Fréttablaðið - 10.02.2012, Page 32

Fréttablaðið - 10.02.2012, Page 32
12 • LÍFIÐ 10. FEBRÚAR 2012 Melkorka Árný Kvaran, íþróttakennari og mat- vælafræðingur, hefur haldið úti kerrupúli fyrir nýbakaðar mæður í Laug- ardalnum undanfarin þrjú ár, sama hvernig viðrar. Vinsældir púlsins hafa aukist mikið milli ára og hefur Melkorka því bætt í flóruna útipúli fyrir alla þá sem kjósa einkaþjálfun utandyra. Hver er þín skýring á aukning- unni undanfarin ár? Það hefur átt sér stað mikil vitundarvakn- ing þegar kemur að hreyfingu og æ fleiri kjósa að hreyfa sig utan- dyra. Vel hefur verið haldið á spöð- unum hjá okkur og ánægður við- skiptavinur hefur verið besta aug- lýsingin okkar. Hefur þú aldrei þurft að hætta við æfingar vegna veðurs? Það þarf mikið til að stoppa okkur en jú við höfum frestað æfingum þegar það eru stormviðvaranir og mikl- ar frosthörkur, þá vegna unga- barnanna. Þeir sem eru í útipúl- inu hafa hins vegar enga afsökun. Hvers konar þjálfun fer fram í útipúli? Útipúl er útivistar- og lík- amsræktarnámskeið, hugsað fyrir alla þá sem vilja hreyfa sig utan- dyra, bæta heilsuna með því að styrkja sig og auka úthald og þol. Útipúl er markviss og fagleg þjálf- un hugsuð fyrir einn, tvo, þrjá eða fjóra saman í hóp. Útipúl er bæði fyrir karla og konur og sniðugt fyrir vinkonur/vini eða hjón/pör að koma saman. Hverjir eru helstu kostir útiþjálf- unar? Ég legg áherslu á aukið þol og aukinn styrk, vellíðan og gleði og ef viðkomandi hefur verið eða er í baráttu við aukakílóin, þá á undantekningalaust sér stað breyt- ing á líkamanum til hins betra, sem eykur vellíðan og sjálfstraust við- komandi. Mér finnst gríðarlega mikilvægt að koma því inn hjá fólki í dag út á hvað líkamsrækt geng- ur, það er að segja að rækta lík- amann, en ekki að komast í eitt- hvert staðlað form eða staðlaða fatastærð. Hitaeiningar og fitu- mælingar eru því ekki í forgangi í minni þjálfun. Ég held ég geti einnig slegið því föstu að útipúlið er ódýrasta einkaþjálfun sem í boði er á land- inu, enda rekstrarkostnaður lít- ill. Tímasetningin er samkomulag milli mín og iðkenda. Ég byrja 6.30 á morgnana og þjálfa til 20.00 á kvöldin. Það er lítið um meiðsli, enda vinn ég að mestu með eigin líkamsþyngd og sníð stakk eftir vexti hjá hverjum og einum. Súr- efnið og ferska loftið er líka eitt- hvað sem auðvelt er að verða háður! ÞJÁLFAR ÚTI ALLAN ÁRSINS HRING Það sem nýbökuð móðir þarf að hafa í huga: ■ Það þarf styrk til að takast á við móðurhlutverkið og til að þola ósamfelldan svefn í margar nætur, til að vera á tánum allan sólarhringinn til að sinna kalli og til að skipta á hundrað bleyjum á viku. ■ Hreyfing er öllum mikilvæg, jafnt fyrir líkama og sál. Það að stunda markvissa hreyfingu hefur marga góða kosti í för með sér, svo sem bætt gæði svefns, auðveldari stjórnun á streitu, bætta melt- ingu, aukið mótstöðuafl gegn sjúkdómum, aukna orku, aukið hlutfall vöðva í líkamanum og betra sjálfstraust, svo eitthvað sé nefnt! ■ Útivera! Ég tala oft um súrefni sem eitt af næringarefnunum þó svo að það gefi hvorki orku né næri líkamann á sama hátt og inntaka á hinum eiginlegu nær- ingarefnum (kolvetni, prótíni, fitu, vítamínum, steinefnum og vatni). Súrefnið er okkur klárlega lífs- nauðsynlegt og veitir okkur í raun vellíðan og orku, bara á annan hátt. Hvaða móðir í fæðingaror- lofi kannast ekki við það að hafa vaknað þreytt um morguninn eftir erfiða nótt og hugsað með sér að leggja sig síðar um daginn, farið svo út í göngutúr með vagn- inn og getur ómögulega lagt sig þegar inn er komið því hún hefur fengið súrefni. ■ Félagsskapur! Félagslegi þátt- urinn er gríðarlega mikilvæg- ur þegar móðir er í fæðingar- orlofi. Það er nauðsynlegt að vera í góðu jafnvægi með því að rækta líkama og sál. Að vera í samskiptum við fólk er hluti af því að næra andann og sam- band og stuðningsnet við aðrar mæður sem eru eins þenkjandi og með svipaðar áherslur í líf- inu, er ómetanlegt. Það sem nýbökuð móðir þarf að hafa í huga þegar hún byrjar að hreyfa sig: ■ Fá faglega leiðsögn frá þjálf- ara sem getur leiðbeint með það hvaða æfingar má gera og hvað æfingar skal forðast þess- ar fyrstu vikur/mánuði eftir með- göngu. Gríðarlega mikilvægt er að fara ekki of skarpt af stað, hlusta á líkamann og gera rétt- ar æfingar sem styrkja svæð- ið í kringum mjaðmagrind á meðan grindin gengur saman og meðan liðbönd/vöðvar ná fyrri styrk. ■ Mikilvægt er að láta sér ekki verða kalt og þá sérstaklega á höndum. Tengsl eru á milli handkulda og brjóstastíflna. ■ Mikilvægt er að vera í góðum og rétt búnum æfingafatnaði og þá sérstaklega góðum æf- ingatoppi. Brjóstagjafabrjósta- haldarar veita oft ekki nægilega góðan stuðning í æfingum. ■ Ekki má gleyma vatninu. Móðir með barn á brjósti þarf sér- staklega að gæta vel að vök- vabúskapnum svo ekki minnki mjólkur magnið fyrir barnið. ■ Réttur skófatnaður er gríðarlega mikilvægur. Hann er undirstaða þess að okkur líði vel á æfing- unni. Ef skórnir eru orðnir slitnir, gamlir og lélegir eru meiri líkur á meiðslum í stoðkerfinu. ■ Ef barnið er með í för á æfing- unni, þá skal huga vel að því, að því líði vel, sé rétt klætt og ekki svangt. Ekki hika við að sinna barninu ef það verður óvært meðan á æfingu stendur, það má taka hlé og halda svo áfram. Til að móður líði vel eftir með- göngu, líkamlega og andlega, er nauðsynlegt að huga að ofan- greindum atriðum. Það er bæði móður og barni fyrir bestu að mömmu líði vel! www.kerrupul.isKringlunni Green Tea línan inniheldur líkamslínu með andoxunaráhrifum sem styrkja náttúrulegar varnir húðarinnar. Hressandi og uppliftandi fyrir líkama og sál. 30% afsláttur af Green Tea línunni frá Elizabeth Arden dagana 9. – 15. febrúar. Grænir og bjartir dagar í snyrtivöruverslun Lyfja & heilsu kringlunni. Hitaeiningar og fitu mælingar eru því ekki í forgangi í minni þjálfun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.