Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 6

Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 6
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR6 MENNTAMÁL Eftir samfellda fjölgun frá árinu 1994 fækkaði nemendum í fjarnámi á framhaldsskólastigi árið 2010 um tugi prósenta. Stjórn- völd gerðu skólunum að skera niður framboð til fjarnáms um helming við fjárlagagerðina 2009. Kostnaður fjarnámsnema hefur jafnframt stóraukist frá hruni. Boðið hefur verið upp á fjarnám í íslenskum framhaldsskólum frá því árið 1994. Alls bjóða átta skól- ar slíkt nám en Fjölbrautaskól- inn við Ármúla, Verkmenntaskól- inn á Akureyri og Verzlunarskóli Íslands eru þar langstærstir. Á haustönn árið 2001 voru nemend- ur í fjarnámi 810 en vel á fimmta þúsund árið 2009, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Hafði þá nemendum fjölgað ár frá ári, mest á árunum 2006 til 2008. Stjórnvöld gerðu kröfu um að fjarnám skyldi skorið niður um 50% árið 2009, og ekki hefur verið greitt fyrir fjarnám grunn- skólanema síðan. Skýrir það að hluta fækkun nemenda. Skólarnir mættu þessu með því að hækka gjöldin. Því skrá nemendur sig í færri áfanga og færri nemendur hafa efni á að taka fjarnám vegna gjaldanna. Sigurlaug Kristmannsdóttir, fjarnámsstjóri Verzlunarskóla Íslands, segir stöðuna í hnotskurn vera eftirfarandi. „Eftir hrun fækkaði nemendum á önn, meðal- aldur þeirra lækkaði og hlut- fall kvenna af heildarfjölda varð lægra. Niðurskurðurinn leiddi til þess að fámennir áfangar voru skornir niður og þar með fækk- aði kenndum áföngum á önn og framboð á námi varð því fábreytt- ara. Við þetta fækkaði kennurum og vinna þeirra sem eftir voru minnkaði.“ Þuríður Jóhannsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir það umhugsunar- efni að félagslegt réttlæti hafi verið undirliggjandi þegar námið var þróað. „Þróunin vekur hins vegar upp spurninguna um hverjir það eru sem hafa efni á fjarnámi. Ef til vill er það ekki sá hópur sem átti helst að nýta sér þennan kost í upphafi.“ svavar@frettabladid.is Blekhylki á enn betra verði FYRIR VILDARKLÚBB EYMUNDSSON Skráðu þig í næstu heimsókn. Það tekur augnablik og þú færð afsláttinn um leið! 5% afsláttur af ÖLLUM BLEKHYLKJUM alltaf.Engar undantekningar. Kr. 2 . 270 MEST SELDA BLEKHYLKIÐ! kr. 2.390 REYKJAVÍKURBORG Kristbjörg Stephensen borgarlög- maður segir í minnisblaði til borgarráðs að borgin verði að lúta úrskurði yfirfasteignamatsnefndar um álagningu fasteignagjalda á hesthús. Samkvæmt úrskurðinum hafa hesthús í Reykjavík um árabil verið í röngum gjaldaflokki. Fasteignagjöldin hafa nú margfaldast. Hestamenn segja hækkunina vega alvarlega að fjárhagslegum grundvelli þess að halda hesta í höfuðborginni. Kristbjörg segir í minnisblaðinu að borgaryfirvöld hafi þegar vakið athygli efnahags- og viðskiptanefndar á afleiðingum úrskurðarins. Sú skoðun hafi þar verið sett fram að eðlilegra væri að hesthús væru í þeim flokki sem borgin hefði talið þau vera. Í þeim flokki eru meðal annars íbúðarhús, sumarhús, jarðir og útihús á bújörðum. Yfirfasteignamatsnefnd telur hins vegar hesthús í flokki með ýmsu atvinnuhúsnæði; eins og til dæmis iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldis- mannvirkjum og veiðihúsum. „Fyrir liggur að efnahags- og viðskiptanefnd mun taka málið til ítarlegrar skoðunar og á borgar- lögmaður fund með nefndinni í næstu viku,“ segir í minnisblaði borgarlögmanns sem beint hefur því til fjármálaskrifstofu borgarinnar að fresta innheimtu fasteignagjalda á hesthús þar til efnahags- og við- skiptanefnd kemst að niðurstöðu. - gar Hendur borgarinnar bundnar vegna margfalt hærri fasteignagjalda á hesthús: Bíða Alþingis og fresta innheimtu GRÆNLAND Tuttugu og tveggja ára maður, sem handtekinn var á miðvikudag í þorpinu Nutaarmiut, hefur viðurkennt að hafa myrt eina stúlku og tvær konur, sært tvo karla og reynt að myrða tvo í við- bót, þar á meðal tveggja ára dreng. Tveir særðir karlar, 81 árs og 32 ára, hafa verið fluttir á sjúkrahús í Danmörku og eru báðir enn í lífs- hættu. Dómstóll á Grænlandi tekur á mánudag afstöðu til þess hvort réttarhöldin verða fyrir lokuðum dyrum. - gb Harmleikurinn á Grænlandi: Hefur viður- kennt morðin HESTAR, HÚS OG MENN Borgin vill að Alþingi geri ráðstafanir svo hesthús verði í flokki með íbúðarhúsum en ekki atvinnu- húsnæði þegar kemur að fasteignagjöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 81 0 1. 57 6 1. 94 0 2. 27 1 2. 57 4 3. 54 1 4. 26 8 4. 78 2 4. 65 3 3. 82 9 3. 45 8 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Hagstofa Íslands. Boðið er upp á þrjár annir í framhaldsskólum í fjarnámi; haustönn, vor- önn og sumarönn. Hagstofa Íslands birtir aðeins tölur fyrir haustönn. Fjöldi nemenda á milli anna getur verið mjög breytilegur. Nemendur innritaðir í fjarnám á haustönn 2001-2011 VIÐSKIPTI Össur hagnaðist um 7,6 milljónir Bandaríkjadala, jafn- gildi 935 milljóna króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 8 milljónir Banda- ríkjadala á sama fjórðungi 2010. Rekstrar- tekjur á fjórð- ungnum voru 97,9 milljónir Bandaríkjadala. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði, skatta og afskriftir var 16,4 milljónir dala eða 16,7% af tekjum. Hagnaður Össurar á árinu 2011 sem heild var 36,6 milljónir Bandaríkjadala en var 35,4 millj- ónir árið 2010. - mþl Ársfjórðungsuppgjör Össurar: Hagnaðist um tæpan milljarð JÓN SIGURÐSSON Stúdentspróf í fjar- námi kostar 740.000 Stjórnvöld gerðu framhaldsskólum að skera framboð til fjarnáms um helming við fjárlagagerðina 2009. Helmingi dýrara er að taka stúdentspróf í fjarnámi í dag en á þeim tíma. Nemendum og kennurum hefur fækkað stórlega. ■ Fjarnám er mun dýrara en það var fyrir hrun hjá öllum skólunum. ■ Verð á milli skóla er sambærilegt og kostar núna hver námseining fjögur til fimm þúsund krónur en kostaði um tvö þúsund krónur haustið 2009. ■ Þess utan er sérstakt innritunargjald fyrir hverja önn, eða um 6.000 krónur. ■ Fullt nám til stúdentsprófs kostar því 740 þúsund krónur miðað við fullt nám. Sambærilegar tölur fyrir hrun eru um 370.000 krónur. ■ Þá eru bókakaup og annar kostnaður ekki talinn með. Stúdentspróf helmingi dýrara eftir hrun Hefur þú selt gamla gullskart- gripi fyrir reiðufé? Já 8,3% Nei 91,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Gætir þú hugsað þér að nota svokallaða skyndibíla eins og hugmyndir hafa komið fram um nýlega? Segðu skoðun þína á vísir.is SÝRLAND, AP Harðar árásir Sýr- landshers á borgina Homs hafa nú staðið yfir í heila viku sam- fleytt. Árásirnar hafa kostað hundruð manna lífið. Nokkrir tugir eru sagðir hafa látið lífið þar í gær. Tvær sprengjur sprungu við herstöð í borginni Aleppo og ollu miklu tjóni. Þar í borg hefur Bashar al-Assad forseti til þessa átt víðtækan stuðning. Ríkissjónvarp landsins sagði árásina sanna að stjórnarherinn ætti ekki í höggi við uppreisn almennings heldur vopnaða hópa stjórnarandstæðinga, sem njóti stuðnings erlendra afla. Hersveitir uppreisnarmanna neita hins vegar að bera ábyrgð á árásinni og segja hana verk stjórnvalda sjálfra, sem vilji með þessu beina athygli heimsins frá ofbeldi stjórnarhersins gegn almenningi. Að mati Sameinuðu þjóðanna hafa árásir stjórnarhersins gegn mótmælendum í landinu kostað hátt á sjötta þúsund manns lífið frá því uppreisnin hófst fyrir tæpu ári. - gb Sprengjuárásir sýrlenska hersins á íbúa borgarinnar Homs halda áfram: Stanslausar árásir í heila viku SPRENGJUÁRÁS Í ALEPPO Tvær sprengjur sprungu við herstöð í borginni Aleppo, þar sem Bashar al-Assad forseti hefur til þessa átt víðtækan stuðning. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Rauði kross Íslands hefur sent neyðarstyrk sem nemur tveimur milljónum króna til aðstoðar fórnarlömbum kulda- kastsins í Hvíta-Rússlandi. Auk þess var gámur af hlýjum fatnaði, sem sjálfboðaliðar á Íslandi hafa safnað og prjónað, sendur af stað. Fimbulkuldar hafa verið í Hvíta- Rússlandi, sem og víðar í Evrópu, og frost hefur farið allt niður í 32 stig. - þj Til hjálpar kuldahrjáðum: Föt og fé til Hvíta-Rússlands Strætó fari á flugvöllinn Fulltrúi V-lista í bæjarráði Akureyrar hefur lagt til að Strætisvögnum Akur- eyrar verði gert að setja Akureyrar- flugvöll inn í leiðakerfi sitt og koma þar upp stoppistöð og viðeigandi upplýsingum um ferðir. Bæjarráð vísaði málinu til framkvæmdaráðs. AKUREYRI KJÖRKASSINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.