ég væri góður mannkostur í þessu ástandi. Ég vildi ekki bjóða kærasta upp á einhverjar brunarúst- ir. Ég þurfti fyrst að taka til heima hjá mér og laga allar brunarústirnar. Þú verður að taka til heima hjá þér áður en þú býður fólki í heimsókn. Hvernig á draumaprinsinn að vera? Veistu, ég á enga fantasíu um draumaprins. Krafan er sú að hann verður að vera kominn út úr skápn- um. Það er mjög mikilvægt. Ég get ekki deitað eitthvað skápakeis af því að þar með er sambandið orðið leyndarmál. Þá getum við ekki farið í bíó eða leikhús og þar með get ég ekki kynnt hann fyrir fjölskyldunni. Hann verður að vera á lausu takk fyrir. Ég vil ekki að hann sé nýhætt- ur í einhverju sambandi því ég vil ekki hafa hans fyrrverandi svífandi yfir sambandinu eins og móðuharð- indin. Það er svo slítandi og ljótt. Ef gaurinn myndi byrja með mér tveim- ur vikum eftir skilnað þá er hann bara að nota mig sem plástur. Mig langar ekki að vera plástur. Kostir við að vera á lausu? Í dag finnst mér kostirnir vera fleiri heldur en gallarnir. Ég er ekki rétti maður- inn til að svara spurningunni af því ég hef ekki reynsluna af því að vera í sambandi. Ég hef ekki reynsluna af því að deila sama húsi með einverri annarri manneskju. Ekki nema þegar vinir mínir koma að gista hjá mér og eitthvað svona. Þá finn ég fyrir því að mér finnst skrítið þegar það eru tveir tannburstar á baðherberginu og ef ekki er búið að slökkva ljósin eða hengja rétt upp á þvottasnúruna – þá finn ég fyrir því. Ég er svo vanur því að vera einhleypur og búa einn. En gallarnir við að vera á lausu – eins og að vera án nándar við þann sem þú elskar? Ég upplifi þessa nánd svo sterkt í gegnum fólkið mitt. Líka í gegnum fólkið sem kemur á tónleikana með mér. Ég mynda ofsalega skýr og skilyrðis- laus tengsl við áhorfendur mína. Það gildir það sama um þá og börnin, það er allt á jafningjagrundvelli. Barneignir. Langar þig að verða pabbi? Ekki núna, nei. Ég hef hugs- að mjög mikið um þetta en ég er alveg rólegur í þessu. Kannski vegna þess að ég er yngstur af mínum systkinum og öll mín systk- ini eiga fullt af börnum þannig að það kom í minn verkahring þegar ég var yngri og unglingur að passa öll þessi börn. Ég og mamma mín vorum oftar en ekki heima að passa. Mamma rak í rauninni dagvistar- heimili. En ertu hrifinn af börnum? Já. Aftur á móti skil ég ekki hvað börn sjá við mig því mér finnst ég vera svo rígfullorðinn. Ég hef alltaf pass- að mig á því að umgangast börn sem jafningja. Ég breyti ekki rödd- inni þegar ég ræði við börn, ég nota sama orðaforða eins og núna þegar ég er að tala við þig. Langar þig að stofna fjölskyldu í framtíðinni? Nei, ég á nógu stóra fjölskyldu fyrir. Ég er að reka heim- ili fyrir það fyrsta og ég á blóðfjöl- skyldu sem er mjög stór og í öðru lagi á ég „valda fjölskyldu“ sem eru vinir og félagar sem ég hef eign- ast í gegnum tíðina. Mjög margir hommar upplifa þetta sama og það er að við eignumst sterkan vina- hóp. Kjarna af fólki sem er samferða okkur í gegnum lífið. Sú fjölskylda er alveg jafn mikilvæg og blóðfjöl- skyldan. Framhald af síðu 9 Uppáhalds íslensku Eurovisonlögin? „All out of Luck“ og „Eitt lag enn“ eru alveg ofsalega vel heppnuð popplög sem virka enn þann dag í dag. Allur gjörningurinn hjá Silvíu Nótt var eitt stórt gott listaverk. Hvenær ætlar þú að snúa aftur í Eurovision fyrir Ís- lands hönd? Þegar rétta lagið kemur. Ef ég færi aftur út færi ég til að vinna með keppnislag. Góð ráð til keppenda annað kvöld? Elskaðu þig, elskaðu míkrafóninn og elskaðu myndavél- ina. Ekki gleyma því að þú ert í sjónvarps- þætti. Þar skiptir mestu máli sjálfstraustið þitt, röddin þín og augun. LÍFSSTÍLLINN EUROVISION Jafnvægið? Ég er í mun betra jafnvægi en ég var fyrir 10 árum síðan. Heilsan? Ég gef mér tíma til að fara út að skokka. Ég passa mig hvað ég borða og leyfi mér smá hreyfingu á hverjum degi. Heimasíðan? Ebay. Ég kaupi mjög mikið af gömlum súper 8 mm kvikmyndaspólum þar. Ég safna þeim. Tímaritið? Attitude, breska hommablaðið, langbest. Útlitið? Ég get farið inn í Body Shop og keypt alla búð- ina. Ég geri það stundum og ég leyfi mér það. Ég á bara einn líkama og eitt andlit og ég splæsi á líkam- ann öllum þeim sápum og skrúbbum og snyrtivörum sem hægt er að baða sig upp úr. Ég kom ofsa- lega særður út úr síðustu reynslu minni í ástamálunum og skellti bara í lás eftir það.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.