Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 12

Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 12
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR12 SAMFÉLAGSMÁL Anja Cordes, lög- fræðingur á sviði fjölskyldu- réttar í Danmörku, segir í við- tali við Fréttablaðið að frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra um breytingar á barna- lögum sé úr takti við tímann. „Það er réttur barnsins að annað for- eldrið geti ekki sparkað hinu út í kuldann.“ Samkvæmt frumvarpinu á ekki að heimila dómurum að skera úr um sameiginlega forsjá foreldra með barni með dómi. Ráðherrann hefur lýst því yfir að hann hafi tekið þessa leið út úr frumvarp- inu með hliðsjón af því sem hann hefur talið vera slæma reynslu hjá öðrum norrænum ríkjum. Hefur hann meðal annars vísað í danska rannsókn. Það er mat innanríkisráðherra að betra sé fyrir barn að reynt sé að ná samkomulagi og sátt í stað þess að lögmenn beggja aðila reyni að sýna fram á vankanta hins for- eldrisins frammi fyrir dómara. Cordes flutti í gær erindi á ráð- stefnu Félags um foreldrajafn- rétti sem haldin var vegna breyt- inga á barnalögunum. Hún segir viðamikla vísindalega rannsókn í Danmörku hafa leitt í ljós að sam- vinna foreldra verði ekki betri vegna sameiginlegrar forsjár. „En það hefur verið hægt að sjá hverjir geta unnið saman og hverjir ekki. Þeir sem geta ekki unnið saman eru ekki festir í sameiginlega forsjá. Það hefur bara verið í helm- ingi tilfellanna sem komið hafa til dómstóla sem dæmd hefur verið sameiginleg forsjá. Ég er ekki hrædd um að dómarar sjái ekki hverjir geta ekki unnið saman. Mín reynsla er jafnframt sú að það sé jákvætt að annað foreldr- ið geti ekki verið visst um að það fái eitt forsjá með barninu. Þetta hefur opnað augu sumra foreldra fyrir því að barnið er á ábyrgð þeirra beggja. Mér finnst hafa orðið breyting á viðhorfi fólks til sameiginlegrar forsjár.“ Að sögn lögfræðingsins var nú í vikunni gerð breyting á barnalög- unum frá 2007 í Danmörku. „Dóm- arar geta enn fyrirskipað sam- eiginlega forsjá. Hingað til hefur verið erfitt að binda enda á slíkt fyrirkomulag. Ástæðurnar þurftu að vera alvarlegar. Samkvæmt breytingunni þarf nú hitt foreldrið sem er andvígt að bundinn sé endi á úrskurðaða sameiginlega forsjá að geta sýnt fram á að samvinnan hafi áður verið góð, að barnið hafi það gott og að gott samband sé á milli heimilanna. Það getur nefni- lega verið að foreldri vilji binda enda á sameiginlega forsjá af öðrum ástæðum en vegna velferð- ar barnsins. Ástæðan getur verið nýr kærasti eða rifrildi um fjár- mál svo dæmi sé tekið. Mér finnst breytingin til góðs. Það er betra að þurfa að sýna fram á jákvæð atriði en neikvæð.“ ibs@frettabladid.is Frumvarp um barnalög gamaldags Danskur lögfræðingur segir dómara geta séð hvort foreldrar geti unnið saman í forsjármálum. Jákvætt að annað foreldrið geti ekki verið visst um að fá forsjá. Innanríkisráðherra vill ekki að dómarar fái heimild til að fyrirskipa sameiginlega forsjá. RÁÐSTEFNA UM FORELDRAJAFNRÉTTI Anja Cordes, danskur lögfræðingur, segir það rétt barnsins að annað foreldrið geti ekki sparkað hinu út í kuldann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMKEPPNISMÁL Íslensk stjórnvöld telja að nýtt frumvarp um starf- semi Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) muni innleiða ellefu svokallaðar „viðeigandi ráðstafanir“ varðandi fjárhags- og lagaumhverfi RÚV, verði það að lögum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fór fram á það í lok mars 2011 að gripið yrði til ráðstafana og hafa íslensk stjórnvöld frest til 31. mars næstkomandi til að ljúka innleið- ingu þeirra. Gangi það ekki eftir mun ESA undirbúa málshöfðun. Ákvörðun ESA var afsprengi áralangra samskipta stofnunar- innar og íslenskra stjórnvalda um tilhögun ríkisaðstoðar til Ríkisút- varpsins. Hún byggði á leiðbein- andi reglum ESA um tilhögun ríkisstyrkja til útvarpsþjónustu í almannaþágu sem fela í sér skýr- ari skil á milli almannaþjónustu- útvarps og þess hluta starfsemi RÚV sem skilgreindur er sem samkeppnisrekstur. Fréttablaðið greindi frá því í gær að samkvæmt frumvarps- drögunum er lagt til að RÚV muni stofna sérstakt dótturfélag utan um alla samkeppnisstarfsemi fyr- irtækisins, þar á meðal sölu á aug- lýsingum. Rekstur þess félags mun lúta eftirliti Samkeppniseftirlits- ins (SE), en RÚV gerir það ekki. Auk þess er lagt til að hlutfall auglýsinga í dagskrá RÚV fari ekki yfir 10 mínútur á klukkutíma, bannað verður að slíta í sundur dagskrárliði til að koma að aug- lýsingum, vöruinnsetning verður óheimil í innlendri dagskrárgerð og RÚV verður gert að birta gjald- skrá fyrir auglýsingar á vefnum þar sem einnig verða tilgreind sértilboð og önnur afsláttarkjör. Allar þessar breytingar eru í takt við kröfur ESA. - þsj Ný lög um RÚV innleiða „viðeigandi ráðstafanir“ sem ESA fór fram á: Eftirlitsstofnun vill kröfur í lög fyrir marslok ÚTVARPSSTJÓRI Reiknað er með að auglýsingatekjur RÚV dragist saman um allt að 200 milljónir króna á ári verði frumvarpið að lögum. Páll Magnússon er útvarpsstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KULDARNIR Í KÆNUGARÐI Í Kiev, höfuðborg Úkraínu, bar þessi heimilis- lausa kona poka sína, vel dúðuð í vetrarhörkunum sem hafa verið þar undanfarið. NORDICPHOTOS/AFP RÚSSLAND Rússneskum vísinda- mönnum hefur tekist að bora leið niður í stórt stöðuvatn sem hefur verið innilokað undir Suður- skautsísnum í milljónir ára. Vatnið, sem nefnt er Vostok- vatn í höfuðið á rússnesku Vostok- rannsóknarstöðinni, er talið vera nærri 16 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli, eða meira en tvöfalt stærra að flatarmáli en Vatnajök- ull hér á Íslandi. Yfir vatninu er nærri fjögurra kílómetra þykk íshella. Borkjarn- ar úr íshellunni geta varpað ljósi á loftslagssögu síðustu 400 þús- und ára og rannsóknir á vatn- inu sjálfu, sem er ferskt vatn en ekki saltur sjór, geta leitt í ljós að þar leynist lífverur sem mönn- um hefur til þessa verið ókunn- ugt um. Talið er að stöðuvatnið hafi verið þarna í 14 milljónir ára en að vatnið, sem nú er í þessu stöðu- vatni, sé um milljón ára gamalt. Vostok-vatnið er stærst af um 140 stöðuvötnum sem vitað er um undir suðurskautsísnum. Í haust ætla breskir vísindamenn að hefja boranir niður í Ellsworth-vatn og í janúar á næsta ári vonast Banda- ríkjamenn til að geta hafið boran- ir niður í Whillans-ísfljótið, sem er stórt kerfi fljóta undir ísnum. - gb Bora niður að stóru stöðuvatni á Suðurskautsísnum: Lokaður heimur opnast SUÐURSKAUTIÐ Fjórtán milljón ára gamalt stöðuvatn leynist djúpt undir íshellunni. NORDICPHOTOS/AFP Mér finnst hafa orðið breyting á viðhorfi fólks til sameiginlegrar forsjár. ANJA CORDES LÖGFRÆÐINGUR Í SMÁRALIND Á ýmsu gekk hjá íslenskum viðbragðsaðilum í fyrra, en ljósmyndasýningin Útkall 2011 stendur nú yfir í Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNING Ljósmyndasýningin Útkall 2011 hefur opnað í Smára- lind, en þar má sjá úrval áhuga- verðra ljósmynda sem teknar hafa verið af störfum hinna ýmsu viðbragðsaðila á síðasta ári, til dæmis lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og Landhelgis- gæslu. Sýningin er í tengslum við 112 daginn sem haldinn er um allt land í dag. Myndirnar á sýning- unni eru eftir bæði atvinnu- og áhugaljósmyndara. Sýningin stendur til og með 17. febrúar. - þj 112-dagurinn haldinn í dag: Sýna myndir frá útköllum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.