Fréttablaðið - 10.02.2012, Page 46

Fréttablaðið - 10.02.2012, Page 46
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR26 folk@frettabladid.is ? Hæ Sigga Dögg og takk fyrir hressileg skrif í síðustu viku. Að lesa um fólk sem vill fá annað fólk í kynlífið sitt finnst mér ansi framandi og frekar hrollvekjandi. Ég er samt engin nunna og stunda alveg mitt kynlíf, þrátt fyrir að vera ekki í sambandi. Ég fór aðeins að velta fyrir mér ábyrgu og óábyrgu kynlífi. Ég gæti fyllsta öryggis í kynlífi mínu þó að rekkjunautarnir séu nokkrir, er ég þá að stunda ábyrgt kynlíf? Hvað er annars óábyrgt kynlíf, er það bara án getnaðarvarna eða er skilningur minn á hugtakinu lítill? SVAR: Minn skilningur á ábyrgu kynlífi felur bæði í sér líkamlega ábyrgð og tilfinningalega. Það er ábyrgt af þér, fyrir þig sjálfa og rekkjunautinn, að nota getnaðar- varnir en nú velti ég því fyrir mér hvaða tegund af getnaðarvörn þú notir. Mér finnst ég alltof oft heyra af stúlkum sem signa sig af þakklæti fyrir að vera á pill- unni, en þungun er alls ekki það eina sem þarf að hafa áhyggjur af. Kynsjúkdómar eru algengir og þeir smitast tiltölulega auð- veldlega, sér í lagi eftir því sem rekkjunautar verð fleiri. Smokk- urinn er eina getnaðarvörnin sem ver gegn kynsjúkdómum og þungun. Ef þú notar smokkinn, þá ertu ábyrgur rekkjunautur. Svo er það tilfinningalega ábyrgðin. Það er mikilvægt að kynlíf sé stundað með samþykki beggja aðila. Það er ágætis venja að biðja rekkju- nautinn reglulega um leyfi og þannig ganga úr skugga um hvort allt sé í lagi. Einstaklingar eru ólíkir og það er ekkert eitt kynlíf sem virkar á alla, líkt og spyrj- andi seinustu viku benti á. Takir þú tillit til þess þá ertu ábyrg. Þá finnst mér einnig mikilvægt að forsendur fyrir kynlífinu séu þær sömu. Það er leiðigjarnt að vera sá sem er táldreginn á asnaeyr- um með von um að kynlíf þróist í ást. Ef þig langar í stundargam- an hafðu það þá á hreinu. Eins ef þig langar í samband. Kynlíf er vettvangur þar sem hjarta, heili og kynfæri eiga það til að lenda í hnút og því gott að segja það sem maður meinar og meina það sem maður segir. Hjarta, heili og kynfæri í hnút PILLAN EKKI NÓG Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem ver gegn kynsjúkdómum og þungun. KYNLÍF: ÞARFTU HJÁLP? Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Félagarnir Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Þór Breið- fjörð standa í ströngu við undirbúning Vesalinganna í Þjóðleikhúsinu en samhliða því láta þeir til sín taka í líkamsræktarsalnum þar sem markmiðið er allsherj- ar lífsstílsbreyting. Eyþóri finnst erfiðast að vakna en hann svaf einmitt yfir sig þegar myndatakan átti að eiga sér stað í World Class. „Ég er búin að missa átta kíló síðan í september og bumban er að hverfa,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, leikari og söngvari, um sameigin- legt líkamsræktarátak sitt og Þórs Breiðfjörð. Eyþór og Þór leika báðir stór hlutverk í komandi uppfærslu Þjóð- leikhússins á leikritinu Vesaling- arnir og voru hálfpartinn reknir í ræktina í haust. „Það er gríðarlegt álag að taka þátt í svona sýningu og mikilvægt að vera í góðu formi. Til dæmis á Þór að bera mig á öxlunum í sýningunni svo ég er að reyna að létta mig og Þór að reyna að styrkja sig,“ segir Eyþór og bætir við að það sé góð samvinna þar á milli. Eyþór og Þór fengu félaga sína Magna Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson til að vera með sér. Þeir hittast alltaf um átta á morgn- ana, þrisvar í viku, ásamt ÍAK- einkaþjálfaranum Ásthildi Björns- dóttur sem sér um að halda þeim við efnið. „Hún er aðallega að láta okkur vinna með okkar eigin líkamsþyngd og gerir mikið af skemmtilegum æfingum. Hún er með mikinn aga á okkur og sendir okkur sms til að hvetja okkur áfram í aðhaldinu. Það er mikið fjör á æfingum og það má segja að magavöðvarnir hafi aukist vegna hláturskasta. Ég hafði aldrei hreyft mig en ég finn mikinn mun á mér núna.“ Félagarnir hafa einnig þurft að taka mataræði sitt í gegn og það Erfiðast að byrja að vakna snemma Gamalt fegrunarráð - í nútímalegum búningi Dreifingaraðili Danson ehf :: Sími 588 6886 Agúrku roll on www.bbkeflavik.com Bed And Breakfast (Gistihús Keflavíkur) · Keflavíkurflugvelli Valhallarbraut 761 · 235 Reykjanesbæ · Sími 426 5000 FRÍTT- við geymum bílinn þinn. FRÍTT- ferðir til og frá flugvellinum. FRÍTT- uppfærsla í DeLuxe herbergi í febrúar-apríl. Frábært verð! 100 KÍLÓKALÓRÍUR (KKAL) eru í einni gúrku. Sama magn er í tveimur djúsglösum, einum banana, tíu tómötum og tveimur eplum. TÆKNI Samkvæmt nýlegri rann- sókn hefur app-iðnaðurinn svo- kallaði búið til 466 þúsund störf í Bandaríkjunum, eða hátt í hálfa milljón. Þetta er afar merkilegt, sérstaklega fyrir þær sakir að þessi iðnaður var ekki einu sinni til fyrir fimm árum. Það var Michael Mandel frá skólanum South Mountain Eco- nomic sem framkvæmdi rann- sóknina og fjallað er um niður- stöðurnar á síðunni TGdaily.com. Ekki er þó hægt að treysta niður- stöðunum algjörlega því vinnu- markaðurinn í kringum öppin er mjög breytilegur. Hálf milljón app-starfa TÍSKA Í gær hófst formlega tísku- vikan í New York og þar með er tískuveislan komin í gang fyrir árið 2012. New York ríður á vaðið en allar hinar tískuborgirnar fylgja í kjölfarið. Tískuvikan í London fer af stað 12. febrúar, Mílanó 22. febrúar og í París hefst tískuvikan 28. febrúar. Það er því mikil veisla í vændum fyrir tísku- unnendur úti um allan heim en nú fer að verða ljóst hvernig stærstu hönnuðir í heiminum vilja að við klæðumst næsta haust og vetur. Tískuveislan hafin Á SÍNUM STAÐ Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, verður á ferð og flugi í febrúar meðan á tískuveislunni stendur. Hér er hún ásamt dóttur sinni, Katherine Shaffer, á tískuvikunni í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTY ÍAK einkaþjálfarinn og hjúkrunarfræðingurinn Ásthildur Björnsdóttir gefur hér smá sýnishorn af æfingum félaganna en þeir vinna mest með sína eigin líkamsþyngd. ■ Dónó Mjaðmarétta á bolta. Höfuð og axlir á bolta og hnén beygð beint fyrir ofan ökkla, tærnar vísa beint fram, hendur krosslagðar yfir brjóst. Rass látinn síga niður og svo spenntur aftur upp, stöðunni haldið í augnablik og svo endur- tekið aftur. Mikilvægt að gera æfinguna rólega. ■ T-armbeygjuplanki: Byrjunarstaða eins og fyrir armbeygju. Nema í stað þess að taka armbeygju þá er öðrum hand- leggnum lyft til hliðar, þannig að það snúist upp á búk og handleggirnir mynda þá stafinn T. Farið aftur í byrjunarstöðu og endurtekið með hinn handlegginn. Æfingin gerð til skiptis. ■ Plankinn: Við gerum hinar ýmsu útfærslur af plönkum. Venjulegan, hliðar- og hreyfanlegan planka. Venjulegur planki er fram- kvæmdur þannig að legið er með á kvið á gólfi. Oln- bogar beint undir öxlum og hendur fyrir framan þig t.d. með spenntar greipar. Forðast að fetta mjóbakið og trixið er að halda rassinum þannig að líkaminn sé í beinni línu. Annaðhvort er plankinn tekinn á hnjánum eða á tánum. Strákarnir taka allar gerðir af plönkum á tánum. Plankinn er oft tekinn í 30 sek til 60 sek. Þeir geta bráðum verið í plankanum í heilar 5 mínutur. ■ Reptile: Upphífingar: Eigin líkams- þyngd lyft lóðrétt upp. ÆFINGAR VESALINGANNA FRÉTTABLAÐIÐ/GVA hefur gengið misvel. „Mér fannst erfitt að kveðja hamborgarann. Ég er þó enn þá með laugardaga og held fast í þann heilaga dag en þá leyfi ég mér að svindla smá.“ Eyþór viðurkennir að það sé erf- iðast fyrir hann að vakna á morgn- ana, meira að segja svo erfitt að hann svaf yfir sig þegar ljósmynd- ari Fréttablaðsins ætlaði að mynda æfingu félaganna. „Við listamenn erum yfirleitt miklar leðurblökur í okkur og vinnum best á nóttunni. Það er því ekki auðvelt fyrir mig að koma mér af stað en þegar ég er kominn niður í World Class er þreyt- an yfirleitt farin.“ alfrun@frettablaðið.is lifsstill@frettabladid.is 26

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.